Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 31

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 31
•¦--^.--¦-^i.- ._-;-.. - aM;,cvm ¦ 686J .vön .G£ iU86.butmmH Fimmtudagur7.,des. 1989 --._.•..-.-. 0£ -...'¦ ¦-¦¦¦¦. _'-¦- ¦--...-.••'¦. 3r sjonvarp FIMMTUDAGUR 7. desember Stöð 2 kl. 22.20 ELDUR*** (Fire) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerö 1977 Leikstjóri: Earl Bellamy Adalhlutverk: Ernest Borgnine, Vera Miles, Patty Duke Astin, Alex Curd, Donna Mills Hér er á feröinni vandlega upp- byggö spennumynd í hefðbundinni merkingu þeirra orða. Gerist í smá- bænum Silverton sem stafar stöðug hætta af skógaréldum. Sömuleiðis er í nágrenni bæjarins afplánunar- staður fyrir fanga sem stunda þar erfiða líkamlega vinnu. Einn fang- anna er afar vafasamur náungi, heiðarleiki og velvild eru ekki til í hans orðasafni. Hann skipuleggur flótta ásamt ungum og hrekklaus- um samfanga og til þess að hylja slóð sína koma þeir af stað skógar- eldi. íbúar bæjarins þurfa því að berjast á tvennum vígstöðvum í senn. Myndin er í meðallagi. FÖSTUDAGUR 8. desember Stöð 2 kl. 22.10 ÆÐISGENGINN AKSTUR** (Vanishing Point) Bandarísk bíómynd Gerd 1971 Leikstjóri: Richard Sarafin Adalhlutverk: Barry Newman, Cleavon Little, Dean Jagger, Victoria Medlin, Paul Kolso Þessi mynd á sér sögu. Hún var ákaflega vinsæl þegar hún kom fyrst fyrir sjónir almennings í upp- hafi áttunda áratugarins. Hinsvegar hefur hún þvi miður ekki staðist tím- ans tönn sem skyldi. Annars segir hún af manni sem fær það hlutverk að aka bifreið af Dodge Challeng- er-gerð frá Denver til San Francisco og af einhverjum ástæðum ákveður hann að gera það á 15 tímum, sem þýðir að hann verður að halda dá- góðum meðalhraða. Hann fær lög- regluna fljótlega á hælana og mikill eltingaieikur upphefst. Myndinni hefur verið lýst sem „tilvistarlegri bílakappakstursmynd" ef það segir eitthvað. Góð rokktónlist fylgir í kaupbæti, en við sögu kemur blind- ur plötusnúður á útvarpsstöð sem reynist ökumanninum betri en eng- inn. Sjónvarpið kl. 22.15 Á ÖNDINNI ** (Breathless) Bandarísk bíómynd Gerö 1983 Leikstjóri: James McBride Aöalhlutverk: Richard Gere, Valerie Kaprinsky, William Tepper Myndin er endurgerð á mynd Jean Luc-Goddards, franska leikstjórans, undir sama nafni. Sagan fylgir í meginatriðum sögunni í mynd Goddards, um ungan uppreisnar- gjarnan utangarðsmann á flótta undan lögreglunni. Hinsvegar vant- ar bandarísku útgáfuna það sem gerir þá frönsku svo heillandi, nefni- lega hinn þjóðfélagslega undirtón. Það geislar af Gere á hvíta tjaldinu, hvernig svo sem það kemur út á sjónvarpsskjánum, en persónan er frekar óahugaverð, byggir á ást á tónlist Jerry Lee Lewis og bröndur- um úr frægum teiknimyndaseríum í Bandaríkjunum. Valerie Kaprinsky leikur unga námskonu sem slæst í för með utangarðsmanninum og fær dálæti á honum þrátt fyrir ólík- an bakgrunn þeirra tveggja. Stöð 2 kl. 23.55 VÉLABRÖGÐ LÖGREGLUNNAR** (Sharky's Machine) Bandarísk bíómynd Gerd 1981 Leikstjóri: Burt Reynolds Aöalhlutverk: Burt Reynolds, Rachel Ward, Vittorio Gassman, Brian Keith, Charles Durning, Earl Holliman Burt blessaður Reynolds lætur sér ekki nægja að leika í þessari ákaf- lega ofbeldiskenndu mynd, heldur leikstýrir hann líka öllu því blóði sem þar rennur. Burt leikur lög- reglumann í fíkniefnadeild í Atlanta í Bandaríkjunum og hann fær það hlutverk að ná tangarhaldi á undir- heimakóngi borgarinnar. Til að komast á slóð glæponsins lætur lög- reglan fylgjast með rándýrri hóru sem talin er vera lagskona þess illa undirheimakóngs. Gleðikonan er reyndar í tygjum við fleiri menn en þann sem áður er getið, hún heldur við borgarstjórann og að sjálfsögðu snertir hún líka viðkvæma strengi í brjósti lögreglumannsins, þó ekki væri annað. Myndinni er talið til tekna að ofbeldisatriðin eru býsna vel staðsett en á hinn bóginn rennur svo mikið blóð og drullan gusast upp um alla veggi að áhorfandinn fær yfir sig nóg. Það getur ekki talist til tekna fyrir biómynd. Þess vegna bara tvær stjörnur. LAUGARDAGUR 9. desember Stöð 2 kl. 20.45 EMMA, DROTTNING SUÐURHAFANNA (Emma Queen of the South Seas) Bandarísk sjónvarpsmynd Leikstjóri: John Banas Adalhlutverk: Barbara Carrera, Steve Bisley, Hal Holbrook, Thaao Penghlis, Barry Quin Þetta er kvikmynd vikunnar, reynd- ar er hún svo löng að hún er sýnd í tveimur hlutum, sá síðari verður sýndur fimmtudaginn 14. desem- ber. Hér er sagt frá Emmu, drottn- ingu suðurhafa, sem uppi var á síð- ari hluta nítjándu aldar. Emma þessi er leikin af Barböru Carrera sem helst hefur getið sér orð fyrir að leika í einni af myndunum um 007, James Bond. Emma er í manna minnum fyrir það hversu frjálslynd hún var á sínum yngri árum, svo frjálslynd að faðir hennar sá sig til- neyddan að senda hana í klaustur svo hún mætti agast. Hún verður þó langt því frá nunna og iðkar ekki skírlífi heldur giftist í tvígang og heldur elskhuga, fær áhuga á póli- tík, beitir sér í þeim málum og í það heila tekið var Emma ákaflega' um- töluð manneskja á sínum tíma, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Byggt á sannsögulegum atburðum. Sjónvarpið kl. 21.50 HÁSKIÁ HÁDEGI*** (High Noon) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerd 1980 Leikstjóri: Jerry Jameson Adalhlutverk: Lee Majors, David Carradine, J.A. Preston, Pernell Roberts Framhald hins fræga vestra High Noon, en þar fóru heimsstjörnurnar Gary Cooper og Grace Kelly með aðalhlutverkin. Hér fylgir Lee Maj- ors eftir hlutverki Coopers, þar sem hann hætti 30 árum fyrr. Sagan seg- ir af lögreglustjóra smábæjar sem er hættur starfi sínu en verður jafnan að snúa aftur til að bjarga málunum. Mynd þessi þykir í meðallagi, sú gamla fékk hinsvegar fjórar stjörn- Stöð 2 kl. 23.10 SKELFIRINN*** (Spectre) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerö 1977 Leikstjóri: Clive Donner Adalhlutverk: Robert Culp, Gig Young, John Hurt Þetta er spennumynd sem fjallar um ákafan áhugamann um rannsókn glæpamála sem ásamt félaga sín- um rannsakar djöfullega atburði sem eiga sér stað í klaustri nokkru. Eitthvað er þetta þó allt vafasamt, klaustrið er sagt vera meira í ætt við Playboy en klaustur og fleira er ekki eins og það á að vera í þessari mynd. Sjónvarpið kl. 23.30 HERMAÐUR SNÝR HEIM**% (The Return of the Soldier) Bresk bíómynd Gerd 1981 Leikstjórí: Alan Bridges Adalhlutverk: Glenda Jackson, Julie Christie, Ann-Margret, Alan Bates Þekktir breskir leikarar fara með hlutverkin í þessari mynd sem segir af hermanni sem heim kemur úr fyrri heimsstyrjöldinni þar sem hann hefur orðið fyrir losti. Sem veldur því að hann man ekkert hvað gerst hefur síðustu tuttugu árin en er heldur óánægður með líf sitt og eiginkonu. Myndin er fremur hæg og Maltin segir hana óspennandi. Því er ekki trúað að óreyndu. Stöð 2 kl. 00.45 DJÖFULLEGT RÁÐABRUGG DR. FU MANCHU * (Fiendish Plot of Dr. Fu Manchu) Bresk bíómynd Gerd 1980 Leikstjóri: Piers Haggard Adalhlutverk: Peter Sellers, Helen Mirren, Steve Franken, Simon Williams Hér er á ferð mynd sem betur hefði ekki verið gerð, því miður þar sem þetta var síðasta mynd Peter Sellers. Þetta er gamanmynd sem er sárlega ófyndin og illilega laus við vit og rænu. Maltin fer hörðum orðum um myndina og gefur henni allra lægstu einkunn sem þýðir í raun hrein hörmung. Aðdáendur Sellers munu þó fá nóg af honum að sjá þar sem hann leikur bæði Dr. Fu, sem ógnar sjálfum heimsfriðnum með allslags illmensku og ómennsku, sem og höfuðandstæðinginn, lögreglu- manninn Nayland Smith, sem lætur einskis ófreistað að hafa hendur í hári Dr. Fus. Þannig er nú það. SUNNUDAGUR 10. desember Stöð 2 kl. 12.55 MANHATTAN**** Bandarísk bíómynd Gerö 1979 Leikstjóri: Woody Allen Adalhlutverk: Woody Allen, Diane Keaton, Michael Murphy, Mariel Hemingway, Anne Byrne, Meryl Streep Þetta er án efa kvikmyndaupplifun helgarinnar, þó svo hún sé sýnd um miðjan dag. Ein af bestu myndum Woody Allens sem þýðir jafnframt að hún er ein af betri myndum sem gerðar voru á síðasta áratug. Hér segir af New York-búa, handritahöf- undi sem fæst við að skrifa handrit að gamanmyndum, en eins og venjulega hjá Allen er ekki alveg allt í lagi í lífi þeirra persóna sem hann fjallar um. Þetta er Ijúfsár mynd, sérstaklega vel og fallega tek- in og undir leikur tónlist George Gershwins. Leikararnir eru allir í toppformi enda Allen afbragðsleik- stjóri. Jafnvel hin barnunga sonar- dóttir Hemingways leikur eins og vanur leikari, en hún var vart nema 14 ára þegar myndin var gerð. RITIK'fl eftir Mike Atkinson s A'~;' IA Héf< L£i€>i$T \\^ lS$-\\ OFTTIL E6 SLVNOA-Pt i" BLUHPUFs Vt-Ð ARfNIStN , B.R NAZSruR A VAGSKM A BFTIK FfE é& MÉKs L-UR r RÚHINU /^{cjJtftZZZ. P^T^N dagbókin henndr dúllu Þetta er náttúrulega bilað fólk, þessi fjölskylda mín. Það er engin spurning. Núna er til dæmis allt á öðrum endanum út af jafn fáránleg- um hlut og jólakortum. Hún amma á Einimelnum er sko í ýmsum svona góðgerðarfélögum, af því hún hefur svo sjúklega gaman af að láta gott af sér leiða. (Það segir hún að minnsta kosti, en mamma er soddan kvikindi að hún segir að þetta hafi ekkert með fórnfýsi að gera, heldur sé amma barasta að fá útrás fyrir stjórnsemina. Hún eriíka ekki fyrr komin í eitthvert félag en hún er komin í-stjóm og farin að ráðskast soldið með hinar konurn- ar.) En núna er amma sem sagt að selja jólakort frá fjórum mismun- andi félögum, sem hún er í, og þess vegna eru öll vandræðin. Pabbi og mamma ákváðu í fyrra að það yrði í síðasta skipti, sem þau sendu jólakort. Þau skrifuðu það inn í hvert einasta kort að þau væru að hætta og núna svifu þau um, áhyggjulaus og fín, þegar allir aðrir byrjuðu að stressa sig út af korta- sendingum. Ja, þangað til amma á Einimelnum birtist með tuðruna og fyllti eldhúsborðið af jólakorta- pökkum, sem hún ætlaði að selja þeim. (Þau höfðu sko sagt henni frá því í fyrra að þau væru að hætta þessu, en amma tekur ekki mark á neinu nema það henti henni. Hún sendir jólakort til allra nágrann- anna, sem hún rekst á upp á hvern einn og einasta dag, og allra kelling- anna, sem hún talar við í símann mörgum sinnum í viku. Þess vegna finnst henni það voða lélegt af pabba og mömmu að hætta að senda jólakveðju til fólksins, sem þau vinna með og svoleiðis — alla daga ársins fyrir utan jólin.) Það varð ofsaleg sprenging, þegar mamma tók af skarið (pabbi flúði inn á kló!) og sagði ömmu að setja kortin aftur niður í tuðruna. Sú gamla kallaði hana vinasvikara og guðlastara og ég veit ekki hvað og hvað, en mamma sagði að Jesús vildi örugglega ekki að fólk setti sig á hausinn við að senda kort til fólks, sem maður getur hvort eð er ekki þverfótað fyrir daginn út og inn. Það endaði með því að pabbi neydd- ist til að koma fram og stilla til friðar, þegar þær fóru að nálgast slags- málastigið. Hann teymdi ömmu inn í stofu og lokaði og þar voru þau lengi, lengi að tala saman. Mér fannst mjög dularfullur sigur- svipurinn á ömmu, þegar þau komu út aftur, en mamma tók greinilega ekkert eftir því. Það kom henni að minnsta kosti mjög á óvart að finna undir sófanum fjórtán jólakorta- pakka, sem pabbi hafði ekki haft tíma til að fela betur fyrir henni eða henda út í rusl. Þá byrjaði loftárás númer tvö, því mamma þolir ekki hvað pabbi lætur ömmu stjórna sér. (Hún vill fá að stjórna honum ein!!) Hann hafði nefnilega keypt kortin af henni í laumi, svo það yrði ekki heimsstyrjöld í fjölskyldunni. En nú situr hann samt í súpunni, greyið, af því mamma er svo fúl við hann að ég efast um að hún sofi hjá honum aftur fyrr en á gamlárskvöld — EF honum tekst þá að hella í hana nógu af freyðivíni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.