Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 32

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 32
PRESSU M&jL&R lýju jafnréttislögin eru nú að líta dagsins ljós á Alþingi, en í þeim er að finna ýmsar breytingar frá núverandi fyrirkomulagi. Jafn- réttisráð mun t.d. stækka, því sam- kvæmt nýju lögunum fá allir þing- flokkar að tilnefna eiim fulltrúa í ráðið. Hæstiréttur hættir líka að skipa formanninn, því hann verður í framtíðinni skipaður af félags- málaráðherra. Einnig er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að sett verði á laggirnar sérstök þriggja manna kærunefnd hjá jafnréttisráði, svo sjálft ráðið geti einbeitt sér að stefnumótun. Kærunefndina skipa f ulllrúar frá Kvenréttindafélagi Is- lands, félagsmálaráðherra og Hæstarétti... 'ins og menn muna eflaust lögðu flugfreyjur ríka áherslu á það í síðustu samningum sínum að íá sokkabuxur sem hluta af ein- kennisbúningi. Innkaupadeild Flugleiða gerði samning við um- boðsaðila á ákveðinni sokkabuxna- tegund, sem flugfreyjur nota nú við störf sín. Umboðsaðilinn heitir Magnús Nordal og er flugstjóri hjá Flugleiðum... 'ndanfarið hefur boriö æ meira á þvi að nýútskrifaðir há- skólastúdentar sækist eftir störfum hjá ríkinu. Sagt er að einkum séu ný- útskrifaðir viðskipta- og lögfræð- ingar áberandi meðal þeirra sem falast eftir stöðum í ríkisgeiranum, sem bendi annaðhvort til þess að einkageirinn sé mettaður orðinn eða að fyrirtækin haldi að sér hönd- um á tímum gjaldþrota og samdrátt- ar. Eru sögð dæmi þess að útskrifað háskólafólk vinni við afgreiðslustörf í bönkum og öðrum þjónustustofn- unum sem til þessa hefur ekki þurft sérlega háskólamenntun til... s ^Víðustu kvöld héfur Stöð 2 birt niðurstöður úr skoðanakönnun SKÁÍS um fylgi flokkanna o.fl. Enn sem komið er hefur stöðin ekki birt niðurstöður úr lokaspurningu könn- unarinnar sem var um það hvort svarendur teldu að Stöð 2 hefði nei- kvæð eða jákvæð áhrif á samfélag- ið... 'nn eru í gangi viðræður um sameiginlegt framboð minnihluta- flokkanna í borgarstjórn fyrir kosn- ingarnar í vor, þrátt fyrir dræmar undirtektir margra flokksmanna í öllum flokkunum. Hafa Birtingar- menn einkum beitt sér fyrir sam- runa eins og komið hefur fram. Þá höfum við heimildir fyrir því að rætt hafi verið um að fá Guðrúnu Agn- arsdóttur, þingkonu Kvennalista, til að gefa kost á sér til borgarstjórn- ar sem kandídat vinstriflokkanna gegn Davíð Oddssyni í borgar- stjörastól... lýjasti „spútnikkinn" í veit- ingabransanum er Þorleifur Björnsson sem rekur Tunglið, Fimmuna, Casablanca og Café Hressó, sem hann keypti af Hag- skiptamönnum, Sigurði Erni Sig- urðarsyni og Sigurði Garðars- syni. ísíðustu viku bættist veitinga- húsið Sælkerinn í umsvif Þorleifs. Það er ekki langt síðan hann lét fyrst til sín taka í veitingarekstri. Fyrir nokkrum misserum var hann út- gerðarmaður togarans Þorleifs Jónssonar. Þorleifur var líka einn af þeim kaupmönnum sem fyrstir hófu verslun í Kringlunni og var með tvær búðir, Skæði og Stefan- el. .. Fransí biskví eftir Elínu Pálma- dóttur. Fyrstu 3.500 eintök bókar- innar seldust upp um helgina. . . b slagur innan Framsóknarflokks- ins um hver eigi að taka við for- mennsku í tryggingaráði af Helgu Jónsdóttur. Ekki höfum við þó fregnað hverjir bítast þar um bit- ann. . . f lyrsta bókin sem náði því að verða uppseld þessa jólavertíð er 'úist er við að kosning Al- þingis í nokkrar stjórnir, nefndir og ráð innan ríkisgeirans fari fram á fimmtudag í næstu viku. Sáralitlar líkur eru taldar á að Stefán Val- geirsson hljóti endurkjör í for- mennsku bankaráðs Búnaðar- bankans. Talið er mjög líklegt að Eyjólfur K. Sigurjónsson, núver- andi bankaráðsmaður í Lands- bankanum af hálfu Alþýðu- flokks, verði næsti formaður banka- ráðs Landsbankans, en því gegnir í dag Pétur Sigurðsson Sjálfstæð- isflokki. Þá þykir tiðindum sæta að Kvennalistinn ætlar örugglega að tilnefna fulltrúa í bankaráð Lands- bankans. Þá mun vera kominn upp d leilur um staðsetningu nýs ál- vers hafa enn á ný blossað upp. Yfir- lýsing Vals Arnþórssonar um að ríkið hafi gefið Eyfirðingum munnlegt loforð fyrir áratug um að næsta stóriðja yrði reist á Eyjafjarð- arsvæðinu hefur vakið athygli. í því sambandi má þó benda á að í milli- tíðinni gerðist það að Eyfirðingar höfnuðu álveri fyrir nokkrum árum af umhverfisástæðum. Nú er spurt í stjórnkerfinu hvort munnlegi samn- ingurinn sem Valur vitnar til hafi ekki við það fallið um sig sjálfur. . . dögunum var Davíð Odds- son borgarstjóri í sextugsafmæli flokksbróður síns, Brynleifs Stein- grímssonar bæjarfulltrúa austurá Selfossi. Þar bar það til tíðinda að Davíð bauð öllum bæjar- og sveitar- stjórnarmönnum á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka í tveggja daga kynnisferð til Reykja- víkur á kostnað borgarinnar og munu fulltrúarnir þegar vera farnir að undirbúa borgarferðina. Nú er aðeins spurt hvort borgarstjórinn ætli að láta þar við sitja eða gera fleiri sveitarstjórnarmönnum álíka boð, en sveitarfélögin í landinu eru sem kunnugt er nálægt 200 tals- ins... ,..'<¦>, ,<s- AVEXTIR SuMARSINS Geyma Gullna Orku Við hjá Sól kynnum nýjan íslenskan ávaxta- drykk sem sameinar bragðgœði, ferskleika og hollustu. Nýju ávaxtasafarnir heita Nektar, sem er eevafornt heiti á ódáinsdrykk hinna fornu guða Grikkja ogRómverja. Nektar er mildur og bragðljúfur drykkur, mildari en óblandaðir safar ogferpví betur í maga. Appelsínu-nektar er unnin úr úrvals appelsínum og Trópikal-nektar úr anan- as, perum, eplum og appelsínum. Gutlin safifrá sérfrœðingum í framleiðslu ávaxtadrykkja. SOL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.