Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 8
e8er ssb \ iuD6butrnrnR Fimmtudagur 7. des. 1989 III lll ¦¦¦¦¦¦IIIIIIMIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII ¦IIIIII llllll......II PRESSAN VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Utgefandí: Ritstjórar: Blaðamenn: Ljósmyndari: Útlit: Prófarkalestur: Kramkvæmdastjóri: Auglýsini>astjóri: Blað hf. Jónína Leósdóttir Omar Kriðriksson Anna Kristine fylagmísdóttir Páll Vilhjálmsson Kinar Olason Anna Th. Röimvaldsdóttir Sigríöur H. Gunnarsdóttir Hákon Hákonarson Hinrík Gunnar Hiimarsson Ritstjórn og skrifstqfur: Armúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Askriftargjald 500 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöublaöiö: 1000 kr. á mánuöi. Verö i lausasölu: 150 kr. eintakiö. ÞROUNARHJALP Rýr framlög íslendinga til þróunarhjálpar eru skamm- arblettur á þjóðinni. Island vermir botnsæti meðal iðn- ríkjanna á Vesturlöndum miðað við fjárframlög í hlut- falli af þjóðartekjum og hafa framlögin ekkert aukist að undanförnu þrátt fyrir samþykktir Alþingis og ríkis- stjórna. A naesta ári er gert ráð fyrir að Þróunarsam- vinnustofnun íslands fái 64 milljónir á fjárlögum og heildarframlög til þróunarmála og hjálparstarfsemi nema 110 milljónum. íslendingar greiða enn innan við 0,1% af þjóðartekjum til þróunaraðstoðar og er það hlut- fall langt fyrir neðan framlög nágrannaríkjanna til þess- ara mála. Islendingar eru meðal ríkustu þjóða heims ef miðað er við verðmætaframleiðslu á hvern einstakling. Það dugir ekki að vísa til efnahagserfiðleika heima fyrir þegar reynt er að svara gagnrýni á framlag Islendinga til þró- unarhjálpar. Önnur Evrópuríki hafa gengið í gegnum efnahagsáföll á undanförnum árum án þess að dregið hafi úr framlögum Vesturlanda til þessara mála. Fram hefur komið að Þróunarsamvinnustofnunin hefur skuld- bundið sig til ýmissa brýnna verkefna í Afríku en úthlut- un til stofnunarinnar af fjárlögum næsta árs nægir ekki til að sinna þeim og gæti fjárveitingin þannig orðið einskis nýt ef ekki verður bætt um betur við afgreiðslu fjárlaganna. Sennilega hafa íslendingar of lengi vanist skammtíma- úrlausnum í eigin efnahagsvanda til að sjá gildi þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um hjálp í neyð vanþróaðra ríkja. Svo er það aðeins lágmarkskrafa að Alþingi standi við eigin samþykktir og auki framlögin þegar í stað. Á sama tíma og framlög til Þróunarsam- vinnustofnunar hækka um aðeins 7% á milli ára er gert ráð fyrir 15% hækkun á rekstrarkostnaði ríkisins í fjár- lagafrumvarpinu. Það hljóta að finnast leiðir til að skera niður útgjöld til rekstrar, jafnvel þjónustu, svo hækka megi framlag þjóðarinnar til þróunarhjálpar og íslend- ingar geti staðið sæmilega uppréttir meðal vestrænna þjóða, sem veita fé til verkefna og annars hjálparstarfs í þróunarríkjunum. pólitislc þankabrot Pólitísk þankabrot skrifa Birgir Arna- son, aöstoöarmaöur viöskipta- og iön- aðarráðherra, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, og BolliHéd- insson hagfræðingur. Flokkur án kjölfestu Á undanförnum árum hafa margir Alþýðuflokksmenn — þar á meöal formaöur flokks- ins fyrir síðustu kosningar — gælt við hugmyndina um rík- isstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks — nýja við-_ reisn. Raunar hafa ýmsir gengið svo langt að kalla slíka ríkis- stjórn þjóðarnauðsyn til þess að koma fram þeim umbót- um sem þarf í íslenskum efnahagsmálum til að leiða íslendinga inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Undanfarnar vikur og mánuði hefur þessi hugmynd hins vegar verið að fá á sig sífellt sterkari svip for- tíðardýrkunar. Sökin er ef- laust beggja eins og jaf nan en frá mínum bæjardyrum séð er hún þó fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins og for- ystu hans. Sjálfstæðisflokkurinn er í raun rekald um þessar mund- ir. Hann er forystulaus og hann er einnig stefnulaus. Um forystuleysið þarf vart að fjölyrða. Það blasir við og breytir engu þótt Davíð Oddsson hafi verið dubbaður upp í varaformann á lands- fundi flokksins í haust. Davíð Oddsson er ekki og verður ekki um langa hríð í forystu Sjálfstæðisflokksins í lands- málunum. Raunar er full- komlega óráðið hvort borgar- stjórinn í Reykjavík er gædd- ur þeim hæfileikum sem far- sæll stjórnmálaleiðtogi þarf á að halda. Stjórn hans í borg- inni hefur einkennst af frekju og yfirgangi og að því er virð- ist djúpstæðri þörf fyrir stein- steypta minnisvarða. Það er dapurleg staðreynd að sjálf- stæðismenn skuli binda allar sínar leiðtogavonir við þenn- an eina mann. -o-o-o- Stefnuleysi Sjálfstæðis- flokksins er ekki síður aug- Ijóst en ég ætla þó að nefna nokkur atriði sem sýna að þar er í besta falli að finna „En skaðinn er skeður. Forystumenn Sjálf- stæðisflokksins eru búnir að taka skakkan pól í hæðina í þessu mikilvæga máli og héð- an í frá bíta hvorki á þeim rök né skynsam- legar fortölur." óvissan stuðning við nauð- synlegar umbætur. Alþýðuflokksmönnum er í fersku minni þegar sjálfstæð- ismenn hurfu frá stuðningi við samræmdan söluskatt haustið 1988 og gengu þar með af ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar dauðri. Sú ákvörð- un var ekki aðeins ábyrgðar- leysi gagnvart samstarfsaðila í ríkisstjórn heldur einnig gagnvart stjórn ríkisfjármála og hefur hún dregið alvarleg- an dilk á eftir sér í því efni. Vegna þessarar ákvörðunar hafa sjálfstæðismenn hrakist til þess að mæla fyrir tveimur þrepum í virðisaukaskatti þótt þeir hafi sjálfir átt drjúg- an þátt í að setja lög um eins þreps virðisaukaskatt og viti vel að tveggja þrepa skattur er illframkvæmanlegur. Þess- ir hrakningar eru ekki traust- vekjandi. Það er óumdeilt að brýn þörf er á umbótum á skipu- lagi og stjórnun í sjávarútvegi og landbúnaði. Það liggur líka fyrir hvert þessar um- bætur þurfa að stefna. í sjáv- arútvegi þarf að koma á veiðileyfasölu við stjórnun fiskveiðanna. Og í landbún- aði þarf að auka samkeppni jafnt innaniands sem erlendis frá. Sjálfstæðisflokkurinn fékk kjörið tækifæri til að gera þessi mál að sínum á iandsfundi flokksins í haust. En hann lét ekki aðeins tæki- færið ganga sér úr greipum heldur beinlínis hafnaði hann þessum kostum. Það er von að spurt sé hvar frjálslyndið og umbótaviljann sé að finna þar á bæ. Og nú hefur það bæst við að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi hafa for- heimskast í Evrópumálum. Þeir hafa annars vegar krafist þess að íslendingar segðu sig frá samstarfi EFTA-ríkjanna um viðræður við Evrópu- bandalagið og færu þess í stað fram á tvíhliða viðræður við bandalagið og hins vegar heimtað að Alþingi veitti ut- anríkisráðherra formlegt um- boð til þessara viðræðna. Þessi málatilbúnaður er í báðum atriðum svo augljós- lega andstæður íslenskum hagsmunum að mörgum ein- lægum sjálfstæðismönnum hefur ofboðið. Talsmenn sam- taka í sjávarútvegi sem þó voru bornir fyrir fyrra atrið- inu hafa algjörlega afneitað króganum. Og ég bendi mönnum á að lesa Reykjavík- urbréf Morgunblaðsins frá því síðastliðinn sunnudag. Á ritstjórnarskrifstofunum þar ríkir greinilega ekki mikill fögnuður yfir framgöngu for- ystu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. En skaðinn er skeður. Forystumenn Sjálf- stæðisflokksins eru búnir að, taka skakkan pól í hæðina í þessu mikilvæga máli og héð- an í frá bíta hvorki á þeim rök né skynsamlegar fortölur. Um það er reynslan ólygnust. í grein í Alþýðublaðinu á laugardaginn í síðustu viku sagði Guðmundur Magnús- son, sagnfræðingur og sér- stakur starfsmaður Sjálfstæð- isflokksins fyrir landsfundinn í haust, orðrétt um Alþýðu- flokkinn og Sjálfstæðisflokk- inn „Málefnalega eiga þessir tveir flokkar meiri samleið en nokkrir aðrir stjórnmála- flokkar. Afstaða þeirra til stærsta úrlausnarefnis stjórn- málanna á næstunni, tengsla íslands við önnur Evrópuríki, er í grundvallaratriðum hin sama." Eg verð að viður- kenna að eftir það sem á und- an er gengið þykir mér holur hljómur í þessari ályktun Guðmundar. Það er að minnsta kosti deginum ljós- ara í mínum huga að Alþýðu- flokksmenn eiga enga sam- leið með núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins og læt ég þá liggja milli hluta ofstæki hennar í garð formanns AI- þýðuflokksins. -o-o-o- Samkvæmt skoðanakönn- unum nýtur Sjálfstæðisflokk- urinn nú stuðnings um og yfir helmings þjóðarinnar. Miðað við þann hringlanda í málum sem varða þjóðarhagsmuni sem hefur verið í þeim flokki er þetta mikla fylgi auðvitað áhyggjuefni. Það má þó hugga sig við það að liklega sé nær lagi að telja þá sem gefa upp stuðning við Sjálf- stæðisflokkinn í skoðana- könnunum til óákveðinna fremur en væntanlegra kjós- enda flokksins. Eða hvaða ástæðu hefur fólk tíl þess að bera traust til þessa flokks sem um þessar mundir hefur enga kjölfestu? BIRGIR ARNASON hin pressan „Það er erffitt fyrir menn i útlöndum að skilja það sem er að gerast hér/# — Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra í DV. „Og nú síöustu mánuöina eru samfarir á skján- um aö veröa dag- legt brauö." — Úr lesendabréfi i DV. „Hún þarf ekki að éta nema eina lifandi mús á manuöi til aö þrífast." — Sjómaður á Eskifiröi i samtali viö DV um kyrkislöngu sem hann haföi haft fyrir gæludýr. .....Úr því aö fimmtugar konur væru farnar aö senda frá sér ævisögur hlyti röðin aö vera komin að honum, 75 ára göml- um manninuml" — Eövarö Ingólfsson rithöfundur um æviminningar Árna Helgasonar í Stykkishólmi (Þjóöviljinn) „Pad er erfitt aö gera upp á milli skjala. .." — Svanhildur Bogadóttir borgar- skjalavörður i samtali við Þjóðvilj- ann. Enginn gerði sér betri grein fyrir hugmyndum manna um raunveruleika skýjaborganna í byrjun aldarinnar en einmitt skáldið Einar Benediktsson. — Garri í Timanum. „.. .það hefur aldrei samrýmst íslenskri skapgerð að kyssa á vöndinn." — Ur lesendabréfi í Velvakanda Morgunblaðsins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.