Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 7. des. 1989 bridge Ti) þess að eiga fyrir innákomu er frumskilyrði að um 5-lit sé að ræða — segja fræðibækurnar. En stíllinn í leiknum verður æ hvass- ari og „ströggl" á lítil spil en þokkalegan 4-lit sjást oft. Markmiðið er vitaskuld að benda á útspil, og einnig getur hent að andstæðingarnir leiðist í rangan samning. *Á2 ¥875 ? KDG105 *KG3 ? 8765 N ? KDG9 VK43 VDG ? A83 V A ? 9762 •¥•942 S i*865 Samningurinn leit ekki vænlega út eftir spaðaútspil; tapari á tígul og spaða og minnst tveir á tromp. En suður eygði möguleika. Hann spilaði fjórum sinnum laufi og kastaði spaða úr blindum. Austur trompaði og spilaði trompi til baka (engu breytir þótt vestur trompi). Sagnhafi vann á ás og spilaði tígli á ás vesturs, og vörnin fékk aðeins slag á hjartakóng til viðbótar. Trompáttan í borði var innkoma og spaðatöpurunum heima var kastað í tígulinn. Auðvelt. Aðeins þurfti laufið 3—3 og trompið 3—2 með eitt há- spil á hendi þess sem hélt á þrílitn- um í trompi. * 1043 V Á10962 ? 4 4» ÁD107 Norður gefur, sveitakeppni og NS á hættu, og opnar á 1-tígli. Austur kom óragur inn á 1-spaða og 2-hjörtu í suður. Vestur studdi spaðann. Nú mátti heita útilokað að ná 3-gröndum (sem vinnst auð- veldlega í 4—4-spaðalegunni) og sagnir enduðu í 4-hjörtum. OMAR SHARIF slcák Frönsk skákhefð og ensk Frakkar höfðu forystu í skák- heiminum í nærri hálfa öld. Café de la Regence var háborg skáklist- arinnar og á langri sögu þessa fræga skákstaðar var þar oftast einn snillingur sem hafði yfirburði yfir alla aðra. Sá maður var sómi hússins og prýði, hann gat setið þar í ylnum frá aðdáendum sínum og teflt við hvern sem þorði að koma og reyna. Sumir þessara manna tefldu ekki við nokkurn mann nema með forgjöf. Oft var peð og leikur gefið í forgjöf, þá hafði meistarinn svart og peðið á f7 var tekið af borðinu áður en skákin hófst. Stundum gaf meist- arinn peð og tvo leiki. Þá hafði hann svart og tefldi án peðsins á f7, en andstæðingurinn fékk að leika tvisvar áður en svartur byrj- aði. Loks var það til að gefa ridd- ara eða hrók í forgjöf. Þá hafði meistarinn hvítt og tefldi án drottningarriddara eða drottning- arhróks. Mesta forgjöfin var drottningarforgjöf, henni var ekki beitt nema gegn byrjendum eða miklum skussum. Á tímabilinu frá því um 1790 og fram yfir 1840 má tala um röð franskra skákkónga. Fyrstur var Philidor sem getið hefur verið rækilega hér í þáttunum. Arftaki hans var Deschappelles sem einn- ig hefur verið getið hér. Hann var afar snjall skákmaður og raupsam- ur í meira lagi að því er sögur herma. Ekki eru til skráðar nema níu af skákum hans og allar tefldar með forgjöf. Ein þessara skáka var birt hér í þættinum af Deschapp- elles. Það var la Bourdonnais sem tók við af Deschappelles. Hann var 17 árum yngri og var fyrst lærisveinn meistarans en seig svo fram úr honum. Þá var það að Deschapp- elles sneri sér að því að spila vist en hætti að tefla eins og áður er getið. Um þetta leyti voru Bretar farnir að spjara sig talsvert í skák- íþróttinni og la Bourdonnais dvaldist lengi í Englandi og tetldi við Macdonnell eins og sagt var frá í nokkrum þáttum. í skákum þeirra gat að líta glæsilega hug- kvæmni en einnig stórkostlegar yfirsjónir. Fjórði og síðasti franski skák- kóngurinn var svo Saint Amant, en frá honum verður sagt í næsta þætti. Ensk skákhefð er nokkru yngri en sú franska, en fyrir miðja 19. öld eru þó komin fram skákfélög í London og þaðan er stýrt bréf- skákum við Skota og Frakka á ár- unum milli 1830 og 1840. í London rís svo miðstöð skákar er gegnir líku hlutverki og Café de la Regence í París. Þetta er veitinga- húsið Simpsons Divan við Strand sem lifir góðu lífi enn í dag þótt ekki sé það lengur samkomustað- ur skákmanna. Þar hanga myndir á veggjum sem minna á forna frægðartíð og þar eru geymdir taflmenn sem fremstu taflmeistar- ar Breta á nítjándu öld tefldu með. Þarna tefídi þingmaðurinn Marmaduke Wywill sem varð fremstur Breta á fyrsta alþjóða- mótinu í skák. Annar af fremstu skákmönnum Breta á þessum tíma var sagnfræðingurinn Thomás Henry Buckle, höfundur hinnar frægu menningarsögu (A History of Civilization in Eng- land). En frægastur þessara manna á skáksviðinu var tvímæla- laust Howard Staunton sem sagt verður frá í næstu þáttum. GUDMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan KÚ&Ufl/ *« LlrJKA ' v K&m J KKiÚO V zo SKéMMO V B'oK -KYKée 5KEMMU fU'vUM 8AÆA eÖSK \RViB VÆ^ h- $ BLtYTA 18 ZfílP SLftMA f> •:•:•:•:•:•>:>>>•:• . R'AP f 'r-/\f -Jhj^ r> lk> fELL V kapp-SAMArJ T&jbM « n Fjsk ftlsA VOf/0 BL/UArf AIAJ.A 1_______ '«>Wi7?«-r»- ^ . ¦^•f'l'fflESBL L> Gúfllí) iXtíl 1 HL'ifA °l BKKl s íM^P HLASS SAKSrtf 5JÚKS j sm&f SLYtáuM 3 fUGL i Kor/A V w&f-IST Ué)U KH0PP 0\LQ-n rlZY6GÐ }>JÓTÆ W AST SHEMMA urAr/ i JRbPPU. rlV£TJA VJ-6-flUK,! | DRElfA HÚSs á> tuiJ&l GHurlA HÓLMI ! k Xv>'vXv>>> bfús vAne-Afl/pi ;y 1 þnfA GLÓGQa. <: Skosró H kc>L£C<tó }<i H \AtJ0l&-ffAU \ HMKA/fa | HhlbÐ- i ? IS SLÁrr i SBrJr/ 1 M'AIM-lA^ U/Oi&i Zl VA/fO' RfcBfláT B \ Kvaee fLArfTA l \ 4 \ '•••'•"•'vÍvIvX'Í S'AG-LAiiO 'ftST' foiAir/t, 1 'JJJAT Ht&rlSA p fííK fU&LAA SAu£ ;' TVl-tfLJoi&l i PlrirlA t 1 mm h |'Xv>*'*X*>.v.*. SKftMMA )% saM' ST/ESlP- i LÆKKA Voru, í 1 i Í>Y(& HíSTS \ GrkATT 1 s T 'l fil HALD 2 JLL-G-RB6I \ LBOjA MAfJrJ ; STFjrirí ? f£í)"£ VAtáe 10 \ p'lUA \ £lNS 774 ! *V ~1 fkáet n • j í i i* m II lllllfLí/T- 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 1 BíéI G Nl n a !- OÓTTIR • leiðir Verdlaunakrossgáta nr. 63 Skilafrestur er til 19. desember og utanáskriftin er: PRESSAN, krossgáta nr. 63, Armúla 36,108 Reykjavík. íuerdlaun ad þessu sinni er bók eftir íslenskan höfund, Guðbjörgu Hermannsdóttur. Hér er á ferbinni hörku- spennandi ástarsaga sem ber heitiö „Víða liggja leiðir" og er gefin út af Skjaldborg. Dregid hefur veriö úr réttum lausnum á 61. krossgátu og upp kom nafn Dóru Bergþórsdóttur, Goðheimum 4, Reykjavík. Dóra fœr senda bók- i'/Ki Kveldskin eftirGunnarS. Sigurjánsson sem Skjaldborg gefur sómu- leiöis út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.