Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 10
10 nokkru lægra verð en almennt býðst? „Eg næ verðinu niður með útsjón- arsemi. Matinn kaupi ég tilbúinn og það er hægt að fá hann á misjöfnu verði og það er líka mismunandi hvað hljómsveitir taka. Þetta er spurning um að ná samningum við rétta aðila. Aðalatriðið er samt að maður er sjálfur við þetta. Fjöl- skyldan vinnur í þessu saman og ekki nema stundum sem ég þarf aukafólk," segir Benedikt. Til skamms tíma var Benedikt í vanskilum með launatengd gjöld til Félags starfsfólks veitingahúsa. Hann hefur gert upp sín mál þar og segist vera í fullum skilum með greiðslur sem rekstrinum ber. Benedikt fær úthlutað svokölluð- um tækifærisleyfum í hvert sinn sem hann stendur fyrir mannfagn- aði í Akoges. Bágborið eftirlit Embætti lögreglustjóra gefur út vcitinga- og vínveitingaleyfi. Leyfin er annars vegar hægt að fá tii langs tíma, og það gera veitingahús, og hinsvegar fyrir einstakar veislur, en við félagsheimilarekstur er alla jafna notast við tækifærisleyfin. Ekkert sérstakt eftirlit er með veit- ingarekstri í félagsheimilum. Að áeggjan Sambands veitinga- og gistihúsa gerði lögreglan könnun á nokkrum félagsheimilum veturinn 1984. Lögreglan fór inn á félags- heimili á höfuðborgarsvæðinu tvær helgar í röð og kom á daginn að þriðjungur þeirra var ekki með til- skilin leyfi fyrir starfseminni. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu var ekkert aðhafst og sótti í sama farið, segja veitingamenn. Signý Sen, fulltrúi lögreglustjóra, segir lögregluna gera þaö sem hún geti í eftirlitinu með veitingarekstri. Hún bendir hvorttveggja á að um „gríðarlega mörg hús" sé að ræða og hitt að lögreglan sé ekki alltof vel í stakk búin til að sinna sínu hlut- verki. Einn mælikvarði á umfang veit- ingarekstrar er fjöldi sitjandi gesta. ' Aætlað er að veitingahús í Reykja- vík taki um 6000 gesti og félags- heimili litlu færri, eða um 5500. Lögreglueftirlit með veitingahús- um er sýnu markvissara. Tveir lög- reglumenn starfa eingöngu við það að fylgjast með veitingahúsum. Leyfisgjöld eiga að standa undir kostnaði við eftirlit og þannig borga vertshúsin eftirlitið sjálf. Hjá Skattstofunni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að sölu- skattsskil rekstraraðila félagsheim- ila hafa ekki verið athuguð sérstak- lega. Haraldur Árnason deildar- stjóri sagði þennan rekstur flokkað- an með öðrum veitingarekstri og embættið gerði ekki greinarmun á þeim rekstri sem hefði starfsleyfi til langtíma og hinum sem starfræktur væri með tækifærisleyfum. Gamalt baráttumál Baráttan við „svörtu salina" er ekki ný af nálinni. Allt frá stofnun Sambands veitinga- og gistihúsa fyr- ir tæpum 50 árum hefur það verið á dagskrá að koma lögum yfir þessa starfsemi. „Okkar skoðun er að við sitjum ekki við sama borð og félagsheimil- in. Við viljum ekki loka þeim heldur fá þau á markaðinn þar sem sam- keppnin er á jafnréttisgrundvelli," segir Wilhelm Wessman. Það eru einkum tvær ástæður fyr- ir því að veitingamenn leggja aukna Ráðstefnusalir ríkisins viö Borgartún: Óeölileg samkeppni, segir samband veitingamanna. áherslu núna á andstöðuna við veit- ingarekstur sem lýtur ekki almenn- um leikreglum. Annarsvegar er það vegna matar- skattsins, sem gerði hráefni til rekstrarins dýrari þegar hann lagð- ist á í byrjun árs 1988. Veitingamenn staðhæfa að aðilar með rekstur í fé- lagsheimilum komist auðveldlega hjá því að greiða söluskatt af að- föngum og reksturinn því ódýrari sem skattinum nemur. Þessa stað- hæfingu er erfitt að sannreyna, en mál þeirra manna sem til þekkja er að undanskot viðgangist. Hinsvegar að almennur samdrátt- ur í efnahagslífinu bitnar hart á veit- ingamönnum. Fólk fer sjaldnar út að borða og eyðir minna fé í skemmtanir en áður. Við þetta bætist að aldrei hafa verið fleiri starfandi veitingahús en einmitt nú. Þar á ofan reynist veit- ingamönnum stundum erfitt að fá fólk í aukavinnu á kvöldin og um helgar þegar því er boðið kaup und- ir borðið hjá aðilum sem færa ekki bókhald. „Félagsheimili rík- • » m a isins Við þessar aðstæður er veitinga- mönnum í nöp við alla samkeppni sem þeir telja óeðlilega. Ráðstefnu- salir ríkisins i gömlu Rúgbrauðs- gerðinni við Borgartún ganga í dag- legu tali veitingamanna undir nafn- giftinni „félagsheimili ríkisins". Margsinnis hefur Samband veit- inga- og gistihúsa ályktað gegh rekstri rikisins í Borgartúni. A síð- asta ári var gerð breyting á rekstrin- um er fyrirtækið Blót sf. tók hann yfir. Veitingamenn eru ekki sáttir við breytinguna og telja að réttast hefði verið að stíga skrefið til fulls og loka Rúgbrauðsgerðinni. „Með því að beina viðskiptum sín- um til almennu veitingahúsanna myndu stjórnvöld hleypa lífi í at- vinnureksturinn, styðja við bakið á ferðaþjónustunni og gera veitinga- húsin í alla staði betur í stakk búin ti| að þjóna jafnt innlendum sem er- lendum gestum," segir í bréfi til yfir- valda. I bréfinu er ennfremur sagt að „ef Borgartún 6 skilar öllum þeiní gjöld- um sem ber að skila er engin ástæða til að ætla að ódýrara sé að halda Fimmtudagur 7. des. 1989 veislur þar en á almennum veitinga- húsum". Elías Einarsson, einn eigenda Blóts, vísar til föðurhúsanna ásök- unum um að fyrirtæki hans standi í óeðlilegri samkeppni við yeitinga- húsin. „Maður er í svo viðkvæmu starfi fyrir ríkið að það myndi ekki borga sig að vera ekki með allt á hreinu." Um þá staðreynd að Blót skilaði ekki inn tilskildum gjöldum til stétt- arfélaga starfsfólks sagði Elías að vanskilin væru vegna erfiðs rekstrar í sumar, ,,en ekki vegna þess að við borgum ekki þau gjöld sem okkur ber". Fyrir utan Ráðstefnusali ríkisins rekur Blót veitingaþjónustu í Fóst- bræðraheimilinu. Á síðasta ári fram- leigði Blót reksturinn til undirverk- taka, „en það gekk ekki nógu vel", segir Elías. I ár verður þetta gert „með stæl" og aðstaðan í Fóstbræðraheimilinu bætt. Elías hyggst bjóða venjulegan árshátíðarpakka á um það bil 3000 krónur fyrir manninn. Brennivín í heild- sölu Þrátt fyrir að lítið hafi áunnist í hálfrar aldar baráttu Sambands veit- inga- og gistihúsa við óviðunandi samkeppnisaðstæður láta samtökin ekki deigan síga. Nýjasta útspilið er tillaga um að þau veitingahús sem hafa vínveit- ingaleyfi fái áfengi á heildsöluverði. Þessi tillaga var kynnt fjármálaráð- herra í vor, en viðbrögð við henni hafa enn sem komið er verið lítil. Framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, Erna Hauks- dóttir, er sannfærð um ágæti tillög- unnar. „Ef hún næði fram að ganga væri það hvatning til allra sem starfa á þessu sviði að koma með reksturinn upp á yfirborðið með því að sækja um vínveitingaleyfi. Það þyrfti vitanlega að vera nógu mikill munur á heildsöluverði og útsölu- verði áfengis til að þetta bæri árang- ur," segir Erna. Verði tillaga veitingamanna tekin til umræðu af hálfu stjórnvalda verður fyrsta spurningin þessi: Hversu líklegt er að heimild til að kaupa áfengi í heildsölu verði mis- notuð? Brennivín á sérkjörum er viðkvæmt mál í stjórnkerfinu um þessar mundir. annars lconar viðhorf Bréfum tilJónu Rúnu Kvaran verðurað fylgja fulltnafn ogkennitala, en þeim upplýsingum er haldið leyndum ef óskað er. Utanáskriftin er: PRESSAN — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Bœnahringir „Elsku Júna! Eg er hér med spurningu sem ég hef velt fyrir mér alilengi. Ég hef komist aö ákueöinni niðurstóðu en er samt eitthvað reikul gagnvart henni. Eg er í bænahring meö öðrum og ég fce óndunarerfiðleika eftir því sem krafturinn í bænum okkar magnast. Er þab vísbending um aö þetta form henti mér ekki eða er ég ekki tilbúin til að vera í bœnahring með hópi fólks? Vœri kannski hugs- anlegt að ég þyrfti einhverju aö breyta í fari mínu til að geta notið þess sama og hinir virðast fá út úr sameiginlegum bænum? Með fyrirfram kceru þakklæti. Rós." Kæra Rós! Þakka þér innilega fyrir bréfið. Mér er Ijúft að reyna að svara því, auk þess sem mér finnst efni þess áhugavert. í seinni tíð hafa sprottið upp ótal bænahringir víðsvegar um landið. Þeir eru ekki endilega tilkomnir vegna áhrifa einhvers konar and- legra félagssamtaka, þvert á móti er fólk almennt að vakna til vitundar um mikilvægi samhygðar til styrkt- ar hvað öðru. Víxlverkun orku Bænahringur er form þar sem fólk kemur saman, kannski einu sinni í viku, og stillir hugi sína sam- an í bæn sjálfu sér og öðrum til blessunar. Hugurinn á bak við slíka viðleitni er tvímælalaust góður og ætti engan að skaða. Hitt er svo annað mál að fólk er í breytilegu andlegu jafnvægi og getur þar af leiðandi virkað misjafnlega á okkur. Ef þú ert í hópi með fólki sem hefur lítil samskipti við þig daglega er hætt við að hæfni þín til að átta þig á, hvar í hringnum sé hentugast fyr- ir þig að sitja, minnki. Þetta atriði er mikilvægt, því ef vel á að vera þurf- um við að gæta að því í bænahring, að þeir sem sitja sitt hvorum megin við okkur séu í sem líkustu innra jafnvægi og við sjálf. Ef ekki, er hætt við því sem kalla mætti víxlverkun orku og slíkt getur auðveldlega valdið vandræðum. Það er ekki óal- gengt að þannig vixlverkun fram- kalli óþægileg líkamleg einkenni hjá þeim sem fyrir henni verða og valdi til dæmis óþarflega örum hjartslætti, innilokunarkennd og jafnvel ofsahræðslu. Þetta er óþægi- legt en í flestum tilvikum auðleysan- legt, einungis með því að velja af varkárni sessunaut sem er sem lík- astur okkur sjálfum í hugsun og at- höfnum. Slíkur aðili hefur svipaða andlega orku og þar af leiðandi lík- legra að þegar við biðjum sameigin- lega í hóp valdi viðkomandi okkur ekki óþægindum, sem einmitt þú talar um Rós. Ekkert fæst án fyrirhafnar Sundurleitar hugsanir og tilfinn- ingar eru oft fyrirstaða þegar við stillum hugi okkar og orku hvert inn á annað. Hvort þú þarft að breyta einhverju í eigin fari er erfitt að segja til um nema þekkja þig náið. Réttast er auðvitað að reyna að bæta sig í sem flestu, en þó án þess að gera of miklar kröfur. Allt já- kvætt í hugsun okkar er til bóta, á því er enginn vafi. Reyndu bara að gera þitt besta til að efla það sem er gott og heilbrigt í eigin fari. Mundu líka að ekkert í þessu eftirsóknar- verða lifi fæst án fyrirhafnar. Ein leiðin sem þú hefur farið til að þroska sjálfa þig andlega er að tengjast öðrum í bæn og það finnst mér gott mál. Hvort það er rétt hjá þér, að enginn hinna finni til van- máttar á slíkum stundum og jafnvel efist eins og þú, veit ég ekki. Aðal- atriðið er þó að þið viljið vel, þrátt fyrir að eitthvað kunni að vera öfugt við það sem þið óskið og þráið heit- ast. Ég reikna nefnilega ekki með að fólk sé öllum stundum tilbúið að opna hug sinn um persónulega erf- iðleika sína í bænahring. Flestir hugsa, eins og þú bendir réttilega á; það hlýtur að vera eitthvað að mér ef ekki tekst vel til. Við reiknum ekki með að kannski sé vandræð- anna að leita í ofureðlilegum skýr- ingum sem tengjast hinum í hópn- um líka. Máttur bœnarinnar Bænin er einn fegursti vottur kær- leikans, sem kemur m.a. fram hjá okkur í því að biðja af óeigingirni og einlægni fyrir þeim sem um sárt eiga að binda. Óllu trúuðu fólki er löngu orðið Ijóst, að bæn öðrum til heilla felur í sér mikinn og stundum að því er virðist guðdómlegan mátt. Þess vegna ætti sá máttur að eflast en ekki minnka ef við komum sam- an í bænahring og stillum hugi okk- ar saman. Þannig form (bæna) hlýt- ur að auka áhrifamátt bænarinnar, auk þess sem samhygð leiðir hug- ann að því að allt mannkynið er í raun ein heild, þó okkur gangi mis- jafnlega að trúa því. Kristnir söfnuð- ir út um allan heim hafa lengi stund- að sameiginlegt bænahald með frá- bærum árangri. Þeir hafa beðið fyr- ir sjúkum, stríðshrjáðum, fátækum og þeim sem yfirleitt minna mega sín. Höfundar helstu trúarbragða heims hafa allir sagt það sama: „Ræktið með ykkur kærleikann, þá mun allt fara vel." Þess vegna er nauðsynlegt að temja sér góðvild gagnvart sem flestum. 011 erum við börn heimsins og eigum okkar rétt, þar af leiðandi eru öll börn heimsins okkar börn og allt fullorðið fólk bræður okkar og syst- ur. Sameiginleg bæn auðveldar okk- ur að skilja þetta, held ég. Eða eins og svartsýn saumakona sagði eitt sinn, eins og af tilviljun, í góðra vina hópi: „I bænahring er kannski hægt að fara frá bölsýni yfir í vongleði ef við reynum af ein- lægni að biðja um leiðsögn og gefumst ekki upp þótt stirðlega gangi í fyrstu. Og vongleðin gæti síðan orðið vísir að kærleiksrík- um athöfnum og bænum, öðrum til heilla og sjálfum okkur tii góðs." Hafðu þetta í huga, kæra Rós, þeg- ar dapurlega gengur. Guð geymi þig og gangi þér vel í góðri viðleitni. Með vinsemd, JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.