Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 17

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. des. 1989 17 PRESSU MOJLAR mundsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins og utanríkisráð,- herra. . . laugardaginn var opnað vaxmyndasafn á skemmtistaðnum Hollywood, eins og reyndar kemur fram annars staðar hér í blaðinu. Mörgum þekktum einstaklingum var boðið í sérstakt samkvæmi af þessu tilefni og voru þar mest áber- andi tónlistarmenn og menn úr viðskiptalífinu. Sá gestur sem mönnum þótti þó markverðast að sjá inni í Hollywood var sjálfur Gud- jón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. .. leðal þeirra bóka sem koma út nú fyrir jólin er bók Lúð- víks Jósepssonar um landhelgis- striðin en þar skoðar Lúðvík málin með eigin augum og greinir frá því sem gerðist á bak við tjöldin. í bók- inni eru nokkur atriði sem farið hafa fyrir brjóstið á samstarfsmönnum Lúðvíks í öðrum flokkum í gegnum tíðina og sagan segir að þessir menn séu ekki alveg vissir um hvort Lúð- vík hafi haft gleraugun á nefinu þeg- ar hann skoðaði málin, en eins og kunnugt er var talið að Lúðvík færi með ósannindi í hvert skipti sem hann tók gleraugun niður. Ekkert skal um þetta fjölyrt hér, en meðal þeirra sem fá fremur laka einkunn hjá Lúðvík eru t.d. Ólafur Jóhann- esson heitinn, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, og Guðmundur I. Guð- lýlega sendi Krabbameins- félagið nokkuð smellið bréf til þeirra sem sótt höfðu námskeið í reykingavörnum hjá félaginu. í bréfinu er fólkinu bent á að hafi því enn ekki tekist að hætta að reykja sé upplagt að strengja þess heit um áramótin. Strax eftir áramótin ætlar Krabbameinsfélagið nefnilega af stað með nýtt námskeið og þá gefst fólki kostur á að efna heitið... ritt stærsta stökkið í verslun- arháttum á íslandi í langan tíma verður tekið á laugardaginn. Þá verður opnaður á Stórhöfða 17 nýr markaður, Mínus-markaðurinn. í vöruúrvali verður væntanlega stikl- að á stóru en Mínus-markaðurinn hefur þá sérstöðu að vera fyrsti markaður sinnar tegundar hérlend- is sem tekur við Visa-kortum. Geta því korthafar væntanlega tekið gleði sína að nýju... ÞRMSSá W og vantar áramótum. fyrri störf Reykjavík, msókn um Erum að stækka ritstjórnina reynda fréttamenn til starfa frá Umsóknir sem tilgreini nám og sendist Pressunni, Ármúla 36, fyrir 14. desember merktar: „U starf." Pressan Eldhúsbord og stólar Fjölbreytt úrval af stólum og borðum í eldhúsið. Smíðum borðplötur eítir pöntunum ístærðum og litum að vali kaupanda. SMIÐJUVEGI 5 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI 43211 ISIMSK11! \S \(,\\lll ISI FYRIRHEITNA LANDIÐ EFTIR EINAR KÁRASON. Sjálfstætt framhald Djöflaeyjunnar og Gulleyjunnar. Hún lýsir för þriggja afkomenda Thulefólksins til fyrirheitna landsins, Ameríku, á vit Presleys, Badda, Gógóar og allra hinna. Lifandi mannlýsingar, hröð frásögn, skrautlegt baksvið og góður húmor. - Skemmtileg bók. Eyjabækurnar fást nú allar í Stórbók. NÁTTVÍG EFTIR THOR VILHJÁLMSSON. Astin, dauðinn og hafið. Áhrifamikil og viðburðarík saga úr undirheimum Reykjavíkur. Hún greinir frá tveimur sólarhringum í lífi leigubílstjóra nokkurs sem dregst nauðugur inn í atburðarás óhugnaðar og ofbeldis. Þessi bók er enn einn sigur Thors Vilhjálmssonar á ritvellinum. og menning Í ÞJÓDBRAUT HEIMSBÓKMENNTANNA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.