Pressan - 17.05.1990, Page 16

Pressan - 17.05.1990, Page 16
Fimmtudagur 17. maí 1990 16 Hauk, 9 ára, sem hún segirað hafi orðið svo- lítið afbrýðisamur fyrst eftir að mamma hans varð amma: ,,Honum þykir mjög gaman að fá litlu systurdóttur sína í heimsókn, en hann vill helst ekki að hún stoppi mjög lengi. Þá verður hann mjög þreyttur . . . !" Varð ekkert „eldri“ við ömmutitilinn Elfa Þorleifsdóttir er 42 ára og amma þriggja barna. Elsta barnabarnið hennar er Vilhjálmur, tíu ára: ,,Mér varð eiginlega engan veginn við þegarég frétti að ég væri að verða amma, 32 ára að aldri! ,, sagði Elfa í samtali við blaðið. ,,Mér fannst ég ekkert veröa neitt „eldri" við þau tíðindi. Eg var sjálf á sama aldri og Ingibjörg Eva dóttir mín þegar ég varð móðir og þegar ég tók barnabarnið í fangið var tilfinningin sú sama og ég hafði fundið þegar ég tók önnur lítil börn sem mér þykir vænt um í fangið. Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að vera kölluð amma og finnst þaö mjög eðlilegt." Amman er ekki eins viðkvæm og mamman Elfa segist liafa verið lítið viðkvæm þegar vinnufélagar og aðrir kölluðu hana ömmu: ,,Ég tók þessu bara sem góðlátlegu gríni," seg- ir hún. „Hins vegar var ég eitt sinn spurð þeg- ar ég var með annað barnabarn hvort ég væri mamma þess." Elfa segist vera óskaplega löt við að segja sögur, en hins vegar syngi hún nú stundum fyrir barnabörnin sín: „Munurinn á því að verða amma eða mamma er kannski helst sá að maður er ekki eins viökvæmur á ömmu- stiginu. Ég varð móðir mjög ung og fannst ég þurfa að bera gríðarlega ábyrgð. Það má því segja að það sé „meiri ánægja — minni ábyrgð" að verða amma heldur en mamma." Mæðgurnar passa hvor fyrir aðra Emilía Kjærnested varð amma 36 ára gömul þegar Bryndís dóttir hennar eignaðist son sinn, Bjarka Þór, sem nú er rúmlega þriggja ára: „Mérbrá auðvitað þegar Bryndís sagði mér aö hún ætti von á barni, því ég var sjálf svo ung þegar ég varð mamina. Ég hafði hálfpartinn vonast til að hún biði lengur, en þegar barnið var komið var þetta auðvitað gaman. Ég hugsaði ekkert út í að ég væri amma fyrr en Bjarki Þór kallaði fyrst á mig með ömmunafninu." Emilía á sjálf fimm ára son, Gunnar Egil, og þeir frændurnir hafa mikið til alist upp saman: „Bryndís bjó lengi hjá mér og þeir frændurnir eru því meira eins og bræður. Ég er ekki hin dæmigerða amma. Við Bryndís skiptumst á aö passa hvor fyrir aðra ef önnur hvor okkar vill fara út á kvöldin eða fá frí um helgar. Það eru því ýmsir kostir við þetta!" Misskilningur um hvor jreirra væri móöir Bjarka Þórs segir Emilía að oft hafi komið upp: „Ogá tímabili héldu margir aö við Bryn- dís værum systur með börnin okkar!" „Amma er í vinnunni“ Gudrún Marinósdóttir var vart búin að halda upp á 36 ára afmælisdaginn sinn þegar hún varð amma. Þá eignaðist Rósa dóttir hennar soninn Hlyn Kristján, sem nú er sjö mánaða gamall. Guörún segist vera gjörólík þeirri ömniu sem hún sjálf átti sem barn: „Amma hljóp út íbúð og keypti pylsur þegar ég var að koma í heimsókn," segir Guðrún. „Ætli ég verði ekki í vinnu öll æskuár barna- barnsins?!" Guðrún segist ekki hafa orðiö himinlifandi þegar hún frétti að barnabarn væri á leiðinni: „Ég var sjáif 17 ára þegar ég átti Rósu," segir Guðrún, „og það er of ungt að verða móðir á þeim aldri — eða 18 ára. Hins vegar er þaö auðvitaö langt frá því þaö versta sem fyrir þær getur komið." Lítið hefur farið fyrir barnagæslu hjá Guð- rúnu, sem segir Rósu dóttur sína og manninn hennar vera rólegt og heimakært fólk: „Ég hef aðeins einu sinni passað strákinn yfir nótt," segir Guðrún. „Að öðru leyti hef ég lítið komið nálægt bamagæslu nema þá kvöld og kvöld þegar foreldrarnir hafa þurft að vinna." Stríðnin er sprottin af öfundsýki Guðrún á tvö önnur börn, Ásu Gróu 13 ára og Þóri 7 ára, sem eru mjög hrifin af litla frænda sínum: „Þórir vill helst fá bróður líka, honum finnst þetta svo meiriháttar." Ömmunafnið fannst Guörúnu svolítið skrýt- ið í fyrstu en segist nú vera montin amma: „Ég hef hins vegar ekkert getað montað mig með dóttursoninn þar sem ég er alltaf í vinnu á daginn. En ég ætla örugglega að fá hann lán- aðan í sumar. — Jú, jú, mér hefur verið strítt á ömmutitlinum —en það er bara öfundsýki!" Ekki amma í kjól.. . ! Myndin af ömmu með prjóna í höndunum segir Dagbjörg aö sé víðs fjarri sér: „Viö mæðgurnar erum báöar í skóla. Eg ætla að verða félagsráðgjafi og ætli ég sé ekki svona „gallabuxnaamma"! Viö Hrafnhildur notum fötin hvor af annarri og kaupum okkur saman föt. Eg er aö minnsta kosti ekki amma í kjól! Það kemur þó ekki að sök því okkur Baldri semur sérstaklega vel og ég held ekki að hann fari á mis viö neitt þótt ég prjóni ekki á hann sokka!" „Mig grunaði aö hún væri ófrísk á þeim tíma sem ég átti sjálf von á barni. Ég tók þessum tíðindum betur en Frosti, held ég. Ég hafði sjálf eignast Hrafnhildi þegar ég var fimmtán ára þannig að ég vissi að lítiö var við þessu aö gera. Ég mundi eftir þeim viðbrögðum sem urðu þegar ég átti von á barni og reyndi því að taka þessu vel. En ég verð að viðurkenna að barnabarniö kom á heldur „óþægilegum" tíma. Þá hugsaði ég einkum til barnsins, því það fengi ekki „ömmu og afa" því við yröum svo upptekin af okkar eigin barni. Hrafnhildur og Baldur fengu því kannski ekki þá athygli sem þau þurftu á að halda í fyrstu." Dagbjörg segir að í fyrstu hafi sér þótt stríðnin óþægileg: „Það var allt í lagi að vera kölluð amma, en mér fannst ekki gannan að láta kalla mig ömmu allan daginn! Ég hafði ekkert á móti því að vera kölluð „amma" en vildi að fólk notaði mitt eigið nafn aö öllu, jöfnu. — Baldur hefur hins vegar aldrei kallað mig „amma" heldur „ömmu". Hér er amma kölluð mormor eða farmor, en Baldur heyrir setningar eins og: „farðu tii ömmu" eða „spurðu ömmu" og kann þess vegna ekki aö beygja oröið." Barnabarn Dagbjagar og Frosta, Baldur, er hér aö leik meö móðursystur sinni, Katrínu Kina Nágrannarnir ekki vissir á því hvor væri konan hans Frosta! Dagbjörg segist hafa farið strax ásjúkrahús- ið þegar Baldur var fæddur og hafi fundist yndislegt að taka hann í fangið: „Ég var fyrst og fremst ánægð að sjá að allt var í lagi og aö allt hafði gengið vel,“ segir hún. „Ég var nú mjög stolt yfir þessu og hreinlega montin að vera orðin amma." Misskilningurinn sem Frosti nefnir hér að framan, þegar fólk hélt að Dagbjörg og Hrafn- hildur væru systur, fól oft í sér ýmsar getgátur: „Fólk hér í nágrenninu sem ekki þekkti okkur hafði mikiö verið að velta fyrir sér livor okkar væri konan hans Frosta!" segir Dagbjörg. „Þeir sem sáu okkur í garðinum eöa fara inn í bílinn með þessi litlu börn vissu ekki al- mennilega hvor okkar væri konan hans og hvort barniö væri barnið hans!" Þegar Dag- björg er spurð hvort henni hafi fundist hún þurfa að bera ábyrgð á barnabarninu til jafns við móðurina svarar hún: „Nei. Ég hef alltaf verið mjög upptekin af því að hver eigi aö bera ábyrgð á sjálfum sér. Okkur Frosta finnst alveg sjálfsagt aö hjálpa til og pössum þegar Hrafnhildur vill fara út á kvöldin en við viljum ekki vera tekin sem sjálfsagöur hlutur. Hrafn- hildur veit að þetta er hennar barn og hún ber fyrst og fremst ábyrgð á honum." Emilía Kjærnested meö syni sínum Gunnari Agli, dóttur- syninum Bjarka Þór og dótturinni Bryndisi. Dagbjörg Baldursdóttir og Frosti Sæmundsson eru yngstu amma og afi í hópi þeirra sem við ræddum viö. Dagbjörg var aðeins 32 ára þegar hún varö amma og Frosti varö 33 ára afi. Nú eru þau 37 ára og eiga von á ööru barna- barninu Dóttirin þorði ekki að segja mömmu frá . . . Það er ekki hægt að segja að Þóra Sveins- dóttir sé mjög lík ömmunum í myndasögum. Hún er líkari tvítugri stúlku.enda var hún rétt orðin 36 ára þegar hún varð amma. Dóttir hennar, Guörún Erla, var þá 18 ára, nokkrum vikum eldri en Þóra var þegar hún varð sjálf mamma. „Guðrún Erla þorði ekki aö segja okkur sjálf að hún ætti von á barni, lx:ldur bað kærast- ann sinn um það! Mér brá nú mjög mikiö og fannst þetta í senn hræðilegt og skemmtilegt. Mér fannst hún vera of ung til að verða móðir, líkt og ég haföi sjálf verið. Það heftir mann óneitanlega að vera kominn með barn svona ungur." Þóra segist þó fljótt hafa vanist tilhugsun- inni og daginn semGuðrún Erla fórá fæðing- ardeildina stillti Þóra sig um að fara þangað, nema í heimsóknartímanum. „Þá var mér sagt að langt væri í fæöinguna en þegar ég hringdi rétt fyrir kvöldmat úr kvöldverðar- boði var mér sagt að barnið væri alveg að koma. Ég missti auðvitað matarlystina sam- stundis! Klukkan hálfátta um kvöldið var svo fædd stúlka." Sefur milli ömmu og afa Daman verður tveggja ára i júlí og heitir í höfuðið á ömmu sinni. Þóra segist ekki passa hana oft þar sem Guðrún Erla er dagmamma: „En þegar þau vilja fara út um helgar eða á kvöldin fær sú litla auðvitað að sofa á milli okkar!" Þóra segist hafa upplifað sig meira sem Guðrún Marinósdóttir meö dóttur sinni Rósu og dóttursyninum Hlyni Kristjáni. mömmu stelpunnar en ömmu og hafi oft feng- ið hana lánaða þegar hún var yngri: „Þá spók- aði ég mig með hana í Kringlunni og fannst ég vera mamma hennar!" segir hún. „Ég var nú svolítið montin amma og faruist auðvitað ynd- islegt þegar hún var skírð í höfuðið á mér og ég fékk að halda henni undir skírn." Hvort henni hafi ekki fundist hún vera of. ung til að verða amma svarar hún: „Jú, aö vissu leyti fannst mér það. Fram að þeim tíma hafði ég séð ömmur fyrir mér sem miðaldra konur! En í rauninni finnst mér skemmtilegra að vera amma en mamma. Maður ber ekki sömu ábyrgðina og á eigin barni. Og mér fannst mjög sérstakt þegar Þóra litla kallaði mig í fyrsta skipti ömmu og eins þegar hún sagði „mamma" fyrst. Þá gerði ég mér fyrst í alvöru grein fyrir því að Guðrún Erla væri orðin mamma." Auk Guðrúnar Erlu á Þóra einn son, Ólaf

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.