Pressan - 17.05.1990, Page 27
Fimmtudagur 17. maí 1990
kvikmyndir helgarinnar
FIMMTUDACUR
19. maí
Þessari er ekki alls varnað — þ.e.a.s.
ef maður hefur áhuga á vísindasög-
um. Hún fjallar um einkennilegt
efni, sem verður afar vinsælt, en
hefur óskemmtileg áhrif. Reynt er
að slá á létta strengi, en myndin er
þó hvorki almennileg grínmynd né
almennilegur hryllir.
Atridi í myndinni eru ekki við
hæfi ungra barna.
Stöð 2 kl. 20.55
ÞAGNARMÚR **»
(Bridge to Silence)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1989
Leiksljóri: Karen Arthur
Adalhlutverk: Lee Remick, Marlee
Matlin, Michael O’Keefe
Þessi sjónvarpsmynd fjallar um
unga heyrnardaufa konu, sem misst
hefur eiginmann sinn í bílslysi. Móð-
ir hennar hefur ákveðnar skoðanir
á því hvernig hún eigi að haga lífinu
eftir slysið, en unga konan er ekki
sammála. Lee Remick leikur vel,
eins og hennar er von og vísa, og
Stöð 2 kl. 00.20
BÓFAHASAR **'
(Johnny Dangerously)
Bandarísk kvikmynd frá 1984
Leikstjóri: Amy Heckerling
Adalhlutverk: Michael Keaton, Joe
Piscopo, Marilu Henner
Máttlaus grínmynd um glæpona í
Ameríku. Myndin minnir helst á
sjónvarpsþátt, því söguþráðurinn er
ekki af sterkari gerðinni. Það versta
er þó að brandararnir eru afskap-
lega lítið fyndnir.
Stöð 2 kl. 22.50
ÓFÖGUR FRAMTÍÐ *,/2
(Damnation Alley)
Bandarísk kvikmynd frá 1977
Leikstjóri: Jack Smight
Adalhlutverk: Jan-Michael
Vincent, George Fkppard
Mynd í vísindaskáldsögu-stíl, sem
gerist þar af leiðandi í framtíðinni.
Hún fjallar um fimm persónur, sem
lifa af kjarnorkustyrjöld, og fylgst er
með ferð hópsins í leit að öðrum eft-
irlifendum. A leiðinni er barist við
risakakkalakka ogannað í þeim dúr.
Það má sem sagt finna sér ýmislegt
meira uppbyggjandi að gera.
FfinK'Sil eftir Mike Atkmson HHl
LAU6ARDACUR
17. maí
Stöð 2 kl. 22.15
GIMSTEINARANIÐ ***
(The Sicilian Clan)
Frönsk kvikmynd frá 1969
Leikstjóri: Henri Verneuil
Adalhlutverk: Jean Gabin, Alain
Delon, Lino Ventura
Bráðsniðug mynd um glæpafjöl-
skyldu, sem stendur fyrir gimsteina-
ráni, en málið flækist hressilega fyr-
ir þeim. Söguþráðurinn er raunar
svolítið ótrúverðugur, en það gerir
engin ósköp til því myndin er bráð-
skemmtileg.
Stöð 2 kl. 00.15
SAMNINGUR
ALDARINNAR **
(Deal of the Century)
Bandarísk kvikmynd frá 1983
Leikstjóri: William Friedkin
Adalhlutverk: Chevy Chase,
Sigourney Weaver, Gregory Hines
Þetta á að vera ádeila á alþjóðlega
vopnasmyglhringi. Aðalpersónurn-
ar eru hins vegar ómanneskjulegar
og óaðlaðandi og söguþráðurinn
slitróttur, svo útkoman verður ekk-
ert sérstök.
F0STUDAGUR
18. maí
Ríkissjónvarpið kl. 22.00
EFNIÐ ***
(The Stuff)
Bandarísk kvikmynd frá 1985
Leikstjóri: Larry Cohen
Adalhlutverk: Michael Moriarty,
Andrea Marcovicci, Garrett Morris
það gerir Marlee Matlin líka, en sag-
an er dálítið ófrumleg.
Ríkissjónvarpið kl. 21.10
TÁR f REGNI ***
(Tears in the Rain)
Bresk sjónvarpsmynd frá 1988
Leikstjóri: Don Sharp
Adalhlutverk: Sharon Stone,
Christopher Cazenove, Leigh
Lawson
Sjónvarpsmynd á rómantísku nót-
unum um unga ameríska stúlku,
sem kemur til Englands til að upp-
fylla hinstu ósk móður sinnar. Stúlk-
an verður ástfangin af ríkum Breta,
en hann er sonur fyrrum elskhuga
hinnar látnu móður hennar og út af
þessu spinnast ýmis vandamál. Sem
sagt mynd fyrir þá, sem vilja vera á
Ijúfu nótunum.
Stöð 2 kl. 23.00
HÚSIÐ
Á 92. STRÆTI ★ ★★Ví2
(The House on 92nd Street)
Bandarísk svart/hvít kvikmynd frá
1945
Leikstjóri: Henry Hathaway
Adalhlutverk: William Eythe,
Lloyd Nolan
Þessi er klassísk. Hún fjallar um
sannsögulega atburði og er tekin á
þeim stöðum, sem þeir áttu sér stað.
Sögusviðið er New York í síðari
heimsstyrjöldinni og þar reyna út-
sendarar nasista að komast yfir
formúlu til framleiðslu á kjarnorku-
sprengju. Handritshöfundur mynd-
arinnar fékk Óskarsverðlaunin,
enda þykir söguþráðurinn bæði
frumlegur og spennandi.
Stöð 2 kl. 01.10
HETJAN ****
(The Man who Shot Liberty
Valance)
Bandarísk mynd frá 1983
Leikstjóri: John Ford
Adalhlutverk: James Stewart,
Jolm Wayne, Vera Miles, Lee
Marvin
Þetta ku vera einn af betri vestrum,
sem framleiddir hafa verið, þó
myndinni hafi ekki verið neitt sér-
lega vel tekið í upphafi. Nú þykir
hún hins vegar klassísk, svo
vestra-aðdáendur ættu ekki að láta
hana framhjá sér fara.
SUNNUDA6UR
20. maí
Stöð 2 kl. 13.00
TOOTSIE ★★★★
Bandarísk kvikmynd frá 1982
Leikstjóri: Syndney Pollack
Adalhlutverk: Dustin Hoffman,
Jessica Lange
Það er náttúrulega búið að marg-
sýna þessa mynd áStöð 2, en hún er
ein af þessum fáu, sem hægt er að
horfa á aftur og aftur og aftur og aft-
ur. Dustin Hoffman er óborganlegur
í hlutverki leikara, sem þykist vera
kona og fær kvenhlutverk í sápu-
óperu. Hann er feginn að fá vinnu,
en það versnar í því, þegar hann
verður skotinn í einni leikkonunni í
þáttunum.
Stöð 2 kl. 23.00
ELSKUMST ***
(Let's Make Love)
Bandarísk kvikmynd frá 1960
Leikstjóri: George Cukor
Adalhlutverk: Marilyn Monroe,
Yves Montand
Endursýning á mynd, sem var á
dagskrá fyrir skömmu. Ef einhver
skyldi eiga eftir að sjá hana, þá er
kvikmyndin létt og skemmtileg og
kynbomban Marilyn Monroe gleður
auga gagnstæða kynsins. Hún fjall-
ar um milljónamæring, sem verður
ástfanginn af leikkonu sem heldur
að hann sé af allt öðru sauðahúsi en
raun ber vitni.
27
dagbókin
hennar
/
Það er stundum eins og að vera í
leikhúsi að fylgjast með pabba og
mömmu svona frá degi til dags. Og
ég er sko farip að kunna leikritið al-
gjörlega utan að.
Eiginlega er hjónabandið hjá
þeim bara voöa einföld formúla, svo
ég fatta ekki af hverju þau sjá það
ekki sjálf og hlæja sig í spreng yfir
því hvernig þeim tekst að forklúðra
þessu aftur og aftur. Pabbi gæti sko
haft mömmu meiriháttar góða og
Ijúfa, ef hann passaði barasta upp á
örfáa hluti. Hann þyrfti til dæmis aö
taka eftir því, þegar hún er búin aö
fara í klippingu, og gefa henni ein-
staka sinnum blóm af engu tilefni.
(Hún verður stjörnuvitlaus, ef hann
kemur með blóm á mæðra- eða
konudaginn. Mamma vill nefnilega
ekki aö fólk láti blómasala segja sér
fyrir verkum.)
Pabbi yrði líka að taka soldið vel í
það, þegar mamma biður hann um
að koma með sér í helgarinnkaupin.
Það fer svo ofsalega í taugarnar á
henni að honum skuli finnast það al-
gjört einkamál hennar að kaupa í
matinn. Og ekki myndi það spilla
fyrir, ef hann læröi í hvaða skápum
handklæöin eru og hvar skærin eru
geymd. Það að auki gæti hann ein-
staka sinnum stungið upp á því að
fyrrabragði að þau skelltu sér í bíó
— að maöur tali nú ekki um leikhús
eða málverkasýningar.
Þetta myndi pottþétt gerbreyta
skapinu í mömmu, en til öryggis
gæti pabbi náttúrulega passað betur
að pissa ekki út fyrir klósettið. Og
síðan væri málið endanlega í höfn,
ef hann hreinsaði eldavélina vel,
þegar hann er búinn aö elda spak-
éttí. (Þá er alltaf eins og vélin hafi
fengið rauöu hundana út af tómat-
sósuslettunum.)
Mamma gæti líka gert pabba sjúk-
lega ánægðan með sig með voða lít-
illi fyrirhöfn. Hún yrði auðvitað að
mála sig á hverjum degi, en hún
þyrfti ekki aö vera í kjól eða pilsi
nema nokkrum sinnum í mánuöi til
aö gleðja hann. Svo mætti hún ekki
nota gömlu útslitnu ömmunáttkjól-
ana nema þegar hún væri fárveik.
(Hún á tvo geggjaða silkináttkjóla,
sem pabbi hefur gefið henni, en
mömmu finnst þeir alltof djarfir fyr-
ir sig. Ég skil nú ekki af hverju hún
getur ekki gert þaö fyrir hann aö
nota þá. Hún sefur hvort sem er eins
og steinn allar nætur og veit þá ekk-
ert í hverju hún er. En hún er
kannski hrædd um að fá engan
svefnfrið fyrir pabba, ef hún er orð-
in svona sexí. . .)
Pabbi yrði þar að auki ofsa
ánægður, ef mamma byði ömmu á
Einimelnum af og til í mat, án þess
að hann píndi hana til þess. Og ef
hún gæti nú þar að auki setið á sér
með að rífast viö hana myndi pabbi
verða alsæll. Þá þyrfti mamma ekki
að gera nema eitt enn til að tryggja
hjónabandssæluna fyrir pabba —
þ.e. aö kaupa stundum hvítt aum-
ingjabrauð í staðinn fyrir öll grófu
heilsubrauðin.
En þau sjá bara ekki sjálf hvaö
þetta er skítsimpilt mál, heldur
halda hvort um sig áfram aOugera
alla litlu hlutina, sem fara svo^rosa-
lega í taugarnar á hinu. Er það von
að manni finnist þessu fullorðna
fólki ekki við bjargandi. . .