Pressan - 28.06.1990, Síða 11

Pressan - 28.06.1990, Síða 11
Fimmtudagur 28. júní 1990 11 erulegrar óánægju hefur gætt í sambandi við val á hestum til keppni á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í næstu viku. Ástæða þess er ekki síst að sá dóm- ur sem hross hlýtur getur skipt sköpum um verðmæti þess upp á hundruð þúsunda króna. Þá er hér í húfi margra ára ræktunarárangur kynbótamanna í hrossarækt sem og stolt þeirra og heiður. Það hefur flækt þessi mál að skala í hrossa- dómum var breytt fyrr á þessu ári, m.a. að ósk Félags hrossabænda. Breytingin var einkum fólgin í því að víkka út skalann þar sem ein- kunnir þóttu safnast á of þröngt bil. Þá hefur mikið fjölgað þeim mönn- um sem stunda hrossakynbætur ög gamalgrónir ræktunarmenn fengið meiri samkeppni en áður. Sumir þeirra hafa því fengið lélegri út- komu en þeir töldu sig eiga skilið... M Wð einhverju leyti á það þatt í þeirri spennu sem ríkir fyrir iands- mót hestamanna að nokkur tog- streita er milli búgreinafélaga og Búnaðarfélags íslands og á Félag hrossabænda hlut að henni. Það eru ráðunautar Búnaðarfélags ís- lands í hrossarækt, þeir Þorkell Bjarnason og Kristinn Hugason, sem bera meginábyrgð á úrtöku- dómunum. Hefur gagnrýnieinkum beinst að Kristni sem sagður er hafa tekið völdin af Þorkeli sem þó er mun eldri í starfi. Voru kröfur á lofti um að Kristinn véki úr dómarasæti á landsmótinu. Gagnrýni á Kristin mun m.a. vera sú að hann sé ekki eins þjáll í lund né sjóaður í starfi og Þorkell. í síðustu viku var haldinn fundur í kynbótanefnd hrossa- ræktar til að fara yfir stöðuna. Nokkur gagnrýni var þar borin á þá Þorkel og Kristin en þeir báru hana af sér og lögðu fram meðaltalsút- reikninga á einkunnum, máli sínu til stuðnings. Þá kom þar fram að Þor- kell stillti sér fast upp við Kristin og kvað eitt skyldi yfir þá báða ganga. Ef Kristinn véki úr dómarasæti á landsmóti þá véki Þorkell einnig. Á fundinum varð sátt um að láta við svo búið standa og stefna ekki landsmótinu í hættu. Hins vegar yrðu mál tekin fyrir að nýju síðar á árinu og má þá vænta átaka. . . Mlýlega tók Þorsteinn I. Sig- fússon eðlisfræðiprófessor sæti í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Hann gegnir stöðu prófessors við háskólann en staða hans er launuð af járnblendifélaginu. Þorsteinn er skipaður í stjórnina af háskóla- ráði til næstu fjögurra ára. Bróðir Þorsteins er Árni Sigfússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ... ^^Fftir að Íþróttahátíð ÍSÍ lýkur mun framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar, Stefán Konráðsson, taka_ við starfi framkvæmdastjóra KSÍ, en knattspyrnusambandið hefur ekki haft framkvæmdastjóra á sínum snærum um langa hríð . . . I Morgunblaðinu í gær slæddist með skemmtileg prentvilla í sam- bandi við drottningarheimsóknina frægu. Hér var um að ræða gesta- lista til hádegisverðar forsætisráð- herra á Þingvöllum, en Mogginn hélt því fram að meðal gesta væri fornmaðurinn Ólafur G. Einars- son. Það mátti þó ráða af samheng- inu að átt var við að Ólafur væri for- maður Þingvallanefndar en ekki fornmaður nefndarinnar. Þetta þyk- ir okkur leitt, drottningarinnar vegna, því eflaust hefði henni fund- ist enn meira spennandi að snæða hádegisverð með raunverulegum ís- lenskum fornmanni... s ^Pem kunnugt er spáir SIS nú mikið í hlutafélagaformið og vonast til að get.a bætt fjárhag sinn og kaup- félaga sinna með einum eða öðrum hætti. Segja má að táknrænn hlutur í þessa átt hafi þegar gerst á Eski- firði. Þar var til skamms tíma kaup- félagsverslunin Pöntunarfélag Eskifjarðar, ekkert stórveldi en átti þó sinn fulltrúa á aðalfundum SIS. Pöntunarfélagið fór undir græna torfu fyrir fáum árum og var yfirtekið af Kaupfélagi Héraðs- búa. En nú hafa Hraðfrystihús Eskifjarðar, bæjarsjóðurinn, Sæberg og 29 einstaklingar stofnað Pöntunarfélag Eskifjarðar hf. upp úr rústunum og stjórnarfor- maður er enginn annar en Aðal- steinn „Alli ríki“ Jónsson. Kaup- félagið er sem sé fallið í hendur lif- andi tákni einkaframtaksins . .. o ^^ins og komið hefur fram hef- ur Svavar Egilsson algerlega dreg- ið sig út úr stjórn málefna Arnar- flugs en aftur á móti er samningur hans við félagið enn í fullu gildi. Þegar Arnarflug hefur staðið við skilyrði samningsins á ekkert að standa í vegi fyrir því að Svavar reiði fram 200 milljónirnar sem hann hugðist leggja til fyrirtækisins . . . Iþrótta- og tómstundaráö Reykjavíkur, í samráði við íþróttabandalag Reykjavíkur og íþróttasamband íslands halda íþróttadag Reykjavíkur 30. júní.n.k. Ákveðið er að halda daginn í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ, en hún stendur yfir frá 28. júní - 1. júlk I VESTUBÆJARLAUG, LAUGARDALSLAUG, SUNDHÖLLINNI og BREIÐHOLTS LAUG veröur opið frá kl. 7.30-17.3( Enginn aðgangseyrir er og jafnfrai leiðsögn í SKOKKI og SUNDI. BARNALEIKTÆKI eru við Laugard frá kl. 13 -17. í öllum laugunum ve flotleikföng fyrir börn. I NAUTHÓLSVÍK verður almenningi boðin afnot af bátum siglingaklúbbsins ásamt leið- sögn frá kl. 13-17. TENNISVELLIR VÍKINGS og við GERVI- GRASVÖLLINN I LAUGARDAL verða opnir almenningi, án endurgjalds, frá kl. 13-16. Leiðsögn í grunnatriöum tennisíþróttarinnar verður á sama tíma. Það sem boðið verður uppá verður m.a.: GÖNGUFERÐ UM VIÐEY. Skipulagðar verða gönguferðir um Viðey, frá kl. 13-17, með vönum fararstjórum. Ferðir til og frá Viðey verða ókeypis. GOLFVÖLLURINN VIÐ KORPÚLFSSTAÐi verður opinn almenningi, án endurgjalds, frá kl. 13-17. Leiðsögn fyrir byrjendur verður á staðnum. KEILUSALURINN í ÖSKJUHLÍÐ verður með kennslu fyrir byrjendur frá kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis. HJÓLABRETTAPALLAR verða við Seljaskóla, Ársel og Grandaskóla. SEGLBRETTI Á sama tíma verður boðin ókeypis kennsla í siglingu á SEGLBRETTUM sem lánuð eru á staðnum. Eins og sést á dagskránni er einkum lögð áhersla á fjölskylduíþróttir, enda verður mjög viðamikil íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga, á sama tíma á vegum ÍSÍ.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.