Pressan - 28.06.1990, Side 13

Pressan - 28.06.1990, Side 13
Fimmtudagur 28. júní 1990 13 BRÁST FERÐAMÁLASJÓÐUR HLUTVERKI SÍNU? ALEIN með hótel á heimsenda Á flestu á maður von öðru en því að koma að full- búnu hóteli lengst norður á Ströndum þar sem flestir bæir eru komnir í eyði. Á þessum afskekkta stað hefur verið rekið hótel, sumar og vetur ífimm ár. Hótel Djúpavík þykir merkilegt framtak í ís- lenskum ferðamálum og aðsóknin að hótelinu eykst jafnt og þétt. „Ferðamálaráð þóttist hafa himin höndum tekið þegar við fórum út í þetta. En ferðamálasjóður, stofnunin sem hefur það hlutverk að styðja svona starfsemi, hefur verið okkar versti óvinur. Við skiijum ekki tilhvers þessi sjóður er,“ segja hjónin sem reka Hótel Djúpuvík. EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYNDIR: BJÖRG EVA ERLENDSDÓTTIR „Hugmyndin að hótelinu fæddist þegar við vorum hér á ferð um sumar fyrir sex ár- um. Vorið 1985 stóðum við hér með fullbúið hótel, án þess að hafa fengið neitt nema loforð frá ferðamála- sjóði. Þess má geta að eng- inn frá sjóðnum hefur nokk- urn tímann komið hingað og kynnt sér aðstæður. Þeir hafa sennilega enga hugmynd um hvað er að gerast hérna," segja Eva Sigurbjörnsdótt- ir hótelstjóri og Ásbjörn Þorgilsson. ,,Það síðasta sem sjóðurinn hefur afrekað er að gera okk- ur að ómerkingum gagnvart okkar nánustu. Þegar við loksins fengum hluta af því láni sem okkur hafði verið lofað neitaði sjóðurinn að taka veð í hótelinu. Okkur var ráðlagt að fá að láni veð á höfuðborgarsvæðinu þangað til brunabótamat lægi fyrir. Núna er staðan sú að ferða- málasjóður hefur veð í hús- eign foreldra minna í Garða- bæ og neitar að færa veðið yf- ir á hótelið. Þar að auki er ferðamálasjóður alltaf fyrstur til að koma með hótanir ef við stöndum ekki í skilum," segir Eva. ,,En við erum ekkert að fara á hausinn. Við viljum bara fá að starfa við eðlilegar aðstæður," segir Ásbjörn. , ,Ferðamálasjóður ýtti okkur í fenið“ Blaðamaður er á ferðalagi á Ströndum í gegnum hrika- legt umhverfi framhjá hálf- föllnum eyðibýlum og kemur loks að Djúpuvík. Nú fækkar Strandamönnum en sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína um Strandir og Horn- strandir. Það er enginn vafi á því að það er þörf fyrir Hótel Djúpuvík. „Við kunnum vel við okkur hérna og einangrunin er ekk- ert vandamál. Það sem hefur gert okkur erfitt fyrir er skiln- ingsleysi og viljaleysi til þess að hlú að þessari starfsemi. Það er óskiljanlegt að ferða- málasjóður skuli hafa reynst okkur verri en enginn frá fyrstu tíð. Það er ástæða til þess að spyrja að því hvort þetta sé fjárfestingarfélag eða ferðamálasjóður," segir Ásbjörn. „Þegar við fórum út í þess- ar framkvæmdir hérna ráð- færðum við okkur við ferða- málaráð og leituðum síðan til ferðamálasjóðs til þess að fá lán. Alls staðar var fram- takinu tekið afar vel í orði. Ferðamálaráð lýsti svæðinu sem perlu framtíðarinnar í ferðamálum. Ferðamálasjóð- ur tók í sama streng en reglu- gerðir sjóðsins eru þannig að til þess að öðlast full lánsrétt- indi þurftum við að kosta meira til hótelsins en við höfðum ætlað okkur í upp- hafi. Þar við bættist að til þess að öðlast lánsréttinn þurfti hótelið að vera í rekstri allt árið. Við höfðum ætlað okkur að fara hægt af stað, með einfaldari aðstöðu. minni tilkostnaði og að hafa lokað á veturna. En þegar við vorum hvött til þess að stíga skrefið til fulls, þá gerðum við það. Síðan hafa allar okkar eignir og allt sem við höfum aflað runnið beint í hótelið. Með þeim hætti hefur okkur tekist að lifa af. En úr ferða- málasjóði kom aðeins lítill hluti af því láni sem talað var um. í reglum sjóðsins stendur að hægt sé að lána allt að 60% kostnaðarins ef viss skil- yrði eru uppfyllt. Við vorum hvött til þess að uppfylla kröf- urnar, en þegar lánið kom var það ekki 60% heldur milli 17 og 18%.“ Ætla ekki að gef ■ ast upp Ásbjörn er núna að setja upp ofn, eða nokkurs konar hitaveitu sem á að ganga fyrir rekavið, en nóg er af honum á Ströndum. Hann hefur líka uppi áform um að virkja foss- inn skammt frá hótelinu til heimilisnota. Hótelrekstur er orkufrekur búskapur og raf- magnsverð á Vestfjörðum er hátt. Hingað til hefur hótel Djúpavík orðið að borga Orkubúi Vestfjarða hæsta taxta bæði sumar og vetur, en nú er verið að vinna að lausn á því máli. Framtíðardraumurinn er fiskeldi í gamla verksmiðju- húsnæðinu, en enn sem kom- ið er skortir bæði tíma og peninga. Það er mikið að gera, sérstaklega á sumrin. Asbjörn gerir út eigin bát sem einnig er notaður til ferðalaga á vetrum en vegir til Djúpuvíkur eru lokaðir all- an veturinn. „Ágóðinn af útgerðinni rennur beint í hótelrekstur- inn. Við gerum allt sem við getum til þess að ná upp velt- unni. Þið sjáið að við erum ekkert að gefast upp þó að ferðamálasjóður virðist halda það,“ segir Ásbjörn. „Gistinóttum hefur fjölgað um 100% í júní miðað við sama tíma í fyrra. Ef hótelið væri ekki hér vantaði alla að- stöðu fyrir ferðamenn á mjög stóru svæði. Ég hélt að það væri ekki stefnan að vísa ferðamönnum þangað sem engin þjónusta er til. Það er yfirleitt talið betra bæði fyrir landið og ferðaþjónustuna að þetta haldist í hendur, að að- staðan sé til þegar ferða- mennirnir korna," segir Eva. „Stuðningur þeirra sem ferðamálum ráða virðist lítill, einkaframtakið á sjálft að dafna án þess að opinberir sjóðir skipti sér af rekstrin- um. En það er kannski til of mikils ætlast að ein fjölskyIda geti staðið á móti straumnum og búið á Djúpuvík meðan sveitirnar í kring fara smám saman í auðn, rútuferðir leggjast af, vegir grotna niður og sambandið við umheim- inn verður erfiðara. Nýjustu fréttir eru þær að Guðmund- ur Jónasson verður ekki lengur með ferðir hingað einu sinni í viku. Við setjum allt okkar traust á Arnarflug innanlands sem hefur staðið sig með prýði. En auðvitað koma flestir gestanna á einkabílum á sumrin. Og í sumar stendur til að við fáum bensínafgreiðslu hér á Djúpu- vík.“ Aðsóknin að hótel Djúpuvík fer vaxandi þótt margmenni hafi ekki verið áberandi þennan rigningardag í júní.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.