Pressan - 28.06.1990, Page 22
22
*
oesr in'j; .8$ 'njQt'.CLiínnVi
Fimmtudagur 28. júní 1990
„Rómantíkin afiu
Átta ára strauk hann að heiman og fór
lengstu ferð sína á eigin vegum. Hann var
að elta það sem hafði gripið huga hans svo
um munaði: blómin. Þegar blóm voru send
frá blómabúðinni Sóleyju í Hafnarfirði
stalst hann með þeim í strætisvagninum.
Frá því hann fyrst hafði litið inn um glugga
blómaverslunarinnar og séð hvar verið
var að búa til skreytingar var ævistarfið
ákveðið. Stefán Hermanns í Stefánsblóm-
um hefur aldrei séð eftir þeirri ákvörðun.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON
í dag heldur Stefán upp á 38 ára afmæli sitt og eftir nokkra
daga á verslunin hans, Stefánsblóm, 14 ára starfsafmæli.
Verslunin var starfrækt í húsnæði við Barónsstíg þar til fyrir
tveimur vikum en þá var hún flutt í Skipholt 50b. Stefán, sem
er yfirlýstur sjálfstæðismaður og Davíðssinni, segist hafa feng-
ið nóg af sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart gamla miðbæn-
um og hafi ekki átt annarra kosta völ en flýja:
Flúði úr gamla miðbænum
,,Þar sem „Stefánsblóm" voru staðsett, nánast á horni Bar-
ónsstígs og Njálsgötu, var lítið um bílastæði og sjö bílar fylgdu
húsinu sem verslunin var í. Það þýddi lítið fyrir viðskiptavini
mína að bregða sér inn í búðina og velja blómvönd, því nánast
undantekningarlaust voru stöðumælaverðir mættir og búnir
að sekta. Sjálfur fékk ég allt upp í sex sektir á dag og er þó mik-
ið á ferðinni við að keyra út blóm! Það er ófremdarástand í bíla-
málum á þessum stað og gerði mér nánast ókleift að starfrækja
þar verslun. Borgaryfirvöld miða markvisst að því að beina
Reykvíkingum inn í Kringluna og aðra stóra markaði, þar sem
mikil áhersla er lögð á bílastæði. Það er verið að mismuna
kaupmönnum. Annars vegar eru þeir sem eru í Kringlunni og
hins vegar þeir sem eru í gamla miðbænum. Þeir sem versla
í gamla miðbænum geta varla einbeitt sér að kaupunum því
þeir eru með allan hugann við stöðumælinn! í tvö skipti gerð-
ist það að bílar viðskiptavina minna voru dregnir í burtu á
þeim fáu mínútum sem þeir dvöldu inni í versluninni. Annar
þeirra aðila var stór viðskiptavinur hjá mér. Þetta er kona á
besta aldri, á nýjum bíl og kom í verslunina til að skrifa á kort
sem átti að fylgja blómakransi sem hún var að senda á leiði.
Þegar hún kom út aftur var bíllinn hennar horfinn. Þetta kost-
aði hana ekki aðeins óþægindi og leiðindi heldur hafði líka í
för með sér mikinn kostnað. Ég get ekki ímyndað mér að þessi
kona vildi versla við mig á þeim stað aftur. Ég ætla að taka
kostnaðinn á mig því mér finnst þetta vera mín sök.“
Fyrir hvað er verið
að greiða aðstöðugjöld?
Hann segir þessi óþægindi ekki aðeins hafa bitnað á við-
skiptavinunum: ,,Ég fékk ekki vinnúfrið til'að béra inn blómin.
Þarna er gangbraut og hraðahindrun og eina leiðin var.að-
leggja uppi á gangstétt. Svo er maður látinn borgá aðstöðu-’
gjald. Ég bara spyr: Aðstöðugjald fyrir hvað? Fyrir að hafa
enga aðstöðu. Þetta gilti ekki bara um mig, svona er þetta alls
staðar í gamla miðbænum. Þegar ég byrjaði með Stefánsblóm
árið 1976 voru sex eða sjö verslanir frá Laugavegi upp að horn-
inu hjá mér og það húsnæði stendur nú allt autt eða viðkom-
andi verslun hefur flutt starfsemi sína. Það þýddi lítið að kvarta
því eins og kerfið er samansett hjá okkur fara bréfin fyrir þessa
nefndina eða hina og maður fær svar eftir dúk og disk. Það er
eins og borgaryfirvöld haldi að maður sé ekki að stunda við-
skipti þarna heldur bara að leika sér! Það er hreinlega gert í
því að gera kaupmönnum í gamla miðbænum erfitt fyrir. Ég
gat ekki hugsað mér að flytja inn í einhvern stórmarkaðinn,
þvi mér finnst blómaverslun eiga að vera rekin sem sérverslun,
á stað sem gott er að komast að. Þess vegna er ég kominn hing-
að."
Stefán segist hafa íhugað fyrir alvöru að hugsa sér til hreyf-
ings eða hreinlega loka versluninni í vor. „Til þess að verslun
geti lifað er auðvitað skilyrði að aðkoman að henni sé í lagi,"
segir hann. „Viðskiptavinir blómaverslana eru oft fólk á leið til
veislu og kaupir blómin á leiðinni. Þetta fólk hefur ekki áhuga
á því að berjast á móti roki og rigningu til að komast að versl-
uninni. Það vill geta lagt bílnum sem næst henni. Fyrir nú utan
það að það fer ekkert afskaplega vel með blóm að vera í miklu
roki...!“
Ekki bróðir Henny Hermanns!
Úr verslunartali förum við yfir í manninn sjálfan. Stefán er
fæddur í Reykjavík en alinn upp í Hafnarfirði hjá fósturforeldr-
um sinum, Huldu Björgvinsdóttur og Hallgrími Péturs-
syni:
„Ég er einkabarn, — nema þegar ég er bróðir hennar Henny
Hermannsdóttur danskennara,“segir hann brosandi. „Þann-
ig er að Hermann Ragnar Stefánsson og Unnur Argríms-
dóttir kona hans eru vinir mínir og ég var stundum með þeim
í samkvæmum. Þar sem Hermann á tvo syni, en hvorugur heit-
ir Stefán, komst sá misskilningur á kreik að ég, Stebbi Her-
manns, væri sonur Hermanns og Unnar Arngrímsdóttur.
Nei, ég fann aldrei fyrir þvi að Hulda og Hallgrímur væru
ekki raunverulegir foreldrar mínir," segir hann. „Hulda er
reyndar móðursystir mín, en móðir mín, Sigurbjörg Björgvins-
dóttir, bað þau hjónin fyrir mig þegar ég var nokkurra mán-
aða. Ég hlaut hjá þeim gott uppeldi og bjó við mikið öryggi.
Ég var ekki ofdekraður eins og margir kynnu að ætla. Þetta
var allt á eðlilegan máta. Ég fór ekki á mis við neitt." Hann seg-
ist hafa verið vinmargur og átt skemmtileg æskuár: „Ég var
ekki mikið í fótbolta, en átti marga góða vini og tók þátt í öllum
almennum leikjum — þar til ég komst í kynni við blómin! Þau
áttu strax hug minn og hjarta. Blóm eru falleg og heilla mig,
það er einföld skýring. ..“
Hann segist vera algjört borgarbarn, öllu heldur Hafnar-
fjarðarbarn, og fór aldrei í sveit: „Hins vegar fór ég í sumar-
búðir, í Vatnaskóg og að Löngumýri í Skagafirði. — Og ég hef
alltaf búið í Hafnarfirði þar til fyrir fjórum árum að ég flutti í
Garðabæinn. Yfir lækinn á ég ekki eftir að flytja. Ég er Hafn-
firðingur."
Vildi komast í landspróf
Hann gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar, sem þá hét, og fór
síðan í Flensborg: „Ég vildi fara í landspróf en skólastjóra
Flensborgarskólans fannst ég ekki hafa nógu góðar einkunnir
til þess. Eg sætti mig ekki við það svar; var ákveðinn í að fara
í landspróf og fór því í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Gaggó
Vest, í Vonarstrætinu. Ég var svosem ekki neinn námsmaður
en gekk vel í landsprófi. Þar sem ég var löngu búinn að ákveða
að helga mig verslunarrekstri fór ég úr Gaggó Vest í Verslunar-
skóiann. Þaðan lauk ég verslunarprófi árið 1973. Ég hafði
reyndar margt annað að gera í Verzlunarskólanum en að
stunda námið af kappi.. .! Ég var eiginlega svo heppinn að
falla einu sinni og á því vini og félaga úr tveimur árgöngum."
Við bökkum aftur til þess tíma sem Stefán kynntist fyrst
biómaverslun: „Ég var sjö eða átta ára þegar ég uppgötvaði
þennan heim," segir hann. „Ég heiliaðist gjörsamlega. Fyrir
mér var þetta heimur sköpunar og fegurðar. Á þessum tíma
sendi blómabúðin Sóley blómin sín til Reykjavíkur með stræt-
isvagni og einu sinni stalst ég með vagninum. Lengri ferð hafði
ég aldrei farið á eigin vegum og gerði foreldra mína auðvitað
dauðskelkaða! En í þessari ferð kynntist ég bílstjóranum sem
. keyrði.blómin nailli verslana-Þá «ar.útkeyrslan sajneigiöleg.
Þá kynntist ég áfa Binna f Blómum ög ávöxtum, Heridrik'
: Öarndsen'elilri,'og-byr.jaði.að vinna ÍBlómum'ogávöx'tum níu
ára gamall sem sendill og hann og fjölskylda hans hafa reynst
mér vel í gegnum öll mín „blómaár"."
Byrjaði níu ára
hjá Blómum og ávöxtum
Það muna margir Reykvíkingar eftir þessum litla strák sem
þeyttist um borgina: „Mér var alls staðar vel tekið, og er enn.
Það hefur ekki skipt máli hvort ég var níu ára eða tuttugu og
níu... Sumir bjóða manni inn þegar maður kemur með blóma-
sendingu. Verst er þegar ég fer með blóm til einhverra sem ég
þekki. Þá heldur fólk auðvitað að ég sé svona hugulsamur að
ég viti af afmæli þess eða öðru og sé mættur með blóm frá mér
sjálfum!"
í Blómum og ávöxtum starfaði Stefán í fimmtán ár. Þá ákvað
hann að fara út í eigin verslunarrekstur: „Auðvitað vissi ég
ekkert hvað ég var að fara út í," viðurkennir hann. „Ég tók á
leigu þetta húsnæði við Barónsstíginn og á þeim tíma var lítið
um peninga. Ég svaf litið síðustu næturnar fyrir opnun. Nótt-
ina áður en ég ætlaði að opna búðina voru foreldrar mínir með
mér að ganga frá og þá mættu tvær góðar vinkonur mínar,
þær Brynja Nordquist sýningarstúlka og Erla Haraldsdótt-
ir danskennari. Þetta var upphafið að því sem síðar kom. Allt
frá fyrstu tíð hafa góðir vinir mínir stutt mig í einu og öllu. Mér
fannst það nokkuð táknrænt að þessar tvær skyldu mæta um
miðja nótt til að vita hvernig mér gengi."
Koss frá fegurðardrottningum
Stefán er líklega sá maður sem flesta kossa hefur fengið frá
fegurðardísum: „Sennilega er það rétt," segir hann brosandi.
„Þá kossa fékk ég út á starfið. . . Meðan Kristjana Geirsdótt-
ir sá um Fegurðarsamkeppni íslands fékk hún mig til liðs
við sig í sambandi við skreytingar á Broadway og til að færa
fegurðardrottningunum blómvendi. Út á það fékk ég alltaf
koss! Jú, það var ekki átakalaust að ganga fram á svið frammi
fyrir fullu húsi af gestum og jafnvel í beinni sjónvarpsútsend-
ingu," segir hann hlæjandi. „En hvað gerir maður ekki fyrir
koss frá fegurðardrottningu íslands?! Ég hætti að koma nálægt
þessari keppni fyrir tveimur árum þegar fyrirkomulaginu var
breytt og Jana hætti að sjá um keppnina. Það koma nýir siðir
með nýjum herrum."
Stefán fylgdi nokkrum fegurðardrottninganna okkar eftir til
London þegar þær tóku þátt í keppninni um „Miss World":
„Þetta er sami kjarninn sem hefur farið ár eftir ár, þangað til
í fyrra þegar keppnin var haldin í Hong Kong. Stórkostlegast
var auðvitað að vera staddur þarna þegar Linda Pétursdóttir
var kjörin „Miss World“.“
Stebbi! Stebbi! var hrópað í París
Stefán Hermanns er vel þekktur hér á landi og sérstaklega
í Reykjavík, en hann átti ekki von á því að nokkur þekkti hann
í París. Þar kom annað í ljós:
„Ég var einhverju sinni í París með góðum vini mínum og við
höfðum samið við bílstjóra um að sækja okkur á veitingahús
um miðnætti og aka okkur á skemmtistaðinn Lido. Þessi bíl-
stjóri hafði sambönd þarna og hafði fengið vilyrði fyrir því að
við þyrftum ekki að bíða í langri biðröð, heldur yrði okkur
hleypt framfyrir. Ég var varla kominn inn úr dyrunum þegar
ég heyri kallað: „Stebbi! Stebbi!" Ég ætlaði ekki að trúa mínum
eigin eyrum. En svo frægur var ég ekki að þetta væru franskar
dömur, heldur íslenskir snyrtifræðingar sem voru staddar í
París á námskeiði!"
Stefán virðist alltaf umkringdur fólki og til dæmis má nefna
að meðan viðtalið fór fram á kaffihúsi við hlið verslunar hans
kom þangað inn kona sem átti erindi við Stefán: „Ert þú nokk-
uð tímabundin?"spurði hann mig. „Ég þarf rétt að skreppa yfir
í búðina."
Hálftíma síðar var hann enn ókominn. Mér var hætt að lítast
á blikuna og hélt hann væri hættur við allt. Gekk yfir í búðiná
og á kaffistofunni sat Stefán ásamt sex vinum! „Svona er þetta
alltaf," segir hann afsakandi þegar við byrjum að nýju. „Þetta
er það sem mér finnst skemmtilegast við verslunarreksturinn;
þegar vinir mínir gefa sér tíma til að koma í heimsókn og fá
sér kaffi með mér.“
Ég er aldrei einn
árum-samah. Þar'sem ég er einhleypur hefur leiðir mínar'pg --
hbkkuíra'af fýrri vlnum s'kiíið’þegar þeir hafa gífst og eignast
börn. Það breytist margt á slíkum stundum. Fólk verður meira
upptekið af heimili og börnum en vinum sínum. En nei, ég finn
lítið fyrir því að vera einhleypur. Ég er nefnilega sjaldnast einn!
Örlögin ætluðu mér bara ekki að verða fjölskyldufaðir."
Hann segist hafa verið ragur við að flytja verslunina úr
gamla bænum, þar sem hann hafði eignast marga vini:
„Gömlu konurnar í hverfinu kringum Barónsstíginn voru dug-
legar að koma við í búðinni og heilsa upp á mig,“ segir hann.
„Ég sakna þeirra. Mér þótti því sérstaklega vænt um það þegar
ég opnaði verslunina hér í Skipholtinu að nokkrar þeirra slógu
saman í leigubíl og mættu til að samfagna mér. Ein þeirra færði
mér meira að segja vettlinga sem hún hafði prjónað á mig.“
Þann dag var opið hús hjá Stefánsblómum og Stefán segist
hafa orðið hálfhrærður yfir gestakomum: „Vinkona mín, Val-
dís Gunnarsdóttir, sem ég kalla gjarna blómaprinsessu, þvi
hún kallar mig blómaprins, hafði viðtal við mig í beinni út-
sendingu á Bylgjunni þennan dag. Ég hafði ekki boðið nein-
um formlega við opnun, en hafði látið boð út ganga. Hins veg-
ar átti ég ekki von á öllum þeim sem litu inn þennan dag. Það
komu milli 400 og 500 manns og þáðu kaffi. Ég vildi ekki hafa
kampavín og snittur eins og tíðkast oft. Maður er búinn að
leggja sig allan fram við að gera huggulegt í búðinni og ég hef
V