Pressan


Pressan - 28.06.1990, Qupperneq 25

Pressan - 28.06.1990, Qupperneq 25
F i rrjTBíy d ðQ (J (S88i'j Ú0 b l)9ðOi'! í 25 s|úkdomqr og fólk Keisaraskurður Ég hitti gamla vinkonu mína niðri í bæ einn daginn í sólskininu. — Ertu svona ólétt? spurði ég glað- hlakkalega, þegar við höfðum heils- ast og horft hvort á annað smá- stund. — Já, svaraði hún, og senni- lega verður að taka barnið með keisaraskurði. Hún horfði á mig með glampa í augunum, tilhlökkun- in var kvíða blandin. Við vorum á sama aldri, hún hafði aldrei gifst og átti ekki barn fyrir. Hún var klædd í dökkbrúnar flauelssmekkbuxur, grænan bol, gráleitan jakka og fót- laga skó, enda lengi verið í Svíþjóð, þegar svoleiðis skór voru trúar- brögð fjölda fólks. Hárið var slétt og líflaust og bundið í hnút í hnakkan- um. í barminum bar hún merki með mynd af gömlu þýsku byltingarhetj- unni Rósu Luxemburg. Hún var komin á steypirinn og von á barninu á hverri stundu. — Af hverju þarf að gera á þér keisaraskurð? spurði ég.. — Grindin er of þröng, segja lækn- arnir, og barnið stórt og liggur í sitj- andastöðu. Hún varð dapurleg til augnanna og brosti gleðilausu brosi, kannski barnið verði keisari ein- hvers staðar, er þessi aðgerð ekki kölluð eftir Júlíusi Sesari keisara, af því að hann var fyrsta barnið, sem tekið var á þennan hátt? — Það veit ég nú ekki, sagði ég, en þetta geng- ur örugglega allt vel hjá þér. — Eg vona það, sagði hún. Við töluðum smástund um úrslit bæjarstjórnar- kosninganna og vorum hjartanlega ósammála eins og svo oft áður. Fór- um svo að karpa um yfirvofandi heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. — Þetta er algjört hneyksli, sagði hún, að sýna fótbolta allan júní og langt fram í júlí. Það ætti heldur að sýna skemmtilegt fræðsluéfni fyrir börn frá Noregi og Svíþjóð um dýralíf í fjarlægum lönd- um. Ég ætla að banna barninu mínu að festast fyrir framan sjónvarpið til að horfa á þennan fótbolta eins og þessi bölvuð karlrembusvín gera núna. Svona útsendingar eru sóun á tækniþekkingu og mannviti mann- kynsins. — Eg er þér ósammála, sagði ég, skandinavískar fræðslu- myndir eru leiðinlegasta sjónvarps- efni sem völ er á og fótboltinn er yndisiegur. Sérðu virkilega ekki feg- urðina, spennuna og unaðinn í vest- ur-þýsku skallamarki? — Þú ert alltaf sama karlremban sagði hún, við kvöddumst og fórum hvort í sína áttina. Júlíus Sesar og keisaraskuröir Margir virðast telja, að Júlíus Ses- ar, sá þekkti herforingi og kvenna- maður í Rómaveldi, hafi fyrstur manna verið tekinn með keisara- skurði. Það er sennilega misskiln- ingur, móðir Sesars var á lífi löngu eftir fæðigu hans, en ólíklegt má telja, að bæði móðir og barn hefðu lifað af slíka aðgerð fyrir 2000 ár- um. Nafnið Sectio Caesari eða keisaraskurður er talið dregið af Lex Caesarea (keisaralög) sem bönnuðu að grafa mætti látna þung- aða konu með barni sínu og því skyldi það tekið með skurðaðgerð og greftrað sérstaklega. Menn kunnu á þessum tímum að fjarlægja barn úr legi móður sem látist hafði af barnsförum og indverskar lækn- ingabækur frá því löngu fyrir Krists- burð eru til sem kenna slíkar að- gerðir. Goðsögnin segir að gríski guðinn Dionysos hafi verið tekinn úr móðurkviði með skurðaðgerð, en Hippókrates, fremsti læknir í Grikklandi til forna, ræðir hvergi um slíkar aðgerðir í ritum sínum. Dionysos var guð víns og skemmt- ana og víða í Grikklandi haldnar miklar svallhátíðir honum til heið- urs, svo það sætti engum undrum, að ýmsar furðusagnir voru í kring- um fæðingu hans. Tvenns konar aögeröir Um tvenns konar aðgerðir var að ræða, annars vegar að ná barni lífs eða liðnu frá dáinni eða deyjandi móður, en hins vegar að bjarga lífi bæði barns og móður, þegar vand- ræði komu upp í fæðingunni. Það er harla ósennilegt að slíkar aðgerðir hafi tekist til forna. Menn kunnu ekki á nein svæfingalyf, svo allar aðgerðir voru gífurlega hættulegar. Svæfingin kom ekki til sögunnar fyrr en á 19du öldinni, þó víða sé getið um viðleitni til svæfinga í forn- um ritun. Rætt er um einhvers kon- ar óminnislyf í Ódysseifskviðum og í mörgum norrænum heimildum er rætt um „svefnþorn" sem menn voru stungnir með. Svefnþornið virðist þó hafa verið handhæg töfra- brögð til að geta komið fram svikum og blekkingum. í fyrstu Mósebók lét Guð fastan svefn falla á Adam, þeg- ar hann nam rifið úr síðu hans og skapaði konuna. Ekki er vitað, hvaða svæfingatækni þá var beitt. A 16du öldinni var sögð saga um svissneskan slátrara að nafni Jakob Nufer, sem skar konuna sína upp í mikilli barnsnauð, og bæði móðir og barn héldu lífi. Þessi kona eignaðist fjögur börn í viðbót með manni sín- um, svo aðgerðin hefur tekist furðu vel. Margir urðu til að reyna slíkar aðgerðir, en mæðurnar héldu yfir- leitt ekki lífi, en kirkjan krafðist þess að reynt yrði að bjarga lífi barn- anna. Það tókst stundum, og sagt er, að Róbert II. Skotakonungur hafi einmitt bjargast á þennan hátt. Móðir hans var á hestbaki, féll af baki og hálsbrotnaði. Fljóthuga og snarráður veiðimaður greip hnífinn sinn og bjargaði barninu frá móður- inni, en hún lést. Með bættri tækni í svæfingum og skurðlækningum urðu þessar aðgerðir venjulegri í lok 19du aldar og farið að beita þeim í erfiðum fæðingum. Á íslandi reyndi Jón Hjaltalín fyrstur að gera keisaraskurð árið 1865, móðir- in var krypplingur en dó af völdum aðgerðarinnar, barnið lifði en komst ekki til aldurs. Fyrsta keisara- skurðinn sem heppnaðist fram- kvæmdi Matthías Einarsson í Reykjavík 1910 og bæði móðir og barn lifðu aðgerðina af. Ástœöur aðgeröar Nú er talið að um 6—8% barna sem fæðast séu tekin með keisara- skurði, en þó er það mismunandi eftir löndum. Keisaraskurðir eru framkvæmdir vegna ýmissa vand- kvæða sem upp geta komið í með- göngu eða fæðingu og þarf oft að flýta sér mjög. Konu getur skyndi- lega farið að blæða mikið í fæðing- unni vegna fylgjuloss, og skiptir þá hver sekúnda máli, koma þarf kon- unni á skurðarborðið strax, barninu í heiminn og stöðva blæðinguna. Ef naflastrengur fellur fram í fæðing- unni og fæðingin virðist dragast á langinn verður að gera aðgerð í miklum fjýti. Keisaraskurður er gerður ef legkakan liggur fyrir leg- hálsöpinu eða barnið snýr ekki rétt í leginu, er í ennisstöðu eða sitjanda- stöðu og engar líkur á því að það komist niður leggöngin réttan veg. Sumar konur hafa mjög þrönga grind og eðlileg fæðing gæti stefnt lífi móður og barns í hættu og er þá gripið til keisarans. Þegar aðgerðin er gerð er um nokkrar leiðir að velja, en flestir gera þverskurð ofan á lífbeinið og ná barninu þar út. Stöku sinnum verður að fara inn í legið ofar með langskurði, sérlega ef barnið liggur mjög illa eða konan er mikið veik og hraði skiptir öllu. Aðgerðin er yfirleitt framkvæmd í mænudeyfingu nú en ekki í svaéf- ingu eins og áður var gert. Móðirin er þá vakandi í aðgerðinni og getur fengið barn sitt til sín um leið og það kemur í heiminn, sem talið er betra bæði fyrir móður og barn. Fylgi- kvillar slíkra aðgerða eru mun fá- tíðari. Breytt og bætt lœknisfræöi Fáar sérgreinar læknisfræðinnar hafa tekið eins miklum breytingum og fæðingar og kvensjúk- dómafræðin. Með nútímatækja- kosti er hægt að fylgjast mjög vel með barninu í fæðingunni og grípa inn í, ef eitthvað virðist ætla úr- skeiðis. Með ómskönnun (sónar) má skoða fóstrið og sjá hvernig það vex og dafnar og liggur í leginu fyrir fæðinguna. Ég horfði á eftir henni vinkonu minni, þar sem hún gekk upp Túngötuna þungum skrefum og kveið fyrir fæðingu barnsins síns, sem taka þurfti í þennan heim á þennan hátt. Hún hafði litlu að kvíða, aðgerðin mjög hættulítil og líkur móður og barns góðar. Rósa Luxemburg, sem hún bar í barm- inum, hefði ekki haft sömu mögu- leika á árunum í kringum heims- styrjöldina fyrri. Svo tækni nútíma- manna hefur á margan hátt nýst mannkyni til blessunar, en ekki bara til að flytja knattspyrnumyndir í beinni útsendingu út um allan heim, eins og vinkona mín hélt fram. ÓTTAR GUÐMUNDSSON r lófalestur AMY ENGILBERTS í þessari viku: Týr (karl, fæddur 31.7. 1936) Þessi maður hefur þurft að leggja hart að sérog vinna mikið á lífsleiðinni. Hann hefur líka gengið i gegnum miklar sorgir, þegar hann var á aldrinum 22 ára til fer- tugs. Ævi hans hefur verið um- hleypingasöm og hann hefur oft þurft að breyta úr einu í annað. Maðurinn er í eðli sínu mikil til- finningavera, en hefureflaust ver- ið afskaplega „lokaður" persónu- leiki og átt erfitt með að tjá sig. Hann hefur verið í nokkurs konar varnarstöðu í lífinu. Hann þarf að byggja sig upp og fara vel með heilsuna. Þá gæti framtíðin orðið honum gæfuríkari en fortíðin, því hingað til hefur leið hans oftar en ekki legið um þján- ingabrautina. Árin 1988 og 1989 voru honum t.d. mjög líklega erfið, en hann má búast við meiri stöð- ugleika á næstu árum og þegar hann nálgast sextugt fær hann aukinn stuðning og hjálp. Hann ætti að reyna að taka árinu í ár með heimspekilegri ró. á heimavelli Blettir sem hreinsa þarf úr fyrir þvott Sé um nýja blekbletti að ræða og blek úr sjálfblekungi má oft ná því úr með miklu volgu vatni. Reynið að sjúga blekið upp með gljúpum blautum klút eða látið buna á blett- inn vatn, ef það er hægt. Ef um þvotta- og litarekta efni er að ræða má skola blettinn úr salmíaki (óþynntum salmíakspíritus ef um hvít bómullarefni er að ræða, ann- ars blandað með vatni á mislit efni) og skola þetta síðan vandlega á eftir úr mörgum hreinum vötnum. Einn- ig má reyna að bleikja blettinn með sítrónusafa eða sítrónusýruupp- lausn (u.þ.b. 1 tsk í 1 dl af vatni). Leggið blettinn i upplausnina um stund og nuddið hann milli hnú- anna, en skolið síðan úr hreinu vatni, dýfið í salmíakvatn á eftir og skolið að lokum vandlega úr hreinu vatni. Blóðbletti ætti helst að leggja sem fyrst í kalt saltvatn (hálf tsk. í 1 dl vatns). En oft er hægt að ná blóð- blettum með því að láta kalt vatn buna beint á blettinn og nudda hann undir bununni. Heitt vatn getur fest blóð í fatnaði, þó má leggja fatnað í ylvolgt sápuvatn til að ná úr blóði, og gott er að nota þvottaefni með efnakljúfum. Skolið vel á eftir úr hreinu vatni. Ef um er að ræða fatnað sem ekki má þvo er hægt að væta blóðblettinn með salt- vatni og lofa því að liggja á a.m.k. í hálftíma. Nuddið síðan með klút vættum í hreinu vatni nokkrum sinnum. Kertavax ætti að hreinsa úr flík- um sérstaklega fyrir þvott. Byrjið á því að bregða flíkinni inn í frysti eða leggja á vaxið poka með ísmolum í, svo það harðni og molni auðveld- legar úr. Sé efnið þvotta- og litarekta má láta sjóðandi heitt vatn renna á blettinn til að bræða vaxið burt, eða leggið þerripappír eða eldhúspapp- ír undir og yfir blettinn og strjúkið hann með heitu strokjárni. Færið pappírinn til á blettinum eftir því sem vaxið gengur inn í hann. Sé efn- ið örugglega litarekta má leysa vax- ið upp með bensíni, eins og um fitu- blett sé að ræða, en ef það er ekki litarekta má láta heitt loft t.d. frá hárþurrku leika um blettinn og þerra hann síðan vandlega burtu með eldhúspappir eða öðrum gljúpum pappír. Myglublettir í þvotti geta verið erfiðir viðureignar, einkum ef þeir eru gamlir. Reynandi er að nudda blettinn með vínsýruupplausn (1 msk. í 1 dl af vatni). Skolið síðan og nuddið á eftir með salmíakvatni (1 tsk. salmíak í 1 dl vatns), skolið vel að lokum. Sé um viðkvæm efni að ræða er reynandi að láta myglu- bletti liggja í vægu ediksvatni eða í súrmjólk með 1 tsk. af salti í hvern lítra. Skolið vandlega úr hreinu vatni. Einnig er ráðlagt að þvo myglubletti úr þvottaefni sem inni- heldur bleikiefnið perborat, úr svo heitu vatni sem efnið þolir. Skolið ætíð vandlega á eftir. Gætið þess að þvottur liggi ekki lengi rakur í hrúgu eða samanbrotinn, því þá er hætta á að hann mygli.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.