Pressan - 28.06.1990, Page 27
Fimmtudagur 28. júní 1990
27
kvikmyndir helgarinnar
FIMMTUDACUR
28. júní
Stöð 2 kl. 22.20
HASAR
í HÁLOFTUNUM **
(Steal the Sky)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1988
Leikstjóri: John Hancock
Adalhlutverk: Mariel Hemingway
og Ben Cross
Þetta er spennumynd sem segir frá
bandarískum njósnara sem ráðinn
er til þess að fá íraskan flugmann til
að svíkjast undan merkjum og
fljúga MIG-orrustuþotu sinni til ísra-
els. Maltin telur myndina slarkfæra.
Flugsenurnar ættu að gleðja flug-
áhugamenn.
Stöð 2 kl. 00.00
HEIMSINS BESTI
ELSKHUGI**'4
(World's Greatest Lover)
Bandarísk bíómynd frá 1977
Leikstjóri: Gene Wilder
Aöalhlutverk: Gene Wilder, Dom
DeLuise og Carol Kane
Þessi er sprenghlægileg en heldur
mistæk á köflum. Greinir hér frá
manni nokkrum á þriðja áratug ald-
arinnar sem afræður að taka þátt í
samkeppni kvikmyndavers um það
hver líkist mest hjartaknúsaranum
Valentínó. Valentínó sjálfur kemur
til leiks og gefur honum góð ráð en
þegar á hólminn er komið á hann í
mestu erfiðleikum. Eiginkonan,
sem er trúr aðdáandi Valentínós, á
mestan þátt í að hann lætur til skar-
ar skríða.
F0STUDAGUR
29. júní
Stöð 2 kl. 21.20
LEIGUMORÐ **
(Downpayment on Murder)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1987
Leikstjóri: Waris Morse
Aðalhlutverk: Connie Sellecca,
Ben Gazzara og David Morse
Gamalkunnugt stef; geðklofa mað-
ur ræður leigumorðingja til að
koma eiginkonunni fyrir kattarnef.
Ekki algalin afþreying en fátt um
fína drætti umfram það.
Ríkissjónvarpið kl. 22.23
í HITA DAGSINS ★★★V'2
(The Heat of the Day)
Bresk sjónvarpsmynd frá 1989
Leikstjóri: Christopher Morahan
Aðalhlutverk: Peggy Ashcroft,
Michael Gambon, Patricia Hodge
og Michael York
Höfundur handrits: Harold Pinter
Einvalalið á bak við þessa bresku
gæðasmíð sem gerist í umróti
heimsstyrjaldaráranna (síðari).
Sögusviðið er London. Konu nokk-
urri eru góð ráð dýr er henni er gert
að velja milli fylgilags við mann
nokkurn, er henni er lítt kunnur, og
frelsissviptingar ástmanns síns.
Myndin er margslungin og geysi-
lega vel gerð. Handritið skrifaði
Harold Pinter eftir skáldsögu Eliza-
beth Bowen. Bestu meðmæli.
Stöð 2 kl. 23.25
FRÆGÐ 0G FRAMI **»
(W.W. and the Dixie
Danceking)
Bandarísk bíómynd frá 1975
Leikstjóri: John G. Avildsen
Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Art
Carney og Conny van Dyke
Burt Reynolds fer létt með að leika
aðlaðandi bragðaref sem tekur að
sér að æfa þriðjaflokks sveitatónlist-
arflokk, þar sem ung stúlka fer með
aðalhlutverkið. Brátt kemst hópur-
inn svo langt að troða upp á þekkt-
asta skemmtistað í Nashville. Á
meðan dundar bragðarefurinn sér
við að ræna nálægar bensínstöðvar.
Lunkin gamanmynd og bærilega
vel heppnuð
Stöð 2 kl. 00.55
HUNDRAÐ RIFFLAR **
(100 Rifles)
Bandarísk bíómynd frá 1969
Leikstjóri: Tom Gries
Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Jim
Brown, Raquel Welch og
Fernando Lamas
Burt Reynolds aftur á ferð og hér í
öllu lakari mynd en Frægð og
frama. Þetta er vestri sem gerist í
Mexíkó í kringum 1912. Lögreglu-
stjóri hefur elt útlaga suður fyrir
landamærin og flækist í stríðserjur
milli heimamanna og herstjórnar
gráðugs herforingja. Það er engin
spurning að Burt Reynolds heldur
myndinni uppi, sem ella fyllti stóran
hóp mislukkaðra vestra
LAUGARDACUR
uu. juru
Stöð 2 kl 15.00
FÚLASTA ALVARA *'■
(Foolin' Around)
Bandarísk bíómynd frá 1980
Leikstjóri: Richard T. Heffron
Aðalhlutverk: Gary Busey og
Annette O’Tool
Saklaus sveitadrengur kynnist ógn-
arfagurri stúlku sem stundar nám í
sama skóla. Hann verður skotinn en
hún er bæði lofuð og auðugri en svo
að hann eigi séns. Dellumynd gerð
eftir formúlu slöppustu gaman-
mynda frá sjötta áratugnum.
Stöð 2 kl. 20.50
HÚMAR AÐ ****
(Whales of August)
Bandarísk bíómynd frá 1988
Leikstjóri: Lindsay Anderson
Aðalhlutverk: Bette Davis, Lillian
Gish og Vincent Price
Undurfalleg og smekklega gerð
mynd um gamalt fólk. Fjallar hún
um systur, sem hafa eytt sumrum
síðastliðinna áratuga í sumarbústað
sínum á eyju norður af strönd Ma-
ine. Meðan þær voru ungar höfðu
þær fylgst með hvölunum synda
meðfram ströndinni en nú þegar
ævikvöld þeirra er á enda sjást þeir
ekki lengur. Þær fá þá óvænta heim-
sókn frá landflótta Rússa og afskipti
vinkonu þeirra og nágranna
minnka ekki við það. Hér yfirskygg-
ir leikur þeirra Bette Davis og Lillian
Gish allt annað*í annars stórgóðri
mynd. Tvímælalaust mynd helgar-
innar að okkar mati og bestu með-
mæli.
Stöð 2 kl 22.15
RÉTTUR
FÓLKSINS ***
(The Right of the People)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986
Leikstjóri: Jeffrey Bloom
Aðalhlutverk: Michael Ontkean,
Jane Kaczmarek og Billy Dee
Williams
Stjórnarskráin er Bandaríkjamönn-
um löngum hugleikin. Hér er fjallað
um margþvælt þrætuepli vestra; rétt
borgaranna til að bera skotvopn.
Söguþráðurinn fjallar um baráttu
saksóknara nokkurs til að ná fram
lagabreytingu sem felur það í sér að
borgarar öðlist rétt til að bera
skammbyssu, eftir að eiginkona
saksóknarans og dóttir hafa fallið í
skotárás á veitingahúsi. Myndin
veitir tæpast nein svör við siðferðis-
legum spurningum um borgararétt-
indi og borgaravernd en er þægileg-
asta afþreying.
Ríkissjónvarpið kl. 23.20
SVIKAVEFUR ***
(The Wilby Conspiracy)
Bandarísk bíómynd frá 1975
Leikstjóri: Ralph Nelson
Aðalhlutverk: Sidney Poitier,
Michael Caine, Nicol WilUamson,
PruneUa Gee og Saeed Jaffrey
Hörkuspennumynd með úrvalsleik-
urum. Breskur námuverkfræðingur
kynnist suður-afrískum andófs-
manni, sem er nýsloppinn úr fang-
elsi, og saman lenda þeir á æsileg-
um flótta undan lögreglunni. Poitier
og Caine standa sig eins og við mátti
búast en Nicol Williamson stelur
senunni. Myndin stendur vel undir
nafni sem fyrirtaks afþreying en
býður þó raunar ekki upp á neitt
umfram það.
Stöð 2 kl. 00.35
DÁÐADRENGUR **'•'■
(All the Right Moves)
Bandarísk bíómynd frá 1983
Leikstjóri: Michael Chapman
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Lea
Thompson og Christopher Penn
Unglingamynd með unglingastjörn-
unni Tom Cruise í aðalhlutverki.
Hér fer hann með hlutverk náms-
manns sem dreymir um að verða
verkfræðingur. Hann er af fátæku
fólki kominn og sér einu leiðina í há-
skólanám liggja í gegnum frægð og
frama í fótbolta. Bærileg skemmtun
enda reyndur kvikmyndagerðar-
maður við stjórnvölinn.
s
1. júlí
Stöð 2 kl. 13.00
BARNASPRENGJA ***
(Baby Boom)
Bandarísk bíómynd frá 1987 .
Leikstjóri: Charles Shyer
Aðalhlutverk: Diane Keaton, Sam
Shephard, Harold Ramis og Sam
Wanamaker
Kvenréttindasjónarmið undirstaðan
í þessari velheppnuðu mynd þar
sem gert er létt grín að framsókn
kvenna í atvinnulífi á nótum upp-
anna. Kona nokkur á framabraut sit-
ur allt í einu uppi með barn frænd-
fólks síns. Hún kemst að raun um að
ekki er eins auðvelt að samhæfa
barnauppeldi og viðskipti og hún
taldi. Diane Keaton leikur með
stakri prýði en Sam Shephard er lit-
laus í tilþrifalitlu hlutverki.
Stöð 2 kl. 23.00
REYNDU AFTUR ***
(Play it again, Sam)
Bandartsk bíómynd frá 1972
Leikstjóri: Herbert Ross
Aðalhlutverk: Woody Allen og
Diane Keaton
Woody Allen er hér í hlutverki
manns sem hefur dálæti á kvik-
myndum og konum. Til að verða
eitthvað ágengt í kvennamálunum
bregður hann sér í gervi •
Humphreys Bogart en missir kjark-
inn þegar á hólminn er komið. Stöð-
in endursýnir þessa klassísku gam-
anmynd.
KinK'51
eftir Mike Atkinson
E£ERRE>JNMNI>/
BLAuruR !
Ehl H-EIM5KULE6T
P&TTA OFAU
f fiskATJÖFLNIUA.'
dagbókin
hennar
Ég er svo ástfangin að ég má varla
vera að því að sofa. Það er alltof
gaman að vera vakandi til að ég tími
að liggja steinsofandi undir sæng í
marga klukkutíma. Það er bara
verst hvað pabbi og mamma eru fer-
lega óhress með Magga. Þau eyði-
leggja gleðina soldið fyrir mér, en
hann sjarmerar )>au örugglega upp
úr skónum smám saman.
Gamla settinu finnst það eitthvað
stórmál að Maggi skuli hafa verið í
fangelsi í nokkra mánuði fyrir mörg-
um árum. (Hann er sko tíu árum
eldri en ég og þeim finnst það líka
svakalegt mál. Það er ekkert auð-
velt að þóknast þessu liði. . .) Það
breytir engu þó Maggi greyið hafi
bara tekið á sig dóminn til að hlífa
vini sínum, sem var með innilokun-
arkennd og hefðiörugglega dáið úr
„fóbíu” á Litla-Hrauni. Þess vegna
fórnaði Maggi sér fyrir hann og við-
urkenndi að hafa selt nokkrum
Verslunarskólakrökkum hass og
þannig, þó hann hefði auðvitað alls
ekki komið nálægt þvi. Hann er
ekkert þannig gæi, hann Maggi.
Pabbi og mamma segja að ég sé
glær í gegn að trúa þessu. Maggi
hafi að sjálfsögðu verið á kafi í dóp-
sölu, því annars hefði hann aldrei
verið dæmdur og settur á Hraunið.
Þau trúa sko aldrei neinu góðu upp
á neinn! En ég veit nokk betur.
Maggi myndi aldrei gera flugu mein
— hvað þá að seljadóp. Hann tók til
dæmis tvær stelpur upp í bílinn á
rúntinum um daginn og keyrði þær
alla leið heim, af þvi þeim var svo
ferlega kalt. (Hann var ekki einu
sinni neitt að monta sig af þessu,
heldur fann ég óvart ókunnugan
varalit í hanskahólfinu og þá sagði
hann mér frá stelpunum, sem hann
reddaði. Sumir hefðu nú ekkert ver-
ið að þegja yfir svona góöverki, en
Maggi er alveg spes.)
Millistéttarsnobbin, sem ég á fyrir
foreldra, eru líka svo lágkúruleg að
íinnast Maggi ekki nógu sætur. Eins
og hann geti eitthvað gert að því þó
hann hafi verið útsteyptur í ungl-
ingabólum þegar hann var yngri?!
Maður stjórnar nú ekkert svoleiðis
hlutum og það er náttúrulega skýr-
ingin á því hvað hann er öróttur í
framan núna. Ég hef reyndar frétt
að fólk geti látiö pússa þannig ör á
spítulum og orðið miklu sléttara í
framan, en hann Maggi er sko ekki
að eltast við yfirborðslega hluti eins
og útlit. Hann segir, að það sé hin
innri manneskja, sem skipti öllu
máli — og ég er alveg innilega sam-
mála. Svo sé ég heldur ekkert at-
hugavert við að hann gangi alltaf í
svörtum gallabuxum. Mamma segir,
að hann eigi bara eitt par og að þær
hafi upphaflega verið bláar, en ég
trúi nú frekar Magga. Hann segist
einfaldlega vera hrifnastur af svört-
um gallabuxum og hafa keypt sér
margar alveg eins, sem hann notar
til skiptis.
Ég vona bara að pabbi og mamma
gefi Magga séns áður en hann gefst
upp á mér út af þeim. (Þau hafa
tvisvar logið að honum að ég sé
ekki heima, þegar hann hefur
hringt til að bjóða mér út! Þetta er
alveg óforskammað.) Hann er svo
sjúklega góður strákur inn við bein-
ið, en þau eru barasta búin að dæma
hann fyrirfram af ferlegum fordóm-
um.. .
$/644, wQú&á. .