Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 27. sept. 1990 „LITLU FYRIRTÆKIN" HEIMSÓTT: ___________________ garðáhöld, sláttuvélar og annað. Ég hef opið hér allan daginn eins og í verslun, frá níu til sex.“ Aðspurður hvort það væru aðallega Vest- urbæingar sem sæktu þjónustu til Haralds sagði hann að svo væri ekki: „Þetta er fólk alis staðar að af landinu." Viltu senda jólakort úr silfri? Á Framnesveginum númer fimm fer fram önnur sjarmerandi framleiðsla. Þar situr Logi Magnússon rafvirki og silfurhúðar gamla muni. „Ég hef haft silfurhúðunina sem auka- vinnu í yfir 20 ár,“ segir Logi. „Ég sel þó enga Verkstjórarnir, Unnur Óskarsdóttir og Guðrún Helgadóttir, ásamt Jóhannesi Sigurðssyni, forstöðumanni Bergiðjunn- ar. T.h. Guðlaug Karlsdóttir missti sjónina fyrir 14 árum. Til þess að stytta dagana dundar hún sér við að prjóna og selur ull- arsokka og vettlinga á lágu verði á heim- ili sínu. Halldórssyni, fyrrum bónda á bænum Búðardal á Skarðsströnd, og fengum að líta á varninginn: „Ég fór að prjóna þegar ég missti sjónina fyrir fjórtán árum,” segir Guðlaug. „Nú get ég ekkert lesið og það eina sem ég get gert til að stytta mér stundir er að prjóna. Ég var komin með svo mikið af þessu fyrir fjórum árum að ég ákvað að fara að selja það til að losna við þetta!" Þegar við spyrjum Guðlaugu hvort margir viti af þessari sölu svarar hún: „Já, já. Þeir sem eru á ferðinni hér í hverfinu og er kalt banka upp á og kaupa sér sokka eða vettl- inga. Margir sem eru í stígvélum finna fyrir kuldanum og ég sel mest af ullarsokkum. Ég sé ekki til að taka upp þumlana og fæ yfirleitt gesti til að gera það fyrir mig.“ Hvert sokkapar og vettlingar eru verð- merkt hjá Guðlaugu og þegar við höfum á orði að okkur þyki þetta nú heldur ódýrt svarar hún: „Það segja allir að þetta sé alltof billegt! En ég er ekkert að okra á fólki. Svo er ég að selja þessar húfur hérna á 50 krónur fyrir mann. Hann lenti í því að kaupa heilan kassa á uppboði í tolli og hafði ekkert við þær að gera!“ Ein skúffan hjá Guðiaugu er full af karl- mannasokkum sem hún segir að gangi best út: „Þeim verður svo oft kalt á fótunum sem vinna t stígvélum,” segir hún. „En þessir treflar eru nú bara prufur.” Guðlaug var lítt hrifin af því að tekin væri af henni mynd: „Getið þið ekki bara haldið á þessu sjálf? Ég er að skúra gólfin og ekki klædd til þess að láta taka af mér mynd.“ Meðan Guðlaug lætur tímann líða við prjónaskap dundar Magnús sér við að binda inn bækur: „Eitthvað verður maður að gera," segir hann. „Við rákum bú í yfir sextíu ár en fluttum hingað til Reykjavíkur fyrir ell- efu árum. Nú er maður orðinn gamall og af- skrifaður og kominn á ríkið eins og aðrir á okkar aldri. Það þarf því að finna eitthvað til að láta dagana líða.” Magnús þvertók ekki fyrir það þegar ég spurði hvort hann myndi binda inn bækur fyrir fólk: „Það er ekkert útilokað,” sagði hann og brosti. Mest að gera í lyklasmídinni á mánudögum ... Á Framnesvegi 23 er rekið verkstæði sem lætur lítið yfir sér. Húsráðandinn þar er Haraldur Samsonarson húsgagnasmíða- meistari, sem segist hafa nóg að gera við þessa iðju: „Ég skerpi alls konar garðverkfæri, skauta og hnífa, geri við ASSA-skrár og smíða eftir lyklum. Það er mest að gera í lyklasmíðinm á mánudögum . . .!” segir hann kíminn. Haraldur er lærður húsgagnasmiður og segist aðallega hafa fengist við innréttinga- smíði en hafi opnað þetta verkstæði fyrir tíu árum: „Það er mikið um að skerpa þurfi muni, heldur silfurhúða gamla sem búið er að pússa húðina af. Það er mikið um að kom- ið sé með kaffikönnusett og borðbúnað, enda er ekki hægt að nota borðbúnað sem silfurhúðin er farin af. Ég hef jafnframt húð- að skeiðar og annað sem notað er í minja- gripi." Að sögn Loga er þó nokkuð mikið um að ungt fólk komi með gamla muni sem það hefur fengið frá ömmu og afa eða öðrum eldri ættingjum. „Það er sjaldnast sem kom- ið er með nýlega muni," segir Logi. „Stund- um hefur farið hanki af könnu eða bakka og þannig hluti get ég lagað og húðað síðan yf- ir.” Logi segir að ennfremur sé hægt að laga minniháttar beyglur á silfurmunum en við- gerðir séu erfiðari viðfangs ef silfur brotnar. Þegar Logi er inntur eftir því hvort meira sé að gera hjá honum á einum árstíma en öðrum svarar hann: „Já, það er yfirleitt mest að gera á haustin. Þetta verkstæði er það eina sinnar tegundar hér á landi og því aldrei skortur á verkefnum." Þeir sem áhuga hafa á að senda sérstök tækifæriskort skal bent á að hjá Silfurhúðun er hægt að búa til silfurkort: „Fólk getur teiknað sjálft þá mynd eða texta sem það óskar eftir, og kortið er síðan steypt í silfur,” segir Logi. „Það hefur til dæmis verið vin- sælt að teikna útlínurnar á húsi þess sem kortið á að fá.“ En hvenær er orðið tímabært að láta silfur- húða muni? „Þegar þeir eru orðnir gulir undir. Þá er húðin farin af og til lítils að ætla að fægja áfram.” — Að sögn Loga er mjög mismun- andi hversu dýrt eða ódýrt það er að láta silf- urhúða muni. Til dæmis nefndi hann kaffi- könnusett sem getur kostað frá 8.000 krón- um upp í 30.000 að silfurhúða, en verð fer eftir umfangi munanna. Opið er í Silfurhúð- un þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá klukkan 16—18. T.h. Logi Magnússon hefur um árabil silf- urhúðað muni. Verkstæöi hans er það eina sinnar tegundar hér á landi. Haraldur Samsonarson rekur verkstæði á Framnesveginum, þar sem hann skerpir hnífa, skauta og garðverkfæri. Auk þess smíðar Haraldur lykla og segir að mest sé að gera í lyklasmíðinni á mánudögum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.