Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 25

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 25
'RrfímWdágur 2^^. T99t sjúkdómar og fólk Blóðleysi Þegar ég var að alast upp voru all- ar helstu hryllingsmyndir bæjarins sýndar í Hafnarbíói í þeim lág- reista, hrörlega bragga sá ég myndir gerðar eftir sögum Edgars Allan Poe og kynntist þeim Franken- stein og Drakúla greifa í fyrsta sinn. Drakúla greifi var búsettur í Transylvaníu í landi þeirra Sjá- seskúhjónanna og iðkaði eins og þau alls konar óskunda. Greifinn var sérlega ógnvekjandi í meðför- um Kristófers Lee og læknirinn hugprúði van Heising traustvekj- andi í túlkun Peters Cushing. Lengi á eftir gætti ég þess vandlega að bera alltaf kross um hálsinn svo blóðsugur gætu ekki bitið mig á barkann og sogið úr mér blóðið. Á þessum árum heyrði ég í fyrsta sinn um konu sem mamma þekkti og var kölluð Dísa. — Hún er alltaf svo blóðlaus hún Dísa, sagði hún einu sinni, og ég setti það strax í sam- band við Drakúla greifa. Mér fannst líklegt að aliir sem þjáðust af blóð- leysi hefðu á einhvern hátt komist í tæri við greifann og hvítglansandi, beittar augntennur hans. Mér stóð því ávallt stuggur af Dísu og reyndi að hitta hana sem sjaldnast. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég hætti að tengja allt blóðleysi við greifann görótta frá Transylvaníu. Hvað er blóðleysi? Mikilvægasti hluti rauðu blóð- kornanna er bóðrauðinn (hemó- glóbín) sem flytur súrefni um allan líkamann. Hugtakið blóðleysi felur í sér að ekki sé nægilega mikið af blóðrauða í líkamanum til að annast þessa súrefnisflutninga svo vel sé. Læknar mæla þetta hemóglóbín og gera sér þannig grein fyrir ástandi rauðu blóðkornanna. Ýmsar ástæð- ur aðrar en Drakúla greifi og augn- tennur hans geta verið fyrir því að of lítið af blóðrauða fari um æðar líkamans. Járnskortur er langal- gengasta orsök blóðleysis en auk þess getur vöntun á B12-vítamíni eða fólsýru valdið þessu ástandi. Stundum eyðast rauðu blóðkornin óeðlilega hratt í líkamanum og get- ur það valdið blóðleysi svo og ýmsir langvinnir sjúkdómar eins og nýrnabilun, liðagigt, krabbamein o.fl. Járnskortur Líkaminn þarf stöðugt á járni (1—2 mg á dag) að halda til að viðhalda rauðu blóðkornunitm, þar sem ákveðinn fjöldi þeirra eyðist á degi hverjum. Langflestir hafa járnbirgðir í milta, blóðmerg og lif- ur. Þessar birgðir endurnýjast stöð- ugt af járni sem likaminn sogar úr fæðunni. Sumir hafa þó ónógar járnbirgðir og geta ekki myndað ný rauð blóðkorn nægilega hratt og þá getur blóðleysi komið upp. Ófull- nægjandi járnbirgðir geta átt sér nokkrar orsakir. í fyrsta lagi er stundum ekki nægilegt járn í fæð- unni til að vega upp á móti því járni sem tapast á degi hverjum. Á vaxt- arskeiðinu þarf meira járn og þá get- ur komið upp blóðleysi. Þetta sést t.d. hjá börnum sem drekka mjög mikla mjólk og hafna allri annarri fæðu á þvermöðskufullan hátt. Gamalt fólk sem neytir einhæfrar fæðu getur þjáðst af blóðleysi svo og barnshafandi konur sem þurfa meira járn en venjulega vegna með- göngunnar eða 2—5 mg/dagl. í öðru lagi getur komið upp sú staða að meltingarfærin frásogi ekki nægilegt magn af járni. Algengustu orsakir þessa eru stórar aðgerðir þar sem hluti magans er fjarlægður. Sem betur fer eru slíkar aðgerðir þó mun sjaldgæfari nú en áður vegna nýrri og betri lyfja við magasári. í þriðja lagi getur járnskortur stafað af blæðingum vegna áverka eða sjúkdóma. Langvarandi neysla á asperíni eða magnýli og mörgum gigtarlyfjum (s.s. Indocid, Buta- zolidín, Voltaren, Felden, Naproxen o.fl.) getur valdið blóðleysi vegna seitlblæðingar frá maga, sem stafar af ertandi áhrifum þessara lyfja á magaslímhimnurnar. Hjá mörgum konum geta miklar tíðablæðingar tæmt járnbirgðirnar. Konur með ríkulegar blæðingar þurfa að fá í sig 3—5 mg/dagl. af járni, svo þær verða að fá aukajárn. Tíðni og einkenni U.þ.b. ein af hverjum 10 konum hefur járnskortsblóðleysi á vægu stigi og aðrar þrjár eru á mörkum þess að vera blóðlitlar. Þetta ástand er mun sjaldgæfara hjá körlum. Ein- kenni blóðleysis eru slen og slapp- leiki, fölvi, magnleysi, yfirlið, mikil þreytutilfinning, mæði og aukinn hjartsiáttur. Blóðleysi dregur úr þoli líkamans gagnvart sýkingum. Meðferð Blóðleysi er einungis hægt að lækna með því að komast fyrir sjúk- dóminn sem að baki býr. Læknar leita því að orsökum járnskortsblóð- leysis, taka blóð og rannsaka það, stundum er tekið mergsýni til að skoða hvernig líkamanum gengur að framleiða ný rauð blóðkorn. Ef um blæðingu er að ræða verður að finna hana og stöðva með öllum til- tækum ráðum. Fæstir held ég að gái lengur að tannaförum á hálsi sjúkl- inga sinna í leit að vampýrubiti, en það gerði ég alltaf sjálfqrá fyrstu ár- um mínum í læknadeild þegar minningarnar um Drakúla greifa voru mér enn ferskar í minni. Stund- um þarf að gefa blóð en yfirleitt nægir að gefa járntöfiur. Þær geta þó ert slímhimnur magans og marg- ir finna fyrir aukaverkunum eins og ógleði, magaverkjum og niður- gangi. Áhrif járnlyfja minnka veru- lega ef þau eru tekin með sýrubind- andi lyfjum. Horfur sjúklinga með járnskortsblóðleysi eru yfirleitt prýðilegar. í mörgum tilfellum má leysa vandamálið endanlega með því að meðhöndla sjúkdóminn sem blóðleysinu olli eða með því að breyta mataræðinu. í öðrum tilvik- um má halda einkennum blóðleysis niðri með járntöflum. Fórnarlömb Drakúla greifa voru mun lengur að ná sér af bióðleysinu — en það er önnur saga, sem ekki verður rakin í þetta skiptið. ÓTTAR GUÐMUNDSSON r baksviðs áheimavelli Skyldi „ Fló á skinni, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi um helgina, eiga fyrir höndum að ganga í þrjú ár? Það gerði hún síðast þegar leikfélagið sýndi þetta aðhlátursstykki fyrir tæpum tveimur tugum ára. Þessar myndir af Guðrúnu Gísladóttur, Steindóri Hjörleifssyni og Arna Pétri Guðjónssyni tók E.Ól. baksviðs í hléi. Árni Pétur fer með tvö stór og gerólík hlutverk í þessari bráðskemmtilegu sýningu. Sláturtíð — blóðmör Nú er hafin hin árlega sláturtíð hér á landi og margir farnir að hlakka til að fá nýtt slátur í matinn. Það er ánægjulegt að vita að unga fólkið vill halda við þeim góða sið að kaupa sér nokkur slátur og útbúa þau til matar sem geymdur er svo í súr eða frosti til neyslu síðar í vetur. Þetta er talsverð búbót fyrir heimil- in og hollur og næringarríkur mat- ur, sem flestir hafa á góða lyst á dimmum vetrardögum. Oft borða börnin þennan mat með góðri lyst, einkum ef þau hafa vanist honum frá unga aldri. Flestar húsmæður munu finna til notalegrar öryggistil- finningar, þegar sláturgerðinni er lokið og hugsað er til þess, hve margar góðar máltíðir eru nú komnar í frystikistuna, og hægt er að grípa og setja beint í pottinn þeg- ar svo býður við að horfa, og heima- fólkið þiggur máltíðirnar með ánægju. Þegar búið er að kaupa inn það sem til þarf til sláturgerðar er fyrsta verkið að koma hrámatnum fyrir á köldum stað til geymslu á meðan verið er að vinna úr honum. Margir byrja á því að hreinsa sviðin og koma þeim sem fy rst í frostið. Það er mjög þægilegt og þriflegt að geyma þau vel hreinsuð svo hægt sé að setja þau svo að segja beint í pott- inn. Sjálfsagt er a.m.k. að hreinsa burt allt sót og blóð áður en þau eru sett í góða frystipoka en auðvitað má hugsa sér að skafa kjammana eða bursta betur, þegar þau eru að þiðna. Gott er að setja ytri umbúðir um sviðin í frostið, svo plastið springi siður og rífi ekki aðrar um- búðir. Þá er næst að hreinsa vambirnar, séu þær ekki nógu vel hreinsaðar þegar þær eru keyptar. Sem betur fer er það þó oftast þannig nú að að- eins þarf að þvo þær lítils háttar og skafa svolítið ef ekki hefur allur gor náðst í burtu. Sjálfsagt er að leggja þær strax í kalt vatn og fara yfir þær með borðklút eða lítið beittum hníf, skafa þær léttilega, svo þær ekki skemmist og springi við suðuna. Leggið þær síðan aftur í kalt vatn, þar til þið sníðið þær í hæfilega stóra keppi og saumið þá. Fiestir sníða 5—6 keppi ú r hverri vömb og fer það eftir stærð þeirra, og einnig því hve stóra keppi við viljum hafa. Síðan er að sauma keppina með grófri stoppunál Qjó má hún ekki vera of sver, svo hún rífi ekki keppina) og með sterku seglgarni, heidur ekki of grófu. Vaninn er að stinga nálinni frá sér þegar saumað er, gott er að afmarka fyrst hve stórt opið á keppinum á að vera og byrja að sauma opið og sauma út úr greip- inni. Geymið keppina í köldu vatni, þar til búið er að hræra slátrið. Einn- ig þarf að brytja dálítið af mör, áður en hrært er. Gott er að brytja mör- inn dálítið smátt, þvi hann dreifist betur um keppina, og nú nota flestir mun minni mör í slátrið en áður tíðkaðist. Gott er gott að hafa hann í smábitum, því hann mýkir slátrið auðvitað og gefur því rétta áferð og nýtist betur til slíks, þótt minna magn sé notað, ef smátt er brytjað. Blóðmör. Vanalega er byrjað á því að búa til blóðmörinn. Mikil- vægt er að geyma blóðið á köldum stað þar til farið er að hræra úr því. Mælið blóðið í rúmgóðan bala eða fat, leysið saltið upp í vatninu og blandið í blóðið, hrærið síðan mjöl- inu út í. Notið sleif i fyrstu en þegar hræran fer að þykkna er vani að hræra í með hendinni, þannig blandast mjölið betur í og auðveld- ara er að finna þegar hún verður hæfilega þykk. Oft er nokkuð erfitt að segja fyrir um hve mikið mjöl á að nota í blóðið, því það fer eftir gerð mjölsins. En venjulega er hrær- an höfð svo þykk, að sleifin standi nokkurn veginn í henni. í 1 lítra af blóði er blandað 2 'A dl af vatni og 1 msk. af grófu salti, 200 g heilhveiti, um 200 g haframjöli og um 800 g af rúgmjöli, mör að vild. >/

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.