Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 22
22 FirrMfadfiSP2^áypetWnR GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, NÝ ÞINGKONA KVENNALISTANS, ER TEKUR VID AF NÖFNU SINNI AGNARSDÓTTUR: Óttast aö EB veröi leikvöllur hiris flugríka manns Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri, kvennalistakona og verðandi þingmaður, sem nú tekur við af Guðrúnu Agnarsdótt- ur, kvíðir ekki þingmennskunni enda hef- ur hún starfað að félagsmálum alla tíð, að vísu á valdaminni samkundum. Hún á föð- ur sem gekk í viku í skóla á ævinni en gat samt hjálpað henni í gegnum MR og móður sem fórí kvennaskóla árið 1918. Hún seg- irþærkonursem voru íMR á sama tíma og hún mikla kvenskörunga, þær hafi tekið sér hlé frá námi eftir stúdentspróf en síð- an flestar lokið háskólaprófi síðarmeir og orðið þekktnöfn í þjóðfélaginu. Áhugamál hennar eru jafnrétti, fræðsla fyrir þá minnst „menntuðu“ og sjálfstæðismál ís- lendinga: „Við verðum að gæta þess að peningar eiga sér ekkert föðurland,“ segir Guðrún meðal annars í viðtalinu. Hún seg- ir einnig að íslenskir karlmenn séu algjör- ir englar miðað við suma karlmenn í öðr- um löndum._______________________________________ VIÐTAL: GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR - MYND: EINAR ÓLASON Þegar maður gluggar í kennaratalið og sér nafn Guðrúnar Jónínu Halldórsdóttur, skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, má sjá að þarna fer kona sem ekki hefur setið auðum höndum. Upptalningin á störfum hennar um ævina er slík að margur karlmaðurinn myndi roðna. Þó er ekki allt upptalið. Kennara- talið sem PRESSAN hefur undir höndum er frá 1985 — semsagt 5 ára gamalt. Konan er enn á besta aldri og um næstu mánaða- mót verða enn tímamót í lífi hennar. Þá fær hún það hlutverk að taka við þingmennsku af Guðrúnu Agnarsdóttur, ekki auð- velt hlutskipti það. Hún er þó enginn busi í þingmennsku því undanfarið hefur hún gripið inn í þingstörfin, eins og varaþing- menn þurfa svo oft að gera. Kailaði hátt í þingsölunum „Það eru auðvitað mikil umskipti í lífi mínu um þessar mund- ir. Mestu umskiptin eru þó ekki þau að fara yfir í þingmennsk- una heldur að hætta þessum daglega rekstri Námsflokka Reykjavíkur, sem hefur tekið allan minn tíma og huga í átján ár. Það eru geysileg viðbrigði. Ég lít ekki svo á að það sé sér- staklega erfitt að fara að sinna þingstörfum. Það er vegna þess að á ævi minni hef ég tekið þátt í allskonar félagsmálum, verið á óteljandi fundum, þingum og ráðstefnum þar sem alvarleg málefni eru rædd ekki síður en á Alþingi íslendinga. Þetta hafa þó verið öllu valdaminni samkundur. Viðbrigðin við að fara í þingmennsku eru ekki eins mikil og maður myndi halda." Hvað mætti betur fara á Alþingi íslendinga eftir reynslu þinni þar að dæma? „Oft á tíðum eru starfshættir þingsins allt öðruvísi en við kvennalistakonur myndum vilja. Þetta er svo að segja stirðnað form þar sem umræður fara alltaf fram á vissum tímum og mik- ið er unnið í nefndum. Það hefur mjög hvarflað að mér að þetta umræðuform sé alls ekki rétt vegna þess að mjög fáir þingmenn sitja og hlusta á meðan talað er. Af hverju eru þeir ekki inni? Jú, þeim finnst það ekki nauðsynlegt. Ég hef enga trú á að það sé vegna þess að þeir vilji sýna öðru fólki lítilsvirð- ingu. Það kom meira að segja einu sinni fyrir mig þegar ég var að tala á þinginu, og mjög fáir voru í salnum, að mér fannst ég verða að kalla hátt svo allir heyrðu til mín sem voru í þinghús- inu. Og ég gerði það ósjálfrátt. Þá fóru þingmennirnir einn af öðrum að tínast inn í salinn til að sjá hvað í ósköpunum gengi á. Þetta var þessi ósjálfráða tilfinning um að ég þyrfti að hækka röddina til að ná eyrum fólks." Oftast sundrung í Evrópu Hvernig er svo að vinna innan um alla þessa þing- menn, sem eru að miklum meirihluta karlmenn? „Ég er afskaplega vön því að vinna með karlmönnum. Því bregður mér ekkert í brún að sjá þá í meirihluta inni á þingi. Mér hefur heldur alls ekki virst að þeir væru óvinveittir konum í samstarfi á þinginu. Á hinn bóginn verður maður oft var við það almennt í tilverunni að miklu meira mark er tekið á orði karls en konu þegar þau standa hlið við hlið. Það á við hvar sem komið er og ekki síður í þinginu. Þetta er arfur frá liðnum tímum. Það er eins og vægið sé meira þegar karlmenn tala." Fyrir hverju ætlar þú sérstaklega að beita þér inni á þingi? „Eg hef unnið að fræðslumálum alla mína tíð og hlýt auðvit- að alltaf að hafa mikinn áhuga fyrir þeim. Ég hef ekki síst áhuga á að koma á fræðslu fyrir þá sem minnsta fræðslu hafa. Jafnrétti er mér auðvitað mjög ofarlega í huga, að allir fái að njóta þeirra gæða sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Mér eru sjálfstæðismál þjóðarinnar einnig hugstæð. Þá er ég að hugsa um Evrópubandalagið og sjálfstæði okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þegar byrjað var að tala um Evrópubandalag- ið fyrir mörgum árum sagði við mig gömul kona, sem búsett er erlendis, að Evrópubandalagið yrði leikvöllur hins flugríka manns. Það er einmitt það sem ég óttast að það verði; hringa- samsteypur og auðug fjölþjóðafyrirtæki sem nái mjög miklu af því sem hægt er að hafa peninga upp úr. Við verðum að gæta þess að peningar eiga sér ekkert föðurland. Sagan hefur alltaf sýnt okkur að Evrópa hefur stundum verið sundruð og stund- um verið sameinuð í stórríki en hún hangir aldrei saman voða- lega lengi. Þannig að þó Evrópubandalag verði að veruleika og verði sterkt um sinn mun það liðast í sundur innan viss ára- fjölda, sennilega vegna þess að þjóðirnar innan EB finna að þær eru búnar að missa alla ákvarðanatöku í hendur einhvers fjarlægs, óskilgreinds fyrirbæris." / uppáhaldi hjá sóknarkonum Eins og komið hefur fram hefur Guðrún unnið mikið og ekki síður merkilegt starf fyrir Námsflokka Reykjavíkur. Það má eiginlega kalla þá fósturbarn hennar, því hún hefur gælt við þá og sinnt þeim af hlýhug í átján ár. Námsflokkar Reykjavíkur voru stofnaðir 1939, fjórum árum eftir að Guðrún kom í heiminn. Þeir voru í nokkuð föstum skorðum allt fram á áttunda áratuginn. Þarna var hægt að stunda frjálst frístundanám og margir hafa aflað sér góðrar og nýtilegrar menntunar í þessum skóla. En í kringum 1970 urðu miklar breytingar í menntamálum á íslandi. Þá voru settar á stofn öldungadeildirnar svokölluðu: „Með öldungadeildunum var komin leið fyrir vissan hóp manna til að mennta sig, þá sem höfðu einhverja undirstöðumenntun fyrir. Aðrir, sem ekki höfðu þessa grunnmenntun, gátu ekki verið með í öldunga- deildinni. Þá var ákveðið að opna deildir í námsflokkunum fyr- ir þá sem minni menntun höfðu. Síðan hefur það verið hlut- verk námsflokkanna að veita þeim menntun sem hafa minnsta þekkingu og versta möguleika til náms," segir Guðrún. Nú hef ég heyrt að sóknarkonur haldi mikið upp á þig. Hefurðu mikið unnið fyrir þær? „Ja, aldeilis. Það getur verið að þær haldi upp á mig en ég held líka mikið upp á þær. Þá hlýtur það að vera gagnkvæmt. Sóknarfólkið er einstaklega góður hópur að vinna með. Þegar ég frétti af því að búið væri að setja inn í sóknarsamningana að ef þær færu á ákveðin námskeið hlytu þær aukin laun fyrir bauð ég þeim samstarf við námsflokkana. Því var hins vegar ekki tekið fyrr en að tveimur árum liðnum. Sjúkraliðaskólinn fékk þetta hlutverk í upphafi. Hann sprengdi fljótt utan af sér og úr varð að til okkar var leitað og við höfum síðan verið með þessi námskeið. Á þessum tíma hafa námskeiðin fyrir þessi samtök margfaldast og dafnað og eru í dag orðin mjög veiga- mikill þáttur í starfsemi Námsflokka Reykavíkur." LJr húnvetnsku andrúmslofti Guðrún er fædd i Kleppsholtinu á þeim tímum sem þar var fátæklegt um að litast: „Þá bjó þarna fátækt fólk og húsin voru mjög fátækleg. Foreldrar mínir voru Húnvetningar og ég ólst upp í mjög svo húnvetnsku andrúmslofti. Ég þekkti t.d. fólkið á bæjunum fyrir norðan þó ég hefði aldrei séð það. Einnig þekkti ég sveitabæina og sögu þeirra, enda var mikið um þetta rætt á heimili mínu og oft kom í heimsókn til okkar fólk að norðan sem dvaldi hjá okkur um lengri eða skemmri tíma. Faðir minn hafði gengið í eina viku í skóla á ævinni en móðir mín hafði aftur á móti fengið mjög góða menntun á þeirra tíma mælikvarða. Hún hafði farið á kvennaskóla árið 1918, sem ekki var á allra færi." Guðrún segir að þrátt fyrir að faðir hennar hafi ekki gengið í skóla nema þennan stutta tíma telji hún hann hafa verið mjög vel menntaðan mann: „Hann gat hjálpað mér í sumum fögum allt upp í stúdentsprófið. Það hefur sjálfsagt haft þau áhrif að ég hef óbilandi trú á sjálfsmenntun og á því fólki sem hefur litla menntun. í því er fólginn mikill ónýttur auður. Einnig finnst mér það viðhorf slæmt að gengið sé út frá því að fólk sem á að baki litla skólagöngu hafi litla þekkingu." Nú má telja að þið kvennalistakonur séuð allar fremur vel menntaðar konur? „Já, það er alveg hárrétt. Þær sem eru virkar í Kvennalistan- um eru vel menntaðar konur en það þýðir auðvitað ekki að við komum allar úr sömu stétt. Við höfum allar mjög ólíkan bak- grunn og komum úr ólíku umhverfi, en höfum þó flestar orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta gengið menntaveginn. Og þó að við vinnum allar að sömu markmiðunum er svo margt ann- að sem skilur okkur að. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir flokkar að þessu leyti. Fundir okkar eru mjög skemmtilegir og líflegir. Sú vinnuaðferð sem við höfum tileinkað okkur, að ræða málin fram og aftur þar til við komumst að niðurstöðu en ekki stoppa umræðurnar og láta kjósa í miðjum klíðum, gerir að verkum að umræðurnar verða miklu skemmtilegri og fleiri viðhorf koma fram og svo framvegis. Þetta er tímafrekt en mjög jákvætt." Fjórar Guðrúnar Fyrsta viðurkennda menntaganga Guðrúnar var í Laugar- nesskóla. Síðan lá leiðin í Austurbæjarskólann, þar sem hún lauk landsprófi. Áfram hélt hún menntaveginn og Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955: „MR var að mestu kynskiptur á þessum tíma. Þar voru sérstakir strákabekkir og sérstakir stelpubekkir en líka bland- aðir bekkir. í stærðfræðideildinni voru t.d. flestir bekkirnir strákabekkir og einn eða tveir blandaðir bekkir. Konunum var þó farið að fjölga nokkuð í MR á þessum tíma. í mínum bekk voru margar stúlkur sem hafa látið mjög að sér kveða í þjóðfé- laginu síðar meir. Þarna voru margir kvenskörungar. Við vor- um til dæmis fjórar Guðrúnarnar þarna; Guðrún Helgadóttir, nú forseti sameinaðs þings, Guðrún Jónsdóttir arkitekt, sem hefur látið mjög að sér kveða, Guðrún Gissurardóttir, kenn- ari og mikiil kvenskörungur, og ég var sú fjórða. En þarna voru fjölmargar aðrar konur sem mikið hefur borið á. Þar má nefna Sonju Diego, Ingu Huld Hákonardóttur og fjölmargar aðr- ar. Mér fannst hins vegar mjög áberandi með þessar konur að þær stoppuðu eftir stúdentspróf en hófu svo framhaldsnám síðar, eftir að þær voru búnar að eiga börn og koma sér fyrir. Nú er svo komið að langflestar þessar konur eru búnar að ljúka háskólaprófi." Með æruna í lúkunum Hún segir að „bekkurinn" hafi eignast tvö börn, börn sem fæddust meðan mæður þeirra voru enn í miðju menntaskóla- námi. Bekkjarfélagarnir hafi átt sérstaklega mikið í eldra barn- inu enda svaf það mikið fyrir utan skólann meðan mamman sótti tíma. Þegar Guðrún lauk stúdentsprófi lét hún ekki þar við sitja heldur innritaði sig í Háskóla íslands í íslensku: „Á þessum ár- um var ekki möguleiki fyrir mann að fá námslán eða náms- styrki nema við vissar aðstæður, sem ég uppfyllti ekki. Fyrir stúlku var mjög erfitt að vinna bara yfir sumartímann. Launin voru það lág. Karlmenn gátu hins vegar unnið einungis á sumrin og verið í háskólanum á veturna. Þetta olli því að ég hætti í íslensku eftir tveggja ára nám, því ég gat ekki sótt tíma nema þá sem voru utan vinnutíma míns. Ég vann á þessum ár- um í Landsbankanum, allt til ársins 1962, og var orðin gjald- keri. Það var mjög skemmtilegt starf að vera gjaldkeri en það tekur líka mikið á taugarnar. Maður er með æruna í lúkunum allan tímann. Mig langaði til að breyta til og lagði því leið mína í kennaraskólann og fór í stúdentadeild skólans. Þá var maður ekki nema eitt ár að ná kennararéttindum. I fyrstu sótti ég um starf við minn gamla skóla, Laugarnes- skólann, en fékk ekki kennarastöðu, enda setið um hverja stöðu á þessum tíma. Ég fór því niður á fræðsluskrifstofu og ætlaði að draga umsóknina til baka. Það varð ekki úr vegna þess að þar hitti ég Jón Á. Gissurarson, skólastjóra Lindar- götuskóla, sem bað mig heldur að sækja um unglingadeild- irnar í þeim skóla. Ég hafði nefnilega þann kost að vera orðin svolítið fullorðin, 27 ára, þó ég væri bara með kennarapróf. Honum hefur sjálfsagt fundist að svona ráðsett manneskja væri heppileg til að kenna unglingadeildunum. Ég gerði þetta og kenndi í Lindargötuskólanum í tíu ár sem fastur kennari." „Pú veist við meinum ekkert með því“ „Ég hafði geysilega mikla ánægju af kennslunni og þó starfið sé vanmetið til launa er það alls ekki vanmetið af þeim sem við

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.