Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 24
24 Firrimjtyjagur ?7,^pt, ia90 — Hvaöa persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Móöir mín sjálfsagt. Hún ól mig upp." — An hvers gætiröu síst ver- iö? „Fjölskyldu minnar." — Hvaö finnst þér leiðinleg- ast aö gera? „Taka til í töskunni minni og öðrum ruslakistum." — Hvaö finnst þér skemmti- legast aö gera? „Leika mér. Vera stundum fimm ára." — Hvaöa eigínleiki finnst þér eftirsóknarveröastur í fari fólks? „Heiöarleiki gagnvart sjálfum sér og öðrum sem oft elur af sér hugrekki til að halda áfram að þroskast." — Viö hvaða aðstæöur líður þér best? „Mér líður yfirleitt alltaf vel. Ein mesta uppáhaldsstund mín er þegar ég ligg í notalegu baði með klassíska músík á fullum styrk og þarf ekkert að flýta mér. Svo líður mér yndislega að loknu góðu verki." — Ertu ánægö meö kjör þín? „Ekki launin, en þar fyrir utan lifi ég góðu lífi." — Geturðu nefnt mér einn kost þinn og einn löst? „Ég er auðsnortin. Það finnst mér mikill kostur því þess vegna fæ ég notið svo margs. Einn löst- urinn er að ég get átt það til að fresta óþægilegum verkefnum. Óþægindin minnka því miður ekkert við það." — Viö hvaö ertu hrædd? „Það sem ég hræðist er það sama og flest venjulegt fólk hræðist, held ég. Brjálaðir öku- menn, að eitthvað komi fyrir börnin mín." — Hvert er eftirlætisfarar- tæki þitt? „Hugurinn, hann flytur mig hraðast og lengst og klikkar aldr- ei." — Hverer eftirlætismaturinn þinn? „Venjulegur, íslenskur matur. Kjötsúpa, fiskur og lambakjöt." — Hvaö fer mest í taugarnar á þér? „Nánasarskapur hverskonar og skriffinnahugarfar. „Sexísk- ur" uppbelgingur í karlmönn- um. — Hvaö iangar þig til aö af- reka áöur en þú ert öll? „Ég á mér draum um að vinna eitthvert það verk sem fullnægi mér svo algerlega að ég gleymi sjálfri mér á meðan og verði eitt með verki mínu. Þarfyrirutan vil ég auðvitað breyta heiminum, koma á jafnrétti kynjanna, fé- lagslegu réttlæti og fleiru smá- legu." — Trúir þú á líf eftir dauöann? „Eg trúi svosem engu í þeim efnum og bíð bara spennt. Hins vegar trúi ég staðfastlega' á líf fyrir dauðann og á þann mikil- leika mannsins að skynja meira en hann fær skilgreint." i frqmhjáhlaupi Hildur Jónsdóttir fjölmiðlafræðingur „Hugurinn flytur mig hraðast og lengst" kynlifsdálkurinn Sjafnaryndi Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi að sá atburður gerist í íslenskum fjölmiðl- um að reynt sé að taka á kynlífsmál- um án gríns. Þegar ég rak augun í að nýr þáttur um kynlíf ætti að hefja göngu sína á Aðalstöðinni vakti það náttúrulega forvitni mína. Ég var bæði spennt að vita hvernig yrði tekið á efninu og hverjir það væru sem stýrðu þættinum. Það var vel við hæfi að nefna þátt- inn Sjafnaryndi — ánægju ástkon- unnar. Þegar ég heyri orðið sjafnar- yndi dettur mér annars í hug ágætis bók sem kom út árið 1978 með því nafni. Það var einmitt sú bók sem gaf mér einna fyrst þá mynd af kynlífinu að það væri heiibrigt og gott. Þœgilegur útvarpsþáttur Eftir að hafa hlustað á útvarps- þáttinn einu sinni finnst mér um- fjöllunin lofa góðu. Þarna var mælt á máli sem fólk skilur og sérfræð- ingahroki víðsfjarri. Það var víða leitað fanga — allt frá kenningum Wilhelms Reich til hugmynda jógans Amrits Desai. Áhugavert að bregða upp vestrænum og austur- lenskum kenningum í sömu and- ránni og tengja þær saman. Til dæmis að heyra þá skoðun Elísabet- ar að heppilegt sé fyrir nýástfangna að fresta mikilvægum ákvarðana- tökum í samskiptum parsins, svo sem barneignum og hjónabandi, á meðan ástin blindar. Þægileg tónlist og ljóðalestur öðruhvoru undirstrikuðu að hér var á ferðinni afslappaður þáttur. Ég óska aðstandendum alls góðs með þetta framtak og vona að þeir haidi ótrauðir áfram og nái því markmiði sínu að losa kynlífsumræðu frekar úr „viðjum tepruskapar og feimni". Svona þáttur á vissulega eftir að slípast og stjórnendur læra af reynsl- unni. Til dæmis teygðust sum símtöl hlustenda, sem hringdu inn, óþarf- lega lengi. Kynlífsumrœöu á ekki aö þagga niöur Gott er að gera sér grein fyrir því að vonlaust er að gera öllum til hæf- is. Umræða um kynlíf er alltaf við- kvæm og viðhorf og skoðanir stang- ast auðveldlega á. Uppeldi fólks og reynsla eru mismunandi og ekki finnst öllum það jafnsjálfsagt að opna eðlilegar umræður um kynlíf. Því kom mér ekki á óvart að sjá lesendabréf í einu dagblaðanna þar sem fólk var hvatt til að þagga niður opinskáa kynlífsumræðu eins og í Sjafnaryndi. Ég held hins vegar að þetta megi alls ekki, því kynlífsmór- allinn hér á landi þarf síst á þögn að halda. Það þekkja þúsundir íslend- inga og margir af þeim sem ég hef talað við þjást af fælni við að ræða um eins eðlilegan hlut og kynlíf. Það þekkja þolendur sifjaspella til dæmis mætavel. Mun betri aðferð er því til fyrir þá sem vilja þagga nið- ur kynlífsumræðu í útvarpi — slökkva á útvarpinu og snúa sér að öðrum hugðarefnum. Afar góö frœösluaugnablik Mér fannst líka alveg dæmalaust • fróðlegt að heyra sjónarmið eldri manns sem finnst samkynhneigð af- brigðileg og heyra svo stuttu seinna í samkynhneigðum manni sem lýsti því yfir að kynlíf sitt væri afar gef- andi. Við ætlum seint að læra að það skiptir meira máli að geta elsk- að en hvort sá sem maður elskar er af sama kyni eða gagnstæðu. í heild kom ekkert fram í fyrsta þættinum sem á nokkurn hátt gæti skaðað hlustendur. Þeir sem hafa þroska og vilja til að hlusta geta ef- laust nýtt sér margt sem kemur fram í þætti eins og Sjafnaryndi. Ég get vel ímyndað mér nytsemi þáttarins. Kennarar gætu til dæmis nýtt sér spurningar hlustenda sem innlegg í umræður um viðhorf og þekkingu almennings á kynlífi. Hjón geta gripið tækifærið og rætt ýmis mál sín á milli sem hafa legið í láginni og svo mætti lengi telja. Er tilgangur- inn ekki alltaf sá að takast á við erf- iðleika og finna fyrir aukinni nánd og vellíðan? spcam 27. september—3. október (21 murs—20. aprill Ef þú hafðir ekki hugsað þér að fara út á lífið um helgina aettirðu alvarlega að hugsa um að skipta um skoðun, þvi miklir möguleikar virðast á ástarævintýri eða óvæntri og inni- legri vináttu ef þú freistar gæfunnar og þorir að taka skrefið út í óvissuna. (21 upril—20. mui) Þú færðef til vill á tilfinninguna aðfólk í þínu nánasta umhverfi, vinnustað, heimili eða einhvers staðar þar sem þú venur komur þínar, hafi eitthvað á móti þér; þetta álykt- arðu af þurrkuntulegu viðmóti og þvinguðu andrúmslofti. Þetta er misskilningur, ef ein- hver andúð fyrirfinnst þá beinist hún ekki gegn þér. Taktu frumkvæðið í samræðum og þú kemst að þvi að þú ert vel liðinn. (21 mui—2L júní) Þú færð fréttir af óæskilegu framferði fólks sem þú þekkir. Ekki dæma of hart eða of fljótt. Athugaðu allar hliðar málsins áður en þú dæmir eða láttu kyrrt liggja. Ef þú veitir nákomnum ættingja sérstaka athygli muntu kynnast nýrri hlið á honum. (22. júni—22 júli/ Þú kannt að verða var (vör) við timabundna tómleikatilfinningu og áhugaleysi. Reyndu að harka af þér og taka til hendinni, þá fylgir áhuginn í kjölfarið. (23. júli—22. úijúsl) Maki þinn eða nákominn vinur móðgast við þig. Sýndu sveigjanleika, annars getur málið farið i hnút. Settu þig í spor mótaðilans og gerðu þér jafnframt far um að útskýra þina hlið málanna. Sunnudagur er tími hvíldar fyrir þig og íhugunar. (23. dgúsi — 23. sepl.) Þú færð fréttir um veikindi eða ógæfu ann- arra sem kunna að koma þér úr jafnvægi. Ekki ergja þig á þvi sem þú getur ekki breytt. Bjóddu fram hjálp þína, hennar er þörf þó að ekki sé um beðið. (23. sept —2'1 ukl.) Aðgát skal höfð í nærveru sálar: Félagi þinn er þungbúinn og þú veist ekki af hverju. Ekki ganga hart að honum en vertu tilbúinn að hlusta. Ástamálin eiga eftir að blómstra næstu daga. (24. okt.—22. nóu.) Hugur þinn virðist opinn fyrir háleitum iðk- unum ef þú gefur honum tækifæri til þess og tima. Þessa dagana er sköpunargáfa þín í hámarki en það er ekki víst að þú áttir þig á því. Hlustaðu á þinn innri mann og reyndu að loka þig einu sinni frá hávaðanum í kring- um þig. (23. nóu.—2l. des.j Þú hefur of miklar áhyggjur af tilteknu máli en kemst að því síðar að þær voru meira og minna óþarfar. Sýndu maka þínum og/eða vini nærgætni, þú kannt að virðast hrana- legri en þú heldur. (22. des.—20. jun.) Þú skalt ekki vanmeta börn sem verða á vegi þínum. Það sem þú heldur vera ómerkilegt krakkahjal kann að vera þér meira virði en þú hélst ef þú leggur við eyru. Það er allt í lagi að vinna mikið yfir helgina þvi þú býrð yfir mikilli orku um þessar mundir, hvort sem þú hefur tekið eftir þvi eða ekki. (21. janúur—W febrúur) Öfundsýki sækir að þér með einhverjum hætti. Reyndu að hugleiða orsakirnar og þá verðurðu sáttari við umhverfið og sjálfan þig. Seint um helgina reynir einhver um of á þolinmæði þina. Hugleiddu vel mótleik þinn áður en þú slærð frá þér. (20. febrúur—20. mars) Eitthvað freistar þin sem þú veist innst inni að er andstætt vilja þinum. Sýndu sjálfstjórn og löngunin liður hjá. Ef þú stenst mátið muntu finna fyrir sterkri ánægjutilfinningu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.