Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 4
4
oeer .tqoa XZ lugcbuímmíi
Fimmtudagur 27. sept. 1990
litilrædi
af kókoshnetu
Á löngum ferli mínum sem rithöfundur,
skáld og (e.t.v. öðru fremur) dálkahöfundur hef
ég löngum, bæði í Ijóðum og lausu máli, gert
mér far um að drepa niður þar sem æðasláttur
þjóðlífsins er örastur, kanna hvað er efst á
baugi hverju sinni, vera virkur í þjóðmála-
umræðu líðandi stundar, hlusta á meðborgara
mína bæði beint og af bandi og gaumgæfa
dagblöðin sem endurspegla gleði og sorg
þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar,
lukku og lánleysi.
Á hverjum morgni opnast manni óravíddir
nýrra sanninda í dagblöðum, hulunni er bók-
staflega svipt af leyndardómum sem hafa
blundað í undirmeðvitundinni, en blasa svo
skyndilega við á þrykki í allri sinni dýrð.
Það er hlutverk okkar, sem höfum gengið
Pegasusi á hönd og færum hugsun í letur, að
varpa nýju Ijósi á gamla fleti og vekja þjóðina
til meðvitundar um einstaka þætti samtíðar-
innar.
En umfram allt ber okkur að halda vöku okk-
ar.
Þetta geri ég með því að lesa öll dagblöðin
á hverjum morgni og tilefni framangreindra
hugleiðinga er merkileg frétt sem ég rakst á í
Morgunblaðinu í hinni vikunni undir fyrirsögn-
inni:
VARHUGAVERÐAR KÓKOSHNETUR.
Leikkonan Gréta Scacchi lenti í þeirri raun
þegar hún var að vinna við upptökur kvik-
myndarinnar „Turtle Beach" að kókoshneta
féll ofaná höfuðið á henni.
Susan Smith, umboösmaöur Grétu, sagði
að leikkonunni hefði ekki orðið meint af, en
til að hafa vaöið fyrir neðan sig hefði hún hvílt
sig slysdaginn og næsta dag.
Þrátt fyrir kókoshnetuna hefur vel gengið
með myndina og sýningar hafnar fyrir vestan
haf.
Og ég hugsa sem svo:
Munur að fá heimsfréttirnar með skilum.
Svo fer ég að hugleiða hvort þessi frétt geti
hugsanlega orðið mér efniviður í hugvekju
sem samanstendur öðru fremur af orðum sem
eru í tíma töluð.
Ég gæti tildæmis leitt hugann að því hve
gróflega er gengið framhjá öryggisreglum á
sumum vinnustöðum og bent á þá staðreynd
að þetta slys hefði ekki hent leikkonuna ef hún
hefði verið með öryggishjálm, taug og stáltá í
skónum.
Ef reglum um aðbúnað á vinnustað hefði
verið fylgt hefði kókoshnetan ekki með slíkum
hætti ógnað lífi og limum leikkonunnar Grétu
Scacchi.
En við nánari umhugsun kemst ég að þeirri
niðurstöðu að þessari frétt af leikkonunni og
kókoshnetunni hefi verið gerð taemandi skil í
Morgunblaðinu og réttara sé eftilvill að fara
ofaní saumana á einhverju af heimaslóð.
Svo ég fletti Mogganum svona einsog í brí-
aríi en finn svosem ekkert merkilegt.
Þarna er að vísu smáfrétt um það að Álafoss
hafi tapað tvöþúsundmilljón krónum á tveim
og hálfu ári, en það eru nærri tvær milljónir á
dag á tímabilinu.
Og þegar ég fer að gaumgæfa þetta nánar
rekst ég á viðtal við forstjóra fyrirtækisins á
„viðskipta- og atvinnulífssíðum" Morgun-
blaðsins undir fyrirsögninni:
ULLARIÐNAÐURINN Á FRAMTÍÐ FYRIR
SÉR.
Og ég verð svo undurglaður að ullariðnaður-
inn, með þessa undarlegu fortíð, skuli þó eiga
framtíð fyrir sér.
í þessari grein segir frá því að þegar núver-
andi forstjóri hafi verið ráðinn til fyrirtækisins
fyrir ári hafi það verið orðið þvísemnæst
órekstrarhæft vegna fjárhagsstöðunnar og
stefnt hraðbyri í gjaldþrot.
Og síðan segir orðrétt:
Hann tók að sér að snúa dæminu við og
byggir þar á langri reynslu af ullariðnaðinum
þarsem hann starfaði áður hjá Álafossi í
Bandaríkjunum auk þess sem hann rak eigin
fyrirtæki í ullarvöruútflutningi.
Síðar ígreininni er svofrá þvísagt að nú virð-
ist horfa betur í rekstri Álafoss og ef marka má
tölur sem birtar eru í greininni stefnir tapið ekki
í meira en milljón á dag, ef vel gengur.
Og maður er í sjöunda himni yfir því hvað
framtíðin er og hefur alltaf verið björt hjá Ála-
fossi þó fortíðin sé nú að vísu öðru fremur eins-
og svolítil rökkursaga.
En með því að ég er nú bæði ótölfróður mað-
ur, og ber þaraðauki fremur lítið skynbragð á
blæbrigði æðri viðskipta á íslandi, læt ég öðr-
um eftir að lofsyngja fortíð og framtíð ullar-
spekúlasjóna á þessu guðsblessaða landi og
útskýra þjóðhagslega nauðsyn þess að blóð-
mjólka landsins börn til að halda fyrirtækjum
gangandi sem tapa eitt til tvöþúsund milljón-
um á ári.
En allt er þetta nú einber tittlingaskítur sem
tæplega er umhugsunarefni fyrir daglauna-
fólk, hvaðþá spekúlanta, svo ég ákveð að
drepa niður penna um eitthvað sem máli skipt-
ir.
Og ég minnist þess að ég skrifaði um daginn
einhverjar nótur á vindlapakkann minn, eitt-
hvað sem ég man að mér fannst að ætti brýnt
erindi til íslensku þjóðarinnar.
Þá er að finna vindlapakkann.
Og ég kalla blíðlega til konu minnar:
— Hvur andskotinn hefur orðið af tóma
vindlapakkanum sem lá hérna á borðinu hjá
mér?
— Ætli einhverjum hafi bara ekki þótt tíma-
bært að þrífa undan þér ruslið og óreiðuna,
svarar hún um hæl.
Ég gæti þess vandlega að halda sálarrónni
og segi með nokkrum þunga:
— Á þennan vindlapakka var skráð allt það
sem mér hefur dottið í hug þessa vikuna.
— Nú, þá gerirvístekki mikiðtil þó hann hafi
lent í öskutunnunni, svarar hún.
Við þetta þarf maður að búa.
Svo fer ég útí öskutunnu og hef æðislega leit
að hinum andlega fjársjóði í sorpinu og viti
menn. Ég finn pakkann.
Og ég hugsa til Árna Magnússonar og skinn-
handritanna þegarég opna pakkann og dreg út
innra pappahulstrið.
Með erfiðismunum get ég ráðið í það sem á
pakkann er skráð:
Muna eftir að fara á Gjaldheimtuna og
borga.
Annað stóð ekki á pakkanum.
Og ég hugsa sem svo:
Það var lóðið.
A/VIfí BILAR A HAGSTÆÐU VERÐI
HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN
• Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor-
olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station
• FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta-
tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range
BÍLALEIGAN
Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol,
Toyota Landcruiser, Ford Econoline
• 5—12 SÆTA: Mitsubishi. Pajero (5—7),
Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11),
Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)
IGEY5IR
sími: 688888
Sudurlandsbraut 16, Reykjavik,
gengid inn frá Vegmúla.