Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 27. sept. 1990 19 Hvað er framundan í íslenskum handknattleik? Er handboltinn að fara til fjandans? Þetta stolt þjóðarinnar undanfarin ár og sameiningartákn á sigurstundum — erum við á leiðinni niður í meðalmennskuna á ný eftir nokkur ár í fremstu röð? TEXTI: ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON - MYND: E|NAR ÓLASON Nú þegar sigursælasta landslið í íslenskri handknatt- leikssögu hefur skilað hlut- verki sínu og tími endurnýj- unar er runninn upp með nýjum landsliðsþjálfara og ungum óreyndum leikmönn- um (að mestu leyti) vaknar sú spurning í huga margra hvaða forsendur eru til að ætla að við eigum eftir að komast á toppinn á ný. Hvað mælir með því og hvað mælir gegn því? Þegar PRESSAN fór á stúfana og leitaði álits sumra þeirra sem best þekkja til handknattleiksins kom í ljós að meirihluti þeirra virð- ist bjartsýnn um framtíð hans hér á landi. Það eru hins veg- ar ijón í veginum og við skul- um fyrst huga að því sem vek- ur svartsýni um málið. Heimsmælikvarði fjarlægur draumur? Árangur íslenska liðsins í Evrópukeppninni í fyrra vakti skelfingu manna. KR- ingar voru slegnir út af norsku liði í fyrstu umferð, sænska liðið Drott rótburst- aði Stjörnuna og Valsmenn töpuðu fyrri leik sínum gegn færeyska liðinu Kyndli. Vals- menn unnu reyndar síðari leikinn og komust í aðra um- ferð en steinlágu þá fyrir ung- versku liði. Þessi árangur var mun slakari en þar sem best hefur sést til íslenskra liða í Evrópukeppninni og í engu samræmi við árangur ís- lenska landsliðsins undan- farin ár. En þegar haft er í huga að meðalaldur leikmanna í fyrstu deildinni hér á landi hefur verið afar lágur síðustu misseri vaknar sú spurning hvort reynsluleysi sé ekki meginorsökin fyrir þessum úrslitum og margir telja að leikmennirnir sem í hlut áttu eigi eftir að vinna jafnstór af- rek og fyrirrennararnir þegar fram líða stundir. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hversu góður sá efniviður er sem íslenskir handbolta- þjálfarar hafa úr að moða um þessar mundir þó að í heild- ina ríki bjartsýni í þessum efnum. Jón Erling Ragnarsson, sem er bæði þekktur sem handknattleiksmaður úr FH og knattspyrnumaður með Fram, er ekki bjartsýnn á að við eigum eftir að eignast landslið í sama klassa og und- anfarin ár: „Ég hef trú á því sem Þorbergur Aðalsteinsson er að gera með landsliðið og það á eflaust eftir að ná fram- förum en það þýðir ekki að það nái þeim árangri sem landsliðið undir stjórn Bogd- ans náði. Þó að til séu efnileg- ir leikmenn nú var kynslóðin sem hefur haldið uppi merk- inu síðustu árin einfaldlega einstök. Það er mjög sérstakt að það skuli koma upp á sama tíma svona mikill fjöldi af frábærum leikmönnum og fjölhæfum." Jón Óskar Sólnes íþrótta- fréttamaður segir um þetta að hann fái ekki séð hvernig skarð Kristjáns Arasonar sem vinstrihandarskyttu verði fyllt. ,,0g ég held að sá tími komi ekki aftur að við höfum efni á að láta leikmann á borð við Sigurð Sveinsson sitja á varamannabekknum." En Jón Óskar nefnir til sögunnar fleiri þætti en spurninguna um efniviðinn hér heima: „Staðreyndin er sú að þetta er ekki að öllu leyti undir okkur sjálfum komið, fram- farir erlendis geta komið okk- ur illa. Þróunin gæti orðið sú að það verði fjarlægur draumur fyrir okkur að eiga sæti á Ólympíuleikum þó að ég telji að við eigum þokka- lega möguleika á að öðlast þátttökurétt í A-heimsmeist- arakeppni. Þjóðir eins og Sviss, Noregur og Frakkland, sem hafa staðið okkur að baki undanfarin ár, hafa nú eignast gríðariega öflug fé- lagslið, það er vísbending um að landslið þeirra kunni að sigla fram úr okkur næstu ár- in. Það hefur vakið athygli mína í samskiptum mínum sem íþróttafréttamaður við erlenda kollega, hvað hand- boltinn er ótrúlega lítil íþrótt á heimsmælikvarða. Nú stendur til að gera handbolt- ann að einni keppnisgrein- inni á vetrarólympíuleikun- um, en það mun tvímæla- laust vekja meiri athygli á honum, hann drukknar ein- faldlega í flóði keppnisgreina og stórstjarna sumarólympíu- leikanna. Á vetrarólympíu- leikum myndi hann njóta meiri athygii. Það sem gæti gerst í kjölfar aukinnar at- hygli á íþróttinni er það að fleiri þjóðir en þær sem ég nefni fari að leggja aukna vinnu og fjármuni í íþróttina. Hvað gerist ef hávaxin þjóð eins og Hollendingar fer að stunda handbolta af sama krafti og þeir stunda knatt- spyrnu? Þannig getur hugs- anlega orðið harðari sam- keppni í handboltanum en hingað til hefur verið og það myndi gera okkur erfiðara fyrir að ná á toppinn." Einstök þjálfun — ekki einstök kynslóð Viggó Sigurðsson, þjálfari fyrstudeildarliðs Hauka og fyrrverandi landsliðsmaður, er alls ekki á því að hand- knattleikurinn hér á landi stefni niður á við: „Ég held öðru nær að það sé mjög bjart framundan. Það er mik- ið til af mjög efnilegum strák- um hérna sem eiga eftir að mótast. Það má hins vegar vera rétt að við framleiðum ekki eins mikið af stórskytt- um og áður en það kemur til af því að þjálfunin hefur breyst og er ekki eins einhæf. Áður fyrr var bara til ein stærð af handbolta, meistara- flokksbolti, og það kom niður á tækniþjálfuninni í yngri flokkum en leiddi kannski til þess að meira kom fram af skotföstum leikmönnum en nú. Við getum samt nefnt frá- bærar stórskyttur sem nú þegar eru komnar í landsliðs- klassa, menn eins og Héðin Gilsson. Það eru hins vegar örugglega a.m.k. tvö erfið ár framundan hjá landsliðinu á meðan það er að mótast, en síðan tekur að birta til á ný. Ég vil líka benda á að u-21 árs landsliðið var í fimmta sæti á síðasta heimsmeistaramóti. Ég held að það ætti að vera nægileg vísbending um að við séum ekki á niðurleið. Ég er alls ekki sammála því að kynslóðin sem myndaði Bogdan-landsliðið hafi verið einstök, hún fékk hins vegar einstaka þjálfun. Bogdan inn- leiddi nýjan hugsunarhátt í handknattleiksþjálfun hérna og sú breyting verður varan- leg, við snúum ekki til baka í þeim efnum og æfum miklu meira en við gerðum áður fyrr.“ Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari tekur í sama streng og Viggó um það að mikill fjöldi sé af efnilegum leikmönnum: „Við erum alls ekki á niðurleið. Og stað- reyndin er sú að velgengni landsliðsins undanfarin ár hefur aukið svo áhugann á því að æfa handbolta, að við eigum nú gífurlegan fjölda af efnilegum leikmönnum á aldrinum 17—21 árs.“ Og Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bogdans og núverandi starfs- maður HSI, er sammála þeim félögum: „Ég held að það sé ekki hægt að segja með rök- um að handboltinn sé í niður- sveiflu. Kynslóðaskipti í landsliði hafa alltaf verið erf- ið og við höfum horft upp á aðrar þjóðir ganga í gegnum þau og ná síðan á toppinn. Við þurfum ekki að bíða nema í tvö til þrjú ár eftir því að nýtt blómaskeið renni upp. Við verðum að hafa í huga varðandi Evrópukeppn- ina að leikmennirnir sem hafa verið að leika þessa leiki fyrir islensk lið nú í haust og í fyrra eru að meðaltali um tvítugt en hafa verið að keppa við leikmenn á aldrin- um 25—30 ára. Nýtt keppnis- fyrirkomulag til bóta Nýtt keppnisfyrirkomulag hefur verið tekið upp í fyrstu deildinni sem hefur í för með sér mikla fjölgun leikja. Lið- um hefur verið fjölgað upp í tólf en að deildarkeppni lok- inni tekur við úrslitakeppni sex efstu liða um íslands- meistaratitilinn og úrslita- keppni sex neðstu liða um fall í aðra deild. Þrjú efstu liðin taka með sér aukastig í úr- slitakeppnina og efsta liðið í deildarkeppni tryggir sér þátttökurétt í IHF-keppninni, Evrópukeppni félagsliða. „Þetta fyrirkomulag er ein- mitt til þess að sporna við hugsanlegri afturför í íþrótt- inni,“ segir Einar Þorvarðar- son. „Nágrannaþjóðirnar eru með þetta kerfi og við verð- um að fylgja þróuninni ef við ætlum að verða meðal þeirra átta bestu í heiminum," segir Þorbergur Aðalsteinsson og bætir við: „Vandamálið hing- að til hefur verið of mikill æf- ingafjöldi milli of fárra leikja. Nú breytist þetta til batnað- ar." Menn eru einnig sammála um að hinn mikli fjöldi leikja sem þetta kerfi hefur í för með sér ieiði til þess að fleiri ungir leikmenn öðlist dýr- mæta reynslu, liðin neyðist til að gefa varamönnunum tækifæri vegna þreytu og meiðsla sem óhjákvæmilega komi upp hjá máttarstólpun- um vegna hins mikla leikja- fjölda. Mammon og járnhöndin Það er semsagt almennt heldur gott hljóð í þeim sem best þekkja til handknatt- leiksins hér á landi og starfa við hann en menn leggja áherslu á að enginn árangur náist nema með þrotlausri vinnu og miklum fjármunum. Fjárhagshliðin gæti reynst vandamál en um mikilvægi hennar er Guðjón Guð- mundsson mjög skorinorður: „Mammon ræður, það er staðreynd. Það er ekki hægt að spila góðan handbolta nema til séu peningar. Og í þessum efnum þarf samstillt átak margra aðila. Mér fynd- ist að auglýsingum íþrótta- manna til að afla stuðnings fyrirtækja ættu ekki að vera nein takmörk sett. Smæð ís- lenskra fyrirtækja gerir þetta hins vegar erfitt. Ég held samt að fleiri stórfyrirtæki gætu komið inn í myndina en þau sem fyrir eru og þá dett- ur mér til dæmis í hug ís- lenska álfélagið. Það segir hins vegar nokk- uð um frammistöðu forystu íþróttasambands íslands að undanfarin ár hafa styrkir ríkisins til íþrótta lækkað verulega. Þetta er veikleika- merki á æðstu forystu ISI og mér hefur fundist að menn þar á bæ séu með hálfgerðan skátamóral, geri sér ekki grein fyrir mikilvægi keppn- isíþrótta. Við þurfum samstillt átak félaganna, fyrirtækja, ríkis- ins og almennings, og ég hvet fólk tii að vera duglegt að sækja leiki og leggja þannig sitt af mörkum." Eins og menn muna var undir lokin komin stöðnun í hið frækna landslið sem Bogdan Kowaljzik þjálfaði og liðið olli vonbrigðum í heims- meistarakeppninni í Tékkó- slóvakíu. Margir eru á því að harka Bogdans hafi þar verið of mikil og orðin of langær og háværar raddir heyrðust um að slaka þyrfti á klónni. Viggó Sigurðsson, sem hefur lokaorðið í þessum pistli, er ekki á sama máli og margir aðrir um þetta atriði í þjálfun: „Mér virðist þau viðhorf vera orðin einum of ríkjandi hér að nú eigi að gera þetta allt ósköp rólega og elskulega. Nú vilja menn alvegsöðla um frá hörku Bogdans. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt að ná árangri í þjálfun nema stjórna með járnhendi. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að Þor- bergur Aðalsteinsson reynist of linur þjálfari. Hann er mik- ið mótaður af Bogdan og hef- ur orðið fyrir áhrifum af að- ferðum hans. Ég held að það sé engin hætta á því að hann sýni neina linkind."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.