Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 20
20 f)PP ^ +rcj rc • l r c. k I 4 -y I. r i Fimmtudagur 27. sept. 1990 bridge — „Ég skil þetta tæpast. . . Það virðist svo einfalt að hirða tromp- slaginn í vörninni og fella þannig saman tvö tromp sóknarinnar,1' sagði vestur að spili loknu. Eg hafði samúð með honum. Spilamennskan sýndist rökrétt en í reynd kom hún í veg fyrir að spil- inu yrði hnekkt. Bridge er skrítið spil. N ♦ Á642 V KG1074 ♦ ÁK3 4» 3 V ♦ KD10 V 3 4 D109 4» KD10965 S ♦ G753 V D982 ♦ 865 4» Á7 Vestur gefur, allir á, og vekur á 1-laufi, norður doblar og 2-lauf austurs virtust koma suðri í klípu því hann valdi 2-spaða. (Sk. svardobl er vitanlega betra í stöðunni.) En framhaldið þróað- ist suðri í vil. Vestur barðist í 3-lauf A 4 98 V Á65 4 G742 4» G842 og norður fór rakleitt í 4-spaða. Út kom laufkóngur sem suður vann til að spila trompás og meira trompi. Vestur hirti að bragði síð- ari trompslag sinn og hélt áfram laufsókninni. En 10 slagir voru í húsi. Trompað í blindum og hjarta- ás rekinn út. En hvað gerist ef vestur lætur vera að hirða á trompið sitt og skiptir strax í tígul? Drepið í borði og hjartaás sóttur. Austur spilar enn tígli. Vestur hefur nú völdin því hann trompar einfaldlega hjarta og hirðir tígulslag varnar- innar áður en sagnhafi losnar við tapslag sinn þar. Það VIRÐIST einkennilegt að geyma hæsta trompið sem er úti og „fórna" því síðan til þess að trompa í hliðarlit sóknarinnar. En það virkar — og uppskeran er það sem máli skiptir. skqk Kling og Horwitz Árið 1851 — sama árið og fyrsta alþjóðamótið í skák var haldið í London — kom þar út skákbók sem einnig markaði tímamót í skáksögunni. Þessi bók hét CHESS STUDIES og höfundar hennar voru tveir Þjóðverjar er höfðu sest að í Englandi: Josef Kling (1811—76) og Bernhard Horwitz (1808—85). Báðir voru listamenn, Kling var tónlistarmaður, Horwitz listmálari. Báðir voru góðir skák- menn, Horwitz tók þátt í mótinu í London og sigraði Bird þar í fyrstu lotu (ein skák frá þeirri viðureign var sýnd hér í þætti), en tapaði fyr- ir Staunton í þeirri næstu. Kling virðist hins vegar hafa verið meiri fræðimaður. Hann hafði búið í Par- ís um skeið og skrifað þar í franska skáktímaritið LE PALAMEDE, meðal annars um endataflið hrók- ur og biskup gegn hrók, en það hafði Philidor rannsakað rækilega á sínum tíma. Kling var sennilega fyrstur manna til að átta sig á og gera grein fyrir aðferð til að vinna (eða tapa) leik með kóngi í peðatafllok- um. Sú aðferð er stundum kölluð þríhyrningsaðferðin, vegna þess að kóngurinn notar þrjá reiti sem liggja saman og mynda þríhyrn- ing. Hún verður best skýrð með dæmi. 8 7 6 5 4 3 2 1 Þessa stöðu hafði Walker birt ár- ið 1841 og talið hana jafntefli. Kling sýndi fram á að hvítur getur unnið á þennan hátt: 1 Ka3 Kb6 2 Kb2 Ka5 3 Kb3 Nú er sama staða komin upp aftur, en svartur á leik. Hvítur er búinn að vinna (tapa) leik. 3 - Kb6 4 Kc3 Ka5 5 Kd2! Ka4 6 Ke3 Kb4 7 Kd3 Ka3 8 Ke4 Ka4 9 Kd5 Kb4 10 a3+ og vinnur. Þarna vann hvítur leik með því að láta kónginn fara þríhyrning: b3-a3-b2-b3. Takið eftir leiknum 5 Kd2. Eftir 5 Kd3 Kb4 er hvítur kominn í taphættu, en getur hald- ið taflinu með því að láta c-peðið Lokastaðan er íhugunarverð. Ætti hvítur ekki a-peðið myndi hann tapa. í stöðu eins og þessari (hvítur kóngur á d5, hvítt peð á c4; svartur kóngur á b4, svart peð á c5) tapar sá sem á leikinn. Sé hvíti kóngurinn hins vegar fluttur á e5 og sá svarti á a4 vinnur sá sem á leikinn. ur. Bók þeirra Klings og Horwitz CHESS STUDIES má kalla fyrstu nútímabókina um tafllok. Þeir fé- lagar bættu reyndar í hana kafla um Muzio-bragð, líklega vegna þess að þeir voru hræddir um að hún myndi ekki seljasl nógu vel ella. En hún náði fljótt vinsældum og hélt þeim langt fram eftir öld- inni. Orðin Chess Study eða End- game Study tákna skákæfing eða endataflsæfing. Þau eru líklega hugsuð upp á frönsku, þar sem orðið etude var talsvert notað, meðal annars í tónlist, allir kann- ast við etýður Chopins. Á íslensku hafa þessar æfingar eða þrautir verið kallaðar tafllok. Skákþrautir skiptast eins og kunnugt er í tvo flokka: skákdæmi þar sem á að máta í svo og svo mörgum leikjum og tafllok þar sem krafan er einungis sú að hvít- ur eigi að vinna eða halda jafntefli. Hvor flokkur um sig hefur orðið sjálfstæð listgrein innan skákar- innar. Skákdæmin eru stundum á brautum sem eru framandlegar venjulegum skákmanni, tafllokin eru venjulega nær tefldu tafli. Svartur gat reynt 2 Ka6. Þá leikur hvítur 2 Kc3 og nú verður svartur að leika 3 Ka5, sem hvítur svarar með 4 Kb3 og er þá sama staða komin upp og fyrr. Leiki svartur 3 Kb6 verður hann of seinn: 1 Ka3 Kb6 2 Kb2 Ka6 3 Kc3 Kb6 4 Kd3 Ka5 5 Ke4 Ka4, eins og áður var rakið. GUÐMUNDUR krossgátan filhtJA Vötí'i/hlht V S/JiMHA T SPlh HR'o 'Y þj'oTt S •JARAR B/Tfl Tf sp/ieM XI Sl :|:|:|:$ rv ¥ KLAKI 'A&F-NCt LFH&D 1? Sft-Ð- pL’oKTU- R'lKl £y/e/ SJ'oR 1% AAi FÆ-ÐA FXO- I-JALL KOHu- HftrH FJftFlÁS' ASTI LDKKA LEVAtO HL'oP LySTAP- i £ysi ‘imyHduH GR'o&uP. 10 SAFitAíS HP££S lP ALiT L'lKA FlAHríS- HAfrT HLiFA SK0LDÝA T DMA 'ftK'óf VAPOAl/OI ÞjAAK WPFll U BArtú oida/u 16 \SLoTT- U.C i BLtYTu 4 ATLAGA 20 HVAti LYKTiF. KÓ5 utli ai HAF HuC-61 'ATT 1 HLJoP FLJÓF FIKT FF-R.SK /3 athysh B0R-ÐA JAKAR HRacft TFqta sk'aa/ FiyrJrJi B'bcCLAF SKAuT I H-OfuB SjUk- O'oAuaR ALmiA /7 V Fi-6u.ru 0ELTI RlSfl 1ZöTETT ORKil BflU-rJ %------- mntiQ PÍLfl Mfl RK 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Verdlaunakrossgáta nr. 104 Skilafrestur er til 5. október og íverölaun er bókin ,,Pað var og..." — 33 útvarpsþættir eftir Práin Bertelsson. Útgefandi er Nýtt líf. Utanóskriftin er PRESSAN — krossgóta nr. 104, Ármúla 36, Reykja- vík. Dregiö hefur veriö úr réttum lausnum ú krossgútu nr. 102. Lausn- arordin voru: MARGUR Á ORÐ ÍANNARS FARI. Vinningshafinn er Guðmundur Hermannsson, Háagerði 87, Reykjavík og fœr hann senda skóldsöguna Hroki og hieypidómar eftir Jane Austen. •••

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.