Pressan - 27.09.1990, Page 15

Pressan - 27.09.1990, Page 15
15 Fimmtudagur 27. sept. 1990 Guðrún Helgadóttir er verkstjóri á saumastofu Bergiðjunnar. Hér er hún að sníða nýjustu línuna í barnafatnaði. Laugavegurinn, Kringlan eða Kvosin eru þeir stadir sem flestir heimsækja þegar farið er í verslunarferð eða annarrar þjónustu óskað. Innan um stórar verslanir Reykjavíkurborgar leynast þó margar minni, sumar svo smáar í sniðum að sölu- varningurinn er geymdur í kommóðuskúffum. PRESSAN lagði leið sína um borgina og leitaði að „litlu búðunum“ sem fáir eða jafnvel engir vita um. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYNDIR: EINAR ÓLASON Á milli stórmarkaðarins Miklagarðs og Kleppsspítalans er að finna eina af þessum verslunum. Þar er Bergiðjan til húsa og þar má sjá fjölbreytt úrval af alls kyns vöru. Berg- iðjan var upphaflega sett á stofn að hluta til fyrir gjafafé af K-degi Kiwanismanna, sem veitt hafa geðsjúkum mikinn stuðning í gegnum árin. Að sögn Jóhannesar Sig- urðssonar forstöðumanns eru reknar tvær Bergiðjur. Önnur er rekin sem endurhæfing- ardeild og iðjuþjálfun fyrir vistmenn þar sem áhersla er iögð á að þjálfa þá fyrir starf á al- mennum vinnumarkaði. „Efri” Bergiðjan, sú sem versiunin er rekin í, er verndaður vinnu- staður og nokkurs konar framhald af þeirri fyrrnefndu. Þar starfa fyrrverandi vistmenn sjúkrahússins sem sækja ekkert til stofnunar- innar. Af þessari verslun fréttum við fyrst 'nemma í sumar þegar lesandi PRESSUNN- iR hringdi til að segja okkur frá henni. Kon- n hafði verið í veislu þar sem eitt barnanna kar sig úr vegna þess hversu fallega klætt iað var. Konan hafði á orði að þessi föt hlytu ið vera keypt í París, en fékk þær upplýsing- ir að því færi fjarri, þau væru keypt í Bergiðj- mni. í versluninni á hæðinni er margt að sjá. Þar nru seld barnaföt, jogginggallar úr bómullar- efnum og apaskinnsefnum, náttföt og nátt- fatasamfestingar, frotténáttsloppar, peysur, pils og regnfatnaður. Mest ber á barnafatn- aði, en einnig er ágætt úrval af fötum á full- orðna. Þá eru þarna seld garðhúsgögn, sem hægt er að leggja saman, blaðagrindur og tréstigar, diskamottur, púðar og annað: „Timbrið er unnið í iðjuþjálfuninni, þar sem mest af járnsmíðinni fer einnig fram. Hér eru húsgögnin sett saman og bæsuð. í Bergiðjunum tveimur starfa um 50 manns,” segir Jóhannes en auk þess sem fram er komið starfa nokkrir við að raða ávísana- blöðum fyrir bankana, líma og hefta ávís- anahefti. Verslunarstjóri Bergiðjunnar er Erla Valdimarsdóttir og segir hún verslunina hafa verið rekna í þrjú ár. Þótt margir komi og versli hjá þeim regluiega sé greinilegt að ekki viti allir af versluninni: „En þeir sem hingað koma einu sinni koma aftur.” Fyrir jólin skapast mikil stemmning í Berg- iðjunni. Þá er búið til jólaskraut í úrvali, mik- ið af borðskrauti, plöntur og jólatré eru seld þar auk útiljósasería úr gúmmíi. Bergiðjan framleiðir einnig og selur gróSurmold, auk þess sem þar er pakkað inn og seldur vikur frá Vikurvörum. Þá eru framleiddar þar trefjahellur sem Jóhannes segir mikla gæða- vöru: „Hér framleiðum við gangstéttarhellur og kantsteina, enda er markmiðið að vera með verkefni fyrir sem flesta,” segir hann. Missti sjónina og getur aðeins prjónað Á horninu á Njálsgötu og Barónsstíg gefur að líta lítinn miða í glugga á íbúðarhúsi. Þar stendur að seldir séu vettlingar og sokkar á vægu verði. Við bönkuðum upp á hjá hjón- unum Guðlaugu Karlsdóttur og Magnúsi sem fáir vita um

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.