Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 9
,iof>r Tv' mor.htttmTiR Fimmtudagur 27. sept. 1990 / hverjum mánuði veltir hvert heimili í landinu á undan sér um 100 þúsund króna neysluláni í formi greiðslukortaáttektar, yfirdráttarheimildar, fyrirframgreiddra launa og „hraðlána' ÁÐUR EN VIÐ ÖFLUM Fyrir örfáum árum átti venjulegt launa- fólk fárra kosta völ þegar þröngt var í búi eða endar náðu ekki saman. I besta falli var hægt að fara með „vígseðil“ til banka- stjóra og kría út úr honum einhverja lús. En núer öldin önnur. Neyslulán bjóðast úr öllum áttum og mjög margir nýta sér þau að staðaldri. Hann er stór boltinn sem við veltum sameiginlega á undan okkur. EFTIR: INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GlSlADÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON — Björn, sparar þú reglu- lega? spyr Anna. — Nei, svarar Björn. — Af hverju ekki? — Eg hef ekki efni á því. — Hvað meinarðu? — Eg er alltaf svo blankur. Um hver mánaðamót fara öll launin mín í að greiða reikn- inga og það eru aðeins nokkrir dagar liðnir af mán- uðinum þegar ég er farinn að nota greiðslukortið aftur og yfirdráttarheimildina af tékkareikningnum. Svo held- ur þú að ég geti sparað?! — Af hverju tekurðu ekki upp nýjan útgjaldalið sem rennur beint í reglulegan og arðbæran sparnað? Þú getur gert það með áskrift að spari- skírteinum ríkissjóðs . . . þú getur greitt skírteinin með greiðslukorti. Eyðum 9,3 milljörðum fyrirfram á mánuði Þessi saga er úr bréfi sem Þjónustumiðstöð ríkis- verðbréfa er að senda inn á heimilin í landinu þessa dag- ana til að auglýsa spariskír- teini ríkissjóðs. Eins og sést af sögunni gera sölumenn á vegum ríkisins beiniínis ráð fyrir því að eytt sé áður en af I- að er, en það kemur þó ekki í veg fyrir að fólki sé sagt að spara með því að eyða enn frekar — ef svo má að orði komast. Það er engin tilviljun að þjónustumiðstöðin segir þessa sögu. Hún veit að svona er þessu háttað hjá mjög mörgu fólki og reynir að laga sig að því. Um hver ný mánaðamót fara launin í það að vinda ofan af mánuðinum á undan; greiða greiðslu- kortareikninginn og yfir- dráttarskuldina svo hægt sé að hefja skuldasöfnun á nýj- an leik. Sumir velta ekki að- eins á undan sér einum mán- aðarlaunum heldur tvenn- um. í þeim hópi eru t.d. þeir sem fá dagvinnulaun sín greidd fyrirfram. En hvað skyldi þessi bolti vera stór ef allt er lagt s, an? Hverju veltir þjóði mánuði hverjum gegn greiðslukort, yfirdráttarl launalán og fyrirframgreid laun? PRESSAN reyndi a, gera sér grein fyrir þeksu og niðurstaðan var vægast sagt ógnvekjandi. í hverjuiqBnán- uði eyðum við um það milljörðum um efni fram.' Þetta eru neyslulánin okkar. Yfirdráttur og „hraðlán“ Þessi tala er hvorki ná- kvæm né endanleg en hún er eins góð og hún getur verið miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja og hægt er að fá með góðu móti. Það gekk t.d. illa að fá umbeðnar upp- lýsingar hjá bönkunum ef frá er talinn íslandsbanki. Þannig sá Baldvin Tryggva- son, sparisjóðsstjóri í SPRON, öll tormerki á því að láta nokkrar upplýsingar í té sem að gagni mættu verða í því að reikna þetta dæmi út. Ef þær upplýsingar sem feng- ust hjá íslandsbanka, um hlutfall yfirdráttarlána og launalána af einstaklingslán- um, eru hins vegar færðar yf- ir á bankakerfið í heild má segja að sæmilega góð mynd fáist af slíkum lántökum. Samkvæmt upplýsingum úr Hagtölum mánaðarins námu lán bankanna til ein- staklinga 34.807 millj. kr. í júní sl. Sá varnagli skal þó sleginn hér strax að inni í þessari upphæð gætu verið lán til einyrkja og verktaka sem reka starfsemi sína út á eigin reikning og kennitölu. Ef við gefum okkur að nýttar yfirdráttarheimildir séu 8,14% af þessum útlánum, eins og raunin er hjá íslands- banka, þá nema þær um 2.833 millj. kr. á mánuði. I flestum bönkum eru greiddir 10% ársvextir af yfir- dráttarheimild hvort sem hún er nýtt eða ekki. En ef aðeins er miðað við nýttan yfirdrátt eru ársvextir af honum yfir- leitt 17,5% og er þetta ein dýrasta lántaka sem völ er á. Ef við reiknum svo með því að nýttur yfirdráttur sé nokk- uð svipaður frá mánuði til mánaðar má gera ráð fyrir að kostnaðurinn af honum sé um 496 millj. kr. á ári. Við þetta bætast svo hin sk. „launalán" eða „hraðlán", en þau hafa færst mjög í vöxt á undanförnum árum. Eru þetta víxlar eða skuldabréf til skamms tíma, sem föstum reikningseigendum standa til boða í flestum bönkum og sparisjóðum, og eru upphæð- irnar í lægri kantinum eða 50—350 þúsund kr. Til að fá slíkt lán þarf ekki að þramma á fund bankastjóra heldur er það afgreitt af þjónustufull- trúum. Samkvæmt upplýs- ingum frá íslandsbanka eru slík lán um 5,11% af útlánum til einstaklinga. í júní sl. má því ætla að þau hafi verið um 1.779 millj. kr. Almennir skuldabréfavext- ir eru um 12,5% og ef við reiknum með að „hraðlán" séu svipuð milli mánaða er kostnaður vegna þeirra um 222 millj. kr. á ári. NEYSLULAN EINSTAKLINGA A MANUÐI 3.350 milljonir 2.830 milljónir 1.780 milljónir 980 milljónir 115 milljónir 240 milljónir 9.295 milljónir Greioslukortaviöskipti Nýttar yfirdráttarheimildir Hraðlán, launalán, reikningslán Fyrirframgreidd laun hjá ríkinu Fyrirframgreidd laun hjá borginni Fyrirframgreidd laun hjá bönkunum Samtals á mánuði

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.