Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 23
Fimnníydagyr 27, sept. 1990 : kennum. Ég hef oft haldið því fram að ef stjórnvöld vissu hve mikið maður græðir á því að vera kennari myndu þau örugg- lega láta mann borga skatt af því.“ Guðrún segir það mikla lífsreynslu að byrja að kenna: ,,Það fyrsta sem maður þarf að læra er að taka ekki móðganir né misgjörðir persónulega. Um leið og maður gerir það er maður búinn að tapa. Ég minnist þess að einu sinni kenndi ég tveimur ákaflega stjórnlausum bekkjum. í öðrum þeirra voru krakk- arnir alltaf að heimta að fá að fara út í frímínútur þegar skammt var liðið á tímann. Ég sagði að þau kæmust ekki út nema yfir mig dauða. Ég stóð í dyrunum og hélt fast í það sem ég sagði. Þetta var eina ráðið til að láta ekki undan þeim. Svo kom að því að ég sagði við foringjann í bekknum: Guðmund- ur minn, Af hverju læturðu svona við mig? Af hverju ertu að særa mig svona? Þá horfði hann á mig saklausu bláu augunum sínum og sagði: Þú veist að við meinum ekkert með því." Hún segir lífið hafa verið sér gjöfult og gott, þrátt fyrir að hún hafi valið sér þá leið að giftast ekki eða eignast börn. Hún hafi haft um nóg að hugsa og haft mörg börn inni á heimili sínu. Hefur að markmiði að eyða sjálfum sér En hvernig finnst henni jafnréttismál standa í dag? „Það miðar alltaf í áttina. Miðað við suma karlmenn í öðrum þjóðfélögum eru íslenskir karlmenn algjörir englar í jafnréttis: málum. En það er samt geysilega margt sem á eftir að laga. í raun hefur miðað sorglega lítið áfram frá þeim tíma sem ég byrjaði að starfa með kvennaframboðunum, en þau urðu til á undan Kvennalistanum árið 1982. Það hefur samt mjög margt áunnist, t.d. í viðhorfum, lagasetningu og öðru, en ég hefði gjarnan viljað að það hefði verið miklu meira. Við eigum dálít- ið eftir enn. Kvennalistinn hefur það að markmiði að eyða sjálfum sér, en hvort það verður á tíu árum eða fimmtíu veit ég ekki. Við byrjuðum á að halda því fram að hugtökin hægri og vinstri væru úrelt. Það tók enginn mark á því og sagt var að þetta væri undansláttur hjá okkur. Nú hefur það allt í einu gerst að hægri/vinstri er orðið úrelt. Við höfðum rétt fyrir okkur. Ég held að ef stjórnmálaflokkarnir ætla að halda starfsemi áfram verði þeir að breyta áherslumálum sínum. Alltaf mun það þó standa eftir að við þurfum að berjast fyrir jafnrétti. Við þurfum að berjast fyrir því ekki sé hallað á þann sem höllum fæti stendur, í hvaða átt svo sem það er.“ Hvernig ætlið þið að haga kosningabaráttunni í vetur? „Það er ekki orðið ljóst ennþá. Við erum að byrja að ræða það. Það er hins vegar föst pólitík hjá okkur að ræða sem minnst um persónur og sem mest um málefni. Því verður hald- ið áfram."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.