Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 28

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 28
PRESSU MOJLAR r ■ étt pólitík og fjölskyldutengsl eru gott veganesti við atvinnuum- sóknir og gildir sú staðreynd víðar en hjá Islenskum aðalverktök- um. Dæmi um þetta er talin nýleg ráðning tollvarðar á Keflavíkur- flugvelli. Það er utanríkisráð- herra sem veitir þessa stöðu og meðal tollvarða heyrist hvíslað að pólitík og ættartengsl hafi ráðið meiru en menntun og starfsreynsla. Sá sem starfið hlaut heitir Sig- mundur Bjarnason en faðir hans heitir Bjarni Kristinsson og er tollfulltrúi í Keflavík. Lögreglu- stjórinn í Keflavík, Þorgeir Þor- steinsson, mælti með manni í starf- ið eins og venjan er, en utanríkis- ráðuneytið leit framhjá tillögum hans. Félag tollvarða ræddi mál þetta á fundi í gær og mun beiðast þess að utanríkisráðuneytið leysi frá skjóðunni og geri grein fyrir hinum umsækjendunum og forsendum ráðningarinnar. Fimm aðrir um- sækjendur voru um starfið, þeir höfðu allir starfsreynslu og tilskilda menntun, en hjá þeim sem ráðinn var skorti á hvort tveggja ... o ^^Fsamkomulag meðal manna a Stöð 2 finnst víðar en á milli fyrr- verandi og núverandi eigenda stöðvarinnar. Þegar Þorvarður El- íasson sjónvarpsstjóri kom úr fríi kom hann að Jóni Ólafssyni í Skíf- unni í stól sínum, enda hafði Jón gegnt stöðu sjónvarpsstjóra meðan hinn skipaði stjóri var í fríinu. Jón neitaði hins vegar að yfirgefa stól- inn og vildi setja Þorvarð í sérverk- efni. .. c %9jónvarpsstjórinn, Þorvarður Elíasson, gat þó náð sér niðri á Jóni Ólafssyni. Umræddur Jón vill nefnilega komast til Cannes til að kaupa inn myndir fyrir Stöðina, ásamt Jónasi R. Jónssyni, sem sér um þau kaup. Þorvarður neitaði hins vegar algjörlega að Stöð 2 greiddi fyrir þessa ferð Jóns og segir sagan að Þorvarður hafi spurt Jón hvorum megin borðsins hann ætl- aði að vera, sem seljandi eða kaup- andi. Var Þorvarður þar með að vísa til þess að Jón Ólafsson seldi ný- verið Stöð 2 kvikmyndir sem hann er með umboð fyrir, að upphæð 15 milljónir króna, og fékk þar með til baka allt það fé sem hann hafði lagt í Stöð 2. Aður hafði Sýn hf. hafnað boði Jóns í Skífunni um að kaupa þessar sömu myndir á 10 milljón- ir . . . o fulltrúaráðsfundinum hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar (St.Rv.) í síðustu viku urðu heitar umræður í tilefni af því að stjórn St.Rv. ákvað að tilnefna full- trúa í húsnæðisnefnd Reykjavík- urborgar í blóra við vilja aðildarfé- laga BSRB í Reykjavík. í tillögunni fólst að kjör stjórnarinnar á utanfé- lagsmanninum Kristjáni Thorl- acius, fyrrum formanni BSRB, yrði lýst ómerkt. Átalin voru þau vinnu- brögð að ganga framhjá aðildarfé- lögum BSRB og félagsmálaráðu- neyti í þessu máli, en taka undir túlkun borgarstjóra, og að utanfé- lagsmaður skyldi verða fyrir valinu, sem væri vantraust á virka félags- menn. Dæmafá uppákoma varð síð- an við talninguna að kosningum loknum. I þremur tilraunum kom í öll skipti upp misræmi þannig að meðatkvæði voru frá 22 upp í 25. Loks var ákveðið að kjósa upp á nýtt og var þá tillagan felld 23:26. Því má bæta við að Kristján hefur verið kjörinn varaformaður húsnæðis- nefndarinnar og jók það ef nokkuð á reiðina innan aðildarfélaganna í Reykjavík, sem ekki hafa gefist upp og ætla að krefjast réttar síns í mál- inu ... H^Éeðlimir Eurocard fengu gullið tilboð með yfirliti síðasta mánaðar. Með yfirlitinu fylgdi pen- ingagjöf frá Sævari Karli Olasyni, ávísun upp á fimmhundruð krónur. Þessa fjárhæð geta meðlimir Euro- card notað sem innborgun á keypta vöru á lagerútsölu Sævars Karls sem haldin verður á laugardaginn. Reyndar fá Eurocard-hafar að koma daginn áður og velja sér fatnað meðal annars frá Étienne Aigner, Jil Sander, Brooksfield, René Lezard og Kathleen Madden. Fimmhundruðkallinn hrekkur lík- lega skammt til slíkra innkaupa, en auglýsingaaðferð þessi er mjög ný- stárleg... I apríl síðastliðnum, í byrjun kosningabaráttunnar, var haldinn stofnfundur Þróunarfélags mið- bæjar Reykjavíkur og var þar fundarstjóri Davíð Oddsson borg- arstjóri. Ákvörðun um stofnun fé- lagsins hafði verið tekin haustið áð- ur. Á fundinum komu fram ýmsar athugasemdir við drög að lögum fé- lagsins og þegar sjálfstæðismönn- um þótti nóg komið var ákveðið að blása til framhaldsaðalfundar og skipa nefnd til að fara yfir breyting- artillögur þær sem fram komu. Fundurinn kaus í nefndina þau Hjörleif Kvaran, forstöðumann stjórnsýsludeilar borgarinnar, Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúa og Guðrúnu Jónsdóttur arki- tekt. Nefnd þessi var hins vegar aldrei kölluð fyrir og framhalds- fundur aldrei haldinn. í staðinn beitti borgarstjóri sér einfaldlega fyrir stofnun nýs þróunarfélags, væntanlega til að losna við það fólk sem hafði „eyðilagt" stofnfund fyrra félagsins. Á borgarráðsfundi sl. þriðjudag gerðist það síðan að lagt var fram bréf borgarstjóra um form- lega stofnun hins nýja félags. Þegar spurt var um hitt félagið bárust óljós svör um að hætt hefði verið við það félag og ákveðið að stofna nýtt. í nýju útgáfunni er gert ráð fyrir að stjórn félagsins semji lög fyrir félag- ið — og það er einmitt skipan stjórn- arinnar sem vekur athygli. í eldra fé- laginu var gert ráð fyrir að forsæt- isráðherra tilnefndi einn mann, borgarstjóri einn og að þrír yrðu kjörnir á aðalfundi. í nýja félaginu á forsætisráðherra áfram að tilnefna einn, sömuleiðis Samband við- skiptabanka og sparisjóða og svo Skrifstofa viðskiptalífsins, en tvo á að kjósa af borgarstjórn. Með öðr- um orðum á ekki að kjósa einn ein- asta stjórnarmann á aðalfundum fé- lagsins, en aukin áhrif þess í stað færð bönkum og fyrirtækjum ... b ^^^ylgjan er að auka starfsemi sína af fullum krafti. Á mánudag- inn verður fréttastofa Bylgjunn- ar sameinuð fréttastofu Stöðvar 2 og verður Elín Hirst sérstakur váktstjóri. Á fréttastofu Bylgjunn- ar munu sex fréttamenn verða við störf, en stofan fær stuðning frá fréttastofu Stöðvar 2 ... ar an - eða nýtt teppi ÓKEYPIS! Þau hafa aldeilis slegið í gegn GEMINI teppin okkar - sem þola næstum allt. Þessi þykku gæðateppi klæða nú fjölda stigahúsa auk annarra gólfa hérlendis sem erlendis. Núna geturðu teppalagt fleti sem hingað til var óhugsandi að hafa á teppi vegna bletta og slitálags. Skoðaðu ábyrgðarskilmálana. MARQUESA er alger bylting í teppagarni og þraut- prófað af hlutlausum rannsóknarstofum með tiijíti til slitþols, fjaðurmagns og eigin- leika til að halda áferð sinni - þetta er gæðatrygging fyrir kaupandann. GEMINI teppin eru þétt, efnismikil, lykkjuofin gæðateppi, 880 gr af garni í hverjum fermetra og að auki blettaþolin. ÞAÐ MÁ JAFNVEL ÞRÍFA BLETTINA MEÐ KLÓR. Mælum, rífumgömlu teppinaf-gerumtil- boð og leggjum nýju teppin fljótt og vel. Gemini - teppi ofin úr Einkar sterk gæðateppi með þéttum lykkjum og góðu undirlagi. 15 ferskir litir. Framleitt úr 100% polypropylene. Hentar á alia heimil- jsfléti, stigahús og skrifstofur. Full ábyrgð. Breidd: 400 cm. Efnismagn: 880 gr. m3 Marquesa ÁBYRGÐ: 5 ára blettaábyrgð! Myndist, innan 5 ára frá kaupdegi blettur, sem ekki tekst að þrífa úr skv. leiðbeiningum, eða sérfræðingar okkar ná ekki úr þá skiptum við orðalaust um teppi hjá þér. 5 ára slitþolsábyrgð! Slitni teppið í gegn innan 5 ára frá kaup- degi, skiptum við þvl slitna út með nýju teppi. 5 ára litaheldni! Láti teppi lit innan 5 ára frá kaupdegi, skiptum við því upplitaða út með nýju teppi. Ath: Abyrgöin fellur úr gildi við misnotkun, skemmdarverk eða náttúruhamfarir. TEPPABUÐIN GÖLFEFNAMARKAÐURINN, SUÐURLANDSBRAUT 26. Sími 91-681950.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.