Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. sept. 1990 PRESSON VIKUBLAÐ Á FIMMTUDOGUM Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Blad hf. Hákon Hákonarson Blaðamenn: Ljósmyndari: Útlit: Prófarkalestur: Auglýsingastjóri: Anna Kristine Magnúsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Friðrik Þór Guðmundsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Jón Daníelsson (ábm.) Einar Ólason Anna Th. Rögnvaldsdóttir Sigríður H. Gunnarsdóttir Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Askrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 1866. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1000 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 150 kr. eintak'ið. FÉLAGSMÁLASTOFNUN EINKAFRAMTAKSINS Það er svo skrýtið að þeir sem tala hæst um ágæti einkaframtaksins virðast jafnframt manna fúsastir til að þiggja opinbera framfærslustyrki. Þetta er raunar ekk- ert nýtt en staðfestist enn einu sinni um þessar mundir þegar ríflega fjórar og hálf milljón króna eru sóttar í sjóði Reykjavíkurborgar og látnar renna í tóma buddu Almenna bókafélagsins, eins og frá er skýrt í PRESS- UNNI í dag. Þær bækur sem keyptar eru fyrir peningana eru vafa- laust ágætar og hér skal síst dregið í efa að skólabóka- söfnin við grunnskólana í Reykjavík þurfi á þeim að halda. Það er þessum peningatilflutningum hins vegar með öllu óviðkomandi. Segja má að skólabókasöf nin séu svo heppin að fjármálaspekúlantarnir þurftu á þeim að halda til að reikningsdæmið gengi upp í bókhaldinu. Nokkur bókaforlög hafa farið á hausinn eða a.m.k. orðið að hætta starfsemi að undanförnu. Á lagerlista þeirra hefur einnig verið að finna ágætar bækur sem sjálfsagt hefðu sómt sér vel í hillum skólabókasafnanna í Reykjavík. Af því fer hins vegar ekki sögum að bóka- söfnin hafi fengið aukafjárveitingar til að kaupa bækur þeirra til að forða þeim frá gjaldþroti. Um Almenna bókafélagið gegnir öðru máli. Að því standa voldugir að- ilar og sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík situr í stjórn fyrirtækisins. Upphæðin, 4,6 milljónir, er í sjálfu sér ekki stór. Hún er þó um tuttugasti hluti af því sem talið er að Almenna bókafélagið þurfi til að komast hjá gjaldþroti. Hver upp- hæðin er skiptir heldur ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er ósvífnin. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar hefur úr litlum peningum að spila miðað við þau vandamál sem henni er ætlað að leysa. Hin sjálfskipaða félagsmála- stofnun einkaf ramtaksins tekur hins vegar það sem hún telur sig þurfa. Og þurfalingarnir eru ekki valdir af handahófi. Ný sýn EINAR ÓLASON hin pressan „Þjóðin vill ekkert bruðl sinn kostnaö." Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í samtali við Timann. „Ég hafna því að staða sauð- V fjárbænda sé vonlaus." Gunnar Sæmundsson bóndi Hrútatungu „Katrínu virtist finnast hálf klént að gera það bara átta sinnum og var komin i hasar- fréttamannsham." Úr pistli Elísabetar Þorgeirsdóttur í Þjóðviljanum. Um Katrinu Baldurs- dóttur. „Annaðhvort verður ráðherr- ann að skipta um veröld eða veröldin að skipta um ráð- herra." Hreinn Loftsson, lögmaður og for- maður utanrikisnefndar Sjálfstæð- isflokksins, um Jón Baldvin Hanni- balsson utanrikisráðherra. Morgun- blaðið. „Hvernig fór með sjóferðina sem hófst með fullfermi af draumum eftir formannskjör Jóns Baldvins Hannibalsson- ar?" Úr lesendabréfi Arnar Karlssonar i Morgunblaðinu. „Viljum við frekar hafa eins konar vændi á Ijósvakamiðl- unum?" Lesendabréf í DV. ,, Fréttamennirnir taka þessu eins og veörinu meö sauökindarlegri þolinmœði í staö þess aö skoöa hvernig fjármunir hins skattpínda almennings voru notaöir til aö kaupa hina digru valdastóla undir flokksgœöingana.“ Ólafur M. Jóhannesson í Morgun- blaðinu „Saddam Hussein var ekki i fforsendum þjóöarsáttarinn- ar.## Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ. Timinn. ,,Merking veröi sett utan á húsiö um aö þarna séu almenningssalerni svo aö fleiri en þeir sem gœddir eru dulskyggni- gáfu átti sig á þeirri þjónustu sem boöiö er upp á á þessum staö.“ Úr tillögu Kristínar Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa vegna almennings- salerna á Vesturgötu 7. „Karlinn i brúnni situr á bryggjustólpanum, þreytuleg- ur og dorgar með hálfbrotinni stöng á ótraustum nýjum vettvangsmiðum." Lesendabréf i Morgunblaðinu. Um Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins. „Dauðinn er spennandi ef maður lifir." Jónas Jónasson í Alþýðublaðinu „Það var kannski ágætt að Ei- ríki Bylgjumorgunþáttarstjóra tókst ekki að ná í hinn nýráðna Aðalverktakaforstjóra, en hann var í fríi á Flórída." Ólafur M. Jóhannesson í Morgun- blaðinu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.