Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 2

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 2
2’ vVW' »vv* A\ Fimmtudagur 27. sept. 1990 LJÓSMVNDIR: JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR ’ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR PRESSU Listamennirnir Magnús Tómasson og Eyjólfur Einarsson í félagsskap góðs vin- ar, Lofts Ólafssonar tannlæknis. Frændurnir Hans Kristján Árnason, einn af stofnendum Stöðvar 2, og séra Þor- björn Hlynur Árnason biskupsritari ræða við Kristínu Finnsdóttur. Niðri. Sonur afmælis- barnsins, Sigurður Guðmundsson, lista- maður i Hollandi, á tali við tvo vini sína, Magnús Tómasson myndlistarmann og Ólaf Jónsson, for- stöðumann listasafns ASÍ. Synir Guðmundar, Sigurður og Kristján, eru báðir þekktir listamenn. Hér sést Kristján á tali við annan myndlistar- mann, Sigurjón Jóhannsson. Einn af mestu sjarmörum Reykjavíkurborgar, lífs- kúnstnerinn Guðmundur Árnason verslunarmaður, varð áttræður á mánudag- inn. Guðmund þekkja margir frá þeim tíma er hann rak innrömmunar- verkstæði á Bergstaða- strætinu, en þangað komu „myndlistarmenn og skáld, businessmenn og bureau- kratar" og „læknar, lög- fræðingar, þjóðkirkjuprest- ar, listamenn og laumufar- þegar” svo vitnað sé til orða Einars Benediktsson- ar sendiherra og Einars Guðmundssonar skálds í af- mælisgreinum í Morgun- blaðinu. Guðmundur er einnig oft kallaður „innrammarinn mikli frá Stóra-Hrauni", en hann er einn ellefu barna Elísabetar Sigurðardóttur og Árna Þórarinssonar pró- fasts. Vinir og ættingjar Guðmundar eru fjölmargir og til að samfagna afmælisbarninu mættu um tvöhundr- uð manns til hófs á afmælisdaginn. Þar mátti sjá hina sömu litríku karaktera og sótt höfðu gleði sína til Guðmundar á innrömmunarverkstæðið og þá þarf enginn að spyrja hvort hafi verið gaman! Jóhanna Ólafsdóttir ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir fyrir PRESSUNA. Systir Guðmundar, Anna Árnadóttir, sem er 89 ára, hélt ræöu og minntist þeirra tíma þegar henni var falið að gæta bróður síns. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem Anna kom fólki til að hlæja.. .I T.v. Sigfús Halldórsson tón- skáld og Örlygur Sigurðs- son listmálari fóru á kostum á sviðinu. Þeir sungu saman „Litlu fluguna" og að auki sungu veislugestir lag Sig- fúsar við undirleik hans, „í dag", en Ijóðið er eftir tengdaföður Guðmundar, Sigurð Sigurðsson frá Arn- arholti. Niðri. Afmælisbarnið, Guð- mundur Árnason, með eig- inkonu sinni, Áslaugu Sig- urðardóttur. Þau hjónin hafa verið gift í 54 ár og eiga 21 afkomanda. SJARMÖRINN ORÐINN ÁTTRÆÐUR!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.