Pressan


Pressan - 27.09.1990, Qupperneq 6

Pressan - 27.09.1990, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 27. sept. 1990 A^//2Z/ KRÖKKT AF KRÁM Bjórkrárnar halda áfram að spretta eins og gorkúlur (sumir segja illgresi) út um Reykjavík þvera og endilanga, flestar í miðbænum. PRESSAN skoðaði sex nýjar krár og skemmtistaði sem á að opna á næstunni. Stærst eru Breiðvangur, með pláss fyrir yfir 1000 manns, og Borgar- kjallarinn í Kringlunni, sem verður opnað- ur bráðlega sem skemmtistaður fyrir 600 manns. T.h. Ný krá á horni Þingholts strætis og Bankastrætis. EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON Hverfiskráin Arnarbakka. Umhverfið er ekki spennandi. Ný krá á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Samkvæmt lauslegum ágiskunum PRESSUNNAR geta þessir sex nýju staðir á höfuðborgarsvæðinu og sá sjöundi í Garðabæ auðveld- lega tekið á móti 2.500 manns. Sumir af þessum stöð- um verða opnir á hverju kvöldi og miðað við framboð- ið sem er fyrir er varla ofsagt að bjartsýnismenn hljóti að standa á bak við fram- kvæmdirnar. Það verður fróðlegt að fylgjast með fram- vindu mála og sjá hverjir lifa og hverjir deyja í skemmtana- og bjórbransanum. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að bjórkrár séu nú þegar orðnar of marg- ar. „Best væri ef íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 200.000 drykkjumenn. Það er nóg af krám í bænum svo við verðum að taka kúnna frá hinum," segja menn sem eru að leggja síðustu hönd á inn- réttingar einnar ölstofunnar í miðbænum. Þeir viija ekki láta nafns getið. Krá á hverju horni Á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis, í fyrrver- andi húsnæði Álafoss, verða opnuð matsölustaður og bjór- krá á tveimur hæðum. Þung- ar og dökkar tréinnréttingar í suður-amerískum stíl ein- kenna þennan stað, sem verður með þeim stærri í bænum og tekur 200 manns í sæti. Eigandinn ætlar að freista með Ijúffengum stór- steikum á efri hæðinni, en lif- andi tónlist á þeirri neðri. Einnig er því lofað að tónlist- in verði ekki yfirgnæfandi um allt húsnæðið og hægt verði með góðu móti að tala saman hávaðalaust í hornun- um. Talað er um að þessi staður verði opnaður 5. október. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR var annar eig- andinn áður einn af eigend- um veitingastaðarins Arg- entínu, heitir hann Anton og er frá Chile. Félagi hans og meðeigandi er Ingþór Björnsson. Ný krá er nánast tilbúin á horninu á Hverfisgötu og Klapparstíg, en ekki náðist í eiganda hennar. Tómas Tómasson í Hard Rock Café er ekki af baki dottinn og opnar bráðlega 600 manna skemmtistað í kjallara Kringlunnar, heitir sá Borgarkjallarinn. Þetta mun vera hinn glæsilegasti skemmtistaður. Breiðvangur í Mjóddinni verður enn einu sinni opnað- ur og bak við þá framkvæmd stendur bíókóngurinn Árni Samúelsson. Breiðvangur getur tekið á móti langt yfir þúsund skemmtanafíklum og pláss er fyrir 500 manns í mat. Breiðhyltingar fá fleira en endurvakinn skemmtistað í Breiðvangi. Unnið er við smíðar á innréttingum í nýja krá við Arnarbakka, þar sem áður var pósthús. Fram- kvæmdir virtust ekki mjög langt á veg komnar og engir smiðir voru sjáanlegir þegar PRESSUNA bar að garði. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er eigandinn Vilhjálmur Svan og mun hann ætla sér að opna krána í næsta mán- uði. Þessi staður verður lík- lega dæmigerð hverfiskrá sem fyrst og fremst laðar að sér íbúa úr nágrenninu sem ekki ætla beinlínis út að skemmta sér, en kjósa frekar að skála við nágranna sína í rólegheitum. Garðbæingar verða held- ur ekki útundan í bjórdrykkj- unni. Nýr skemmtistaður þeirra með bar og tveimur veislusölum stendur við Garðatorg, þar sem áður var Heilsugarðurinn. Þetta er fyrsti staðurinn sem sækir um vínveitingaleyfi í Garða- bæ en bæjaryfirvöld hafa enn ekki afgreitt umsóknina. Garðurinn hf. er eigandi staðarins sem auðvitað heitir Café Garður. Framkvæmda- stjóri er Árni Sólonsson. Tónlistarbar Sérstæðasta nýjungin er liklega tónlistarbarinn á Vitastíg 3 við hliðina á Bjarnaborg. Það er Tónlist- armiðstöðin hf. sem mun reka staðinn, en Vífilfell á húsnæðið. Að sögn Jóhanns G. Jóhannssonar verður þessi staður „nýr vettvangur" fyrir tónlistarmenn og lifandi tónlist. Tónlistarbarinn tekur að minnsta kosti 200 manns í sæti og þar er líka dansgólf og stórt svið. „Það verður lagt mikið upp úr góðu sviði og plássi fyrir tónlistarmennina. Við höfum líka lagt sérstaka áherslu á vandað hljóðkerfi og gott loftræstikerfi. Það verður flygill á staðnum og góð að- staða til að taka tónleika beint upp í stúdíói í félags- heimili tónlistarmanna á þriðju hæð. Við hugsum okk- ur að vera með fjölbreyttan tónlistarflutning; jazz, blues, country og þjóðlagatónlist, auk þess sem við ætlum að reyna að vera með klassísk kvöld," segir Jóhann. Stefnt er að því að hafa opið öll kvöld vikunnar. „Þetta er ein af mörgum tilraunum til þess að bjarga félagsheimili tón- listarmanna á þriðju hæð hússins. Til að byrja með verður þetta tilraunastarf- semi, en við vonumst til þess að geta náð til almennings með tilboði sem er öðruvísi en það sem annars gerist í einhæfu skemmtanalífi Reykjavíkur," segir Jóhann. „Tónlistarmiðstöðin ætlar að hafa lifandi tónlist á barn- um öll kvöld. En þrátt fyrir tónlist af öllu tagi verður þetta staður þar sem fólk get- ur talað saman og látið sér líða vel í þægilegu umhverfi," segir Jóhann G. Jóhannsson. Heiti potturinn flytur úr Duus-húsi á tónlistarbarinn og Jazzvakning mun einnig halda til á þessum stað. Stefnt er að opnun 3. október og þá heldur Jazzvakning upp á fimmtán ára afmæli sitt dag- ana 4., 5. og 7. október.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.