Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 27.09.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. sept. 1990 5 SÉRSTÆÐ VIÐSKIPTI ALMENNA BÖKAFÉLAGSINS OG BORGARINNAR DAVÍÐ BEGGJA VEGNA BORÐSINS * A sl. fjórum mánuðum hefur borgarráð samþykkt aukafjárveitingu til bókakaupa á vegum Skólasafnamiðstöðvar upp á 5,1 milljón króna. Af þeirri fjárhæð hefur 4,6 milljónum verið varið til kaupa á bókum sem gefnar eru út af Almenna bókafélag- inu. Það vekur óneitanlega athygli ef haft er í huga að borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, er stjórnarmaður í þessu félagi, sem á nú í verulegum fjárhagserf ið- leikum. EFTIR: INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR ' við um sambærilegar bækur frá öðrum bókaútgefendum. „Finnst þetta ekki óeðlilegt “ Af samanlögðum aukafjár- veitingum upp á 5,1 millj. kr. standa enn eftir um 500 þús- und kr., sem verður varið til bókakaupa síðar á árinu og skiptast þá væntanlega milli annarra bókaútgefenda, en þeir munu vera um 50—60 talsins. 4,6 millj. kr. voru hins vegar notaðar til að kaupa bækur af Almenna bókafé- laginu. Til samanburðar má svo geta þess að þær upplýs- ingar fengust hjá Máli og menningu að það sem af er þessu ári hefði Skólasafna- miðstöðin keypt af þeim bækur fyrir samtals 439 þús- und krónur. Eru öll þau kaup sérstaklega merkt tilteknum skólum. Með öðrum orðum: Keypt hefur verið af Al- menna bókafélaginu fyrir a.m.k. tíu sinnum hærri upp- hæð en af Máli og menningu, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. PRESSAN hafði samband við Björn L. Halldórsson, forstöðumann Skólaskrif- stofu Reykjavíkurborgar, og spurði hann hvernig á því stæði að aukafjárveitingin hefði eingöngu verið nýtt til að kaupa bækur af Almenna bókafélaginu. Sagði Björn að þeim hefðu boðist mjög hag- stæð kjör á bókunum og þótt sjálfsagt að nota sér það. En finnst honum þessi kaup ekk- ert óeðlileg? „Nei, mér finnst það ekki. Auðvitað geri ég ráð fyrir að önnur forlög hefðu viljað fá hluta af þess- um peningum en ég efast um að þau hefðu viljað gefa okk- ur jafngóðan afsíátt, nema þá ef keypt hefði verið fyrir verulegar upphæðir. Það er alltaf svo að maður fær ekki verulega góð kjör nema geta skipt fyrir verulegar peninga- upphæðir." Ekki fékkst upp- gefið hver afslátturinn var. Munnlegt tilboð fráAB Aðspurður um það, hvort Almenna bókafélagið hefði átt frumkvæðið að þessum /viðskiptum, sagði Björn. „Já, þetta tilboð, skulum við segja, kom frá þeim og því var tekið." Tilboðið sem Björn talar um var ekki skrif- legt og ekkert kom fram um að slíkt tilboð væri fyrir hendi þegar borgarráð sam- þykkti aukafjárveitinguna. Sagði Björn að engu að síður hefði verið rætt um tiltekna bók í því sambandi, þ.e. ís- ienskan söguatlas, þannig að mönnum hefði verið ljóst við hvaða fyrirtæki átti að skipta. Þeir fulltrúar minnihiutans í borgarráði og skólamálaráði, sem PRESSAN hafði sam- band við, sögðust aftur á móti ekkert hafa heyrt um þetta mál og var ekki ljós sú nýting á aukafjárveitingunum sem greint er frá hér að ofan. Sú spurning hlýtur að vakna, varðandi þessi skyndilegu og miklu viðskipti Skólasafnamiðstöðvar Reykja- víkurborgar við Almenna bókafélagið, hvort þau teng- ist á einhvern hátt þeirri stað- reynd að Davíð Oddsson borgarstjóri er jafnframt stjórnarmaður í Almenna bókafélaginu? Kom PRESS- AN skilaboðum til borgar- stjóra og gerði ítrekaðar til- raunir til að ná í hann en án árangurs. Aukafjárveiting borgarráðs iil bóka- kaupa 5, T milljón. Bækur keypiar af Aimenna bókafélaginu fyrir 4,6 milljónir og af öðrum fyrir 500 Á fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir þetta ár er samtals 8,7 milljónum króna veitt til bókakaupa á vegum skóla- bókasafna. Pessi upphæð skiptist niður á einstaka skóla og getur verið mjög mismun- andi, allt eftir því hvort gró- inn eða nýr skóli á í hlut. Skól- arnir ákveða sjálfir hvaða bækur þeir kaupa fyrir þessa fjármuni en Skólasafnamið- stöðin, sem starfar á vegum Skólaskrifstofu Reykja- víkurborgar, sér um inn- kaupin og skráir bækurnar. Ráðstöfun þessara fjármuna er því í samræmi við óskir og þarfir hvers skóla. Miðstýrð bókakaup Eins og PRESSAN hefur áð- ur gert ítarlega grein fyrir á Almenna bókafélagið nú í verulegum fjárhagskröggum. Að undanförnu hafa þeir boð- ið lánardrottnum sínum upp á samninga um að félagið greiði þeim um 65% af því sem það skuldar þeim. Hafa menn verið misfúsir til að ganga að slíkum samningum og eru aðrir bókaútgefendur, sem eiga talsverðar upphæð- ir inni hjá Bókaverslun Ey- mundssonar, lítt hrifnir af því að koma samkeppnisað- ila sínum þannig til bjargar. En Almenna bókafélagið er sem sagt í verulegri þörf fyrir lausafé og hver milljón skiptir máli. Óvænt bókakaup borg- arinnar upp á 4,6 milljónir hljóta því að koma sér vel fyr- ir félagið. Þessi bókakaup eru þannig til komin að þann 5. júní sl. samþykkti borgarráð, að ósk skóiaskrifstofu borgarinnar, aukafjárveitingu til Skóla- safnamiðstöðvar upp á 1,5 millj. kr. Þann 4. september sl. var svo samþykkt önnur aukafjárveiting upp^ á 3,6 millj. kr. til kaupa á íslensk- um söguatlas. I beiðni skóla- skrifstofu var vísað til þess að hann nyti nú mikilla vin- sælda og nýttist vel til kennslu. Er það eflaust bæði satt og rétt en það sem vekur athygli er hvernig aukafjár- veitingin var nýtt að öðru leyti. Henni var ekki skipt milli einstakra skóla heldur var bókakaupunum stýrt frá skólaskrifstofunni. Þegar PRESSAN spurðist fyrir um hvaða bækur hefðu verið keyptar fyrir fjárveitinguna kom í ljós að þær voru allar gefnar út af sama bókaforlag- inu, þ.e. Almenna bókafélag- inu. Bækurnar sem um er að ræða eru: íslenskur sögu- atlas, Atlas AB, íslenskir málshættir, íslenskt orð- takasafn, Islenskar smá- sögur (6 bindi), íslensk Ijóð (6 bindi) og Fuglar íslands og Evrópu. Allt eru þetta hinar bestu bækur sem gagn er að fyrir skólabókasöfnin, en það á auðvitað alveg jafnt

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.