Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 6

Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER Bygging hjúkrunarheimilis Magnús L. Sveinsson Séra Sigurður H. Guðmundsson Félagsfundur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 15:00. Fundarefni: 1. Kynnt skipulagsskrá fyrir umönnunar- og hjúkrunarheimilið Eir. 2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í byggingu hjúkrunarheimilis. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Séra Sigurður H. Guðmundsson, for- maður stjórnar Skjóls. Fundarstjóri: Elín Elíasdóttir Elín Elíasdóttir, varaformaður V.R. Félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðuna'rtöku um þetta þýðingarmikla mál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Glæsilegar hýskar ullarkápur frá ] HMC H U C K E M00E COL. LECTION INTERNATIONAL Gx v/Laugalæk, sími 33755 herjuðu er afstaðið og þar Skúlason, biskup og aðrir þingfulltrúar á fjarmála- ráðuneytið vegna skerðingar á fjár- veitingum. Raddir hafa heyrst um að Þjóðkirkjan hefði átt að stíga skrefið til fulls og beita þeirri „Dagsbrúnarað- ferð“ að hóta aðskilnaði frá ríkinu. Ahættan við þá aðferð er að ríkið gæti óvart sagt vesgú... Félag félagsmálastjóra hélt fyrir skömmu stóra ráðstefnu um velferð- arþjóðfélagið. Um 230 manns sóttu ráðstefnuna og hljóðaði gjaldið upp á sjö þúsund krónur á mann og var þó aðeins kaffi innifalið. Tekjur fé- lagsins hafa því numið um 1,6 millj- ónum króna. Fyrirlesurum var boð- ið upp á tíu þúsund krónur fyrir við- vikið, en gallinn var að þeir þurftu að greiða ráðstefnugjaldið og fengu því bara þrjú þúsund! Kunnugir skjóta á að kostnaður við ráðstefn- una hafi vart farið yfir 400—500 þúsund krónur og því verið allgóður hagnaður af þessu annars ágæta framlagi Braga Guðbrandssonar, formanns félagsins, og kollega hans. Hafa ber í huga að gjöld drjúgs hluta þátttakenda greiddu viðkomandi sveitarfélög... l^ögmaðurinn landsþekkti Þor- valdur Ari Arason hefur náð heilsu og gustar af honum. í Tíman- um í gær birtir hann auglýsingar um að hann taki að sér sölu fasteigna. Hann kallar gjaldskrá Félags fast- eignasala okurskrá og býður upp á „aðeins" 1% söluþóknun, en gjald- skrá FF hljóðar upp á 1,7—2%. Þor- valdur bendir sérstaklega á að hann sé ekki meðlimur í FF og má bæta því við að enginn kannast við að hann hafi lögboðið leyfi tii aö stunda fasteignaviðskipti. Þorvald- ur auglýsir einnig að hann taki að sér sölu verðbréfa. Til þess þarf hann einnig ráðherraveitt leyfi, en hefur ekki. . . Griniö getur s,u„dum »erid dýrkeypt, eins og þau í Gríniðjunni fá nú að kenna á. Gjaldþrotabeiðni hefur verið send inn á fyrirtækið, sem þýðir að árangurs- laust fjárnám hefur farið fram. Það er því spurning hvort nokkrir brandarar hafa fundist í fórum þeirra Gísla Rúnars Jónssonar, Eddu Björgvinsdóttur og Júlíus- ar Brjánssonar. Það mætti kannski segja að gamanið væri tek- ið að grána... ^^^rlega hefur Edda Sigrún Ól- afsdóttir héraðsdómslögmaður boðið konum sem eru starfandi lög- menn til mikillar veislu. Veitingar í þessum veislum hafa verið miklar og glæsilegar og hvergi til sparað... |f B^k.ratar í Reykjavík íhuga nú hvort halda eigi prófkjör eða stilla upp. Þeir sem mæla með uppstill- ingu eru hinir sömu og þrýsta á EHert Schram um að taka þriðja sætið og Oss- ur Skarphéðins- son að taka fjórða sætið. Ýmsum „eðal- krötum" finnst nóg um veiðarnar og benda á Árna Gunnarsson í þetta sæti. Önnur nöfn eru nefnd sem líkleg framboðs- efni í þriðja sætið, þeirra á meðal Ragnheiður Davíðsdóttir ritstjóri og Steindór Karvelsson, formað- ur reykvískra ungkrata. Þau síðar- nefndu krefjast þess að haldið verði prófkjör... || ■ ■ lutafjárútboð Fróða hefur tekið nýja stefnu í kjölfar sölu Kaup- þings til Búnaðarbankans. Áður en Búnaðarbankinn keypti Kaupþing var hlutafjárútboðið ekki auglýst að neinu marki. Eftir kaupin hefur hins vegar verið settur kraftur í auglýsing- arnar. Það sem vekur athygli í þessu sambandi er að Búnaðarbankinn er viðskiptabanki Magnúsar Hregg- viðssonar og Fróða og hefur því að sjálfsögðu áhuga á að hressa hluta- fjárútboðið við. Þetta tengist síðan allt því að staða Fróða mun vera fremur tæp í kjölfar Smárahvamms- ævintýrisins... SMÁAUGLÝ SIN G A B L AÐIÐ NOTAÐSNYTT ÍETTUSTANDAR ’akvelar KAR « S Bi i p/tSD SLIPIRO.KKAR • UOSMYNDAVELAR • RJOMAKONNUR. • SUMARBUSTAÐIR • BILAR FURURUM • AFRUGLARAR • FERÐALOG • POTTAPLONTUR • RAFMAGNSOR.GEL IBUÐIR • VATNSRUM ,• BARNAGÆSLA • ÞREKHJOL • GASD|MPARAR • LEIKFQNG LEDURPILS • EINKAMAL • KLÆÐASKAPAR • BOKAFIILLUR • VIDEOTÆKI • ISSKAPAR STOLAR • ÞVOTTAVELAR SUMARBUSTAÐ HEYBAGGAglW • G.AROAHOLI • TOLVUDISKE • SJONVARPS, • ÞVOTTAGRL EYRNALOKK • GLERAUGU • GERVIHNATTA • BILAVIÐGERf ' • PLAÐAPRES SUPIRQKKAR FURUELUM • IBUÐIR • VAT LEÐURPILS PfcGLAR * FASTEIGNIR NAR • GA • ARMBAND; UR EIMINGATÆKI HESTAf? • ILJOMPLOTUR , VARAHLUTIR hatardiskar XMAL • FOT JATAR • JRÐUR *..PIPUR FERÐATOSKUR CLAMAÐURINN BARUJARN LMSTÆf)UR • LÐIR • BILAR • VSNSOR.GEL * LEIKFQNG • SSSKAPAR • - V ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.