Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBF.R
STOFNUÐU
TIL1100
MILLJÓNA
SKULDAÁN
ÞESSAD
LEGGJA TIL
EINA EINUSTU
KRÓNU
Lindalax, sem nú er til gjaldþrotameðferðar, á það
sameiginlegt með nokkrum öðrum fiskeldisfyrirtœkjum
hér á landi, að hlutafé íslendinga er að mestum hluta
greittmeð eignum eða vinnuframlagi, en ekkipeningum.
Hópur kröfuhafa íþrotabú fyrirtœkisins hefur nú ákveð-
ið að krefja íslensku hluthafana um greiðslu á hlutafjár-
loforðum þeirra í reiðufé. Ef kröfuhafar ná sínu fram
munu eigendur Lindalax þurfa að greiða tugi milljóna
inn í þrotabúið.
Islensku eigendurnir eru landeigendurnir Porvaldur
Guðmundsson íSíld ogfisk ogSæmundur Pórðarson,
ásamt fjölskyldum þeirra, ogEiríkur Tómasson hœsta-
réttarlögmaður.
Ef þetta gengur eftir er Ijóst að mörg sambærileg mál
munu fylgja í kjölfarið.
Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk
HEF HALDIÐ MIG
VIÐ SVÍNARÍIÐ
„Þetta er eintóm vitleysa allt
saman. Ég afsalaöi mínum hluta
til barna minna og hef ekki haft
nein afskipti af þessu fyrirtœki,"
sagdi Þorvaldur Guðmundsson í
Síld og fisk.
Þorvaldur er annar tveggja
landeigenda sem voru meðal
stofnenda Lindalax á sínum tíma.
Þorvaldur var kjörinn í varastjórn
félagsins á aðalfundi, sem haldinn
var 18. júní 1987. í tilkynningu til
hlutafélagaskrár, dagsettri 20.
nóvember 1989, sagði Þorvaldur
sig úr varastjórn félagsins. í til-
kynningunni segir að Þorvaldur
og fleiri hafi sagt sig úr stjórn fé-
lagsins 10. maí 1989.
Aðrir sem gengu úr stjórn á
sama tíma voru Geirlaug Þor-
valdsdóttir, en hún er dóttir Þor-
valdar, Sæmundur Þórðarson
og dóttir hans, Anne May Sæ-
mundsdóttir. Sæmundur og
Geirlaug voru í aðalstjórn en Þor-
valdur og Anne May í varastjórn.
Nú áttir þú sæti í varastjórn
og varst meðal stofnenda
Lindalax:
,,Eg hef ekki haft nein afskipti af
þessu fyrirtæki. Ég hef haldið mig
við svínaríið,” sagði Þorvaldur
Guðmundsson.
Þorvaldur hefur gert kröfu á
hendur þrotabúinu til greiðslu
1.600 þúsunda króna frjárhæðar
sem hann lánaði Lindalaxi árið
1986. Sæmundur Þórðarson gerir
einnig kröfu á hendur þrotabúinu.
„Lindalax er ekki einsdæmi. Það
er mikið um að íslendingar greiði
ekki hlutafé sitt með peningum,
heldur með ótilgreindum eignum.
Þetta er víða að finna,“ sagði maður
sem þekkir vel til í íslensku fiskeldi.
Vegna reglna um takmarkaðan
rétt útlendinga til að eiga hlut í ís-
lenskum fyrirtækjum hefur það
tíðkast innan fiskeldisins að íslensk-
ir hluthafar séu skráðir fyrir meiri-
hluta fyrirtækjanna án þess að
leggja til þeirra raunverulegt hluta-
fé. Þess í stað hafa þeir lagt til ótil-
greindar eignir; land, ráðgjöf og
fleira.
EKKI LÖGLEGA STAÐIÐ AÐ
GREIÐSLUM
„Það er ekki löglegt að greiða
hlutafé með þessum hætti. Þetta
stenst einfaldlegaekki lög um hluta-
félög. Það er tvennt sem við gerum
athugasemdir við. Landeigendur
greiddu sitt hlutafé með leigusamn-
ingi sem við teljum að sé of hátt
metinn. Norðmennirnir og Eiríkur
Tómasson greiddu stóran hluta síns
hlutafjár með reikningum. Við telj-
um þetta ólöglegt og því verður að
fara í innheimtumál til að fá þessa
aðila til að greiða það hlutafé sem
þeir skráðu sig fyrir," sagði einn
kröfuhafa.
Þorsteinn Pétursson skiptaráð-
andi sagði það rétt að kröfuhafar
hefðu sagst vera óánægðir með
hvernig staðið var að greiðslu hluta-
fjár og flest benti til þess að á næsta
skiptafundi yrði farið fram á að það
hlutafé sem ekki var greitt með
reiðufé yrði innheimt.
íslensku hluthafarnir eru skráðir
FRAMTÍÐIN
ÓVISS
Laxalind er félag veðkröfu-
hafa. Félagið var stofnað til að
forða veðkröfuhöfum frá frekara
tjóni en fyrirsjáanlegt var. Félag-
ið keypti fiskinn á 368 milljónir
og fasteignir Lindalax á 317
milljónir. Aðaleigendur Laxa-
lindar eru íslandsbanki og Den
norske Creditbank.
„Það hefur verið ákveðið að
bankarnir standi ekki lengur í
rekstri stöðvarinnar. Það er búið
að auglýsa hana til leigu í erlend-
um blöðum og hún verður aug-
lýst hér á landi innan skamms. Ef
nýir rekstraraðilar finnast ekki
verða dælur teknar upp og öllum
rekstri hætt. Þá verður biðstaða
og óvíst hver framtíð stöðvarinn-
ar verður," sagði Ásgeir Thor-
oddsen hæstaréttarlögmaður,
stjórnarformaður Laxalindar.
Er ekki hætta á að eigendur
Laxalindar tapi talsverðu af
þeim peningum sem þeir
settu í kaupin á fiskinum og
fiskeldisstöðinni?
„Þessar tölur fást aldrei úr söl-
unni, það er rétt. Kaupverðið
miðaðist við þær veðkröfur sem
bankarnir áttu hjá Lindalaxi,"
sagði Ásgeir Thoroddsen.
fyrir um 65 milljónum. Af því
greiddi Draupnissjóðurinn 15 millj-
ónir í reiðufé. Að baki 50 milljónum
liggja hins vegar Ieiga á landi og út-
gefnir reikningar frá hluthöfunum.
LEIKUR AÐ TÖLUM
„Mér finnst liggja í loftinu að
menn hafi verið að leika sér að töl-
um,“ sagði maður sem þekkir vel til
í greininni.
„Þær reglur voru í gildi að útlend-
ingar máttu aðeins eiga 49 prósent
í fyrirtækjunum. Til þess að hlutur
íslendinganna yrði 51 prósent var
algengt að framlag þeirra væri met-
ið með hliðsjón af því, burtséð frá
verðmætinu. Það er til annað dæmi
ekki ósvipað Lindalaxi. Fjallalax í
Grímsnesi var í eigu íslendinga og
sömu Norðmanna og áttu hlut í
LindalaxL Þar var sama upp á ten-
ingnum. íslendingar lögðu til land
og vatn. Framlag þeirra var metið
þannig að þeir áttu 51 prósent í fé-
laginu. Ég held að allir viti að landið
var alls ekki þess virði," sagði mað-
ur sem þekkir vel til í greininni.
EKKI TIL FYRIR STROKLEÐRI
Heimildamenn PRESSUNNAR
segja að hlutafé hafi ekki einungis
verið ofmetið til að komast framhjá
51 prósents reglunni heldur jafn-
framt til að sýna mun betri eiginfjár-'
stöðu en efni stóðu til.
„Norðmennirnir hafa framvísað
himinháum reikningum fyrir ráð-
gjöf. Þetta var engin ráðgjafarþjón-
usta. Þessir menn vissu ekkert hvað
þeir voru að tala um. Það sést best
á því hvernig komið er fyrir Linda-
laxi, og reyndar fleiri fiskeldisfyrir-
tækjum. Hitt er annað að eigið fé ís-
lenskra fiskeldisfyrirtækja var yfir-
leitt ekki neitt. Það má segja að ekki
hafi verið til peningar fyrir strok-
leðri, til að þurrkaút vitleysuna sem
ráðgjafarnir lögðu til. Það hefur
vantað alvörufé," sagði sérfræðing-
ur í fiskeldi í samtali við PRESSUNA.
TVEIR PENNAR Á TVÆR
MIÉLJÓNIR
En gagnrýni kröfuhafa í þrotabú
Lindalax er víðtækari. Jafnvel þó
þeir tækju hlutafjárframlag íslend-
inganna gilt draga þeir í efa reikn-
ingana sem iagðir voru fram sem
hlutafé.
„Við erum ekki sáttir við hvernig
leiguverðið var reiknað. Það er
hægt að stofna félög með ýmsum
hætti. Mér kemur í hug að ef tveir
menn stofna til hlutafélags, þar sem
hvor leggur til einn penna, og ef
mennirnir meta hvorn penna á
milljón þá er eigið fé félagsins tvær
milljónir. Mér þykir þeir sem stóðu
að stofnun Lindalax hafa gert eitt-
hvað ámóta þessu. Landeigendur
mátu leiguna fyrir rúmar 40 milljón-
ir og aðrir stofnendur greiddu með
reikningum," sagði einn kröfuhaf-
anna.
SLÁANDI LÍTIÐ REIÐUFÉ EÐA
Skiptastjórar í þrotabúi Lindalax
létu Sigurð Pálsson, endurskoð-
anda fyrirtækisins, kanna þetta mál.
í skýrslu hans segir:
„Á hinn bóginn er sláandi að sjá
að greiðsla hlutafjárins sjálfs er að-
eins 37,8 prósent í reiðufé en af-
gangurinn greiddur með alls konar
reikningum. Undirritaður er þeirrar
skoðunar að stjórnendur Lindalax
hafi ekki átt auðvelt með að hafa
skoðun á réttmæti hvers reiknings á
hverjum tíma. Jafnvel var erfitt um
tíma að fá frá Seafood Development
eðlileg grunngögn um meintan
kostnað. Engu að síður var ofan-
greindur kostnaður viðurkenndur
af félaginu og því erfitt að hnekkja
honum."
HLUTAFÉ í REIÐUFÉ EÐA
EIGNUM
í stofnsamningi Lindalax segir
meðal annars: „Akveði stjórn fé-
lagsins að notfæra sér heimild til
þess að auka hlutafé félagsins skal
viðbótarféð greitt í reiðufé eða eign-
um, sem stofnendur leggja fram,
samkvæmt ákvörðun stjórnarinn-
ar.“
Það er ekki síst vegna þessara
ákvæða í stofnsamningi sem kröfu-
hafar hyggjast freista þess að sækja
þann hluta hlutafjárins, sem ekki
var greiddur með reiðufé, með til-
stuðlan dómstóla.
í stofnsamningi var gert ráð fyrir
að hlutafé Lindalax gæti orðið allt
að 300 milljónum króna. Þegar fyr-
irtækið varð gjaldþrota var hlutaféð
187.018.542. Seafood Development
átti 88.183.528., landeigendur á
Vatnsleysu 47.121.193., Den norske
Creditbank 33.470.424, Draupnis-
sjóðurinn 15.298.322 og Eiríkur
Tómasson 2.945.075. Síðast var
hlutaféð aukið sumarið 1989. Þessi
aukning var gerð að kröfu lánar-
drottna, samfara beiðni um rekstr-
arlánafyrirgreiðslu.
Landeigendur greiddu sinn hluta
með leigusamningi til 25 ára.
Draupnir og Den norske Creditbank
greiddu sína hluta með reiðufé.
Seafood Development og Draupn-
issjóðurinn hétu því að veita alls 3,8