Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER
wM HMNI
S.ÞOR
Björk og tríó
Guðmundar á
útgáfu-
tónleikum
Þeir sem misstu af tónleikum
BJARKAR GUÐMUNDSDÓTTUR Og
tríÓS GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR
á dögunum geta tekið gleði sína á
ný. Akveðið hefur verið að halda
tónleika í íslensku óperunni þann
6. desember, vegna útgáfu Smekk-
leysu á hljómplötu Bjarkar og
tríósins, sem hefur að geyma
djassaðar útgáfur af íslenskum
dægurlögum.
Sinfónían semur
við virt breskt
útgáfufyrirtæki
Forsvarsmenn Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands hafa átt í samninga-
viðræðum við hið virta breska
hljómplötufyrirtæki Chandos um
útgáfu á verkum í flutningi hljóm-
sveitarinnar. Drög að samningi
liggja fyrir og eru til skoðunar hjá
lögfræðingum sinfóníunnar.
Um er að ræða þriggja ára samn-
ing og yrðu teknar upp þrjár plötur
á ári. Fyrstu upptökur verða líklega
á tónleikum hljómsveitannnar 2.
mars, en þá verður fluttúr píanó-
konsert nr. 4 eftir Rachmaninoff svo
og óperan Monnavanna.
Stjórnandi á tónleikunum verður
Igor Buketoff, sem var m.a. aðal-
stjórnandi hljómsveitarinnar á sjö-
unda áratugnum. Einleikari verður
Sherill Milnes.
Tvær bækur
frá nýjum höfundi
Ný verkefna-
valsnefnd
sinfóníunnar
Samkvæmt tilnefningu rekstrar-
aðila Sinfóníuhljómsveitar íslands
hefur menntamálaráðherra skipað
fulltrúa í verkefnavalsnefnd hljóm-
sveitarinnar til næstu fjögurra ára.
Þeir eru: RUT MAGNÚSSON, formað-
ur, skipuð af ráðherra, GUÐMUNDUR
emilsson, tilnefndur af Ríkisút-
varpinu, ÁRNI TÓMAS RAGNARSSON,
tilnefndur af Reykjavíkurborg,
HRÓÐMAR I. SIGURBJÖRNSSON, til-
nefndur af Tónskáldafélagi íslands,
Og KJARTAN ÓSKARSSON, Starfs-
mannafélagi sinfóníunnar. petri
SAKARI Og SZYMON kuran taka sæti
samkvæmt ákvæðum laga um sin-
fóníuhljómsveitina.
„Ég er byrjuð á stóru skáldverki
og mér fannst þessar bækur vera
farnar að liggja svolítið á mér,"
segir oddný björgvins, nýr
höfundur, sem kveður sér
hljóðs fyrir jólin með tvær
ólíkar bækur, sem Skák-
prent gefur út.
„Níu nornaljós" hefur
að geyma níu smásögur.
Sögusviðið er fjölbreytt,
jafnt íslenskt sem alþjóðlegt.
„Þegar prentljósin dansa" er
heiti ljóðabókar Oddnýjar, en
eins og í smásögunum leitar
hún þar víða fanga. MARGRét
birgisdóTTIR grafíklista-
kona myndskreytir
„Mér finnst tíminn
að fljúga svo mikið
mér. Ég byrjaði seint
en það hefur orðið
einhverskonar
ástríða hjá mér að
skrifa. Núna líður
mér bókstaflega
illa ef ég er ekkil
við skriftir í
hverri viku,"
segir höfund-
Oddný hefur ritað fjölda blaða-
greina, flutt útvarpserindi, birt smá-
sögur og ljóð, skrifað
reglulega þætti um
ferðamál og hefur nú
umsjón með
Ferðablaði Lesbókar
Morgunblaðsins.
Margir þekkja
Oddnýju einnig af
fyrri störfum hennar
að ferðamálum, en
h^n lagði m.a.
grunninn að Ferða-
jónustu bænda, sem
framkvæmdastjóri
fimm ár.
Runólfur Birgir Leifsson, núverandi rekstrarstjóri Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands.
RUNÓLFUR BIRGIR
NÆSTI FRAMKVÆMDA-
STJÓRI SINFÓNÍUNNAR?
Starf framkvæmdastjóra Sinfóníu-
hljómsveitar íslands hefur sem
kunnugt er verið auglýst laust til
umsóknar og verður ráðið í starfið
fyrir næstu mánaðamót. Umsókn-
arfrestur rennur út þann 15. þessa
mánaðar. Runólfur Birgir Leifs-
son, sem ráðinn var rekstrarstjóri
sinfóníunnar af síðustu stjórn, hefur
sótt um og samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR eru góðar líkur á að
hann hreppi hnossið.
Framkvæmdastjóri er samkvæmt
nýjum reglum um sinfóníuna ráðinn
til fjögurra ára í senn og rennur
samningur við Sigurð Björnsson
út um áramót.
Samhliða ráðningu nýs fram-
kvæmdastjóra er talið líklegt að
starf rekstrarstjóra verði lagt niður,
en til þess var stofnað í sumar er
Runólfur Birgir hóf störf samkvæmt
ákvörðun fráfarandi stjórnar sinfón-
íuhljómsvejtarinnar undir for-
mennsku Ólafs B. Thors.
Runólfur Birgir er viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla íslands, hann var
áður deildarstjóri á fjármálasviði í
menntamálráðuneytinu og starfs-
maður fjárveitinganefndar.
SPAKMÆLI SIGURÐAR
NÝÖLDIN OG EILÍFÐARMÁLIN
SIGURÐUR ÞÓR
GUDJÓNSSON
Hún er í meira lagi dularfull
þessi Nýöld sem allir tala um. Það
var jafnvel vitnað í mig um daginn
í sjónvarpinu henni til lofs og
dýrðar. Var sú speki alveg botn-
laus enda sett saman á fylliríi í
fyrndinni því ég var stundum full-
ur í þá daga.
En nú vil ég nota tækifærið og
skrifa smávegis um guð og eilífð-
ina. Og er aldrei að vita nema vitn-
að verði í mig aftur á einhvérri
óþekktri öld.
Ég elska dulspekina. Fyrir mér
er hún hasar og spenna. Hún gef-
ur ímyndunaraflinu byr undir
vængi. Og ég trúi öllu eins og nýju
neti þó ég viti að það sé haugalygi.
Eins og hjá krökkunum: í alvör-
unni en samt í þykjustunni. Dul-
spekin líkist músíkinni og skáld-
skapnum. Hún er sannleikurinn
um lygina og lygin um sannleik-
ann.
Ég veit ekkert um framhaldslífið
fremur en aðrir. Ég hvorki játa því
né neita. En ég er ósköp þolin-
móður. Ég veit að þetta kemur allt
í ljós fyrr en varir þegar ég dey.
Það er bara verst að ef maður
skyldi nú alveg deyja drottni sín-
um þá verður maður svo stein-
dauður að maður veit ekki einu
sinni að maður er dauður þegar
maður er dauður. En þá er bara að
sætta sig við orðinn hlut og bera
sig vel.
Aldrei hefur guð vitrast mér. Ég
læt því tilvist hans liggja á milli
hluta. En ég veit að hann stendur
í alls kyns snatti fyrir suma kunn-
ingja mína. Útvegar þeim jafnvel
kvenfólk og peninga. En ég þakka
þessum góða guði fyrir að sýna
mér þá háttvísi að vera ekki með
nefið niðri í því sem honum kemur
ekki við. Sannarlega er mér and-
skotans sama hverju fólk trúir svo
fremi að trú þess bjóði því ekki að
skera mig á háls. Um daginn fór ég
á trúarsamkomu með einhverri
fallegustu konu í heimi. (Það er
einn af dýpstu leyndardómunum
hve margar sætar stelpur eru í sér-
trúarsöfnuðum hvers konar. Vinir
mínir segja að það stafi af því að
sætar stelpur séu með svo lítinn
heila.) Og mikið var þetta trúað og
yndislegt fólk. Það elskaði mig. Og
fór ekki dult með kærleika sinn.
Síst einhver fallegasta kona í
heimi. Ég varð aldeilis að taka á
honum stóra mínum þetta kvöld
til að fara ekki að trúa öllum fjand-
anum. Að minnsta kosti skildi ég
loks hvað ástin er. Hún er að vera
á trúarsamkomu með einhverri
fallegustu konu í heimi.
Eina á ég þó trú sem eflist að
styrk og sannfæringu eftir því sem
ég lifi lengur. Það er trúin á mann-
lífið. Ég trúi því að hver einstakl-
ingur sé óumræðilega verðmætur.
Og skipti því meira máli sem hann
er meiri smælingi í heiminum. Ég
trúi því að við eigum að reyna eftir
megni að draga úr þjáningum
annarra án þess að ætla okkur að
frelsa heiminn. Og ég trúi því að
við eigum að eyða því ranglæti og
ójafnrétti sem er í mannlegu valdi.
Hitt eigum við að umbera og vera
glöð.
Gleðin er nefnilega ávöxtur
þessarar trúar. Maður er góðglað-
ur öllum stundum. Líka í mótlæti.
Það verður gott að vera til. Og það
verður gaman að vera með í þess-
ari dularfullu mannaferð þó mað-
ur skilji ekki baun í tilgangi reis-
unnar eða hvert í ósköpunum för-
inni er heitið.
lllugi
sendir frá
sér barnabók
„Ég skrifaði hana um páskana í
fyrra þegar ég lá í veikindum og
hafði ekkert annað að gera," sagði
illugi JÖKULSSON í samtali við
PRESSUNA, en Iðunn gefur fyrir
jólin út eftir hann barnabókina
Platafmælið, sem prýdd er mynd-
um eftir gunnar karlsson. Þetta
er fyrsta skáldverkið eftir Illuga,
en áður hefur hann skrifað heim-
ildabækur um Stuðmenn, skák-
menn og íslenska nasista, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Illugi sagðist ekki hafa græna
glóru um til hvaða aldurshóps
bókin höfðaði, þótt líklega hent-
aði hún ekki allra yngstu börnum.
„En ég vona að fullorðnir kunni
líka að meta hana," bætti hann við.
í bókarkynningu frá Iðunni seg-
ir: „Það er enginn hægðarleikur
fyrir tvo fjöruga krakka að læðast
um á tánum meðan mamma sefur.
Allra síst þegar mamma þarf að
leggja sig á hverjum degi. Tómas
og Alexandrína eru systkini og
saman bralla þau ýmislegt þegar
enginn sér. Einn góðan veðurdag
fá þau skrýtna hugmynd — og þá
er ekki setið við orðin tóm heldur
hafist handa ..
S.ÞÓR