Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 23
23 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER Þrjár manneskjur lentu á áberandi hátt beggja vegna borös þegar spurt var um hvaða einstaklingar væru inni og hverjir úti. Fyrsta skal þar tilnefna BRYNDÍSI SCHRAM, dag- skrárgerðar- konu og utan- ríkisráðherra- frú. Bryndís þykir „inn" fyrir að vera frjálsleg í fasi, hress og smekklega klædd. „Ægi- lega sæt," sagði einn viðmælenda. „Hún er alltaf „inn", hispurs- laus mann- eskja sem er ekkert að fela sig," sagði annar. Öðrum fannst hún fara yfir strik- ið. „Hún er nú engin smá- stelpa lengur" og „Þetta er allt-á yfirborðinu." Þá er umdeilt hvernig flokka eigi ÓLAF LAUFDAL veitingamann og JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR ráðherra. Ólafur þykir annars vegar hafa sýnt aðdáunarverða þrautseigju og biðlund, maður sem þraukar í gegn- um þykkt og þunnt, efnaður án þess að berast á. Hins vegar þykir hann á rangri hillu við að byggja upp veit- ingastaðakeðju þegar pöbbar eru „inn" og þykir hafa á sér einhvern tap- stimpil. Jóhanna Siguröar- dóttir er „inn" hjá þeim sem vilja berjast fyrir hagsmun- um fjöldans, er óhrædd við almenningsálitið og sýnir körlunum í tvo heimana. En á hinn bóginn skortir hana mýkt — þykir of einstreng- ingsleg og frek. Þá þykir hún ekki nægilega lífsglöð að eölisfari. ekki þegar kemur að kosningum, enda er eins og þær hafi orðið eftir einhvers staðar í fortíðinni." Reyndar blandast þetta allt saman í furðulegri „inn" — „út"- kaldhæðni því Friðrik Sophus- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, eru tek- in sem dæmi um „inn" par. Kynferðislegt aðdráttarafl, daður og persónulegur stíll eru „inn" og um leið er „út" að virka of sómakær eða traustvekjandi. Þetta sést á því að það er „út" að vera klæddur eins og gína úr búð, í öllu frá einu merki. Dýr merki eru áfram „inn" en þau verður að nota rétt. „Chan- el-dragtarjakki við gallabuxur er „inn". Tónninn er silki og galla- buxur" BRJÓSTIN „INN" EN BRINGUHÁRIN „ÚT" „Brjóst kvenna eru inn. Þetta er svo sannarlega áratugur brjóstanna. Linda Pétursdóttir hefði aldrei átt möguleika í kosn- ingu um Ungfrú heim fyrir tíu ár- um," sagði einn viðmælenda okkar. Annar nefndi sérstaklega samsetninguna „90—60—90 og 48 kíló". Líkamlegt útlit skiptir miklu máli og líkamsrækt er „inn". Það sést til dæmis best á því að Seltzer-drykkurinn er „inn" en kók „út". í gegnum heilsuæðið staulast þó Paul Newman-popp. Það er hins vegar „út" að vera of brúnn. „Ofstækið er horfið í þeim efnum — nú skiptir máli að hafa þægilegan brúnan lit." Líkamsrækt er áfram „inn" en krafturinn er horfinn. Það er „inn" að vera stæltur en „út" að vera of stæltur. Þar með eru ör- lög þeirra fjandvina Jóns Páls Sigmarssonar og Hjalta Úrsusar Árnasonar ráðin. Það er „inn" að sækja pöbba utan hvað barirnir þar mega helst ekki vera viðarklæddir. Það er hins vegar „út" að vera undir áhrifum vímuefna og æ fleiri sjást á börum með vatnsglas með sítrónu í hendi. Bringuhár eru „út" en loðfóðr- aðar vetrarflíkur „inn". Þetta tengist því að ákveðin tegund af íþróttaanda er „inn" núna. Það er flott að halda til veiða, enda er rjúpan að deyja út. Um leið eru jeppar „inn" og hundurinn einn- ig. Hundurinn er orðinn besti vinur „inn"-mannsins, sem jafn- framt hefur mikinn áhuga á hestamennsku. BISKUPINN „ÚT" OG MIÐILLINN „INN" Nýaldarfræði hvers konar og dulræn fyrirbæri eru örugglega „inn" núna. „Það er engin tilvilj- un að dulræn fyrirbæri og miðlar eru svona áberandi nú," sagði einn viðmælandi PRESSUNNAR. Um leið fékk hins vegar biskup- inn yfir íslandi, Herra Ólafur Skúlason, þá einkunn að hann væri „út". Hann er ekki fulltrúi þess sem fólk leitar nú í andleg- um efnum. Það er frekar að horft sé til manna eins og Þórhalls Guðmundssonar miðils í þeim efnum. Þá er „þotuliðið" „út" núna. Það lið, sem tilheyrir forsíðum glanstímaritanna í hugum fólks, á ekki upp á pallborðið. Fyrst í huga allra í því sambandi koma þau Jón Óttar Ragnarsson og Valgerður Matthíasdóttir. Með þeim fer Herdís Þorgeirsdóttir. Þá rann sú skelfilega stað- reynd smám saman upp fyrir undirrituðum að blaðamenn eru almennt „út". Það er kannski huggun fyrir einhverja að frétta- menn eru „inn". Einnig liggur Ijóst fyrir að fátt er meira „út" en að lesa svona greinar. Það væri þá ekki nema það að skrifa þær. Sigurður Már Jónsson Friðrik Þór Guðmundsson Eftirtaldir sáu um að kortleggja tiskuna: Björgvin Halldórsson, Einar Orn Bene- diktsson, Elin Hirst, Guðiaugur Bergmann, Heiöar Jónsson, Hóimfriður Karlsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Kristín Þorkelsdóttir, Lilja Hrönn Hauksdóttir, Magnús Pálsson, Rósa Ingólfsdóttir, Sigurður Gisli Pálma- son, Stefán Harðarson, Tómas Á. Tómas- son, Unnur Arngrímsdóttir, Unnur Steins- son, Þorgrímur Þráinsson, Þórunn Ansnes og fleiri. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR, forseti íslands. „Alltaf glæsileg." „Einstaklega smekkleg." Vigdís þykir klæða sig óað- finnanlega og á henni sjást engin þreytumerki. Hún er mjög andleg í framgöngu og máli og allt slíkt er „inn". Auk þess endurspeglar hún gleði og heilbrigði og er kannski tákn fyrir frá- hvarfið frá einstrengingslegri einstakl- ingshyggju yfir í „við"-hugsunina. BUBBI MORTHENS tónlistarmaður. „Bubbi er alltaf jafn ungur og ferskur — og hungraður. Hann er ekki enn kominn á toppinn í tilveru sinni." INGI BJÖRN ALBERTSSON þing- maður. Hefurá sérstimpil sigurvegar- anna, er íþróttamaður góður — sem er „inn" og klæðir sig frjálslega en snyrti- lega. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON er að vísu umdeildur en það er „inn" að vera krati. Jón hefur vakið athygli fyrir klæðaburðinn — og þá sérstak- lega hattinn. DAVÍÐ ODDSSON er allra íslendinga mest „inn". Hann þykir „rosalegur", einstakl- ingshyggjumaður sem „rekur við og ropar eins og hann lystir, en er ekkert að spekúlera í því hvað aðrir hugsa". Hann „hefur skoðanir á öllu" og „kemur alltaf fram sem sterkur ein- staklingur". Það er enda „inn" að gera það sem mann langar til. SALOME ÞORKELSDÓTTIR. „Flott og glæsileg án þess að fara yfir strikið." Salome þykir með öðrum orðum mátulega smart í klæðaburði og hár- tísku, þannig að hún ber aldurinn ein- staklega vel og á akkúrat réttan hátt. Kannski sér fólk líka í henni mýkt og heilbrigði. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR, söng- kona Sykurmolanna. „Hún er „inn" þegar hún er án Sykurmolannal" „Hún er mjög skemmtileg týpa." Björk fær plús fyrir að vera lífleg, „það geislar af henni gleðin", og hispurslaus. Svo er hún listakona, en listin er „inn". VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR rithöfundur þykir „upprennandi og nauðsynleg" og er talin munu ná langt. Listin er um leið mjög „inn" og þar er Vigdís meðal hinna fremstu. HELGI PÉTURSSON útvarpsstjóri. Hefur löngum þótt einhver myndar- legasti og skemmtilegasti maður landsins og heldur áfram að véTa „inn". TÓMAS TÓMASSON veitingamað- ur. Tommi í Hard-Rock er maður at- hafna, en „mjúkur" að því leyti að hann er ekkert að trana sér fram. BERA NORDAL, forstöðumaður Listasafns Islands. Vekur alltaf athygli og þykir glæsileg mjög. Nauðsynlegt að þekkja hana. JÓN SIGURÐSSON ráðherra. Þykir glæsilegur í framgöngu og klæða- burði, en kannski síður í málflutningi. Þykir myndarlegur og sýna af sér þokka heilbrigðis og heiðarleika. SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDS- DÓTTIR mannfræðingur. Nú er „prjónakonuímynd Kvennalistans", þar sem allar konurnar „eru með skeifu niður á hné", „út", en Sigríður Dúna lifir af í „glæsilegri reisn".

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.