Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER
11
B
■^iskupinn yfir íslandi, Ólafur
Skúlason, gagnrýndi nafna sinn,
Ólaf Ragnar Grímsson fjármála-
-------ráðherra, um dag-
I inn fyrir skatta-
I stefnu ríkisstjórnar-
| innar. Hann skoraði
i sem kunnugt er á
I fólk að vanda val sitt
I í kjörklefanum og
-------taka mið af gerðum
flokkanna gagnvart kirkjunni. Eitt-
hvað hefur dregið úr hörkunni í
biskupnum því hann afboðaði
komu sína í sjónvarpssal til kapp-
ræðna við fjármálaráðherrann.
Sömuleiðis gekk aftur loforð bisk-
upsritara um að mæta Merði Árna-
syni upplýsingafulltrúa í útvarpi...
lEins og sagt hefur verið frá í
PRESSUNNI er þrýst á Björn Inga
Bjarnason frá Flateyri að fara í
framboð fyrir Al-
þýðuflokkinn á Vest-
fjörðum. Þau mál
skýrast líklega á
næstu dögum. Fyrir
síðustu helgi mun
Ragnheiður Björk
Guðmundsdóttir
frá Suðureyri hafa gefið möguleika
á framboði frá sér, eftir að nokkrir
öflugir vestfjarðakratar höfðu lagt
hart að henni...
Endurskoðandi Lindalax var
Sigurður Pálsson. Sigurður starfar
á einni stærstu endurskoðendaskrif-
stofu landsins. Meðal starfsfélaga
hans er Ingi R. Jóhannesson, sem
var endurskoðandi gamla Útvegs-
bankans. Með þeim starfar Árni
Tómasson. Árni er formaður Fé-
lags löggiltra endurskoðenda. Hann
er jafnframt bróðir Eiríks Tómas-
sonar hæstaréttarlögmanns, semi
var stjórnarformaður Lindalax mest-
allan þann tíma sem fyrirtækið starf-
aði, og auk þess var Eiríkur hluthafi
í Lindalaxi...
l bók Ásgeirs Hannesar Eiríks-
sonar, ,,Ein með öllu“, sem kemur
út fyrir jólin, lýsir hann ýmsum
stjórnmálamönnum
sem hann hefur um-
gengist í gegnum ár-
in. Þar á meðal dr.
Gunnari heitnum
Thoroddsen for-
sætisráðherra. Ás-
geir segir m.a. ítar-
lega frá því hvernig Gunnar kom
fram við pólitíska blaðamenn Morg-
unblaðsins, hvaða tækni hann not-
aði til að komast hjá útúrsnúningum
blaðsins...
lEftir prófkjör sjálfstæðismanna í
Reykjavík um síðustu helgi heyrast
margar sögurnar. í gríni munu
keppinautar Hreins Loftssonar
lögfræðings, sem hafnaði í 14. sæti,
hafa kallað hann „Coca Cola kid“.
Hreinn er lögfræðingur Vífilfells hf.,
sem hefur umboð fyrir Coca Cola á
íslandi, og var því fleygt í prófkjörs-
baráttunni að hann nyti fulltingis
stórfyrirtækisins, enda engir smá-
peningar sem ævintýrið kostaði...
Fjórir mánuðir eru liðnir frá því
dómur var kveðinn upp í Hafskips-
málinu. Sverrir Einarsson dóms-
formaður er enn að yfirfara dóms-
gerðirnar. Páll Amór Pálsson, sér-
stakur saksóknari í málinu, hefur
því ekki fengið gögnin í hendur, en
hann fær þau næstu daga. Páll Arn-
ór hefur þrjá mánuði til að ákveða
hvort hann áfrýjardóminum, það er
eftir að hann fær dómsgerðirnar.
Þrátt fyrir að Páll Arnór hafi þessa
þrjá mánuði til að ákveða hvort
hann áfrýjar eða ekki mun hann
kynna ákvörðun sína í næsta mán-
uði...
11
m hma var ekki talið fráleitt að
þrjú sérframboð yrðu við alþingis-
kosningar í Vestfjarðakjördæmi.
Karvel Pálmason
alþingismaður hefur
ekki viljað segja af
eða á um hvað hann
hyggst fyrir. Karvel
mun ekki ætla í
framboð aftur. Hann
er hættur sem vara-
forseti Alþýðusambands Vestfjarða
og mun vera að draga sig í hlé, þó
hann vilji ekki segja það ákveðið.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
ætlar ekki í sérframboð, eins og
sjálfstæðismenn hafa óttast. Fram-
sóknarmenn geta líka tekið lífinu
með ró. Pétur Bjarnason fræðslu-
stjóri hafði haft á orði að ef hann
fengi ekki fyrsta sæti á framsóknar-
listanum færi héinn í sérframboð.
Pétur er hættur við sérframboð og
verður því áfram í skjóli Ólafs Þ.
Þórðarsonar. . .
að þykir vont mál í Lands-
bankanum að Ólafi S. Björnssyni
í Ósi skyldi takast að fá stórt lán út
á hreint veðbókarvottorð, sem hann
bjó til með því að skipta upp fullveð-
settri verksmiðjunni í Hafnarfirði.
Ós komst í viðskipti við Landsbank-
ann í gegnum útibúið í Mjódd. Þar
er útibússtjóri Bjarni Magnússon,
sem áður var með Múlaútibúið. Það
er því farið að hitna eilítið undir
stólnum hans Bjarna.. .