Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 16
16 FIMMTCJDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson Hrafn Jökuls-ion Sigurður Már Jónsson Sigurjón Magnús Egilsson Ljósmyndari: Sigurþór Hailbjörnsson Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson Prófarkalesari: Sigríður H. Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnár Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1100 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 170 kr. eintakið. Leikur kringum hlálegar reglur í PRESSUNNI í dag er frétt um hvernig staðið var að stofnun fyrirtækisins Lindalax, sem nú er farið á hausinn. íslendingarnir, sem stóðu að fyrirtækinu ásamt Norð- mönnum, greiddu ekki inn krónu í peningum í hlutafé til fyrirtækisins. Þrátt fyrir það voru þeir skráðir fyrir rúmum helmingi af hlutafénu. í stað peninga lögðu íslendingarnir til reikninga vegna ráðgjafar, auk þess sem þeir lánuðu land undir fyrirtækið. Þrátt fyrir þetta litla hlutafjártillegg tókst fyrirtækinu að stofna til um 1.100 milljóna króna skulda og fara á hausinn á undraskömmum tíma. Þeir lánardrottna fyrirtækisins sem tóku veð í fasteignum þess sitja uppi með verðlausa fiskeldisstöð. Aðrir sitja eftir með sárt ennið. Ástæðuna fyrir þessum skrítna leik má finna í reglum um eignarhlut útlendinga í íslenskum fyrirtækjum. Vegna ein- hvers þjóðernisstolts hafa þær reglur gilt að útlendingar megi ekki eiga meirihluta í fyrirtækjum hér. Eins og fleiri reglur, sem stjórnvöld hafa sett um atvinnurekstur, er þessi svo vitlaus að ekki nokkur fer eftir henni. Þess í stað meta forsvarsmenn fyrirtækja einhverja ótilgreinda hluti til fjár, þannig að framlag íslendinga er á pappírunum rúmur helmingur af hlutafénu. En þessi leikur skilur fyrirtækin náttúrulega eftir helm- ingi veikari en þau sýnast á pappírunum. Þó líta kunni út fyrir að verið sé að stofna til fyrirtækja með trausta undir- stöðu er í raun verið að hleypa hálfgerðum aumingjum af stokkunum. Fyrirtækjum sem sökkva við minnstu ágjöf. Þannig var það með Lindalax og þannig er það með mörg fiskeldisfyrirtæki önnur. Dæmið af Lindalaxi hefur nú bæst í hóp margra þar sem nánast skopast er að iögum um hlutafélög. Ekkert virðist hins vegar benda til að stjórnvöld ætli að tryggja að farið verði eftir þeim lögum. Þess í stað tala stjórnmálamenn fjálglega um stofnun hlutabréfamarkaðar á íslandi og telja hann geta verið grundvöll undir vöxt atvinnulífsins í framtíðinni. í ljósi þess hvernig íslenskir athafnamenn umgangast hlutafélaga- formið, og í hvaða tilgangi þeir nota það, eru þessar ræður stjórnmálamannanna hlálegar. NÝSKÖPUN HANNES HÓLMSTEINN GISSURA RSON Stjórnmálaviðhorfið hefur alls staðar gerbreyst vegna hruns kommúnismans. Áætl- unarbúskapur og allsherjar- skipulagning hafa hvarvetna horfið af dagskrá. Nú vilja all- ir Lilju kveðið hafa, nú segj- ast allir vilja virkja markaðs- öflin, frjálsa samkeppni og framtak einstaklinga. Þetta hefur það líka í för með sér, að andstæður eru ekki eins skýrar í íslenskum stjórnmál- um og áður. Sjálfstæðisflokk- urinn er að vísu á sama stað og hann hefur lengi verið, en hinir flokkarnir hafa færst nær honum í viðhorfum. Einkum hefur Alþýðubanda- lagið breyst, en það felldi fyr- ir nokkrum dögum úr gildi stefnuskrá sína frá 1975. Nú er svo komið, að stjórnar- samstarf þess og Sjálfstæðis- flokks eftir næstu kosningar er ekki óhugsandi. Ekkert stjórnarsamstarf gengur upp, nema samstarfs- flokkarnir hagnist báðir eða allir á því og eigi ekki betri kosta völ. Lítum aðeins á málið frá sjónarmiði Sjálf- stæðisflokksins. Flann getur, ólíkt öðrum flokkum, gert séri vonir um að mynda tveggja flokka stjórn með samstarfsaðilanum. Hann getur því valið um þrjá sam- starfsflokka, Framsóknar- flokk, Alþýðuflokk og Al- þýðubandalag. Ef við gerum ráð fyrir að umhverfisráðu- neytið verði lagt niður eru tólf ráðuneyti til skiptanna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði vafalaust að bjóða Fram- sóknarflokki eða Alþýðu- flokki fleiri eða mikilvægari ráðuneyti en Alþýðubanda- lagi af þeirri einföldu ástæðu, að eftir næstu kosningar verða þeir hvorir tveggja sterkari en Alþýðubandalag- ið. Sjálfstæðisflokkurinn myndi því fá meiri ítök en ella og geta sent þá Stein- grím Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson í verð- skuldað leyfi frá stjórnar- störfum. Myndu kraftar þeirra ekki njóta sín best í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar? Alþýðubandalagið myndi hagnast af sömu ástæðu. Ef það starfar með hinum vinstri flokkunum tveimur fær það minna í sinn hlut en ef það starfar með Sjálfstæð- isflokki. Nú hefur það þrjá ráðherra og fjögur ráðuneyti. Það gæti sem auðveldast fengið sömu ráðherratölu og fimm ráðuneyti í stjórnar- samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Það yrði auðvitað að láta menntamálaráðu- neytið, en fengi að halda fjár- málaráðuneytinu og fengi til dæmis heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið og félags- málaráðuneytið til viðbótar við samgöngu- og landbún- aðarráðuneytin. Auk forsæt- isráðuneytisins hlyti Sjálf- stæðisflokkurinn utanríkis- ráðuneytið, en á næsta þing munu setjast menn, sem hafa áhuga og þekkingu á utan- ríkismálum, og þau eru að verða því mikilvægari sem tengsl okkar við Evrópu verða meiri. Eg er ekki að segja hér, að samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags sé líklegt eða æskilegt. Ég er alls ekki viss um, að Alþýðubandalag- ið sé fært um að vera í stjórn vegna innri bresta þess. Eg er aðeins að segja tvennt. Ann- að er, að forsendur eru brostnar fyrir því að útiloka slíkt samstarf, þar sem Al- þýðubandalagið er af sögu- legum ástæðum ekki lengur í jafnharðri andstöðu við Sjálf- stæðisflokkinn í efnahags- og utanríkismálum og það var. Hitt er, að þessir tveir flokkar fá sennilega mest völd fyrir minnst heildarfylgi með bandalagi sín á milli, því að Alþýðubandalagið verður að öllum líkindum fámennasti þingflokkur vinstri manna eftir næstu kosningar. Þetta eru blátt áfram bestu kaupin á eyrinni. Höfundur er lektor í stjórn- málafræði AFSAKIÐ, GETÚM VIÐ TEIKNING: ÖMAR STEFÁNSSON FEGURÐ FRIVERSLUNAR Það hefur verið grátbros- legt að fylgjast úr fjarlægð með árangurslitlum tilraun- um landbúnaðarráðherra Evrópubandalagsríkjanna til þess að koma sér saman um tillögur um niðurskurð á stuðningi við landbúnað í ríkjum sínum, broslegt vegna þess að ágreiningurinn snýst í raun um harla lítið, grátlegt vegna þess hversu mikið er í húfi. Komi Evrópubandalags- ríkin sér ekki saman um raunhæfan niðurskurð á framlögum til landbúnaðar- mála mjög fljótlega er næsta borin von að árangur verði af Úrúgvæ-lotu GATT-viðræðn- anna, sem staðið hefur til að ljúki í næsta mánuði. Fátt hefur átt eins snarari þátt í efnahagslegum fram- förum í heiminum frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk og vaxandi fríverslun með vörur í skjóli GATT — Hins al- menna samkomulags um tolla og viðskipti. í Urúgvæ- lotunni, sem hófst árið 1986, hefur verið stefnt að því að auka enn fríverslun með vör- ur, meðal annars landbúnað- arvörur, en jafnframt breikka gildissvið fríverslunar þannig að hún næði einnig til við- skipta með þjónustu af ýmsu tagi, banka- og tryggingar- þjónustu, samgangna, fjar- skipta og svo framvegis. Af stjórnmálaástæðum hef- ur fríverslun aldrei náð til landbúnaðar. Iðnríkin hafa flest hver takmarkað inn- flutning landbúnaðarvara og stutt innlenda landbúnaðar- framleiðslu dyggilega. Þessu vilja ríki sem liggja sérstak- lega vel við lanabúnaði að vonum ekki lengur una. Þau hafa sett fram úrslitakröfu um að verulega þoki í átt til frí- verslunar með landbúnaðar- vörur í Úrúgvæ-lotunni, að öðrum kosti verði ekkert úr samkomulagi um aðra þætti. Hér eru Evrópubandalagsrík- in með Þýskaland í farar- broddi helsti Þrándur í Götu. Á undanförnum vikum hef- ur landbúnaðarráðherrum Evrópubandalagsríkjanna margsinnis mistekist að ná samkomulagi um takmark- aðan niðurskurð á stuðningi við landbúnað. Að því er virð- ist ráða hér mestu áhyggjur Helmuts Kohl, kanslara Þýskalands, af stuðningi bænda í komandi kosningum þar í landi. Hér er svo sannarlega ver- ið að fórna meiri hagsmun- um fyrir minni. Nánast öll heimsbyggðin, og þá ekki síst fátækar þjóðir þriðja heims- ins, kæmi til með að hagnast á aukinni fríverslun með landbúnaðarvörur í lægra matvælaverði eða auknum útflutningstekjum. Hins veg- ar lifir ekki nema lítið brot íbúa Evrópubandalagsríkj- anna af landbúnaði, til dæmis ekki nema 3—4% í Þýska- landi. Fari Úrúgvæ-lotan út um þúfur glutra þjóðir heims nið- ur stórkostlegu tækifæri til þess að leggja grunn að nýju framfaraskeiði. Hætt er við því að löng bið yrði á öðru slíku tækifæri og á meðan skiptist heimurinn í vaxandi mæli upp í þrjú afmörkuð verslunarsvæði, Evrópu, Ameríkuálfurnar og Asíu með Japan í miðju. Slík þróun væri andstæð íslenskum hagsmunum því við viljum eiga viðskipti á öllum þessum sviðum. Islendingar eru aðilar að GATT og hafa tekið þátt í Úrúgvæ-viðræðunum. Það sem frést hefur af undirbún- ingi tillögugerðar af íslands hálfu um niðurskurð á stuðn- ingi við landbúnað er ekki uppörvandi. Takmarkaður niðurskurður á framlögum til útflutningsbóta og niður- greiðslna er rökleysa ef ekki er gert ráð fyrir afnámi þeirr- ar algjöru innflutningsvernd- ar sem við lýði hefur verið. Takmarkaðar heimildir til innflutnings á unnum land- búnaðarvörum hrökkva einnig skammt. íslendingar þurfa og eiga sjálfra sín vegna að ganga mun lengra. Þjóðin er að slig- ast undan því landþúnaðar- fargani sem stjórnvöld hafa komið upp á liðnum árum. Þetta kemur fram í óheyri- lega háu verði helstu mat- væla og ekki síður því að fé skortir til brýnna verkefna á sviði félagsmála vegna ótæpilegs fjárausturs úr ríkis- sjóði til landbúnaðarmála. Það ofstjórnarkerfi í landbún- aði sem kórónað var með bú- vörulögunum frá árinu 1985 þjónar ekki einu sinni þorra bænda, því margir þeirra lepja dauðann úr skel. Róttæk uppstokkun á land- þúnaðarstefnu stjórnvalda, sem miðar að því að afnema bein og óbein afskipti ríkisins af framleiðslu og sölu búvara og takmarkanir á innflutn- ingi landbúnaðarafurða, er í raun það eina sem dugar. Með slíkri uppstokkun ynnist allt í senn; lægra matvæla- verð, aukið svigrúm ríkis- sjóðs til að sinna verkefnum á sviði félagsmála og heilbrigð- ari landbúnaður. Þessar breytingar gætu auðvitað orðið í áföngum til að lina sársaukafyllstu afleiðingarn- ar, en þeim gæti engu að síð- ur verið lokið fyrir aldamót. Tillögur í þessa veru gætu því orðið innlegg íslendinga til farsællar niðurstöðu úr Úrúgvæ-lotu GATT-viðræðn- anna. En óháð þessum viðræðum og niðurstöðum þeirra er uppstokkun landbúnaðar- stefnunnar æskileg. í því ligg- ur fegurð fríverslunar að hana er hægt að stunda ein- hliða, sjálfum sér og sínum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur hjá EFTA.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.