Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER 15 Útihátídin „Ein meö öllu a BTJORNARMENN ÁTNIR GREHH MLUSKAmN Aðstandendur útihátíð- arinnar „Ein með öllu“, sem haldin var á Melgerð- ismelum í Eyjafirði um verslunarmannahelgina 1988, hafa verið dæmdir til að greiða söluskatt sem fyrirtæki þeirra, Fjör hf., greiddi ekki áður en fyrir- tækið varð gjaldþrota. Það er nýmæli hér að forsvarsmenn hlutafélags séu sóttir til saka með þessum hætti. Fastlega er reiknað með að dóminum, sem var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur í gær, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Stjórnarmenn Fjörs hf. voru ákærðir og þess krafist að þeir yrðu dæmdir til að greiða hinn áfalina söiuskatt. Mennirnir heita Pétur Bjarnason, Guðmundur Ómar Pétursson og Sveinn Rafnsson. Þeir hafa verið dæmdir til að greiða sölu- skattinn, 2.257.620 krónur. Þá voru þeir dæmdir til að greiða 50 þúsund króna sekt hver. Aliir voru þeir dæmdir í þriggja mánaða varðhald, skilorðsbundið í tvö ár. Þeir voru allir með hrein sakavott- orð. EKKI GERST FYRR Ef Hæstiréttur staðfestir dóm sakadóms er sennilegt að forráðamenn fleiri gjald- þrota hlutafélaga verði sóttir til saka með sama hætti. Þre- menningarnir voru ekki ákærðir fyrir brot á lögum um hiutaféiög, heldur var óskað eftir að þeir yrðu dæmdir samkvæmt aimenn- um skaðabótarétti. Dóminn kvað upp Guðjón Marteins- son sakadómari. Sú leið sem var farin í þessu máli mun ekki hafa verið reynd fyrr. Þetta mál getur því breytt miklu fyrir önnur gjaldþrotamál. í málinu var tekist á um hvort stjórnendur hlutafélaga bera persónulega ábyrgð á skuldum þeirra hlutafélaga sem þeir stjórna eða ekki. VILDU NIÐURFELLINGU Eigendur Fjörs óskuðu eftir því, á sínum tíma, að sölu- skatturinn yrði felldur niður. Á það var ekki fallist. — sme KARLMAÐUR DÆMDUR FYRIR AD MISRJÖBA STÚLKUM Karlmaður á sjötugs- aldri hefur verið dæmd- ur í Sakadómi Reykjavík- ur fyrir að hafa fengið heim til sín þrjár ungar stúlkur og farið höndum um kynfæri þeirra og brjóst. Maðurinn lét sér ekki nægja að káfa, held- ur beitti hann einnig tungu sinni á stúlkurnar. Stúlkunum, sem eru fæddar á árunum 1973 og 1975, greiddi maðurinn 500 krónur fyrir hvert við- vik. f málinu var meðal annars tekist á um hvort maðurinn slyppi við refs- ingu þar sem stúlkurnar fóru til hans sjálfviljugar. Skoðun dómsins var að maðurinn væri sekur og því var hann dæmdur til refsingar. Atburðirnir áttu sér stað á heimili mannsins í kjall- araíbúð í fjölbýlishúsi við Álftamýri í Reykjavík. At- hæfin framdi maðurinn í desember 1989 og í janúar 1990. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þar af eru þrír mánuðir skilorðs- bundnir. Dómari var Guð- jón Marteinsson. — sme FRJALS PRESSA Ég get ekki að því gert en við hverja níðgrein um ofanritaðan annarri skemmtilegri sem Dagfari DV og Garri Tímans bæta við staflann rifjast upp hvað ritstjórarnir eru mér enn sárir fyrir að „drepa" fyrir þeim sjónvarpsdrauminn. Þótt vísan um veilurnar í íslenskri fjölmiðlun sé aldrei of oft kveðin ættu Indriði G. Þorsteinsson, Hörður, Sveinn og ritstjór- arnir tveir á DV þó ekki að auglýsa þá staðreynd meira en góðu hófi gegnir, enda ekki ég sem drap Isfilm heldur þeir. ísfilm — eins og svo margt sem DV-hópurinn og Indriði hafa brallað í gegn- um tíðina — var svo vitlaust hugsað að fyrirtækið hefði aldrei veitt einkastöðvun- um þá forystu sem þær þurftu, jafnvel þótt þeir hefðu komist ,,í loftið". Þá á ég alls ekki við öll gjaldþrotin sem hafa streymt undan rifjum þess- ara ágætu manna — og kostað almenning í landinu sitt — heldur hitt að á hvorugu blaðinu hefur tek- ist að tryggja neitt sem nálgast sjálfstæða þjóð- málaumræðu. Að hve miklu leyti þetta kemur við efni þessarar greinar — um frjálsa pressu á ísl^ndi — veit ég ekki, en í landi þar sem tjáningar- frelsið er metið til skósóla er þetta óneitanlega bráð- skemmtilegt íhugunarefni. GÖMLU PRENTMIÐLARNIR Hinn hefðbundni íslenski fjölmiðill var dagblaðið sem smám saman varð hluti af flokkakerfinu. Hver flokkur rak sitt málgagn. Af þessum blöðum hefur að- eins eitt sprengt af sér fjötr- ana: Morgunblaðið. Enda þótt Mogginn sé hvorki fullkomlega frjáls né óháður virða hann allir og lesa vegna þess að Matt- híasi Johannessen og Styrmi Gunnarssyni hefur tekist það ómögulega: Að halda flokksmaskínunni í skefjum — og eiga skilið fálkaorðuna fyrir! Tíminn og Þjóðviljinn eru sér á parti á hinum vall- arhelmingnum, enda hvort tveggja blöð sem enginn les ótilneyddur. Sanna þau það eitt hve ótrúlega lengi er hægt að halda samtrygg- ingu og sveitamennsku til streitu með streitu. Alþýðublaðið, sem er minnst þessara blaða, er þarna á milli. í tíð Ingólfs Margeirssonar hefur það heldur þokast upp á við, en er ennþá óraveg frá því sem einu sinni var í tíð eins af forverum hans, Gísla J. Ást- þórssonar. NÝJU PRENTMIÐLARNIR Sú var tíð að DV var hið eina og sanna frjálsa og óháða dagblað. f dag er DV orðið eins og hver önnur drusla sem maður les af rælni rekist maður á það á biðstofum kerfisins eða hjá tannlækninum eða rakar- anum. Hluthafamál Arnarflugs hafa svo lengi prýtt forsíð- una, og önnur mál of ber- sýnilega tengd fjármálum og áhugamálum eigend- anna, að blaðið hefur misst flug og tiltrú. Afleiðingarn- ar gátu þeir sagt sér sjálfir. Engu að síður á DV frá- bæran penna, Jónas Krist- jánsson ritstjóra. Eru rispur hans um landbúnaðarmál og „kerfið" eitt örfárra leiftra í íslenskum prent- miðlum sem maður reynir að missa aldrei af. Vonandi er Jónas ekki að guggna. Um Pressuna er of snemmt að ræða, svo stutt sem um er liðið frá því að nýir ritstjórar tóku við. Væri best að breyta henni í sjálfstætt hlutafélag sem gæti þá att kappi við Mogg- ann, mánaðarritin og DV og styrkt prentfrelsið í landinu. Um mánaðarritin er það að segja að Mannlíf og Nýtt líf vinna á jafnt og þétt á sama tíma og Heims- mynd seilist æ lengra fram á brún örvilnunar og glans- gljáa til að halda sölu með fyrirséðum afleiðingum. LJÓSVAKAMIÐLARNIR Hljóðvarp Ríkisút- varpsins, rás 1 og 2, þrátt fyrir ótal kollsteypur, hefur einnig unnið á samtímis því sem fréttastofa ríkissjón- varpsins verður æ hlut- drægari þrátt fyrir Helga Má Arthursson — einn besta fréttamann landsins. Hefur fréttastofu ríkis- sjónvarpsins stórlega hrakað eftir að Ingvi Hrafn flaug. Ekki svo að skilja að hann hafi verið gallalaus, en hann var ferskur og sanngjarn og hefur Bogi Ágústsson aldrei komist með tærnar þar sem hann hafði hælana. Stöð 2 er enn óþekkt stærð eftir eigendaskiptin. Verður sjónarsviptir að Ólafi E. Friðrikssyni, að margra dómi besta frétta- manni landsins. Margt bendir til að sjálfstæði fréttastofunnar muni auk- ast á ný, vonandi um alla framtíð. Aðalstöðin er einn ör- fárra ljósvakamiðla sem halda uppi flaggi sjálf- stæðisins og gerir það með reisn. Þarf þessi stöð að sinna meira fréttum og fréttatengdu efni og öðru sem verður að koma ef tryggja á lýðræði í ljósvak- anum. Hvort Bylgjan nær sér eftir ótal kollsteypur veit enginn, en vonandi tekst að blása lífi í útbrunnar glæður fréttastofunnar með samrunanum við fréttastofu Stöðvar 2. Vonandi tekst það. Ekki veitir af röddum í kórinn! LOKAORÐ Einungis Mogginn og Aðalstöðin eru í dag fjöl- miðlar sem hægt er að kalla frjálsa pressu. Press- an og Ríkisútvarpið- hljóðvarp ná vonandi þeim sessi, það verður að koma í ljós. Sama er að segja um Stöð 2 og Bylgj- una. Því miður hefur reynslan hins vegar sýnt að DV er að fjara út, kannski í skulda- feni Arnarflugsævintýris- ins, kannski vegna þess að Jónas — burðarás blaðsins — er búinn að fá ennþá eitt áhugamálið ... utanhúss. Um hin blöðin, Tímann, Þjóðviljann og Alþýðu- blaðið, er það eitt að segja að vikulegt fjölrit til flokks- manna væri meira í takt við tímann. Þeir sem enn lesa þessi hugverk gera það hvort sem er af skyldu. Nú þegar hillir undir lok 20. aldar flokkast það undir þá- tíðarþrá og fortíðardýrkun að flokkar reki fjölmiðla! Höfundurinn er rithöfundur og er m.a. að skrifa sögu Stöðvar 2. lUNDIR IOXINNI I GUÐMUND- I UR J. GUÐ- I MUNDSSON I FORMAÐUR DACS- ■ BRÚNAR — Ertu ekki að bregð- ast skjólstæðingum þin- um með því að taka sjóðsinnstæðurnar úr ávöxtun? „íslandsbanki er með langhæstu útlánsvextina. Ég verð hins vegar ekki var við að þeir séu með háa innlánsvexti að sama skapi." — Er ekki þversögn falin í því að taka inn- stæður út vegna hækk- unar útlánsvaxta? „Nei, það er hið gagn- stæða. Þetta er hörð að- vörun. Engin fyrirtæki á íslandi græða jafnmikið og bankarnir, nema kannski íslenskir aðal- verktakar og Eimskip. — Er ekki vonlaust að fá betri bankaávöxtun fyrir þessa peninga? Fara þeir kannski í gráa markaðinn? „Dagsbrún fer aldrei i gráa markaðinn." — Færðu einhvers staðar betri ávöxtun i banka? „Að minnsta kosti fá- um við ekki verri ávöxtun annars staðar. íslands- banki fær ekkert að slá um sig með því að segja að þetta sé bara Dags- brún. Við höfum sent bankanum aðvörun og þrýstum á aðra um að gera það sama og við." — Erekki útséð um að aðrir bankar hækki lika útlánsvexti7 „Það gerist að minnsta kosti ekki í þessum mán- uði, hvað sem síðár verð- ur. Aðgerð okkar oghugs- anleg viðbrögð annarra hafa þó stöðvað aðra banka og íslandsbanki stendur eftir á toppnum í vöxtum." — Ætlarðu ekki bara að seija hlutafé Dags- brúnar í íslandsbanka — eiga verkalýðsfélög að vera i bankabransanum? 3 2 1 „Mérsýnist reynslan af þátttöku verkalýðsfélag- anna í bankastarfsemi vera slæm, sérstaklega þegar viðkomandi banki er á þennan hátt i farar- broddi með hækkanir. Og við erum að undirbúa sölu á okkar hlut." — Er þetta ekki bara liður i þvi að klekkja á Ásmundi? „Það er engin barátta milli okkar Ásmundar. Hann hefur að vísu aðrar áherslur í þessu máli og við erum ekki alltaf sam- mála, en ég er ekkert að berjast við hann." — Eða kannski öllu heldur liður i kosninga- baráttu þinni innan Dagsbrúnar? „Ég er ekki farinn að heyja neina baráttu þar. Þetta er einfaldlega í beinu framhaldi af verð- lagseftirliti okkar." GuðmundurJ. Guðmunds- son, formaöur Dagsbrúnar, hefur verið í sviðsljósinu vegna baráttu sinnar gegn hækkun útlánsvaxta hjá Is- landsbanka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.