Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER
GUÐRÚN HELGA-
DÓTTIR, forseti sam-
einaös þings. Hún
þykir reyndar hafa
skánað, en þaö er ekki
nóg. „Hún erákaflega
púkó." „Manneskjan
er eitthvað svo
brussuleg." „Hugsar
ekki áður en hún
framkvæmir eða tal-
ar." Hún er líka alla-
balliog þaðer„út", en
það er hins vegar
„inn" að vera allaballi
sem er genginn yfir til
kratanna! Hún er
kannski líka „út" fyrir
að vera „einstreng-
ingsleg". Það hefur
ekki dugað til hjá
henni að hressa upp á
klæðaskápinn.
— könnunarferö um leyndardóma þess
sem gengur og þess sem er hryllilega
hœllœrislegt
„Tískan er svo Ijót að það
verður að skipta um hana á
hálfs árs fresti," sagði Oscar
Wilde og hitti naglann á höf-
uðið. Nánast á hverri míriútu
umsnúningur og vistaskipti á
því sem við töldum áður skot-
helt fyrir tiskunni. Svörtu leð-
ursófasettin eru skyndilega
orðin jafnhallærisleg og
SodaStream-vélar, sumarbú-
staðurinn i Grafningnum
jafnlummó og BHMR.
Hvert sem við lítum blasa við
okkur einhver tákn um stefnu og
strauma. Tákn sem sýna okkur
hvernig einstaklingunum í kring-
um okkur farnast og um leið
hvernig þeir hugsa. Þeim sem
vegnar vel í dag getur mistekist
allt á morgun. Oscar Wilde er
einmitt skýrt dæmi; honum var
útskúfað úr samfélaginu um
aldamótin á Englandi eftir að
upp komst um hommatilhneig-
ingar hans. Maðurinn sem nán-
ast allir litu upp til féll af stalli og
í svo mikið svartnætti að hann
átti ekki afturkvæmt.
Á sama hátt má sjá hluti sem
eru orðnir svo gersamlega „út"
að enginn þorir að nefna þá í
dag. Hver vill kannast við að
eiga fótanuddtæki eða hafa farið
í vinnuferð til Kúbu? Þetta eru
álíka vonlaus fyrirbæri og sumar-
bústaður í Grafningnum. Ef þú
vilt vera „inn" og flýja klið borg-
arsamfélagsins (sem þú vilt auð-
vitað ekki) þá kaupirðu þér eyði-
býli.
En hverjir eru „inn" í dag?
Hverjir leiða vagninn? Og hverjir
hafa gersamlega misst af hon-
um? I samvinnu við góðan hóp
fólks leitaði PRESSAN þetta fólk
uppi.
DAVÍÐ VAR EINN í HEIMINUM
Einhverra hluta vegna kom
nafn Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra fljótlega upp í huga við-
mælenda þegar spurt var um
einstakling sem er „inn". Hann er
dæmi um þversögnina í þessu
öllu saman sem skýrist best í
orðunum, „það sem er „inn" er
„út" og það sem er „út" er „inn""
eins og einn viðmælandi PRESS-
UNNAR í fjölmiðlaheiminum
kaus að kalla það. Vinsældir Dav-
íðs eru um leið einhvern veginn
á skjön við það sem sagt er
„inn"; mýkt í mannlegum sam-
skiptum, og það sem sagt er út;
einstrengingslega einstaklings-
hyggju.
Davíð er samt skýrt dæmi um
það sem margir leita eftir nú.
Það er „inn" að vera áberandi
einstaklingur með skýr persónu-
leg einkenni. Hann er sterkur
einstaklingur í heimi einstaklinga
um leið og hann er „mjúkur" á
góðum stundum. Hann er dæmi
um það sem íslendingar vilja
verða og er þá ekki bara átt við
unga sjálfstæðismenn. Þá nýtur
Davíð þess sjálfsagt að það er
„inn" að vera snyrtilegur til fara
og um leið að hafa skoðanir á
hlutunum. Davíð verður hins
vegar aldrei „inn" fyrir það eitt
að vera fallegur — um það eru
flestir sammála.
ÍHALDSSAMIR DURGAR OG
EINTRJÁNUNGAR
Hinum megin á listanum í dag
lenda gjarnan íhaldssamir durgar
eða einstrengingslegir stjórn-
málamenn sem kenna sig við fé-
lagshyggju. Ólafur Ragnar
Grímsson er gjarnan tekinn sem
dæmi um mann sem er „út"
núna, en var „inn". Þó voru ekki
margir BHMR-félagar á viðmæl-
endaskrá PRESSUNNAR enda
kannski eins gott, því það er „út"
að vera ríkisstarfsmaður. Ólafur
Ragnar líður sjálfsagt fyrir það
að „þjóðfélagslegur sjálfbirgings-
háttur" er á útleið.
Stefán Valgeirsson virðist
hins vegar rótgróinn „út"-maður
eins og Eggert Haukdal. „Stefán
verður aldrei „inn" í þessu sól-
kerfi," sagði einn álitsgjafa. Dreif-
býlisstíllinn er ekki „inn" á ís-
landi nútímans.
KVENNALISTINN TAPAÐIST
í TÍMA
Flokkssystir Davíðs, Salome
Þorkelsdóttir, er annar einstaki-
ingur sem telst vera „inn". Hún
er það hins vegar á öðrum for-
sendum en Davíð. Salome er
„inn" vegna útlitsins. „Hún er
alltaf flott og glæsileg án þess
að fara yfir strikið," sagði kunnur
maður úr tískuheiminum. Hann
bætti því reyndar við í sömu
andrá að sumar kvennalista-
kvenna væru of mikið „út" til að
eiga möguleika í næstu kosning-
um og bætti við: „Þær selja sig
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON fjár-
málaráðherra. „Hann er síðasta sort,"
sagði einn viðmælenda blaðsins. „Af
honum geislar ótrúleg neikvæðni."
„Hann fer í mínarfínustu taugar." Ólaf-
ur er síðan allaballi og það er „út".
Hann er líka einstrengingslegur efnis-1
hyggjumaður, er táknmynd þess sem
einna mest er „út" — það að vera sí-
fellt að leita að peningum!
JÓN ÓTTAR RAGNARSSON, fyrrver-
andi sjónvarpsstjóri. „Hann er ímynd
manns sem orðið hefur undir, en vill
ekki viðurkenna það." Hann hefur
misst tiltrú fólks, þykir yfirborðslegur.
JÓN PÁLL SIGMARSSON kraftajöt-
unn. „Þetta kraftlyftinga- og vaxtar-
ræktarfólk er „út", nú er það mýktin
sem blífur." Hann geldur þess að hafa
verið mjög mikið í sviðsljósinu, þannig
að fólk fékk nóg.
EGGERT HAUKDAL þingmaður. Hann
var nefndur vegna svipaðra atriða og
Stefán Valgeirsson: Menn úreltra sjón-
armiða og íhaldssemi. Snyrtileg föt
fela ekki durginn í Eggerti.
MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR
fóstra. Fóstrur eru „út", einkum þær
sem hafa á sér allaballa-kvenna-
lista-stimpil eins og Margrét og eru,
eins og hún, „hræðilega til fara".
VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR
sjónvarpskona. „Hún var um tíma
áberandi og „inn", en nú er hún örugg-
lega „út"." Þykir fulltrúi efnishyggju og
lífsgæðakapphlaups — glansímyndar.
I
ÓLAFUR G. EINARSSON þingmaður.
„Hann er fulltrúi allra fúlla manna,
aldrei jákvæður, sjaldnast brosandi."
Þykir þungur og þreyttur, staðnaður.
HRAFN GUNNLAUGSSON kvik-
myndagerðarmaður. „Það er komið
nóg af Hrafni." Hann stendur fyrir hið
efniskennda og harða, nú þegar mýkt-
in og hið andlega eru „inn". Auk þess
druslulega til fara.
HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR ritstjóri.
Einstrengingsleg og frek í stað þess að
vera mjúk og jákvæð. „Herdís er
ímynd glanstímaritanna, sem eru
„út"."
ÓLAFUR SKÚLASON biskup. Hann
geldur þess að það er „inn" að leita
andlegrar upplyftingar annars staðar
en í Þjóðkirkjunni. Fólk leitar til miðla.
JÓN ÓLAFSSON útvarpsmaður
með meiru. Jón hefur fengið orð á sig
fyrir að vera harðsvíraður bissness-
maður sem svífst einskis og slíkt á ekki
upp á pallborðið nú.
VALGEIR GUÐJÓNSSON tónlistar-
maður. Valgeir var mjög „inn" á tíma-
bili, sem nú hefur runnið sitt skeið á
enda.