Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 12

Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 12
LJÓSMYND: RAGNAR TH 12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER Edda Sigrún Úlafsdóttir iiéraðsdómslögmaður tók aö sér innheimtu á tryggingabótum en hélt góöum hluta þeirra eftir. FORNARLOMB Edda Sigrún Ólafsdóttir héradsdómslögmadur hef- ur lagt sig fram um ad ná sambandi viö ung fórnar- lömb umferdarslysa og fá þau til sín sem skjólstœd- inga, en eins og fram kom í sídustu PRESSU hefur hún verid kœrð fyrir að halda eftir stórum hluta bótanna. PRESSAN þekkir nokkur dœmi þess að Edda hafi sjálfhaft frumkvœöi að því að útvega sér skjólstœð- inga. Hún hringdi þannig heim til ungmennis nokk- urs sem hafði lent í slysi. Annar viðmœlenda blaðs- ins segir að lœknir sinn hafi ráðlagt sér að leita til Eddu Sigrúnar. Þá veit PRESSAN um tilfelli þar sem eiginmaður hennar benti slösuðum manni á konu sína. „Edda Sigrún Ólafsdóttir hringdi hingað og bað um að fá að taka slysamálið að sér. Það lentu nokkur ungmenni í sama slysinu og svo virðist sem hún hafi náð að fá til sín mál flestra þeirra," sagði aðstand- andi eins af fyrrum skjólstæðingum Eddu Sigrúnar Ólafsdóttur. LÆKNIRINN VAR MILLIGÖNGUMAÐUR „Brynjólfur Mogensen læknir benti mér á að tala við Eddu Sig- rúnu Ólafsdóttur. Þegar örorkumat- ið lá fyrir sá hann um að senda þau gögn sem til þurfti til hennar," sagði Magnús M. Magnússon, en hann er einn af fyrrum skjólstæðingum Eddu Sigrúnar Ólafsdóttur. „Eg er enn ósáttur við bæturnar sem ég fékk, en óánægja mín snýr ekki síður að Tryggingu hf. Ég bað þá að senda til mín í telefaxi hversu mikið ég átti að fá. Ég stend á því fastar en fótunum að á í skeytinu stóð að mér hefðu verið dæmdar rúmlega 1.800 þúsund krónur. Vinnufélagi minn, sem tók á móti telefaxinu, ber með mér að upp- hæðin hafi verið 1.800 þúsund. Með þá vitneskju réðst ég í kaup á íbúð, sannfærður um að ég fengi 1.800 þúsund. Þegar ég sótti bæturnar voru þær aðeins 1.300 þúsund, eða hálfri milljón króna lægri upphæð en ég átti von á. Ég lenti í talsverð- um vandræðum vegna mismunar- ins. Ég veit ekki enn hvað ég get gert vegna þessa. í asnaskap henti ég telefaxskeytinu sem mér var sent. Ég hef óskað þess að þeir hjá Tryggingu leyfi mér að sjá skjalið sem þeir notuðu þegar þeir sendu mér telefaxið. Þeir hafa ekki getað það, segjast hafa týnt því,“ sagði Magnús M. Magnússon. BILAÐ ÚR LEIDDI EINN TIL LÖGMANNSINS „Þegar ég lenti í slysinu skemmd- ist úrið mitt talsvert. Ég fór með það í viðgerð og úrsmiðurinn spurði mig í hverju ég hefði lent. Þegar ég sagði honum að ég hefði lent í slysi spurði hann mig hvort ég væri með lög- fræðing til að vinna í málinu fyrir mig. Þegar svo var ekki benti hann mér á Eddu Sigrúnu. Síðar komst ég að því að úrsmiðurinn er eiginmað- ur hennar," sagði einn af skjólstæð- ingum Eddu Sigrúnar. Sami maður segir að fyrir um tveimur vikum hafi hann óskað þess að Trygging hf. léti sér í té uppgjör það sem Edda Sigrún gekk frá fyrir hans hönd. Eftir að hafa gengið á eftir uppgjörinu fékk hann það í pósti á mánudagskvöld. „Ég er ekki sáttur við allt í upp- gjörinu. Ég þarf að leita mér nánari skýringa áður en ég fullyrði eitt- hvað um þetta. Mér virðist sem tölur passi ekki við það sem ég fékk greitt hjá Eddu Sigrúnu. Hún vann fleira fyrir mig og ég á eftir að fá uppgef- inn kostnað og fleira áður en ég get sagt til um hver mismunurinn er,“ sagði skjólstæðingurinn. í SAMBANDI VIÐ RANNSÓKNARLÖGREGLUNA „Við höfum verið í sambandi við rannsóknarlögregluna út af þessu máli," sagði Ingvar Sveinbjörns- son hjá Vátryggingafélagi íslands. „Það hefur færst mjög mikið í vöxt að tjónþolar hafi leitað eftir uppgjörum á máium sínum. Því er ekki að neita. Það er eðlilegt að fólk spyrjist fyrir um bótauppgjör eftir að þetta mál kom upp. Þá sérstak- lega hjá þessum tiltekna lögmanni og eins hjá öðrum, en aðallega hjá henni," sagði Ingvar Sveinbjörns- son. Ingvar sagði að tveir lögmenn á vegum Eddu Sigrúnar hefðu unnið að endurgreiðslum til skjólstæðinga hennar frá því í sumar. Hann sagði það eina ljósa punktinn í þessu vandræðamáli, eins og hann orðaði það. Ingvar sagðist ekki í vafa um að endurgreiðslurnar næmu veruleg- um fjárhæðum. „Það hefur verið talsvert um að tjónþolar hafi komið hingað til að fá að sjá uppgjör sinna mála. Það hefur verið meira um slíkt nú en áður,“ sagði Ólafur B. Thors, forstjóri Sjó- vár/Almennra. Arnar Guðmundsson hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins sagði rann- sókn málsins á frumstigi. Sigurjón M. Egilsson Hallvaröur Einvarösson ÞUNCUR RÓÐUR EF ENGAR KÆRUR LIGGJA FYRIR ,,Þad er komin kœra og ég veit ekki annad en málið sé í rannsókn núna. Þetta stóð þannig í sumar að ekki lágu fyrir eiginlegar kœr- ur, yfirheyrslur eða eiginleg lög- reglurannsókn. Það þótti ekki efni til frekari aðgerða," sagði Hall- varður Einvarðsson ríkissaksókn- ari, þegar hann var spurður hvers vegna embcetti hans hefði ekki óskað frekari rannsóknar á meint- um fjársvikum Eddu Sigrúnar Ól- afsdóttur, eftir rannsókn rann- sóknarlögreglunnar í kjölfar ábendinga frá tryggingafélagi í sumar er leið. „Það er langtíðast upphaf mála að lagðar eru fram kærur eða kröfur, þó vald rannsóknarvalds og ákæruvalds taki líka til þess ef grunsemdir eru um misferli. Það lá þannig fyrir, að mati embættis- ins, að ekki var talin ástæða til að- gerða. Mér skilst að nú hafi kærur borist,“ sagði Hallvarður Einvarðs- son. Nú hefur embœtti ríkissaksókn- ara fullt vald til að taka upp mál þó svo kœra liggi ekki fyrir: „Það lá bara ekki þannig fyrir þá að dómi embættisins. Það get- ur verið þungur róður ef engar kröfur eru hafðar uppi og engar kærur. Það þarf að vega og meta stöðu mála með ýmsum hætti og þetta var mat embættisins á sínum tíma," sagði Hallvarður Einvarðs- son.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.