Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER 5 v inna við gjaldþrotameðferð Arnarflugs er rétt hafin. Bústjórar eru að selja stóla, borð og fleira sem Kristinn Sig- tryggsson forstjóri og hans fólk notuðu við vinnu sína þegar flugfélagið var í rekstri. Meðal þess sem ætlunin er að selja er áfengi fyrir um 400 þúsund krónur. Lögum sam- kvæmt eru aðeins þrír kaupendur að áfenginu, það er Flugleiðir, frí- höfnin og ÁTVR... að er ekki oft sem bókum er gefið nafn í beinni útsendingu, en það gerðist um daginn hjá Jóni Ársæli Þórðarsyni í þættinum Island í dag á Bylgjunni. Jón Ársæll hringdi til Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar, al- þingismanns og fyrrverandi pylsusala, sem staddur var hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ásgeir hafði nýlokið við að skrifa bók um póli- íska atburðarás síðustu þriggja ára frá stofnun Borgaraflokksins. Bókin kemur út fyrir jólin, en fram kom í viðtalinu að enn hefði ekki fundist nafn. Jón Ársæll bjargaði því í snar- hasti og gaf henni nafnið „Ein með öllu“. Útgefandinn greip þetta á lofti og nú rúllar bókin í prentvélunum undir þessum merkilega titli... G»*-. Braga.„», sendiráðs- ritari í utanríkisráðuneytinu, mun hafa vakið töluverðan óróa í ráðu- neytinu fyrir skömmu þegar hann fór að tilkynna mönnum að hann væri á leið til Bonn í Þýskalandi. Bæði er það að stöður þar munu vera nokkuð eftirsóttar í utanríkisþjónustunni og svo hitt að menn töldu ekki komið að honum þegar útdeiling starfa í sendiráðum erlendis er annars veg- ar. Það er hins vegar skoðun margra að Jón Baldvin Hannibalsson fari fljótlega að launa Guðna dyggan stuðning við að endurreisa mann- orðið eftir veisluhöld fortíðarinn- ar.. . Ganeebope HAGLASKOT, ódýr og góð Marinó hf. Sturtuklefar og hurðir í SÉRFLOKKI VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 WÉSRÍ LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Möltuferðir: Mörg hótel á skrá Verð og gæði við allra hæfi Góð og persónuleg þjónusta Kaupmannahöfn: Lúxushelgarferðir með SAS Ótrúlegt verð Norræna: Verðskrá 1991 liggur fyrir NORRÆNA FERBASKRIFSTOFAN SÍMI626362

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.