Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER
13
A
^^Hþyðuflokksmenn a Austur-
landi eru nokkuð brattir með sig
þrátt fyrir slakt gengi um áratuga-
skeið. Margir þeirra
horfa nú vonaraug-
um til Hermanns
Níelssonar, íþrótta-
kennara á Egilsstöð-
um, sem er sagður
líklegur til að skella
sér í framboð. Þar
með yrði heimamaður í framboði
fyrir krata í fyrsta skipti í langan
tíma og þykir það eitt líklegra til
vænlegri árangurs, auk þess sem
Hermann er vel kynntur fyrir störf
sín fyrir íþróttahreyfinguna
eystra...
■■ins og fram hefur komið í
PRESSUNNI beitir Ólafur S.
Björnsson í Ósi ýmsum brögðum
til að halda eignum
fyrirtækisins frá lán-
ardrottnum. íbúðar-
hús hans er skráð á
nafn hlutafélags í
eigu eiginkonunnar,
en til þess að tryggja
að fjölskyldan verði
ekki borin út hefur leigusamningi
fjölskyldunnar á húsinu verið þing-
lýst, en samningurinn gildir til 90
ára. Þá geta lánardrottnarnir ekki
sótt í steypubílaflota Óss, en bílarnir
eru allir skráðir áólíklegasta fólk en
ekki fyrirtækið sjálft...
||
m helgina verður kosið í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykja-
nesi. Arni Mathiesen dýralæknir
er meðal frambjóð-
enda. Eins og kunn-
ugt er er Árni sonur
Matthíasar Á. Mat-
hiesen alþingis-
manns sem nú dreg-
ur sig í hlé eftir að
hafa verið á þingi í
32 ár. Árni á fleiri þræði í innsta
hring Sjálfstæðisflokksins. Unnusta
hans heitir Steinunn Friðjóns-
dóttir og er flugfreyja. Faðir Stein-
unnar er Friðjón Þórðarson, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins á
Vesturlandi...
^RflLkil spenna ríkir um lista
Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi
vestra, en kjördæmisráð kemur
saman um helgina
til að taka afstöðu
um kröfu séra
Hjáhnars Jónsson-
ar á Sauðárkróki
um prófkjör. Hjálm-
ar var búinn að sam-
þykkja að taka
þriðja sætið, þannig að Vilhjáhnur
Egilsson hagfræðingur yrði í öðru
og Pálmi Jónsson alþingismaður í
fyrsta sæti. Sinnaskipti séra Hjálm-
ars hafa því komið mönnum algjör-
lega í opna skjöldu og þykir engan
veginn öruggt að Vilhjálmur haldi
sínu umsamda sæti ef til prófkjörs
kemur. Sterkir sjálfstæðismenn á
Króknum eru sagðir ósáttir við
prest sinn vegna þessa, en Hjálmar
þykir hins vegar vinsæll í sinni sveit.
Ekki dregur úr að hann hefur fylgi
út fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda til-
tölulega stutt síðan hann opinberaði
stjórnmálaskoðanir sínar...
C
A^tundum er hægt að sjá bjartar
hliðar á gjaldþrotamálum. Þor-
steinn Eggertsson, sem er bústjóri
í gjaldþroti Veitingahallarinnar,
leyfði að veitingastaðurinn væri op-
inn tvö kvöld eftir gjaldþrotið.
Fimmtudaginn 25. október var beð-
ið um gjaldþrot. Þar sem hópur fólks
utan af landi, sem var að fara í leik-
hús kvöldið eftir gjaldþrotið, átti
pantað í mat leyfði bústjórinn að
húsið yrði opið fyrir hópinn. Á laug-
ardagskvöldinu var bókuð brúð-
kaupsveisla. Bústjórinn leyfði einn-
ig að hún færi fram, þar sem erfitt er
að bjarga slíkri veislu með litlum
sem engum fyrirvara. Eftir að veisl-
unni lauk var húsið innsiglað og svo
er enn. Þorsteinn leyfði að hafa opið
' þessi tvö kvöld, en áður hafði farið
íram vörutalning...
P
VH> ALÞINCISREIT.
Opnub hafa verib ný bílastæbi vib
Alþingisreit meb abkomu frá Tjarnargötu.
Gjaldskylda alla virka daqa frá kl. 07:30 til 18:30. Frítt er á kvöldin og
um helgar. Giald iyrir fyrstu klukkustund er 30 krónur og
10 krónur fyrir hverjar byrjaðar 12 mínútur eftir þab.
Komib ab bílastæbi.
Ytib á hnapp við innkeyrsluhli&ið,
takið við miða og geymið.
2. Bílinn sóttur.
Gengið að miðaaflesara.
Setjio miðann í miðaraufina,
uppsett gjald greitt,þú
færð miðann aftur.
3. Ekib frá bílastæbi.
Akið af stæði að útaksturshliði.
Setjið miðann í miðaraufina,
hliðið opnast.
Þú hefur 10 mínútur til þess ab aka út. Ef lengri tími líbur frá greiðslu miða,
opnast úthlið ekki og borga þarf meira. Sé viðdvöl á stæði skemmri en 5 mínútur
þarr ekki ab setja miba í miöaaflesara
ábur en ekið er af stæðinu.
Ath.
Þó frítt sé á stæðib , á kvöldin og um helgar, þarf samt ab setja miba í miöaaflesara og
þá birtist "0 kr." á skjá og þú færð miöann aftur, sem gilair fyrir útaksturshlið.
Á reitum merktir A eru 60 gjaldskyld bílastæði til almennra nota alla virka daga
frá kl. 07:30 til 18:30. Reitur B er sérstaklega merktur Alþingi.
Reitir merktir A eru hins vegar opnir almenningi
á kvöldin og um helgar og þá er frítt í stæðin.
=3
s
BILASTÆÐASJOÐUR
REYKJAVIKUR
SKULATUNI 2.
SÍMAR: 21242 OC 18720
BILANAVAKT, SIMI 27311, UTAN VINNUTÍMA.