Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 08.11.1990, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. NÓVEMBER C C^taða Geirs Magnússonar, bankastjóra í Samvinnubankanum, styrkist stöðugt í kapphlaupinu um stöðu bankastjóra Landsbankans. Starfsfólk Samvinnubankans hefur sent bankaráði Landsbankans und- irskriftalista þar sem starfsfólkið skorar á bankaráðið að ráða Geir sem næsta bankastjóra. Geir sækir stuðning víðar en til starfsfólksins. Hann hefur mikinn stuðning innan samvinnuhreyfingarinnar, en eins og kunnugt er telur hreyfingin sig eiga stöðuna frekar en Framsóknar- flokkurinn... isfirðingar eru enn kirkjulausir. Eftir að kirkja þeirra varð eldi að bráð hafa heimamenn ekki verið á eitt sáttir um hvað beri að gera. Eftir brunann myndaðist hópur áhuga- manna um endurreisn gömlu kirkj- unnar. Þeir áhugasömustu um end- urbygginguna eru nú í sóknarnefnd. Fyrir tilstuðlan þeirra var atkvæða- greiðsla um hvað gera skyldi. Meiri- hlutinn vildi byggja nýja kirkju. Sóknarnefndin íhugar nú að láta endurbyggja gömlu kirkjuna, þrátt fyrir úrslit kosninganna. Ef kirkjan verður endurbyggð Verður einnig reist mikið safnaðarhús við hlið hennar. . . C á^Pjálfstæðismenn eiga erfitt með að ná frama innan Neytendasam- takanna. María Ingvadóttir, vara- formaður samtak- anna, barðist hetju- lega á aðalfundinum gegn því að fleiri sjálfstæðismenn en hún og Jónas Bjarnason kæmust til valda. Það mun María hafa gert til að-ggta eignað sér þennan málaflokk innan Sjálf- stæðisflokksins. Hún á að hafa gætt þess að enginn gæti skyggt á sig... ingflokkur sjálfstæðismanna gengur út frá því sem vísu að Frið- jón Þórðarson tilkynni um næstu helgi að hann sé hættur þing- mennsku. Munu menn vera á því að það sé skynsamleg- ur kostur fyrir Frið- jón, sérstaklega í ljósi þess sem kom fyrir Þorvald Garðar Kristjáns- son á Vesturlandi. Friðjón er hins vegar að athuga samningsstöðu sína, enda hefur honum ekki áskotnast feitt embætti ennþá. Varð hann sem kunnugt er að láta banka- ráðssæti til Friðriks Sophussonar á síðasta vetri og fékk lítið fyrir... || H^lýlega var Ingolf Petersen úthlutað lyfsöluleyfi í Mosfellsbæ, en Ingolf er starfsmaður í heilbrigð- isráðuneytinu. Starfi hans er að vera eftirlitsmaður ráðuneytisins með OIÐN LÁNASJÓÐU R fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 Leður gönguskór með gúmmísóla Nú er rétti tíminn til aö yfirfara reiötygin. Viö sjáum um viögeröirnar fyrir ykkur. Höfum til sölu alls konar leðurfeiti, olíu, og leöursápu, einnig á húsgögnin og leðurfatn- aöinn. Höfum úrval af hestavörum og myndböndum með hestaefni. Sokkar í úrvali á alla aldurshópa og hinir frábæru skór frá DIADORA. Landsmótsspólan er komin Bósamotturfró Akureyri ó mjög góðu verði Balífoin &"porvaldur SÖÐLASMÍÐAVERKSTÆÐI Austurvegi 21, Selfossi, sími 98-21900 Póstsendum Nýsmíöi - Viögerðir - Lítið inn - Róstsendum apótekum. Þrátt fyrir að Ingolf sé nú orðinn apótekari er ekkert fararsnið á honum úr ráðuneytinu. Hann er því opinber embættismaður þar sem hann fer með eftirlit með sjálf- um sér og kollegum sínum í stétt apótekara. Það mun ekki síst vera fyrir áeggjan annarra apótekara að Ingolf situr sem fastast... K Lratar í Norðurlandskjördæmi eystra heyja nú harða prófkjörsbar- áttu. Almennt hefur verið talað um að baráttan um efsta sætið standi á milli Sigbjörns Gunn- arssonar og Hreins Pálssonar. Við heyrum hins vegar að Arnór Benónýsson, leikari og Þingeyingur, eigi vaxandi möguleika á að slá þeim við, eink- um vegna góðs gengis við söfnun at- kvæða austan Vaðlaheiðar... M ■ WHeðal þeirra sem eiga eftir að gera kröfur í, þrotabú Veitinga- hallarinnar er íslandsbanki. Þess ber að geta að fyrsti viðskiptavinur Islandsbanka var Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Veit- ingahöllinni. Þegar bankinn var opnaður og Jóhannes gekk fyrstur viðskiptamanna inn í hinn nýja banka var honum færður blóm- vöndur og myndir teknar... u ti á landsbyggðinni er nú ver- ið að skoða möguleikana á að bæta úr eilífu læknisleysi. Munu lands- byggðarmenn hafa sent heilbrigðis- ráðuneytinu þá kröfu að eitthvað verði gert nú þegar. Er talið að eina leiðin til að fá lækna út á land sé að bjóða þeim sérstaka „dreifbýlisupp- bót“. Þá er talið að þessi uppbót verði að vera vel útilátin, svo lækn- ar fáist burt af mölinni. Hefur verið rætt um 200.000 til 300.000 króna uppbót á mánuði... I tengslum við Ólafsfjarðargöng- in er nú komið upp hið mesta vandamál. Göngin eru nefnilega of mjó. Telja heimamenn á Ólafsfirði að vonlaust sé fyrir stóra bíla að mætast á þeim innskotum sem til þess eru ætluð. Er þá sérstaklega rætt um að gámabílar eigi erfitt með að mætast. Sjá heimamenn fram á að göngin verði meira og minna lok- uð á meðan bílstjórar stóru bílanna eru að bakka þeim út. Vegagerðin mun hins vegar standa á því fastar en fótunum að göngin séu nógu víð... Al ÍC i jrlfefe# Bæjarhrauni 10 Haffnarfirði Glæsileg SAS- hótel á frábæru verði 'il K0ben fyrir jól Helgarferðir til Kaupmannahafnar ^ . Julefrokost í kongens Kpbenhavn og jólaföndur á Strikinu m\ Alfc jrifen# 652266 5 Ai Trier-ferðin með Arthúri Björgvini Bollasyni jn .1.) er að verða uppseld — hafið samband j/wL Í5

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.