Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 3

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 24. JANÚAR 1991 3 að færist sífellt í vöxt að fyrir- tæki haldi árshátíðir sínar erlendis, íslenskum veitingamönnum til ar- mæðu. Með þessu móti geta starfs- menn gert góð inn- kaup í leiðinni og gleður það sjálfsagt ekki íslenska versl- unarmenn. Nýjasta dæmið um slíka árs- hátíðarferð er ferð starfsmanna Fjárfestingarfélags íslands til París- ar. Um leið má geta þess að starfs- menn Verðbréfamarkaðs Islands- banka munu ætla að láta sér nægja að fara helgarferð upp í Borgarnes- greinilega aðhaldssamur maður, Sigurður B. Stefánsson. Einhverj- ir starfsmanna íslandsbanka munu þó hafa sýnt áhuga á að komast með í ferð Fjárfestingarfélagsins. . . ^W^Íenntamálaráðherra, Svav- ar Gestsson, kom mörgum skemmtilega á óvart með því að taka jákvætt undir erlendar fréttasend- ingar í sjónvarpi og gefa út nýja reglu- gerð til að liðka fyr- ir. Sumir segja að Svavar hafi jafnvel komið sjálfum sér mest á óvart með þessu en líklega er honum full alvara því fyrir skömmu átti hann fund með forsvarsmönn- um sjónvarpsstöðvanna og reifaði þar hugmyndir um að nýta Ijósleið- aratæknina í þágu gervihnattasjón- varps þannig að hver einstaklingur þurfi ekki að kaupa sér disk. . . ■ ^■ýir bankastjórar þurfa nýjan bíl. Halldór Gudbjarnason, nýr bankastjóri, mun ekkert vera öðru- L'ORÉAL keyptur Range Rover fyrir forvera hans. . . lugleiðir hafa samið við ís- lensku auglýsingastofuna um aug- lýsingar fyrir allar deildir félagsins. Gengið var frá samningum sl. þriðjudag. Flugleiðir eru líklega stærsti einstaki auglýsand- inn á íslandi og hafa oft átt viðskipti við fleiri en eina auglýs- ingastofu. Það er auglýsingastofan Auk sem missir stærstan spón úr aski sínum við þennan samning. Framkvæmdastjóri Islensku auglýs- ingastofunnar er Jón Sævar Jóns- son en aðaleigendur eru þeir Jón- as Olafsson, Jón Karlsson í bóka- útgáfunni Iðunni og Ólafur Ingi Ól- afsson. Fyrirtækið var stofnað árið 1988 við samruna Octavos og Svona gerum við og á síðasta ári samein- aðist Teikn einnig íslensku auglýs- ingastofunni. . . u ■ ^iú er mikið þrýst á Davíö Að- alsteinsson, sem var kjörinn í ann- að úr sæti á lista Framsóknarflokks- ins á Vesturlandi, að víkja úr sæti. Mikil óánægja er í Dalasýslu með að tveir efstu menn komi úr syðstu byggðum kjördæmisins. Framsókn- armenn í Dölunum hafa óskað eftir að fá að bjóða fram BB-lista. Ef það fæst ekki er talað um að Sigurður Þórólfsson verði í efsta sæti Þjóð- arflokksins. Ekki er um skoðana- ágreining að ræða heldur snýst mál- ið um landamæri. Á Vesturlandi er rætt um að Davíð eigi enga aðra kosti en gefa sætið eftir. Ef ekki er talið víst að Framsóknarflokkurinn fái aldrei nema einn þingmann á Vesturlandi. Davíð var í öðru sæti fyrir fjórum árum og missti þá þing- sæti. Ef hann víkur ekki núna blasir við að honum takist ekki að endur- vinna sætið og þá er víst að hann fær aldrei möguleika aftur . . . mfjöllun PRESSUNNAR í síð- ustu viku um svokölluð Micha- els-fræði vakti athygli, enda nýjasta nýaldaræðið. Micha- els-fræðin skipta sálnagerðum í sjö flokka: þjón, prest, hagleiksmann, sögumann, stríðs- mann, konung og lærdómsmann. Einkum vakti athygli að enginn ís- lendingur hlaut þann heiður að vera konungur en þeir sem sótt hafa Michaels-námskeiðin hjá Helgu Ágústsdóttur minnast þess hins vegar að Helga sjálf skipar sér í flokk með konungunum og er sögð vera á elsta skeiðinu. . . L-L’ r : ELDHÚSHÚSGÖGN, STAKIR STÓLAR HÆGINDASTÓLAR, BORÐSTOFUBORÐ, SÓFAR0.FL.0.FL, ÞAR SEM ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM Borgartún 29. Sími 20640 AU7AD 50% AFSIÁITUR LJÓS - G JAFAVARA - HÚSGÖGN SUMAR FREISTINGAR ERU TIL ÞESS AÐ FALLA FYRIR ÞEIM.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.