Pressan


Pressan - 24.01.1991, Qupperneq 9

Pressan - 24.01.1991, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. JANÚAR 1991 9 ast inn í þetta mál. Veitingamaður- inn hafði selt mat í salinn svo til öll föstudags- og laugardagskvöld. Ekki var annað vitað en þau við- skipti mundu fylgja með í kaupun- um. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum vinna fyrri eigendur að stofnun nýs fyrirtækis, þótt Guðni Einarsson hafi ekki viljað staðfesta það í samtali við PRESSUNA. FJÓRÐUNGUR AF ÞVÍ SEM VAR GEFIÐ UPP Við samningsgerðina var talað um og gengið út frá að Veitingamað- urinn seldi 500 skammta af bakka- mat á dag. Það er alls ekki raunin. Það lætur nærri að dagsalan sé um fjórðungur af því. Ekki er vitað hvers vegna salan er svo lítil. I fyrsta lagi var fyrirtækið lokað í rúma viku. Meðan fyrirtækið var lokað annaðist Matborðið viðskiptavini Veitingamannsins. Sumir viðskipta- vinanna hafa kosið að vera áfram hjá Matborðinu. Það hefur vakið athygli þeirra sem nú sitja í Veitingamanninum að ekkert er til af veislupöntunum og ekki er heldur neitt til yfir veislur og viðskipti fyrri ára. Fyrri eigendur hafa tekið með sér allar upplýsing- ar, bæði hvað varðar óafgreiddar pantanir og eins um sölu liðins tíma. Sterkur grunur leikur á að eigend- urnir fyrrverandi hafi náð að taka með sér talsvert af tækjum og áhöldum og komið þannig verð- mætum undan. Nýju eigendurnir, Pétur og Lúðvík í Vallarási, hafi þurft að leggja fram talsvert fjármagn til að gera fyrir- tækið rekstrarhæft á ný. Pétur og Lúðvík benda á lögmann sinn, Ólaf Thoroddsen, um allar upplýsingar um þetta mál. í PERSÓNULEGUM ÁBYRGÐUM ,,Við erum í persónulegum ábyrgðum vegna Veitingamannsins og sjáum fram á talsverð skakka- föll,“ sagði Guðni B. Einarsson, einn af eigendum Veitingamannsins. Er þaö rétt aöþú sért aö undirbúa stofnun nýs fyrirtœkis sem mun meöal annars eiga aö þjónusta Ako- ges-salinn? ,,Ég veit ekki hvernig það verður eða hvort verður yfir höfuð nokkuð af því. Við eigum ekkert í Ako- ges-salinn. Við vorum með viðskipti við salinn. Það er ekki hægt að segja hver fæt þau viðskipti. Við getum ekki ráðið því hver verslar hvar." Áttuö þiö ekki ágœt uiðskipti viö Akoges-salinn? „Jú. Það var góður kúnni,“ sagði Guðni B. Einarsson. Eins og áður sagði vinna Pétur og Lúðvík ásamt leigjendum sínum nú að því að endurvekja fyrri viðskipti Veitingamannsins. Lúðvík Halldórs- son sagðist, í samtali við PRESS- UNA, vera bjartsýnn á að það megi takast. Sigurjón M. Egilsson ú hefur Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu að Ólaf- ur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra hafi gefið þeim Róberti Gud- finnssyni og Ólafi Marteinssyni um 150 milljónir króna við söluna á Þor- móðirammaáSiglu- firði. í þessu sam- bandi er fróðlegt að rifja upp að þeg- ar ríkið seldi Sigló hf. í fjármálaráð- herratíð Alberts Guðmundssonar var Sigurdur Þórdarson hægri hönd ráðherrans við söluna sem var mikið gagnrýnd. Nú er Sigurður hins vegar vararíkisendurskoðandi og hefur væntanlega átt stóran þátt í skýrslunni um sölu Ólafs Ragn- | forvalsslag Alþýðubandalagsins í Reykjavík vakti verðskuldaða at- hygli að Svavar Gestsson fékk að- eins 60 prósent at- kvæða í fyrsta sæti og mun þetta vera versta útreið for- mannsins fyrrver- andi fram að þessu. Þá telja menn að pólitískum ferli Gudmundar Þ. Jónssonar, for- manns Iðju, sé lokið. Hann stefndi í annað sætið en lenti í því fjórða . . . Wr egar Pressan greindi frá rann- sókninni á brotum Jóns Grétars Ingvasonar, fv. yfirlyfjafræðings á Landakotsspítala, kom meðal annars fram að til sérstakrar skoðunar væri þátt- ur lyfsalanna í Vest- urbæjarapóteki og Ingólfsapóteki en lyfsalinn í síðar- nefnda apótekinu er Werner Ras- musson. Með öðrum orðum leikur grunur á að Jón Grétar hafi notið að- stoðar Werners við að breyta lyf- seðlum í peninga. Það hefur hins vegar ekki komið fram að eftir að rannsóknin var hafin byrjaði Jón Grétar að starfa að sérverkefnum hjá lyfjafyrirtækinu Delta þar sem Werner er stjórnarformaður. Og ný- verið var Jón Grétar valinn til aö vera fulltrúi Pharmacos við stjórnun Friggjar sem lyfjafyrirtækiö keypti nýverið. Werner er einnig stjórnar- formaður Pharmacos. . . l forvali Alþýðubandalagsins vakti athygli hversu mörg atkvæði Birna Þórðardóttir fékk í fyrsta sætið og að hún skyldi ná sjötta sætinu því margir bjuggust við henni neðar. Dreifibréf gekk manna á með- al fyrir forvalið, Birnu til stuðnings í fyrsta sætið. Þar rituðu undir Fylk- ingarmennirnir Páll H. Halldórs- son, Sólveig Ágústsdóttir og Ragnar „skjálfti“ Stefánsson og svo einstaklingar sem ekki voru taldir styðja Birnu: prófessor Margrét Guðnadóttir, Lena Rist, eiginkona Gísla B. Björnssonar og Olga Guðrún Árnadóttir . . .

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.