Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. JANÚAR 1991 KYNLÍF Hvers konar fólk fremur sifjaspell? Grasalækningar# BÍLAR& sameiginlegt. 1 fyrsta lagi hafa þeir upplifað ein- hverja truflun í eigin þroskaferli og verið sjáifir þolendur einhvers konar misnotkunar, oftast nær sjálfir orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun eða líkam- legu ofbeldi. Þeir trúa því að börn hafi engan rétt og fara megi með þau eins og manni sýnist. Það sem börn m.a. læra af foreldrum sínum er hvernig sambönd eiga að vera. Þegar foreldri misnotar barn sitt kynferð- islega túlkar barnið það svo að þannig eigi sambönd að vera — til að upplifa sam- band þurfi maður að vera „Kynlífsfíkill er sá sem kominn er í vítahring med kynhvöt sína og finnst hann ekki geta hætt. . .“ kynferðislegur. Hættan er sú að barnið setji jafnaðar- merki milli tilfinn inga- tengsla og þess að lifa kyn- lífi í framtíðinni. Flestir for- eldrar finna til hrifningar á börnum sínum, sem er eðli- legt fyrirbæri, en kunna og geta sett sér mörk — þ.e.a.s. fylgja tilfinningunni ekki eftir. Sá sem fremur sifja- spell hefur aldrei lært þessa stjórnun fremur en sá sem beitir líkamlegu ofbeldi. Talið er að sá sem beitir lík- amlegu ofbeldi hafi álíka sjálfsstjórn og tveggja ára krakki, þegar ofbeldinu er beitt. í öðru lagi eru ger- endur sifjaspella oft alkó- hólistar eða háðir annars konar efnum. í þriðja lagi eru þeir lokaðir tilfinninga- iega, hafa átt slæmt sam- band við foreldri sitt af sama kyni og hafa afskap- lega bágborna hugmynd um það hvað það er að vera karl eða kona. I fjórða lagi tekst sumum þeirra að ýta upp lágri sjálfsímynd meðal annars með því að virka sem fyrirmyndar þjóðfé- lagsþegnar út á við, þó að gerendur sifjaspella komi reyndar úr öllum þjóðfé- lagsstéttum. Þeir koma jafnvel fyrir sem frekar trú- aðir einstaklingar og miklir vinnuþjarkar. Að virðast pottþéttur út á við er hluti af feluleiknum — að fela lé- legt sjálfsmat og feia sifja- spellin. í fimmta lagi eru samskipti í fjölskyldunni þar sem sifjaspellin eiga sér stað yfirleitt afar illvirk. Til dæmis er það ekki óal- gengt að mæður hylmi beint eða óbeint yfir verkn- aðinn, m.a. af ótta við af- leiðingarnar ef upp uml hann kemst. En hverju er verið að bjarga? í því felst illvirknin. Sæl að sinni, ætli. þetta sé ekki nóg til að reyna að melta í bili. JÚNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Það er svo margt í henni veröld sem erfitt er að skilja, einfaldlega af því maður er ekki tilbúinn til þeirrar viðleitni. Reiði og vanmáttur eru algengar upplifanir meðal þeirra þol- enda og aðstandenda sem verða fyrir barðinu á sifja- spellum og afleiðingum þeirra. Þær tilfinningar eru eðlilegar í Ijósi þess að sifja- spell geta haft víðtækar af- leiðingar sem tekið getur langan tíma að vinna sig í gegnum. Reið manneskja er ekki tilbúin til að skilja og þess vegna getur reynst örðugt fyrir hana að reyna að setja sig inn í þankagang þess sem vísvitandi fremur sifjaspell. Eitt af því sem fólk hefur átt erfitt með í umræðunni um sifjaspell er að velta því fyrir sér hverjir það eru sem fremja slíkan glæp. Hvernig er sálarástand ger andans? Er hann svo gersamlega sneyddur tilfinningunni um muninn á réttu og röngu að hann sér ekkert athugavert við að misnota barn — jafnvel eig- in dóttur eða son — kyn- ferðislega? Eru þetta alger- lega sálarlaus kvikindi eða er þeim við bjargandi? Fólk er líka hrætt við að veita gerandanum athygli af ótta við að hann fari að hljóta alla samúðina og taki þar með ekki ábyrgð á gjörðum sínum, um Ieið og þolandinn gleymist bara. Vissulega er það kúnst að geta sýnt amúð en gæta þess jafnframt að skýrt sé hver ber ábyrgö á hverju. Þessi ótti er ekki ástæðu- laus því gerendur eru oft meistarar í að reyna að varpa ábyrgðinni af sér yfir á þolandann. Um leið og þú lest þenn- an pistil langar mig að biðja þig að íhuga hvernig ger- anda sifjaspella gæti liðið við lesturinn. Eitt er á hreinu hvað mig varðar: Glæpamönnum, hverju nafni sem þeir nefnast, verður ekki hjálpað með fordæmingunni og útskúf- uninni einni saman. Flestir gerendur sifja- spella eru kynlífsfíklar (sex- ual addicts). Þótt það sé staðreynd má ekki snúa þessu við og halda að allir kynlífsfíklar fremji sifja- spell. Kynlífsfíkill er sá sem kominn er í vítahring með kynhvöt sína og finnst hann ekki geta hætt þrátt fyrir tilraunir í þá áttina, mikla skömm og vanlíðan. Kynlífsfíknin er svo eins og aðrar fíknir brennimerkt með afneitun fíkilsins á vandanum og krydduð með launung og sjálfslygi. Þeir sem gera sig seka um sifjaspell eiga ýmislegt Hann dundar sér viö aö smíöa Chevrolet-sendi- feröabíl á milli þess sem hann stundar grasalækn- ingar og æfir karate. Jón Einarsson er31 árs Reykvík- ingur, einstæður faðir, vél- stjóri og á aö baki nám í rennismíði. Hann er þaö sem kallað er á lélegri ís- lensku „alltmúlígmaöur". Jón er yngsta barn Ástu Erlingsdóttur grasalæknis en systkinin eru smám saman aö taka viö af móöur sinni sem læröi grasalækn- ingaraf fööursínum, Erlingi Filippussyni. „Þetta hefur veriö uppeldislegt nám frá því að ég var sjö ára gamall," segir Jón um grasalækning- arnar. „Fyrst læröi maður aö þekkja jurtirnar og hvernig á að ganga um náttúruna. Síðan leiöir þetta hvaö af ööru." Nú er Jón aö smíöa Chevrolet-sendiferðabíl, ætlaðan til fjallaferða á vet- urna. „Þá er þykkt snjólag yfir öllum gróöri og hægt að fara í óbyggðir án þess aö eiga á hættu aö valda nátt- úruspjöllum. Það er ört stækkandi hópur sem stundar þennan feröamáta aö vetri til, t.d. verður 2. febrúar farin hópferð á veg- um 4x4 hópsins í Setur í Kisubotnum." Jón kynntist karateíþrótt- inni í gegnum son sinn, sjö ára. „Maður þarf aö stunda einhverja líkamsrækt til aö halda sér í formi. Ég byrjaöi í venjulegri líkamsrækt en þegar ég sá til stráksins míns á karateæfingum vissi ég hvaö ég vildi. Fyrsta námskeiðið var ekkert sér- lega skemmtilegt en þegar árangurinn fór aö skila sér hélt ég áfram og nú er ég búinn aö vera í þessu í níu mánuði," segir Jón sem er líka kominn á kaf í félags- starfiö hjá karatefélaginu Þórshamri sem flytur í nýtt húsnæöi innan skamms. Sérsmiðaður Chevrolet ætlaður fyrir vetrarferðir í óbyggðir. „Engin hætta á náttúruspjöllum," segir Jón Einarsson. grasalæknir og karatemaður. „Guðmundur er heilsteyptur og skynsam- ur maður. Hann er mikill keppnismaöur og gefst aldrei upp. Árangur hans sem þjálfara sýnir það vel. Hann kemst það sem hann ætlar sér og það há- vaðalaust," sagði Guðjón Guðmundsson, fyrrum aðstoðarþjálfari hand- knattleiksiandsliðsins. ,,Hann er húmoristi, sér- staklega í þröngum hópi. Guðmundur er áreiðanleg- ur og stendur við allt sem hann segir. Hann er mikill vinur minn og hann er góð- ur vinur," sagði Sigurður Gunnarsson, sem var fé DEBET KREDIT Guðmundur Guðmundsson handboltamaður lagi Guðmundar í landsliðinu og Vík- ingi. „Hann er samviskusamasti maður sem ég hef kynnst. Hann vandar sig við allt sem hann tekur að sér. Guðmundur er húmoristi. Hann dundar sér mikið. Flugu- hnýtingarnar eru orðnar þekktar. Hann hefur komið sér vel fyrir og fer mjög vel með peninga," sagði Einar Þorvarðar- son, fyrrum iandsliðsmarkvörður og núverandi aðstoðarþjálfari landsliðs- „Guðmundur er stífur á meiningu sinni og situr viö sinn keip,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Guð- mundur er smásmugu- legur og þver. Ég er ekki viss um að hann gæfi mér sjampó í sturtu eftir æfingu ef ég bæði hann um það. Hann kom alltaf með sjampó í lófanum í sturtu. Við höfðum alltaf gaman af því að biðja hann um sjampó, vissir um að hann gæfi okkur ekki,“ sagði Sigurður Gunnarsson. „Hann er smásmugulegur. í lands- liðsferðunum gat hann ekki sofið í sama herbergi og einhver sem hraut. Ekki mátti hann heldur heyra nein hljóð, það gat eyðilagt fyrir honum næsta dag,“ sagði Einar Þorvarð- arson. .Guömundur Guömundsson handboltamaður hefur náö eftirtektarveröum árangri sem þjálfari fyrstu deildar liðs Vikings í handbolta. Liöiö er langefst í keppninni um íslandsmeistaratitilinn og hefur unniö alla leiki sína i vetur. í fyrra þegar Guðmundur tók viö liöinu átti þaö i alvarlegri fallbaráttu. STUTTU PILSIN STYTTAST ENN Ef einhver hér á hjara veraldar er farinn að velta fyrir sér sumartískunni þá verður hún eitthvað i lík- ingu við klæönaö Ijós- hæröu stúlkunnar. Stuttu pilsin halda velli. Þau stytt- ast bara enn frekar. Það er jafnframt Ijóst hvers konar klæðnaður verður ekki í tísku í sumar. Við birtum mynd af hon- um til viðmiðunar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.