Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. JANÚAR 1991 FÆR ATLANTSFLUG ALLT SÚLARFLUG SAMVINNUFERBA? Stjórn ferdaskrifstofunnar Samuinnuferda-Landsýnar tekur ákuördun um þad á morgun, föstudag, huer fœr allt sólarlandaflug fyrirtœk- isins í sumar. Að sögn Helga Jóhanns- sonar, forstjóra Samvinnu- ferða-Landsýnar, hafa borist þrjú tilboð í flugið. Hér er um að ræða stærsta ferðapakka ísienska markaðarins, upp á um 300 milljónir króna. Auk Flugleiða bauð Atlantsflug, sem er tiltölulega nýtt leigu- flugfélag, í pakkann. Því til viðbótar barst eitt erlent til- boð en ákaflega ólíklegt er að því verði tekið. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er líklegt að tilboði Atlantsflugs verði tek- ið en Helgi vildi ekki stað- festa það og vísaði til ákvörð- unar stjórnar. En hvaða fyrirtæki er þetta Atlantsflug? Halldór Sigurds- son er forstjóri fyrirtækisins og einn aðaleigandi þess. Hann hefur í 14 ár starfað hjá Arnarflugi. Hann hætti þar fyrir tveimur árum og stofn- aði Atlantsflug. Fyrirtækið er skráð á Is- landi og er með flugrekstrar- leyfi á flugvélum yfir 5,7 Halldór Sigurösson hjá Atl- antsflugi. tonnum. Að sögn Halldórs var aldrei ætlunin að fara inn á íslenska markaðinn heldur átti fyrirtækið að einbeita sér að hinum alþjóðlega leigu- flugsmarkaði. „Áður en kom að því að við færum út í alvarlegan rekstur þar hætti Arnarflug starfsemi. ísflug komst aldrei á koppinn þannig að við urð- um að setjast niður og ákveða hvort við vildum skipta okkur af þessum mark- aði,“ sagði Halldór. Hann sagði að nú þegar væri fyrir- tækið búið að ganga frá flugi frá Þýskalandi til íslands næsta sumar, meðal annars frá Hamborg, Köln og Múnchen. Verður flogið það- an einu sinni í viku. Flugkostur Atlantsflugs er ein Boeing 727-200 vél sem hefur 173 sæti. Félagið er með þessa vél á svokallaðri þurrleigu sem þýðir að hún er skráð hér á landi og verður með íslenska áhöfn. Félagsmálaráöuneyti hunsar álil umboðsmanns Alþingis Bjarni Jónsson í Vest- mannaeyjum sendi í uikunni frá sér bœnaskrá til allra þingmanna þar sem hann heitir á þá ad lidsinna sér í baráttu uid félagsmálarádu- neytið. Tildrög málsins voru þau að fyrir þremur árum var Bjarna vikið úr starfi sem for- stöðumanni verndaðs vinnu- staðar, Heimaeyjar, þar sem 308 frömdu sjálfsvíg á síðustu 10 árum Dómsmálarádherra hefur suarað fyrirspurn Inga Björns Albertssonar um sjálfsuíg. I suarinu kemur fram að 308 manns frömdu sjálfsuíg á ár- unum 1980 til 1990. Lang- flestir uoru karlar eda 229. Konur uoru 79. Þá kemur fram að flestir fremja sjálfsvíg á milli tvítugs og þrítugs eða 63 á nýliðnum áratug. 31 framdi sjálfsvíg undir tvítugu. Þetta kemur heim og saman við frétt PRESSUNNAR frá 18. októ- ber síðastliðnum. Á aldursbilinu 30 til 40 ára frömdu 53 sjálfsvíg en á aldr- inum 40 til 50 ára frömdu 37 sjálfsvíg. Á aldrinum 50 til 60 ára frömdu 59 sjálfsvíg en 35 í aldurshópnum 60 til 70 ára. 28 frömdu sjálfsvíg á áttræð- isaldri. Sjálfsvíg skiptast nokkuð jafnt á milli árstíða en fæstir frömdu þó sjálfsvíg í júní. Þá kemur fram í svarinu að dómsmálaráðuneytið hefur ekki beitt sér fyrir fyrirbyggj- andi aðgerðum vegna sjálfs- víga. framleidd eru kerti. Sálfræð- ingur og félagsráðgjafi í Eyj- um sömdu skýrslur um Bjarna og leituðu víða fanga. „Þau sögðu að ég væri geð- veikur," segir Bjarni sem sjálf- ur hefur aldrei fengið að sjá skýrslurnar. Félagsmálaráðu- neytið hefur þvertekið fyrir að hann fái að lesa þær þrátt fyrir skýran úrskurð umboðs- manns Alþingis. í úrskurðin- um segir að ekkert hafi kom- ið fram sem komi í veg fyrir að Bjarni megi lesa skjölin. En ráðuneytismenn sitja við sinn keip. Og nú er Bjarna nóg boðið og ætlar í mál við Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra. Hann ætl- ar að fá dómsúrskurð um hvort honum sé heimilt að lesa þau gögn sem eru í ráðu- neytinu og hann ætlar að krefjast skaðabóta. Bjarni hefur verið atvinnulaus síð- ustu þrjú ár. Hann segir: „Það er búið að koma óorði á mig og það er erfitt að losna við það í svona litlu samfélagi eins og í Eyjum. Og það hjálp- ar mér ekki þegar félags- málaráðuneytið neitar að framfylgja úrskurði umboðs- manns Alþingis og leyfa mér að lesa skýrslur sem ég veit að eru fullar af ærumeiðandi ummælum og hafa skaðað mig mjög mikið." Bænaskrá Bjarna Jónsson- ar barst þingmönnum nú í vikunni. Enn þá hefur hann engin viðbrögð fengið. Hæstiréttur OLIS á að fjarlægja skún og dælur við Fellsmúla Hœstiréttur hefur fellt úr gildi gamalt lögbann I máli OLÍS gegn Hreyfli. Dómurinn felur í sér ad OLÍS ber aö fjar- lœgja bensínstöð og dœlur af umdeildri lóð uið Fellsmála en deilur hafa staðið um starfsemi á lóðinni allar götu frá 1985 eða í nœr sex ár. Um sumarið 1985 rifti Hreyfill skyndilega samningi við OLÍS um bensínsöluað- stöðu á lóðinni og samdi við ESSO í staðinn. Um skeið voru bæði ESSO og OLÍS með þjónustu á staðnum og þegar leikurinn stóð sem hæst lögðu Hreyfilsmenn bílum sínum umhverfis stöð OLÍS til að hindra viðskipti. Síðan hafa lögbannsmál gengið á víxl en í almennu dómsmáli var síðar kveðinn upp sá dómur að OLIS ætti forgang um viðskipti á lóð- inni og mætti ganga inn í samninginn við ESSO. Þessu var hafnað af Hreyfli á þeim forsendum að OLÍS gæti ekki boðið upp á sambærilegan ' samning því ESSO byði upp á aðstöðu við Hafnarstræti. Nú hefur verið kveðinn upp dómur um að OLIS beri að fjarlægja lausafé sitt af lóð- inni fyrir 1. mars en eftir stendur að OLÍS á steypuna og annað sem fyrirtækið kostaði á lóðinni. OLÍS hefur nú í undirbúningi viðamikið skaðabótamál á hendur Hreyfli vegna viðskiptataps og svo vegna þess kostnaðar sem fyrirtækið lagði í lóðina. fiæiarstiórnarmenn á Selfossi 325 ppósenta launahækkun „Þetta er ekki launa- hækkun heldur leidrétt- ing,“ sagði Sigrún Jens- dóttir, forseti bæjarstjórn- ar á Selfossi, þegar hún var spurð um launahækk- anir til bæjarstjórnar- manna á Seifossi. Nýverið voru laun bæjar- ráðs- og bæjarstjórnarmanna hækkuð verulega. Minnst var hækkunin fyrir setu í bæjar- ráði. Laun þeirra sem þar eiga sæti hækkuðu um tæp- lega 100 prósent. Mest var hækkunin hjá þeim sem sitja í bæjarstjórn eða 325 pró- sent. Laun forseta bæjar- stjórnar hækkuðu um 275 prósent og laun formanns bæjarráðs hækkuðu um 115 prósent. „Þetta er misskilningur. Það er verið að leiðrétta laun- in frekar en hækka þau. Áður fengum við borgað fyrir hvern fund. Nú fáum við fast- ar mánaðargreiðslur. Það getur þýtt aö einhvern mán- uð lækkum við í launum," sagði Sigrún Jensdóttir. Bæjarráð heldur fundi einu sinni í viku og bæjarstjórn einu sinni í mánuði. Sigrún sagði það koma fyrir að fund- að væri oftar. Bæjarstjórnar- menn fá nú 20 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Það hækkaði að vísu hjá þeim fulltrúum í bæjarstjórn sem ekki eru í bæjarráði þvi nú fá þeir hluta af þingfarar- kaupi en fengu áður bara borgað fyrir fundi en ekkert fyrir alla aðra vinnu. Það kom fyrir á síðasta ári að ég fékk gubbupest daginn sem lUNDIR lOXINNI Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður ■ Dagsbrúnar — Hvers vegna eru kosningareglur Dags- brúnar mótframboð- um svona erfiðar? „Reglurnar eru hlið- stæðar og hjá ýmsum öðrum félögum en bera um leið merki mikillar framsýni Héð- ins Valdimarssonar. Stjórnin hefur minni völd en hjá mörgum öðrum því 120 manna trúnaðarmannaráð hefur geysileg völd og mótframboð þarfað fá uppáskrift samsvar- andi fjölda manna. Ég veit ekki til að það hafi nokkurn tíma komið fyrir að mótframboð hafi ekki uppfyllt sett skilyrði. Mótframboð voru nánast árlega 1940 til 1964 og ekki nokkur ástæða til að tala um erfiðleika nú." — Eru þetta ekki samt ósanngjarnar reglur? „Það var samþykkt ágreiningslaust í haust að skipa nefnd til að yfirfara lögin. Nefndin á að skila af sér tillög- um fyrir næsta haust. Auðvitað er rétt að taka lög til skoðunar en eftir stendur að Héðinn var ákaflega framsýnn þegar trún- aðarmannaráðinu var komið á. Lögin eiga að tryggja að sem allra flestirséu virkirog það hefur tekist. Þau eru i heild mjög vel samin. Þessir drengir hafa aldrei lagt fram tillögur til lagabreytinga." — Er ekki stað- reynd að óánægjan beinist fyrst og fremst gegn þér per- sónulega? „Ég get varla tekið því öðruvísi en sem hrósi ef menn tala gegn mér eins og ég sé einn í stjórninni. En staðreyndin er sú að bæjarstjórnarfundur var haldinn. Ég var búin að und- irbúa mig fyrir fundinn. Þar sem ég komst ekki lét ég varamann minn fá undirbún- ingsvinnuna. Ég fékk ekkert greitt fyrir þann mánuð þótt ég hefði verið búin að vinna talsvert sem forseti bæjar- stjórnar, þar sem ég komst ekki á fundinn. Þetta er með- al þess sem við vorum að leiðrétta," sagði Sigrún Jens- dóttir, forseti bæjarstjórnar á Selfossi. sjö af tíu i stjórninni eru starfandi úti á vinnumarkaðinum." — Hefur ekki læðst að þér sú hugsun að eftil villsé orðið tíma- bært að draga sig í hlé? „Jú, jú. Og ég verð ekki ellidauður í þessu en bendi á að ég er að- eins einu ári eldri en forsætisráðherra. Ég gefkost á mér núna en hef enga ákvörðun tekið um hvenær ég hætti.' Gudmundur J. Gudmundsson, formadur Dagsbrúnar, stendur i ströngu þessa dagana vegna mótframboðs gegn lista sitjandi stjórnar verkalýdsfélagsins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.