Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. JANÚAR 1991 SELÐU IHHSIBLAB FYBIBTÆKI BG FLUBII SÖLUSKflTTINN Veitingamadurinn hf. var seldur fyrir fáum dögum. Þegar salan fór fram var fyrirtœkid innsiglad vegna van- goldins söluskatts frá árinu 1989 og svo hafdi verid í um viku tíma. Tollstjóri raufinnsiglid svo nýir eigendur kœm- ust ad fyrirtœkinu. Iljós hefur komid aðýmislegt vantar á ad kaupendurn- ir hafi fengid það sem þeir töldu sig vera að kaupa. Mest munar um að viðskiptasambönd hafa reynst vera mun minni en seljendur höfðu haldið fram. Nýju eigendurnir hafa leigt tveimur kokkum fyrirtœkið. Þeir berjast nú sameiginlega við að afla viðskipta. Tollstjóri fékk söluskattinn ekki greiddan við sölu fyrir- tœkisins. Hið eina sem tollstjóri getur gert er að leita eftir lögtaki í einhverjverandi eignum fyrrverandi eigenda. Vegna alls þessa hafa kaupend- urnir ákveðið að breyta leigusamn- ingi vegna breyttra forsendna. Leigj- endurnir þurfa ekki að greiða neina leigu meðan verið er að ná upp við- skiptum á ný. EKKI í FYRSTA SINN Fyrirtækið Veitingamaðurinn hef- ur áður átt í vandræðum. Pétur Sueinbjarnarson og Haukur Hjalta- son voru fyrstu eigendur þess. Þeir hættu samstarfi og Haukur seldi sinn hluta. Undir stjórn Péturs varð fyrirtækið gjaldþrota og það með talsverðum látum. Ríkissjóður einn tapaði þar á annan tug milljóna. Eftir að Pétur hraktist frá keypti annar þekktur kaupsýslumaður Veitingamanninn, en það var Hrafn Bachmann. Hrafn byrjaði með lát- um. Hann bætti við tækjum og jók veltuna umtalsvert. Hann fór í harða samkeppni og náði viðskipt- um af samkeppnisaðilum. „Þetta var rosalegt. Hrafn undirbauð allt og alla. Það varð til þess að verðið hrundi og ég tel reyndar að það sé enn of lágt. Hrafn ber hiklaust ábyrgð á þessu,“ sagði maður sem rak sams konar fyrirtæki á þeim tíma sem Hrafn átti Veitingamann- inn. Undir stjórn Hrafns varð Veitinga- maðurinn enn gjaldþrota. Stefán Já- hannsson, en hann er sennilega kunnastur fyrir að hafa barið trommur í hljómsveitum Ragnars Bjarnasonar, keypti fyrirtækið eftir að Hrafn gafst upp. í fyrstu gekk þokkalega hjá Stef- áni en það varaði stutt. Að lokum seldi hann nokkrum starfsmönnum sínum fyrirtækið. Það var á árinu 1988. Þeir sem PRESSAN hefur rætt við og þekkja til í sögu Veitinga- mannsins segja að Stefán hafi keypt af Hrafni á allt of háu verði og sama hafi gerst þegar Stefán seldi, verðið var of hátt. Þeir sem áttu Veitingamanninn síðast heita: Gudni B. Einarsson, Gunnar Þórdarson og Óli R. Sig- urðsson. INNSIGLAÐ í JANÚAR Fátt segir af rekstri Veitinga- mannsins þar til 6. janúar 1991. Þá var innsiglað að kröfu tollstjórans í Reykjavík. Það var gert vegna þess að söluskattur, alls 5,2 milljónir frá árinu 1989, var í vanskilum. Áður hafði húseigandi Engeyjar hf. krafist riftunar á húsaleigusamn- ingi vegna vanskila. Meðal eigenda Engeyjar er sambýliskona Péturs Sveinbjarnarsonar en eins og áður sagði var hann fyrsti eigandi Veit- ingamannsins. Pétur R. Guömundsson og Lúðuík Halldórsson, sem saman eiga fyrir- tækið Vallarás, keyptu húsnæðið í janúar. Þeir ætluðu að hafa góðar Pétur Sveinbjarnarson var fyrsti eig- andi Veitingamannsins. Undir hans stjórn varð fyrirtækið gjaldþrota. leigutekjur af húsnæðinu. Þegar fyr- irtækið var innsiglað sáu þeir fram á að fjármunir þeirra gátu verið í hættu. Þegar sýnt var að eigendur Veit- ingamannsins gátu ekki greitt sölu- skattinn og fengið innsiglið rofið ákváðu Pétur og Lúðvík að kaupa reksturinn, tæki, áhöld og fleira. Samningur þar um var gerður 16. janúar. Forsendur samningsins hafa heldur betur breyst. Pétur og Lúðvík sitja uppi með fyrirtæki sem sannar- lega er ekki eins mikils virði og þeir töldu þegar þeir gerðu kaupin. LEITUÐU AÐ LEIGJENDUM Þegar Pétur og Lúðvík höfðu leyst til sín Veitingamanninn, en það var ekki ætlun þeirra í upphafi, leituðu þeir að leigjendum að fyrirtækinu. Þeir fundu tvo matreiðslumeistara sem tóku fyrirtækið á leigu. Þeir eru Þráinn Ársœlsson, yfirkokkur í Þór- skaffi, og Randuer Steinsson, sem var yfirkokkur á Fjörukránni í Hafn- arfirði. Þegar gengið var frá leigusamn- ingi við tvímenningana var stuðst við þær upplýsingar sem eigend- urnir fyrrverandi höfðu gefið. Þar sem í Ijós hefur komið að þær upp- lýsingar eru alrangar hefur verið ákveðið að breyta leigusamningn- um í takt við raunveruleikann. Vallarássmennirnir, Pétur og Lúð- vík, segjast ekki vita hvernig þeir bregðast við þeim staðreyndum að Veitingamaðurinn er ekki það fyrir- tæki sem þeir töldu sig hafa keypt. Þegar á eftir að greiða hluta kaup- verðsins og því enn möguleiki að freista þess að ná samkomulagi um breytingar á samningnum. HVAÐ VERÐUR UM SÖLUSKATTINN? Þuríður Halldórsdóttir, lögfræð- Bíldshöfði 16. Þar er Veitingamaöur- inn til húsa. 6. janúar var fyrirtækiö innsiglað. Vallarás keypti húsnæöiö og rekstur Veitingamannsins. Eftir aö Vallarás eignaðist fyrirtækiö var inn- sigliö rofið. ingur hjá tollstjóra, segir að ekki hafi annað verið hægt en að rjúfa innsiglið þar sem nýir eigendur hafi verið komnir að fyrirtækinu. Það var gert þrátt fyrir að söluskatturinn sé enn í vanskilum. Þuríður segir að hún verði að óska lögtaks í einhverj- um eignum fyrri eigenda vegna söluskattsins. Hvaða eignir það geta verið er erfitt að segja til um. Guðni Einars- son, en hann er einn af fyrri eigend- um Veitingamannsins, segir að ljóst sé að hann og félagar hans komi til með að tapa verulegum fjármunum vegna Veitingamannsins og ólíklegt að þeir félagar eigi eignir sem standa undir yfir fimm milljóna króna söluskattsskuld. Hugsanlega getur tollstjóri tekið lögtak í kaup- samningnum sem fyrrverandi eig- endur og Vallarássmenn, Pétur og Lúðvík, gerðu sín á milli. Þuríður sagði ekki annað hægt en að opna fyrirtæki þrátt fyrir innsigli, ef eigendaskipti verða. Þuríður sagði þetta ekki einsdæmi en hún vildi ekki tjá sig um hvort það þekkt- ist að sölur hafi verið settar á svið til að losa fyrirtæki undan innsigli. FENGU GREITT MEÐ HÚSNÆÐI OG ÆTLA AÐ STOFNA NÝTT FYRIRTÆKI Meðal þess sem Vallarássmenn greiddu með, þegar þeir keyptu rekstur Veitingamannsins, var hiuti hússins númer 12 við Lindargötu. í húsnæðinu við Lindargötu er inn- réttað veislueldhús. Lindargötuhús- ið eignuðust Pétur og Lúðvík þegar þeim var slegið það á nauðungar- uppboði. Sá sem átti húsnæðið áöur, og missti það í nauðungarsölu, var Carl Johansen í Skíðaskálanum. Þrátt fyrir að fyrri eigendur Veit- ingamannsins ætli að stofna nýtt fyrirtæki geta þeir ekki hagnýtt sér húsnæðið við Lindargötu þar sem það er í langtímaleigu. Akoges-salurinn í Sigtúni bland-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.