Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. JANÚAR 1991 „Dauðadrukknir menn, sem narradir hafa uerid upp í þetta nú- tíma víti spillingarinnar, ueltast upp úr hrákaspýttu gólfinu. 14—15 ára telpur, sem eru ad uigjast inn í þennan óskaplega glœpa- og óþuerralifnaö, eru að kjassa hálf- drukkna menn." Þessi lýsing er af skemmtana- haldi í Reykjavík fyrir 60 árum þegar ský heimskreppunnar grúfðu yfir borginni. En þessi orð eiga raunar ekkert sérstaklega við um fjórða áratuginn. Síðan Reykja- vík óx fiskur um hrygg hefur hún ævinlega getað státað af undir- heimum, athvarfi fyrir drykkju- rúta, skækjur, braskara og vafa- söm viðskipti. Og betri borgarar svokallaðir hafa einatt gert sér ferð í undirheima Reykjavíkur; vegna smæðar borgarinnar hafa skilin stundum verið harla óljós milli þeirra sem eru útskúfaðir úr mannlegu félagi og hinna sem telja sig sómakæra. SKÆTINGUR, HRINDINGAR OG ÁFLOG Vísir að kráamenningu varð til um miðja síðustu öld en lengst af keyptu menn vín í sölubúðum bæjarins. íbúar voru þá aðeins á fjórða þúsund en hlutfall slæpingja og iðjuleysingja var hátt. Þeir sóttu sölubúðirnar í félagi við bændur í bæjarferðum og sjó- menn í landlegum og hrelldu sak- lausa viðskiptavini með drykkju- látum og skætingi. Guðrún nokkur Borgfjörð var ung stúlka í Reykja- vík á þessum tíma en færði endur- minningar sínar í letur löngu síð- ar. Hún minntist þess með hryll- ingi hvernig drykkjumenn lögðu búðirnar undir sig og stóðu þar borubrattir og hreyttu ónotum í vegfarendur; saklausar hispurs- meyjar fengu sinn skammt af tví- ræðum athugasemdum og stór- karlalegum hlátri. Mörgum fannst drykkjuskapur- inn í búðunum Ijótur blettur á bæjarlífinu. Greinahöfundur Reykjavíkurblaðsins Tímans var fullur vandlætingar árið 1873, sagði að einu gilti hvenær menn gerðu sér ferð í búð: ,,. . . þá munu menn sjá búðina fulla af mönnum, sem ekkert annað er- indi eiga en annaðhvort kaupa sér pela, hálfpela o.s.frv. eða þá að sníkja hann út gefins og drekka hann svo við búðarborðið . . . Nú er eigi nóg með það, að þeir drekka í búðunum, heldur sitja þeir þar með hrókaræðum um hitt og þetta, svo eigi heyrist mælt mál fyrir mælgi, sköllum, hrind- jngum og áflogum." Arið 1857 fékk Niels Jörgensen veitingaleyfi og í nokkur ár rak hann einu vínkrána í Reykjavík, á horni Aðalstrætis og Austurstrætis þar sem Hótel ísland var síðar reist en heitir Hallærisplan í seinni tíð. Undir aldamótin fjölgaði veit- ingastofum sem höfðu vín á boð- stólum en alræmdasta kráin var á Hótel íslandi. Hún hlaut nafn sem mönnum þótti einkar viðeigandi: Svínastían. DEILDAKEPPNI Á HÓTEL ÍSLANDI Það er alkunna að á meðal drykkjumanna er mikil stéttaskipt- ing. Einu gildir hve djúpt menn eru sokknir, þeir finna ævinlega einhvern verri sem er ekki þess verður að vera í félagsskap með þeim. Fyrir hundrað árum var Hótel ísland gott dæmi um þetta, þar voru ekki færri en þrír barir. eða þrjár mismunandi deildir. Og rétt eins og í fótboltakeppni gátu menn unnið sig upp í fyrstu deild eða hrapað niður í aðra og þriðju deild. í „Almenningi" sátu penir gestir að hljóðskrafi, drukku yfir- leitt lítið og aldrei til vansa og höfðu aldrei háreysti í frammi. „Káetan" var vettvangur yfir- manna á innlendum og útlenskum skipum, þar sötruðu hetjur hafsins heitt toddí og Carlsbergsbjór; sögðu af viðskiptum sínum við ægi en voru yfirleitt „prúðir og kátir karlar", eins og fram kemur í samtímaheimild. Gestir „Svínastí- unnar" voru hins vegar hvorki prúðir né penir. Þar söfnuðust saman sjómenn af ýmsu þjóðerni og íslenskir menn sem voru búnir að drekka sig út úr samfélagi Al- mennings. í Svínastíunni drukku menn brennivín, viskí og romm — einkum brennivín. Sumir liðu út af á hörðum trébekkjum og voru látnir sofa þar óáreittir. Lögreglu- menn bæjarins gátu gengið að „fastagestum" sínum í Svínastíunni og komu þangað oft til að ná í slagsmálahunda. Einn mestur glímumaður bæjarins var Sigurður skjóni og manaði menn í glímu í Svinastíunni. Önnur þjóðsagnaper- sóna þessara ára var Þórður ala- mala, öflugasti burðarmaður sem sögur fóru af. Það voru engir veifi- skatar sem börðust í þessari óynd- islegu búllu, leikurinn barst oft út á götu og endaði einatt í óvistlegu svartholi lögreglunnar. NÆTURDROTTNING KEMUR í BÆINN Saga reykvískra veitingastaða er samofin sögu frú Kristinar Dahl- stedt. Áratugum saman rak hún vertshús úti um allan bæ og fór eftir ýmsu hvort viðskiptavinir hennar voru heiðursmenn og stássmeyjar eða undirmálslýður og þorparar. Ef hægt er að finna ein- hvern úr samtímanum sem minnir á frú Kristinu í umsvifum kemur Ólafur Laufdal helst upp í hugann. Hann hefur einnig lifað tvenna tíma; frá því að reka keðju veit- ingahúsa til þess að afgreiða á barnum á Fáskrúðsfirði. Kristín Dahlstedt var Vestfirðing- ur, fædd í Dýrafirði árið 1876, af bændaættum. Hún fetaði snemma eigin leiðir og lét ekki segja sér fyrir verkum, festi ást á Magnúsi Hjaltasyni sem var almennt álitinn ónytjungur með óumdeilda hæfi- leika á sviði skáldskapar. Ást Krist- ínar og Magnúsar varð fórnarlamb bresta hans enda var hann ekki við eina fjöl felldur í kvennamál- um: Síðar varð hann fyrirmynd Ólafs Kárasonar í Heimsljósi Lax- ness. Þar má og þekkja drætti frá frú Kristínu í einni persónunni. Kristín varð starfsstúlka á Hótel Reykjavík árið 1905. Það var um skeið helsta athvarf áhugamanna um drykkjuskap en góðtemplarar börðust um þessar mundir með oddi og egg gegn áfengisbölinu. Þeir hertóku aðalvígi Bakkusar með því að kaupa Hótel ísland; þar með voru dagar Svínastíunnar taldir. Drykkjumenn áttu í fá hús að venda en kneyfuðu sitt brenni- vín áfram í kjallara Hótels Reykja- víkur. Góðtemplarar gerðu tilraun til aö kaupa þann stað líka; það tókst að vísu ekki en sannarlega var saumað að brennivínsber- serkjum þessi misserin. Þegar sókn góðtemplara þyngdist spruttu upp leyniknæpur víðsvegar um bæinn. ísafold — helsta málgagn bindindismanna — komst á snoðir um það árið 1905 að ýr»is „sví- virðileg skúmaskot" væri að finna í Reykjavík og allar götur að Ytri-Rangá. Góðtemplarar voru áhrifamiklir um stjórn landsins og takmark þeirra var einkar skýrt: algert vín- bann á íslandi. Þeir áttu ekki önn- ur ráð til að sporna við Bakkusi og kumpánum hans. Og á endan- um höfðu þeir sitt fram. Hinn 1. janúar 1915 gekk vínbann í gildi. Reykvískir drykkjumenn notuðu gamlárskvöld til hins ýtrasta og héldu Bakkusi veglegt kveðjuhóf, sungu, drukku og glímdu til síð- ustu stundar: Á miðnætti skutu þeir upp flugeldum og sprengdu púðurkerlingar. FJALLKONAN FLAKKAR UM Kristín Dahlstedt stóð á þrítugu þegar hún opnaði veitingastofu á Laugavegi 68. Hún byrjaði með tvær hendur tómar eins og margir athafnamenn fyrr og síðar en var útsjónarsöm við að laða til sín gesti. Og þeir létu ekki á sér standa. Á daginn seldi hún brauð, kökur og kaffi en þegar rökkva tók fylltist staðurinn af sjómönn- um og gleðimönnum; þetta var áður en vínbannið gekk í gildi og enginn þurfti að fara í felur með drykkjuna. Oft dró til tíðinda þeg- ar vínið steig mönnum til höfuðs en sagan geymir ekki frásagnir af öðrum stórviðburðum en slags- málum, kjafthætti, ölvun og óspektum. Það er mála sannast að frú Kristín hélt uppi skikkanlegum aga enda var hún hörð í horn að taka þótt ung væri. Kristín flutti víða um bæinn með veitingastofuna, var meðal annars í nokkrum húsum við Laugaveg. Um skeið rak hún eitt glæsilegasta veitingahús bæjarins, hafði marga starfsmenn og réð til sín tónlistarmenn til að leika á kvöldin. Þá leitaði undirmálslýður bæjarins í önnur og skuggalegri greni sem fæst höfðu víst veitinga- leyfi. Kristín nefndi veitingastað sinn Fjallkonuna og framan af var staðurinn sveipaður þeirri reisn sem hæfði nafninu. Úm það leyti stóð Kristín á hátindi ferils síns en margvíslegir hrakningar og mót- læti urðu til þess að smám saman hallaði undan fæti og Fjallkonan missti þann ljóma sem um hana lék. Ákveðin tímamót urðu þegar Kristín hrökklaðist með Fjallkon- una að Laugavegi 11 á þriðja ára- tugnum. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja og ýmsir skuggabaldrar tóku að gera sig heimakomna. Vínbannið var að engu haft, bruggarar lifðu upp- gangstíma og langt gengnir drykkjumenn sturtuðu í sig hoff- mannsdropum með kaffinu. En svo fór að lokum að sjálf Fjallkonan var kokkáluð af dönsk- um manni. Hann hét Olsen og bauð eiganda húsnæðisins helm- ingi hærri leigu fyrir húsnæðið en Kristín greiddi. Þar með var Fjall- konan enn á faraldsfæti en Olsen opnaði nýjan bar. Og hvílíkur bar! Olsen kallaði staðinn White Star — en jafnan setti hroll að góð- borgurum þegar á þetta „kaffihús" var minnst og töldu þeir sjálft hel- víti flutt af Heklutindum og niður á Laugaveg. HÁPÓLITÍSK SÓÐABÚLLA Á fjórða áratugnum varð White Star bitbein í pólitískum átökum þegar óburðug hreyfing nasista lagði til atlögu við þetta höfuðvígi siðspillingar í Reykjavík. Nasistar höfðu lagt saman tvo og tvo og komist að þeirri niðurstöðu að kommúnistar væru helstu boðber- ar þeirrar úrkynjunar sem heltók reykvíska borgara. Kynsjúkdómar og drykkjuskapur voru þannig stórpólitísk bolabrögð, skipulögð í Kreml, og nasistar ákváðu að White Star væri útvörður heims- byltingarinnar. Það er mála sannast að Olsen veitingamaður var enginn útsend- ari Stalíns en á hinn bóginn blómstraði siðspillingin á White Star. Þar riðu skækjur húsum og nafnkunnir heimilisfeður hnusuðu utan í ungmeyjum með illa málað- ar varir þegar rökkva tók, rónar bæjarins drukku óáreittir og ís- lendingar gerðu upp sakirnar við erlenda sjómenn sem voru býsna djarftækir til kvenna. Þetta var á fjórða áratugnum þegar heimskreppan sneið mönn- um þröngan stakk og fleiri gerðust drykkjumenn og glæponar en efni stóðu til. White Star var illræmd- asti staðurinn í bænum en alls ekki sá eini þar sem misgæfulegir ævintýramenn áttu athvarf. Á Hverfisgötu 32 var rekið gistihús af aldraðri heiðursfrú; hún hét Þuríður Þórarinsdóttir og veitti elskendum húsaskjól án þess að biðja um giftingarvottorð. Um þessar mundir var Reykjavík að breytast úr útkjálkabæ í dálitla borg, glæpum fjölgaði og stétt iðjuleysingja óx ásmegin. VEITINGAHÚSASPRENGING í STRÍÐINU ísland var hernumið af Bretum árið 1940 og áhrifin á skemmtana- lífið urðu gríðarleg, sannkölluð bylting reið yfir án þess að sið- ferðispostular fengju rönd við reist. Þegar tugþúsundir her- manna flæddu yfir landið gerðust ýmsir vígamenn í veitingabransan- um. Knæpur spruttu upp á hverju götuhorni, ólöglegir næturklúbbar blómstruðu með fjárhættuspili og sprúttsölu og reykvískar meyjar urðu aðalskotmark hinna erlendu hermanna. Um það leyti sem stríðið braust út opnaði frú Kristín Dahlstedt veitingahús við Tryggvagötu. Nú kenndi hún staðinn ekki við Fjall- konuna heldur sjálfan Ægi konung og hagnaðist vel. Ægir var um margt dæmigerð reykvísk stríðs- árabúlla. Þar var lítt vandað til innréttinga eða umgjörðar en mið- að við að veita hermönnum lág- marks þjónustu. Hótel Hekla við Hafnarstræti var ein sóðalegasta knæpan; þar drukku óbreyttir hermenn ótæpi- lega og sögðu íslendingum lyga- sögur af viðureignum við nasista; oft skarst í odda og eitt kvöld risti bandarískur hermaður breskan kollega á kviðinn; blóðið sprautað- ist úr honum þegar iðrin ullu nið- ur á skítugt gólfið. Búllur stríðsáranna voru hver annarri óvistlegri en umsvifin voru mikil og glöggt dæmi um hversu íslendingar gerðu sér far um að hagnast á heimsstyrjöld- inni. Yfirleitt með góðum árangri. Sigurður A. Magnússon hefur fært í letur minningar frá þessum tíma; frásögn hans lýsir vel reyk- vískum skemmtistöðum á stríðsár- unum: „Búllurnar voru flestar óyndis- legir skemmtistaðir, myrkar, daun- illar og reykmettaðar, krökkar af tæmdum bjórdollum, brotnum flöskum og sundurliðuðum stólum, að ógleymdum mölvuðum rúðum og speldislausum hurðum ... Iðu- lega urðu ryskingar milli her- manna og íslenskra karlmanna sem lauk með ryskingum og pústrum og stundum blóðugum slagsmálum, en síðan komu ís- lenskir og breskir lögregluþjónar á vettvang og hirtu hvorir sína." SÓDÓMA OG GÓMORRA í raun er ógjörningur að kveða upp úrskurð um hvaða knæpa í Reykjavík var helsti samkomustað- ur róna og utangarðsmanna. Þessi stétt manna lifði uppgangstíma eins og aðrir; það var auðvelt að fá vinnu hjá hernum um lengri eða skemmri tíma og enn þá auð- veldara að finna stað til að eyða ágóðanum. Margir veitingastaðir urðu vettvangur vafasamra við- skipta, svartamarkaðsbrasks og vændis; á þessum tíma fannst víst mörgum að Reykjavík væri bæði Sódóma og Gómorra, aðrir prís- uðu fjölbreytni næturlífsins og fannst hún til marks um að heims- menningin hefði loksins náð til ís- lands. Á stríðsárunum varð kráabyiting sem helst á samjöfnuð í „bjórlíkis- byltingunni" svokölluðu 40 árum síðar en knæpur voru að líkindum mun fleiri þá en nú. Ekki höfðu þær allar formlegt veitingaleyfi enda hafði lögreglan í öðru að snúast en athuga formsatriði og uppfyllingu þeirra. Kvöld eftir kvöld var fullt út úr dyrum á tug- um knæpa og samkomustaða, eig- endur græddu á tá og fingri og prísuðu þá guðsblessun sem eitt heimsstríð ól af sér. í miðjum þessum tryllingi var ís- land lýst sjálfstætt ríki og skömmu síðar fóru hermennirnir að taka saman pjönkur sínar. Þá varð hrun í reykvísku skemmtanalífi eins og nærri má geta og veitingamenn upplifðu lögmál Darwins: Aðeins þeir hæfustu lifðu. DRYKKJUMENN í DÝRAGARÐI Strangt tekið ekki þeir hæfustu. Sumir sóðalegustu barirnir lognuð- ust alls ekki út af enda var nóg af innfæddum viðskiptavinum. Rónar bæjarins voru ekki lengur örfáar þjóðsagnapersónur á borð við Sigga skjóna eða Þórð alamala heldur talsvert fjölmennur flokkur forfallinna drykkjumanna og iðju- leysingja. Á sjötta áratugnum áttu hörð- ustu drykkjumenn bæjarins nokk- ur athvörf og munaði miklu að framkvæmdamennirnir Silli og Valdi höfðu hleypt af stokkunum heilli keðju veitingahúsa og köll- uðu Adlon. Adlon-veitingahúsin voru meðal annars að Laugavegi 11 en þar varð sögufrægt athvarf skálda, menningarvita og homma. Annar staður var við Hlemm þar sem nú er Rauði sófinn og enn einn í Austurstræti. Sá var kallaður Langibar og var aðsetur róna, spilamanna og glæpona. Á Langa- bar slæddust stundum blaðamenn og skáld og af staðnum fóru þjóð- sagnakenndar sögur. Enn sótti drykkjulýður bæjarins í Vatnsmýrina þar sem rekið var tívolí. Brennivínsberserkirnir voru raunar ekki á höttunum eftir út- sýnisferð í hringekjunni. Nei, þar var rekinn veitingastaður sem kallaður var Vetrargarðurinn en uppnefndur Dýragarður af gárung- um sem þekktu til af eigin raun. Laugavegur 11 er einna sögu- frægastur veitingastaða síðari ára, einkum vegna nafnkunnra við- skiptavina. Þar styrktu menn sín- alkóið og kaffið, þvöðruðu um list-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.