Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. JANÚAR 1991 19 STRÍÐSLEIKUR FYRIR BÖRN STRIÐSLEIKUR FYRIR FULLORÐNA ALUR ISTRHM Konur, kallar og feitir krakkalakkar Á meöan fullorðnir vaka allar nætur yfir ævintýra- legum sjónvarpsfréttum um átökin við Persaflóa geta börnin einnig leikið sér að nýjasta stríðsleikn- um fyrir Atari-leikjatölv- una. Og við morgunverð- arborðið geta síðan allir talað sama tungumál því F-19-leikurinn er einmitt um samnefndar Stealth- orustuþotur sem banda- ríski herinn notar við loft- árásir á írak. Staðarnöfnin ættu ekki að vefjast fyrir heimilisfólkinu því leikur- inn gerist einmitt í Irak og markmiðið er að leggja það land í rúst og drepa Hussein. Þótt stríðið í Irak verði ekki til annars ætti það að geta brúað kynslóðabilið. Og við morgunverðar- borðið geta síðan allir tal- að sama tungumál því F-19-leikurinn er einmitt um samnefndar Steaith- orustuþotur sem banda- ríski herinn notar við loft- árásir á Irak. Staðarnöfnin ættu ekki að vefjast fyrir heimilisfólkinu því leikur- inn gerist einmitt í írak og markmiðið er að leggja það land í rúst og drepa Hussein. Þótt stríðið í Irak verði ekki til annars ætti það að geta brúað kynslóðabilið. AO MISSA KONIINA 06 FÁ 7,7 MILUÓNIB ÞOLLARA Viltu fá 7,7 miiljónir dollara og missa eigin- konuna? Gene Welch Ienti í þessum ósköpum ef trúa á keðjubréfi sem gengur nú manna á milli í höfuð- borginni. Gene þessi sendi bréfið ekki áfram og missti konuna á 51. degi. Síðan fékk hann peningana. Það eru fleiri svipaðar sögur í bréfinu um þá sem ekki sendu það áfram. Það varð hins vegar enginn jafnheppinn og Gene sem fékk smá skaðabætur. Hinir ýmist drápust eða misstu vinnuna. Þeir sem sendu bréfið áfram unnu í happ- drættum, lóttóum eða fengu bara peninga í pósti frá einhverjum dularfullum velunnara. Ung kona í Kaiiforníu gleymdi til dæmis bréfinu og sendi það ekki áfram. Hún lenti í ýmsum vand- ræðum. Meðal annars þurfti hún að láta gera við bílinn sinn og það kostaði skildinginn sinn. Hún greip því til þess ráðs að skrifa bréfið upp í tuttugu eintök- um og senda áfram. Og viti menn. Hún fékk nýjan bíl. Sá sem kom með bréfið inn á ritstjórn PRESSUNN- AR sagðist hafa sent tutt- ugu eintök til vina og vandamanna. Ekkert hafði hins vegar gerst enn. Gluggaumslögin halda áfram að streyma inn um lúguna og enn hefur engin peningasending komið. En hver veit?. Bumbu- baninn Rónar Kristins Sveinn Sveinsson knatt- spyrnudómari fékk aldeil- is að finna fyrir skapi Rún- ars Kristinssonar KRings á Islandsmótinu í innan- hússknattspyrnu um dag- inn. Rúnari fannst Sveinn flauta fullseint á brot and- stæðinganna því hann var kominn á mikið skrið í átt aö markinu þegar flautan gall. Rúnar rak upp öskur sneri sér við og þrykkti boltanum beint í bumbuna á Sveini. Öfugt við það sem margir skyldu ætla var Rúnari ekki vikið af velli. Hann fékk ekki einu sinni áminningu fyrir óvirðingu. Sveinn sýndi hon- Arnór í eld- línunni Kostulegasta íþrótta- frétt síðari ára birtist í DV á mánudaginn. Hún var svona: „Arnór Guðjohnsen varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar lið hans, Bordeaux, sótti heim Nantes í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Tveimur tím- um fyrir leikinn veiktist Arn- ór heiftarlega af matareitrun og gat ekki spilað. „Eg missti algjörlega af leiknum því ég fékk háan hita og steinsofnaði á nuddbekkn- um inni í búningsklefa! Það eina sem ég veit um leikinn er að Bell, markvörður okk- ar, varði vítaspyrnu," sagði Arnór í samtali við DV í gær- kvöldi, en leiknum lauk með markalausu jafntefli." Það er Ijóst að líf atvinnu- knattspyrnumanna er ekki eilífur dans á rósum. LHir fa ný og flottari nöfn konunglega fjólublátt, frum- skógagrænt og svo framveg- is. Til huggunar fyrir yngstu aðdáendur þessara lita skal þess getið að þeir bragðast næstum alveg eins. Framleiðendur Cray- ola-Iitanna, sem flestar kynslóðir eftir stríð þekkja, hafa ákveðið að hætta framleiðslu á litum með sígiidum nöfnum. Meðal annars verður eftir- töldum litum lagt: sítrónugul- um, blágráum, fjólubláum, grænbláum, appelsínurauð- um og appelsínugulum. í staðinn koma litir með nöfn- um á borð við: villt jarðarber, EKKI HRESSIR MEÐ MAR6RÉTI HRAFMS Starfsmenn Ríkisútvarpsins eru ekki allir jafnhressir með ráðningu Margrétar Hrafnsdótt- ur að Rás 2. Ekki fyrir það að Margrét sé erfið í umgengni eða lélegur útvarpsmaður. Máiið er að Margrét var ekki látin taka próf sem allir útvarpsmenn þurfa að þreyta. Má þar minna á að Halldór Hall- dórsson var látinn þreyta slíkt próf þótt hann hefði áður unnið hjá út- varpinu og verið ritstjóri Helgar- póstsins í nokkur ár í millitíðinni. En starfsmenn útvarpsins vilja að allir þreyti prófið. Þannig hefur það ver- ið og þannig á það að vera. um aðeins með handahreyf- ingu að þetta væri Ijótt. Annars er þetta ekki eina dæmið um lina.dómara. Egill Már Markússon baðst þannig afsökunar á að hafa dæmt töf á KA þegar Jóhannes Bjarna- son var að því kominn að skjóta á mark Stjörnunnar. Þessi dómur færði Stjörnunni líklega annað stigið i leikn- um. Seljast vel í sltammdeginu en aldrei betur en í stríði Mikiil kippur kom í sölu á afruglurum þeg- ar Stöð 2 hóf sendingar frá bandarísku frétta- stöðinni CNN. Sam- kvæmt upplýsingum frá Heimilistækjum seldust þá um 15 af- ruglarar á dag í stað um 5 á venjulegum degi. Reyndar hafði verið góð sala framan af janúar eins og oftast þegar myrkrið fer að leggjast á sálir landsmanna. En þegar stríðið braust út rauk salan upp en féll síð- an niður aftur. Annað- hvort eru það útsending- ar Ríkissjónvarpsins á dagskrá Sky-fréttum sem drógu úr sölunni eða fólk hafði bara ekki áhuga á stríðinu nema í fáeina daga.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.