Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 17

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN24. JANÚAR 1991 17 C C^íðastliðinn föstudag mun Anna Gudný Aradóttir, fyrrver- andi forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar, hafa tekið pokann sinn og gengið út. Önnu Guðnýju var á sínum tíma skákað úr stöðu forstjóra þegar Flugleiðafyrirtækið Úrval gleypti Útsýn. Síðan hefur hún gegnt ýmsum störfum hjá fyrir- tækinu og var síðast yfirmaður leiguflugsins. Sá sem tekur við af Önnu Guðnýju er Tómas Tómas- son, sem fyrir skömmu var hjá Al- menna bókafélaginu, en hann er sonur Tómasar Arnasonar seðla- bankastjóra . . . s A&á sem tók við af Önnu Guðnýju í forstjórasæti Úrvals-Útsýnar var sem kunnugt er Knútur Óskars- son. Þegar hann hætti í forstjóra- starfinu, til að rýma fyrir Herði Gunnarssyni, var honum lofað góðu starfi á vegum Flugleiða. Öljóst er hvort það gengur eftir en enn þá er ekki ljóst hvaða störf hon- um eru ætluð þar . . . F járhagsstöðu skemmtiþáttar Hermanns Gunnarssonar, A tali, virðist hafa verið stefnt í voða. Her- -------mann hefur ákveðna upphæð til ráðstöf- unar í hvern þátt og heldur sig þokka- lega við hana og , nokkuð vel með fjár- _______- - muni miðað við vin- sældir þáttanna. Nýverið fékk hann nokkra flytjendur til sín úr rokkhá- tíð Hótels íslands og var ekki gert ráð fyrir að nein greiðsla kæmi fyrir það enda ágætis kynning fyrir rokk- hátíðina. Nú mun Hermann hins vegar hafa fengið ansi háan reikn- ing sem ruglar öllum fjárhagsáætl- unum. Ekki er vitað hvort það er Ól- afur Laufdat eða starfsmenn rokk- hátíðarinnar sem sendu reikning- inn . . . s ^^túdentaráð Háskóla Islands hefur tekið að sér að berjast gegn æviráðningum opinberra starfs- manna. Hefur stjórn SHÍ nú fengið Valborgu Snævarr, lögfræðing og fyrrverandi háskólaráðsfulltrúa, til að taka saman yfirlit um lagalega hlið æviráðningar. Ekki liggur fyrir hvenær álit Valborgar, sem er dóttir Ármanns Snævars, fyrrverandi lagaprófessors og háskólarektors liggur fyrir . . . vakti mikla athygii enda gamalgrónasta fiskeldisfyrirtæki landsins. Gjald- þrotið kemur ýmsum spánskt fyrir sjónir enda virðist fyrirtækið hafa staðið undir skuldum. Mun Ólafur Skúlason, forstjóri og einn aðaleig- andi Laxalóns, sem var fjölskyldu- fyrirtæki, hafa verið orðinn sein- þreyttur á fyrirgreiðslu eða réttara sagt fyrirgreiðsluleysi íslandsbanka. Ólafur er sagður ætla sér að flytjast til Danmerkur en þar mun honum hafa boðist starf á vegum danska ríkisins í tengslum við fiskeldi . . . HUGSUM HIMATTRÆIUT NOTUM ENDURUNIUAR PAPPÍRSVÖRUR í SÉRFLOKKI UÓSRITUNARPAPPÍR TÖLVUPAPPÍR PRENTPAPPÍR UMSLÖC BRÉFSEFNI ÍSKAUPHF. FLÓKAGÖTU 65 SlMI 62 79 50 FAX 62 79 70 „Prekstiginn er frábært tæki, fjölbreytileg þjálfun fyrir alla . • úthald / fitubrennsla • styrkur / vaxtarmótun. Pægilegasta tækið sem hægt er að hafa í heimahúsum." HRESS 1.1KVUSK1.KI (X.IJPS „Ég tel þrekstigann vera mjög gott þjálfunartæki og kjörinn til styrkjandi æfinga og mæli óhikað með honum við konur og karla. „Prekstigmn hefur reynstokkur vel sem upphitunar- og þoltæki ásamt því að vera frábært æfingatæki fyrir fótleggi og mjaðmir m >wSrrtR „Prekstiginn hefur verið í notkun i Mætti frá opnun og reynst vel við upphitun, þol og kraftþjálfun. Prekstiginn er einnig góður við endurhæfingu á vöðvum í xringum hné. Peir sem eru viðkvæmir í baki og mjöðmum og þola illa skekkjuhreyfingar ættu að gæta varúðar og jafnvel að nota einhverjar aðrar þjálfunaraðferöir —- • fyrir |» sem vilja baeta IwHcwna og herfta líkantann - Þrekstiginn er fjölhæft tæki til líkams- og heilsuræktar í heimahúsum, reynir meira á en venjuleg þrekhjól og krefst þar með styttri æfingatíma á degi hverjum. Þrekstiginn hentar líka mjög vel til upphitunar fyrir aðra líkamsrækt. Þrekstiginn eykur þol, styrkir hjarta og lungu og stælir fótleggi, mjaðmir, læri og sitjanda. Þrekstiginn hentar jafnt konum sem körlum og má stilla hann á níu mismunandi áreynsluþrep. Þrekstiginn fæst í tveimur gerðum. Staðgreiðsluverð er1T.9S5og 23.655 kr. LÁTTU ÞIG GANGA FYRIR - friskandi votslun - SKEIFUNNI 19 SlMI 68 17 17 SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL... # 2 Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir i síma 6 90 300. < Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskriftofum HELGARFERÐ FÖSTUDAGUR TIL MÁNUDAGS ADMIRAL / SOPHIE AMALIE TVEIR í HERB. KR. 36.390 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla leið

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.