Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 26
Stelpurnar á Hofsósi létu ekki noröangarrann á sig fá þegar þær stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara GULU PRESSUNNAR þar sem baðströndin mun veröa i framtíöinni. Hitastig hækkar á íslandi í kjölfar olíubruna viö Persa- flóa. Byggl stvrk ðastofnun styrkir gerð baðstrandar við Hofsós ÉG HELD AÐ VONDIR MENN HAFI HAFT ÞESSI AHRIF A HANN — segir Signý Guömunds- dóttir, sem dansaöi vals við Hussein í Lundúnum áriö 1957. Þetta var eins og hver önnur leik- tjaldavinna, segir Garöar Finnbjörns- son, sem nú er aö setja upp leiktjöld fyrir Litla leik- klúbbinn á ísafiröi. íslenskur leiktjaldasmiöur BJÓ TIL PAPPASKRIÐ- VMKKMlYmr^ mssm--------- HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Skíöaskálinn er nú rústir einar. Fjölþjódaherinn Sendir Patriot-skeyti á skotmörk á Islandi írakar Sækja hermenn til Islands Reykjavík, 23. janúar „Viö vonumst eftir góð- um viðtökum íslensks æskulýðs," sagði A1 Abul Staffa, forstöðumaður úti- bús ráðningarskrifstofu írakska hersins sem ný- lega opnaði við Aragötuna í Reykjavík. Að sögn Staffa voru það einkum fréttir af mikilli ásókn Islendinga í frönsku út- lendingasveitina sem réðu því að írakar opnuðu fyrstu ráðningarskrifstofuna utan arabaríkjanna í Reykjavík. „Eldflaugaárásir Banda- rikjamanna á skíðaskálann Vona aö eldflaugaárásir Bandaríkjamanna kveiki i ættjarðarást Islendinga, segir Al Abul Staffa. ættu síðan að kveikja í ís- lenskum föðurlandsvinum," sagði Al Abul Staffa. Jónas Kristjánsson Reykjavík, 24. janúar ....'t' 1 .... ... i.... „Eg sá fyrst ljós á suður- himninum og hélt það vera stjörnu. Síðan tók ég eftir því að það hreyfðist mjög hratt og taldi það þá vera flugvél. En hraðinn var meiri en svo að það gæti verið. Loks sá ég Ijósið koma á fleygiferð, og beint á skálann. Hann varð al- elda á svipstundu,“ sagði Bergur Tryggvason, sjón- arvottur að eldflaugaárás fjölþjóðahersins í Saúdí- Arabíu á skíðaskálann í Hveradölum, í samtali við GULU PRESSUNA. Bergur segir að menn frá varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins hafi bann- að honum að segja opinber- lega frá því sem hann sá. ,,En ég get ekki þagað leng- ur. Mér finnst það óþolandi ef íslendingar ætla ekki að svara þessari fólskulegu árás. Ég fékk mér oft kaffi í skíða- skálanum og veit að margir eiga eftir að sakna hans," sagði Bergur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir GULU PRESSUNNAR hefur hvorki varnarmálaskrifstof- an né Slökkvilið Reykjavíkur viljað tjá sig um þennan at- burð eða frásögn Bergs. Mið- að við vitnisburð hans virðist sem það hafi verið Patri- ot-flaugar sem lentu á skíða- skálanum. í samtali við GULU PRESS- UNA sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson Allt annað líf Tallinn, 24. janúar „Þetta er allt annað líf. Hér er pólitíkin miklu hreinskiptnari en heima,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráð- herra í samtali við GULU PRESSUNA í Tallinn í morgun. Jón Baldvin sagðist búast við að verða í Eystrasalts- löndunum fram á vorið. ,,Það er frískandi fyrir for- mann Alþýðuflokksins að sjá hversu hreint og beint menn ganga hér til verks. Hér er ekkert leynimakk á hótelher- bergjum og hér er ekki grafið undan mönnum í kyrrþey. Hér skjóta menn bara hver annan til þess að komast til valda," sagði Jón Baldvin. ,,Það eina sem ég get kvart- að undan er að Stöð 2 skyldi senda Hall Hallsson á eftir mér,“ bætti hann við. Kominn til Riyadh málið hins vegar athyglis- vert. ,,Ef þaö er rétt sem Bergur segir finnst mér eðlilegt að grípa til einhverra aðjgerða. En á sama hátt og Israels- menn verðum við að gæta þess að trufla ekki megin- gang styrjaldarinnar við Persaflóa. Við verðum að hafa í huga þær afleiðingar sem það getur haft ef við ráð- umst á fjölþjóðaherinn," sagði Steingrímur. Riyadh, 24. janúar Jónas Kristjánsson, rit- stjóri DV í Reykjavík, kom í dag til Riyadh ásamt fé- lögum sínum í frönsku út- lendingahersveitinni en ritstjórinn gekk til liðs við sveitina fyrir skömmu. „Auðvitað er mikill hugur í mér," sagði Jónas við kom- una. „Það er tvennt ólíkt að sitja heima og skrifa leiðara um stríðið og vera kominn á staðinn. Ef ég hefði áttað mig á þessu fyrr hefði ég sjálfsagt fengið mér vinnu í sláturhúsi á áttunda áratugnum í stað þess að skrifa endalaust um lambakjötið" Flaugarnar dragast að Heklu — segir Hákon Sigtryggsson málaliöi Reykjavík, 24. janúar „Því miður bendir allt til þess að við megum eiga von á enn fleiri árás- um Patriot-flugskeyta,“ sagði Hákon Sigtryggs- son, fyrrverandi mála- liði, í samtali við GULU PRESSUNA. Hákon var um tíma mála- liði meðal kontra-skæru- liða í Nicaragua. Hann seg- ir að Bandaríkjamenn hafi sent þeim Patriot-flaugar til reynslu. „Þetta eru miklir galla- gripir. Þær eiga að elta uppi hita frá útblæstri óvina- flauga. Þær eiga það hins vegar til að ruglast í ríminu ef annar hitagjafi er innan seilingar eða þá ef þær finna meiri hita einhvers staðar allt annars staðar. Ég tel því víst að gosið í Heklu hafi dregið þær flaugar sem grönduðu skíðaskálanum hingað til íslands," sagði Hákon. Hákon nefndi sem dæmi um hversu mistækar þessar flaugar væru að málaliðun- um hefði verið bannað að reykja nálægt þeim eftir að einn hershöfðinginn fékk eina flaugina í hausinn þeg- ar hann kveikti sér í vindli. „Þetta hafði reyndar sín- ar góðu hliðar einnig," sagði Hákon. „Ég hætti að minnsta kosti að reykja eft- ir að hafa verið stórreyk- ingamaður til fjölda ára." Hákon Sigtryggsson segir Patriot-skeytin hina mestu gallagripi. Góö hugmynd sem gefur góðan pening, segir Bárö- ur Stefánsson. Stillimyndir seljast vel Kópavogi, 23. janúar „Þetta hefur nánast runnið út,“ sagði Bárd- ur Stefánsson, eigandi Vídeóleigunnar á Laugaveginum, í sam- tali við GULU PRESS- UNA. Bárður hefur hafið framleiðslu á myndbönd- um með stillimyndum Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2. Hann segir að eftirspurnin hafi verið gíf- urleg og myndböndin séu komin í efsta sæti á vin- sældalistanum. „Það virðast mun fleiri vilja vernda tunguna en maður skyldi ætla," sagði Bárður. Hann segir að við- skiptavinirnir séu úr öll- um stéttum og á öllum aldri. „Fólki einfaldlega of- býður hvernig enskan er látin vaða yfir þjóðina í þessum fréttaútsending- um á nóttunni. Með því að skella myndbandinu með stillimyndunum í tækið getur það hins veg- ar varist þessu. Þá er allt eins og það á að vera," sagði Bárður. Til lesenda GULA PRESSAN hefur tek- ið upp samstarf við reykvíska dagblaðið Morgunblaðið um útgáfu á fréttum frá átökun- um viö Persaflóa. Lesendur GULU PRESSUNNAR geta lesið um átökin á síðum Morgunblaðsins þá daga sem GULA PRESSAN kemur ekki út. Það skal tekið fram að þessu samstarfi verður hætt um leið og stríðinu lýkur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.