Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 24.01.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. JANÚAR 1991 Eini rokkflóttamaöur ís- lands gerir þaö gott í Noregi þessa dagana en þaö er þungarokkarinn síöhæröi EIRÍKUR HAUKS- SON. Hann ætti aö kunna vel viö sig i Nor- egi en þar flutti hann einmitt fyrsta evrópulag okkar, Gleöibankann. Eiríkur spilar þar meö þungarokkhljómsveit- inni Artch og er aö gera þaö gott. Sveitin er nú á leiðinni til Bandaríkj- anna og sjálfsagt veröur þess ekki langt aö bíða aö Eiríkur veröi heims- frægur. Þaö voru mikil vonbrigöi fyrir framsóknarmenn aö þeim tókst ekki að fá SIGMUND GUÐBJARNA- SON háskólarektor til liðs við sig. Sigmundur átti aö vera spútnik þeirra á Suðurnesjum en framsóknarmenn hafa fundið sterka framsókn- arstrauma frá rektornum undanfarið. Er það sér- staklega afstaöa hans gagnvart Evrópubanda- laginu sem hugnast framsóknarmönnum vel. Ein útvarpsstöö á íslandi hefur nú verið rifin upp meö rótum en þaö er Út- varp Rót. Stööinni hefur verið lokaö vegna endur- skipulagningar en gert er ráð fyrir að hún veröi opnuð aftur í lok mánaö- arins. Óskar, væri ekki ráð aö raka þessa loðnu sjó- menn? ,,Ekki veröa rakaöir af þeim peningar.“ Úskar Vigfússon er formaður Sjó- mannasambandsins en það berst nú fyrir því að lodnusjómönnum verdi bættursá tekjumissirsem þeir urðu fyrir vegna þess að engin lodna fannst. ^Kristjana segist hafa áhuga á myndlist, þess vegna hafi hún valiö lista- sviðið í FB. Málar hún kannski? „Já, og!ég hef gaman af að gera dukrlsv teikna fólk." ' Ekkert lát er á verðlaunastreyminu til Propaganda Films, fyrirtækis Sig- urjóns Sighvatssonar í Bandarikj- unum. Um síðustu helgi fékk mynd fyrirtækisins, Heat Wave, svokölluð ACE-verðlaun en það eru verðlaun kapalstöðva í Bandaríkjunum. Verð- laununum svipar til Emmyverðlauna sjónvarpsins og Óskarsverðlauna kvikmyndaframleiðendanna. Myndin var framleidd sérstaklega fyrir kapalkerfi að ósk Turner-fyrir- tækisins bandaríska en það er í eigu fjölmiðlakóngsins Teds Turners sem á meðal annars CNN-stöðina. Turner þessi er einnig frægur fyrir samband sitt við Jane Fonda og framtak sitt varðandi Friðarleikanna svokölluðu. Heat Wave fékk fern aðalverðlaun stöðvanna, var þar á meðal valin besta myndin, Cicely Tyson var valin besta leikkonan og James Earl Jo- nes besti leikarinn. Myndin segir frá kynþáttaróstum á vesturströnd Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum. Þar sem myndin var sérstaklega framleidd fyrir kapalkerfi er ekki gert ráð fyrir henni í kvikmyndahús. Hún mun hins vegar koma út á myndbandi um næstu mánaðamót hér á landi Síðar fer hún í sjónvarpsdreifingu Samkvæmt heimildum PRESSUNN AR hefur Turner-fyrirtækið þegar haf ið samningaviðræður við Propag- anda Films um framleiðslu á fleiri myndum. „Ég er fædd i Englandi, átti heima þar í tvö ár en flutti hingað heim þegar pabbi minn dó. Ég vildi halda báðum ættarnöfn- unum," segir Kristjana Skagfjörð Normannsdótt- ir Williams, 16 ára nemi á listasviði Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, þegar hún skýrir út ættarnöfn sín i spjalli við PRESS- UNA. Kristjana er hispurslaus stúlka og sjálfstæð í klæðaburði. Ljósmyndari PRESSUNNAR tók sér- staklega eftir hálsmeninu hennar, venjulegri kass- ettu sem hangir í „plast- gerviiíkingarleðuról", eins og Kristjana orðar það. „Þetta er vísitöluháls- men," segir hún. „Það færi vel á venjulegum vísitöluhippa í hvítu." Hafðirðu séð svona hálsmen áður? „Nei, en ég hafði séð geisladisk." ve FIOLBR ÁUIAS TULKA MEÐV ISTOL UHALS MEN Hamlels-harð- ffiskur ffrá Bildudal ,,Það var alveg nauð- synlegt fyrir mann að komast aðeins burt frá Reykjavík og ná sér upp andlega og peningalega," sagði Þröstur Leó Gunn- arsson leikari sem hefur horfið með fjölskyldu sinni á æskuslóðirnar vestur á firði. Nú vaknar Þröstur upp klukkan hálf sex á morgnana á Bíldudal og vinnur hörðum höndum sem beitingamaður. Þröstur segist kunna því vel — hann hafi áður unn- ið sem beitingamaður og þekki handbragðið. ,,Það er gott að vera kominn hingað aftur og finna hve fátt hefur í raun breyst. Það er eins og takturinn í mannlífinu sé öðruvísi en í Reykjavík og manni finnst þetta í raun eins og afslöppun þó að vinnu- dagurinn sé langur," segir Þröstur en hann fór í burtu frá Bíldudal fyrir 10 árum til að gerast leikari. Leikarinn hefur nú fengið smáhvíld því Þröstur fékk ársleyfi frá Borgarleikhúsinu en þar á hann að vera kominn aftur til starfa í ágúst næstkomandi. Eitt af síðustu verkefn- um Þrastar áður en hann fór út á land var hlutverk Hamlets Danaprins. Nú framleiðir Þröstur eigin harðfisk og aldrei að vita nema hann komi á mark- aðinn undir nafninu „Hamlets-harðfiskur frá Bíldudal". Hver veit? LÍTILRÆÐI af ófriöarástandi Ég fer með veggjum þessa dagana útafþví hvað allir hafa miklu meira vit á heimsmálunum helduren ég- Grímur frændi er meira að segja orðinn sérfræðingur í málefnum Austurlanda nær. Grímur hefur, einsog fleiri, tekið heimsfréttirnar beint í æð og er bókstaflega í rús -útaf því sem hann kallar sjálfur „persastríðið" og hef- ur kveikt í hjartabrjóstinu á honum óslökkvandi hatur á erkifjendum íslendinga sem mér skilst að séu þessa dag- ana arabar, já og norðmenn, ekki má gleyma því. — Það á að þurrka þessa djöfulsins hundtyrki útaf yf- irborði jarðar, öskraði hann um leið og hann var kominn innúr dyrunum í gær, þeir hafa aldrei verið til friðs. Svo hélt hann þrumandi fyrirlestur um fúlmennsku araba og tók sér málhvíld eftir að hann var búinn að staðhæfa að arabi þýddi „maður með vefjarhött". Þó að Grímur sé að visu ekki skemmtilegasti maður í heimi þegar þessi gállinn er á honum, þá finnst mér nú að konan min gæti sýnt honum ögn meiri þolin- mæði en hún gerir. Hann er nú einusinni frændi hennar. En nú stóð hún upp snúð- ug í fasi, setti prjónana sína ofaní skjatta, tilkynnti að hún væri farin í eróbatík í kramhúsi júdódeildar Ár- manns og skildi mig eftir einan með Grími. Þegar ég spurði frænda konunnar minnar hvers- vegna hann væri svona rauðeygur svaraði Grímur mér því til að hann væri bú- inn að horfa á Skæsjannel fæv í sjónvarpinu allan sól- arhringinn frá því striðið byrjaði við Persaflóa, og þessvegna væri hann með þetta allt á hreinu. — Þarna verða slegnar margar flugur í einu höggi og svo getur stríðið líka orð- ið lyftistöng fyrir íslenskan þjóðarhag og Flugleiðir. Litlu flugfélögin lenda nefni- lega aldrei í hryðjuverkum, ekki frekar en litlu þjóðfé- lögin. Þessvegna vilja allir fljúga með Flugleiðum í stríði og til lítilla friðsælla landa. Fínt ef eitthvað gott kem- ur útúr þessu fyrir okkur. Ég kveikti á útvarpinu svona einsog til að hvíla mig ögn á Grími og svo vildi ég líka heyra þingfréttirnar og livað „þjóðkjörnir" væru að ræða á þessum válegum tím- um. Mikill hiti var í umræðun- um sem snérust um þá fúl- mennsku norðmanna að vera sifellt að reyna að stela Leifi heppna frá íslending- um. Grímur varð hamslaus af norðmannahatri en var truflaður af skerandi sírenu- hljóði sem endurómaði um borgina. Eg hljóp fram og fletti því upp í símaskránni hvað þetta tiltekna hljóðmerki merkti og hvernig ætti að bregðast við. Símaskráin gaf mér það til kynna að ítrekuð kjarnorku- árás væri í aðsigi og við slík- ar aðstæður ætti ég að gæta þess að horfa ekki í sprengi- glampann heldur væri þjóð- ráð að kasta sér á grúfu upp- við steinveg og gæta þess að bursta af mér geislavirka rykið áður en ég færi inní næsta kjallara og þar í sturtu. Þegar ég var búinn að lesa leiðbeiningarnar í síma- skránni voru sírenur al- mannavarna löngu þagnað- ar og bomban ósprungin svo ég hélt áfram að ræða við Grím frænda konunnar minnar um jákvæðu hlið- arnar á stríðsrekstri og ófrið- arástandi almennt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.